Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 36
F R t T T A S K 0 T I Ð 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIOSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 • KL 6-8 LAUGARDAGS-OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 24. MAl 1995. Sjómannadeilan: Samkomulag ídageða langt verkfall „Það eina sem ég get sagt á þessari stundu er að málið er á afar við- kvæmu stigi,“ sagöi Guðjón A. Kristjánsson, formaöur Farmanna- sambandsins, í morgun, rétt áður en úrslitasáttafundur áður en verkfall skellur á hófst. Þegar samningamenn í kjaradeilu tala svona þýðir það að verið er að gera ýtrustu tilraun til að ná samningum rétt áöur en verk- fall hefst. Sjómannaverkfall hefst á miðnætti semjist ekki fyrir þann tíma. DV hefur heimildir fyrir því að ráðherrar og þingmenn úr stjórnar- -í flokkunum hafi í gær gert allt sem þeir gátu til að reyna að fá menn til samkomulags í deilunni. Stjórn LÍÚ kom saman til skyndifundar síðdegis og síðan hélt samningafundur áfram og annar hefst í kvöld. Það eru allir sem til þekkja sam- mála um að takist samningar ekki í dag og komi til sjómannaverkfalls verði mjög erfitt að ná samningum eftir það og að verkfallið muni standa lengi. Kona á slysa- deild eftir Eldur kom upp í íbúðarhúsi á horni Langholtsvegar og Gnoðarvogs laust fyrir klukkan 3 í nótt. Þegar slökkvi- hð kom á staðinn stóðu eldtungur út um eldhúsglugga á neðri hæð hússins og voru íbúar á báðum hæð- um, eldri hjón, að forða sér út. Kona, sem er sjúklingur og býr á neðri hæð hússins, var flutt á slysadeild en eng- ___an sakaði í brunanum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu á neðri hæð sökum elds og reyks en á efri hæðinni urðu aðallega reykskemmd- ir. -pp DV kemur næst út fóstudaginn 26. maí. Smáauglýsingadeildin er opin í dag, miðvikudag, til kl. 22. Lokað á morgun, uppstigningar- - dag. Síminn er 5632700. Þátttakendur i Fegurðarsamkeppni íslands hafa staðið í ströngu að undanförnu og hafa stelpurnar ræktað líkam- ann, sótt fyrirlestra og komið likamanum i form í líkamsrækt. Stóra stundin rennur síðan upp í kvöld þegar fegurð- arsamkeppnin verður haldin á Hótel íslandi. I gær mátti hins vegar sjá stúlkurnar á æfingu á hótelinu í fuilum skrúða. DV-mynd ÞÖK Sjálfstæðis- menn deila hart Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra ætlaði að leggja fram í upphafi vorþings frumvarp til breytinga á lögunum um stjórn fiskveiða. Það er gert til að mæta sjónarmiðum þingmanna Sjálf- stæðisflokksins á Vestíjörðum og Framsóknarflokksins á Reykja- nesi. Það hefur dregist vegna deilna um málið. Nú er frumvarpið komið íram og var kynnt á ríkisstjómarfundi í gær og fékk þar grænt Ijós. Það verður lagt fyrir þingflokka stjórn- arflokkanna i dag. Og þá þyngist róðurinn því mikil andstaða er gegn írumvarpinu hjá ákveönum hópi þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins. Hann er klofinn í málinu, eins og raunar flestir þingflokkarnir eru í málum sem varða kvótakerf- ið. „Það haía alltaf verið skiptar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins um sjávarútvegsmálin. Það bæri þá nýrra við ef það kæmi ekki fram núna eins og jafnan áö- ur. En um stærstu drættina í þessu ætti að geta orðiö samstaöa en auð- vitað eru skoöanir skiptar," sagði Þorsteinn Pálsson. Þá hafa stjórnendur Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hreinlega fariö hamförum gegn þessu máh. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra var spurðmr hvortþessi harkalegu viðbrögð LÍÚ hefðu komiö honum á óvart: „i sjálfu sér ekkí. Það hefur jafn- an verið svo aö menn hafa haldið fast utan um sína hagsmuni í þess- ari atvinnugrein og ég á ekki von á því að það breytist," sagði Þor- steinn. í raun er það svo að LÍÚ krefet þess að engar breytingar verði gerðar á lögunum um stjóm fisk- veiða, nema hvað þaö vih að króka- leyfisbátar verði teknir inn í kvóta- kerfið og á þeim verði framseljan- legt aflamark. Andstaða forystu- manna útvegsbænda hefur öh beinst aö því að fá þetta fram og að aðrar breytingar veröi ekki gerðar á lögunum. LÍÚ leggst einn- ig harðlega gegn þeim jöfhunarað- gerðum fyrir vertíðarbáta sem gert er ráð fyrir 1 frumvarpinu. Þann vísi að flotastýringu sem nú kemur inn mega LÍÚ-menn ekki heyra á minnst. Það er því ljóst að enn einu sinni hefjast póhtisk átök um stjórnun fiskveiðanna og þau virðast harðna með hverri breytingu sem gerð er á lögunum. LOKI Má ekki setja kvóta á þessa sjávarútvegsumræðu? Veðriðámorgun: Víðast gola eða kaldi Veðurspáin fyrir morgundag- inn gerir ráð fyrir norðaustlægri átt, víðast golu eða kalda. Um austanvert landið, vestur með suðurströndinni og sums staðar norðanlands verður rigning en þurrt að mestu vestanlands. Hiti. verður 7-12 stig sunnanlands og vestan en 4-7 stig á Noröur- og Austurlandi. Veðrið í dag er á bls. 52 Bankamenn: gerðan kjara* samning Félagsmenn í Sambandi íslenskra bankamanna fehdu nýgeröan kjara- samning í allsherjaratkvæðagreiðslu með miklum mun. Atkvæöi féhu þannig að 67 prósent þeirra sögðu nei en 33 prósent já. Kosningaþátt- taka var rúmlega 90 prósent. Stjórn Sambands íslenskra banka- manna hefur ákveðið að endumýja heimhd til verkfahsboðunar. Sam- kvæmt lögum ber að boða verkfall með 15 daga fyrirvara. Fimm dögum áöur en verkfall skellur á ber ríkis- sáttasemjara að bera fram sáttatil- lögu sem félagsmenn greiða atkvæði um í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þeg- ar tillagan hefur verið lögð fram get- ur sáttasemjari frestað verkfalli í aht að 15 daga. Hámarksaðdragandi verkfahs bankamanna er því einn mánuður. Súðavík Borgarafundur Borgarafundur var haldinn í íþróttahúsinu í Súöavík í gærkvöld. A fundinum var rætt um ráðstöfun fjárins sem safnaðist í söfnuninni Samhugur í verki en 74 milljónum er enn óráðstafað. Á borgarafundinum komu fram skiptar skoðanir um það hvernig standa ætti að hreinsun og björgun muna úr snjóhaugnum. Þá var kynnt nýttdeiliskipulagfyrirþorpið. -GHS Flogiðeftirsjómanni Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug eftir veikum sjómanni um borð í tog- ara sem staddur var 122 mílur suð- austur af landinu laust eftir klukkan 10 í gærkvöld. Vel gekk að ná mann- inum um borð og lenti þyrlan um miðnætti við Borgarspítala. Liöan skipverjans er eftir atvikum góð. Togarinn sem um ræðir, Sindri VE, er nýr í íslenska flotanum en verið var að sigla honum til heimahafnar fráFrakklandi. -pp Seyðisfjörður: Alhvít jörð í morgun Jóhann Jóhannssan, DV, Seyðisfirði: Hér i bænum var alhvít jörð klukk- an 7 í morgun og náði snjórinn í skó- vörp. Þungbúið hefur verið en úr- komulaust síðustu dagana. Enn þá eru snjóalög á flestum götum í bæn- um og muna menn ekki kaldara vor síðan 1979. Þyrftu menn svo sannar- lega á hlýnandi veðri að halda. Reimar og reimskífur PoilfeeM . SuAurUodsbraut 10. S. 680400. K I N G LBTTi alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.