Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELiAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGMÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Stórhugur frumherjanna Öflugar samgöngur hafa alltaf ráðið miklu um velfam- að sem og óhamingu íslands á hðnum öldum. íslenska þjóðveldið óx og dafnaði á meðan landsmenn réðu sjálfir yfir samgöngutækjunum sem fluttu fólk og vaming til og frá landinu. Það var einmitt þegar landsmenn höfðu ekki lengur sjálfir tök á að annast shka flutninga að þjóð- veldið leið undir lok og við tók margra alda tímabil undir- gefni við erlenda stjómarherra. Það var því eðlilega eitt af fyrstu verkum nýrrar kyn- slóðar á þessari öld sjálfstæðis og framfara að ná tökum á samgöngum okkar við önnur lönd - fyrst á sjó og svo í lofti. Og það tókst. Rétt er að hafa þetta sögulega samhengi í huga þegar þess er minnst að fjörutíu ár em hðin frá því að íslenska flugfélagið Loftleiðir hóf áætlunarflug til Lúxemborgar, en samstarf íslendinga og Lúxemborgara skipti sköpum fyrir vöxt og viðgang félagsins um áratuga skeið. Það var mikill frumherjabragur jafnt á flugrekstri Loftleiða, sem þá var aðeins 11 ára, og á Findelflugvelhn- um í Lúxemborg þegar Skymaster-flugvél Loftleiða lenti þar 22. maí árið 1955. Flugvöhurinn var nýr og ófullkom- inn, eins og fram kemur í eftirfarandi lýsingu Sigurðar Helgasonar, sem þá var varaformaður Loftleiða en síðar stjómarformaður Flugleiða um árabil: „Þetta var nánast eins og að lenda uppi í sveit. í kring- um flugvölhnn vom kýr á beit og nánast ekkert þar um að vera. Flugrekstur var lítill sem enginn í Lúxemborg á þessum tíma og þarna var aðeins htil bygging sem þjón- aði sem flugstöð.“ En flugtengingin við Lúxemborg sannaði að mjór er mikils vísir. Loftleiðir höfðu numið land á meginlandi Evrópu og gátu þar með hafið reglubundið áætlunarflug frá Bandaríkjunum þvert yfir Atlantshafið með viðkomu á íslandi. Með því að standa utan hagsmunasamtaka flug- félaga tókst Loftleiðum að bjóða lægri fargjöld en önnur félög á þessari mikilvægu flugleið og ná á þeim grund- velh verulegri markaðshlutdeild. Áratugum saman var þetta meginstoð þessa félags sem sameinaðist svo Flugfé- lagi íslands á miðjum áttunda áratugnum. Við þessi tímamót er rétt að staldra við og horfa til baka. Ævintýraleg saga Loftleiða fyrstu árin er nefnilega gott dæmi um stórhug og hugrekki frumherja sem kunna ekki að hræðast og vinna þannig meiri afrek en jafnvel þeir sjálfir gátu gert sér vonir um í upphafi. Það er mikh- vægt að átta sig á því að mörg þau öflugu fyrirtæki og stofnanir sem íslendingar samtímans hta gjarnan á sem sjálfsagðan hlut, eiga upphaf sitt og thveru að þakka slík- um dugmiklum frumherjum sem unnu oft þrekvirki við afar erfrðar aðstæður og tryggðu þá gjaman í leiðinni aukna samkeppni neytendum th hagsbóta. Á síðustu árum hefur smám saman losnað um þau bönd sem hafa áratugum saman njörfað niður aht áætl- unarflug milh landa og innan þeirra, takmarkað raun- verulega samkeppni og haldið fargjöldunum uppi. Flugfélögin hafa bmgðist við þessari þróun með auknu samstarfi, samanber samvinnu Flugleiða og SAS undan- farin ár, en einnig með samruna stórra flugfélaga. Það er mikhvægt að hagsmunum neytenda sé ekki fómað í þessum sviptingum. Krafa þeirra er afar einföld og eðlileg. Neytendur vhja aukna samkeppni á þessu sviði sem öðrum - samkeppni sem leiði th lægri far- gjalda. En það er einmitt sem tákn um samkeppni og lág fargjöld sem Loftleiðir lifa í flugsögunni. Ehas Snæland Jónsson í DV fimmtudaginn 18. maí sl. birt- ist frétt undir fyrirsögninni að „starfsmenn Almannavarna telji þjóðaröryggi ógnað“ með flutningi á skrifstofu Almannavarna ríkis- ins að Seljavegi 32. Það er ofsagt og kannast starfsmenn Almanna- varna ríkisins ekki við að hafa lát- ið sér þau orð um munn fara og er miður að þau skuli hafa verið sögð í þeirra nafni. Aðstaða og staðarval Um tvö ár eru hðin frá því að fyrst var rætt um að hugsanlega mætti hýsa Almannavarnir ríkis- ins og Landshelgisgæsluna undir sama þaki með aukið hagræði í huga og samnýtingu. Ég get fullyrt fyrir hönd starfsmanna Almanna- varna ríkisins að þeir hafa ekki sett það fyrir sig hvort heimilisfang Almannavarna ríkisins er Lauga- vegur 118D eða Seljavegur 32. Þeir hafa heldur ekki sett fyrir sig að Seljavegur 32. - Við úttekt á hugsanlegu hagræði við flutninginn var bent á atriði sem uppfylla þyrfti til að tryggja óbreytt öryggiskerfi. Þeim öryggiskröfum var ýtt til hliðar. Almannavarnir og þjóðaröryggi fara í „sambýli" við Landhelgis- gæsluna, enda eru þar úrvals starfsmenn sem akkur er í að vera í nánu samstarfi við. Ekki er held- ur efast um að náin samvinna þess- ara tveggja stofnana væri báðum stoð og að ná mætti fram aukningu á nýtni og skilvirkni á sumum svið- um öryggismála með þeirri sam- vinnu. Varðandi flutning á skrifstofum Almannavarna ríkisins hafa starfsmennirnir einkum gagnrýnt það skipulagsleysi sem hefur ein- kennt framkvæmd málsins frá því að það kom á dagskrá fyrir tæpu ári síðan. Frá þvi að ákvörðun var tekin um að flytja stofnunina að Seljavegi 32 hefur ekkert verið fast í hendi með væntanlega staðsetn- ingu hennar og aðstöðu í húsinu fyrr en nú í apríl sl. Fyrstu hugmyndir að aðstööu fyrir stofnunina, sem lagt var upp með í hagræðingartillögum, gerðu ekki ráö fyrir þeim vinnugögnum og tækjum sem starfsmennirnir þurfa að hafa á staðnum. Hafa átti gögnin í 3-4 km akstursfjarlægð frá skrifstofunni, í stjómstöðinni við Hlemmtorg. Hefur nú verið gengið frá betra staðarvali innan hússins, en þó með rýrari aðstööu en nú er búið við. Hægt væri að búa stofn- uninni mun betri aðstöðu í húsinu en ráðgert er við flutninginn, en ekki hefur verið vilji til þess. Ýtttil hliðar Þegar gerð var úttekt á hagræði því sem hugsanlega mætti ná meö flutningi stofnunarinnar að Selja- vegi 32, í ágúst á síðasta ári, benti framkvæmdastjóri á þau atriði sem uppfylla þyrfti til að tryggja óbreytt öryggiskerfi Almannavama ríkis- ins. Þessum öryggiskröfum hefur verið ýtt til hliðar í umræðunni um flutninginn. Hefur gengið svo langt Kjallaiinn Guðjón Petersen forstjóri Almannavarna ríkisins að verkfræðifyrirtæki, sem dóms- málaráðuneytið fól að gera úttekt á símatæknilegum vandamálum vegna flutningsins, var ekki fahð að taka öryggisþáttinn inn í úttekt- ina. Við þessi vinnubrögð hafa starfsmenn Almannavarna ríkis- ins ekki verið sáttir og vilja ekki vera samábyrgir fyrir því að ör- yggiskerfið verði rýrt viö flutning- inn. Starfsmenn hafa bent á það óhag- ræði sem felst í fjarlægðaraukn- ingu milh skrifstofunnar og stjóm- stöðvarinnar. Fjarlægðaraukning- in skapar einnig ákveðin tækni- vandamál út frá öryggishagsmun- um stofnunarinnar, eins og að framan greinir, en þau má leysa ef vilji er th að leggja út í þann kostnað. Ekki er leyfilegt að lýsa þeim öryggisþáttum sem hér um ræðir, en þeir byggja á þeim grunni að eyðilegging einstakra bygginga eða staða utan stjórnstöðvarinnar, hverjir svo sem þeir eru, hafi sem minnst áhrif á virkni hennar á neyðartímum. Fyrir hönd starfsmanna Al- mannavama ríkisins vil ég að lok- um taka það fram að þeir hafa talið það skyldu sína að byggja upp og starfrækja eins öflugar og öruggar almannavamir og yfirvöld veita svigrúm og umboö til. Þetta er fá- menn stofnun með mjög víðtækt og flókið starfssvið, sem kemur inn á flest öryggissvið landsmanna. Þeir benda á að miðað við hvern- ig búið hefur verið að Almanna- vömum ríkisins í áratugi, fjárhags- lega og mannaflalega, megi þær vart við rýrari kosti eigi að halda í horfinu hvað varðar almanna- vamir í landinu. Því beinist gagn- rýni þeirra sérstaklega aö því hversu óskipulega og léttvægt hef- ur verið tekið á málum allt frá því að undirbúningur flutningsins hófst. Guðjón Petersen „Varðandi flutning á skrifstofum Al- mannavarna ríkisins hafa starfsmenn- irnir einkum gagnrýnt það skipulags- leysi sem hefur einkennt framkvæmd málsins frá því það kom á dagskrá fyr- ir tæpu ári síðan.“ Skoðanir annarra Stefnuleysi að lífsstíl „Davíð Oddsson hefur, eins og alþjóð veit, einbeitt sér að því síðustu misserin að skafa af sér allar skoð- anir, þvegið hendur sínar af hverskyns stefnufestu, losað sig við ahar póhtískar hugmyndir, að ekk sé nú minnst á hugsjónir af einhverju tagi. Þess vegna var til alltof mikils mælst að póhtískur oddviti þjóð- arinnar gerði grein fyrir helstu hugðarefnum sínum í eldhúsdagsumræðum í síðustu viku. Davíð Oddsson hefur nefnilega gert stefnuleysið að hstformi og póli- tískum lífsstíl.“ Hrafn Jökulsson í Alþbl. 23. maí. Skoðanlr Morgunblaðsins „Þeir, sem gert hafa athugasemdir viö þær breyt- ingar, sem orðið hafa á Morgunblaðinu á undanfom- um árum og áratugum hopa nú úr einu víginu í annað. Nú er ekki lengur talað um sviksemi við Sjálf- stæðisflokkinn en nú er sagt, að skoðanir blaös- ins „liti“ fréttaflutning þess. ... Þeirri ásökun að skoðamr blaðsins móti fréttaflutning þess er hins vegar vísað til foöurhúsa. í þeim efnum tala verk ritstjórnar Morgunblaðsins sínu máh.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 21. maí. Að lokinni HM-keppni „Nú er keppninni lokið og hægt að hta yfir farinn veg og meta árangurinn. ... Frammistaöa íslenska liðsins olh vonbrigðum, en auövitaö má ekki gleyma þeirri staðreynd að við öfluga andstæðinga var að etja. Hitt er þó staðreynd að heimavöhurinn var okkar og það hefði átt aö létta íslenska hðinu róður- inn. ... Hins vegar ættu handboltaáhugamenn og forystumenn Handknattleikssambandsins að vera ánægðir eftir mótið. Þeir fengu skemmtflega leiki og skipulagið á mótinu gekk upp.“ Ur forystugrein Tímans 23. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.