Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 26. MAl 1995 Fréttir Skipstjórinn á norska varðskipinu Senju: Vona að ekki þurf i að beita klippunum í sumar Reynir Traustaaon, DV, Svalbarða: „Ég vona aö til þess komi ekki að við þurfum að beita klippunum í sumar, sagði Halvar Pettersen, skip- stjóri á varðskipinu Senju, þar sem DV ræddi við hann um borð í skipi hans í Longyearbyen á Svalbarða. Alhr íslensku skipstjórarnir sem stunduðu veiðar í Smugunni og á Svalbarða sl. sumar þekkja til Senju því að hún kom mest við sögu þeirra átaka sem áttu sér stað milli norsku strandgæslunnar og íslensku togar- anna. Pettersen, sem stjórnaði að- gerðum þegar Senja sigldi á fullri ferö aö togurunum Drangey og Blika, segir að þar hafi aldrei verið nein hætta á ferðum og skip hans þurfi aðeins nokkra metra til að stöðva. Hann gefur lítiö fyrir myndband sem tekið var um borð i Drangey meðan á þeim aðgerðum stóð. „Við lögðum fram myndband sem sýnir annað sjónarhorn en það sem íslendingamir lögðu fram. Okkar myndband sýnir að íslensk skip þrengdu að okkur,“ segir Pettersen. Hann segir að norska strandgæslan muni fylgjast með feröum íslensku togaranna í sumar. Hann segir að þeir muni þó ekki fara um borð í skipin í Smugunni nema fyrir Uggi samþykki islensku skipstjóranna. „Við erum tilneyddir að halda uppi stjóm á veiðum á fiskvemdarsvæð- inu; ef við gemm það ekki leiðir það til stjómlausra veiða þar og enginn veit hvað er tekið af fiski þar. Við munum einnig fylgjast með veiðum í Smugunni og á mörkum hennar og Svalbarðasvæðisins. Ef við erum vel- komnir um borð í íslensku skipin þá munum við fara þangað, tala við áhafnimar og skoða afla þeirra, segir Pettersen. Málarekstur vegna samskipta Senju og íslensku togaranna stendur nú í Noregi. Pettersen hefur fengið á sig þá mynd að hann sé grimmur í við- skiptum viö íslenska togara. Hvemig er að hafa á sér slíkan stimpil. „Við höfum átt samskipti við ís- lendingana og ég hef ekkert á móti íslensku skipstjórunum persónu- lega. Ég held líka að þeir hafi ekkert á móti okkur. Ég þekki nokkra ís- lendinga persónulega og hef ágætt samband við þá. Menn eiga ekki að gera þessa deilu persónulega. Við erum einfaldlega að vinna okkar vinnu og samskiptin við íslensku skipin hafa almennt verið góð, segir Pettersen. Feguröardrottning íslands: Þettakom skemmtilega áóvart „Það var yndisleg tilfinning þegar nafniö mitt var kallað upp. Þetta hefur verið vinna í marga mánuði en jafnframt mjög skemmtilegur tími. Ég verð þó að viðurkenna að geðshræringin var mikil þegar allt var búið og ég fann fyrir nokkurs konar spennufalli. En þetta var ynd- islegt kvöld. Mér brá en þetta kom mér skemmtilega á óvart,“ sagöi Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, 19 ára verslunarskólamær og nýkjörin feg- uröardrottning íslands, í viðtah við DV í gær. Fegurðardrottningin hafði þá ekki undan að taka á móti góðum kveðjum og blómasendingum. í öðru sæti Fegurðarsamkeppni ís- lands, sem fram fór á Hótel íslandi á miðvikudagskvöldið, varð Sigríður Ósk Kristinsdóttir, í þriðja sæti Brynja Björk Harðardóttir, Berglind Ólafsdóttir í fjórða og Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir í því fimmta. Hin nýkjöma fegurðardrottning sagðist vitaskuld hafa farið í keppn- ina í þeim tilgangi að vinna og segir að spennan hafi verið magnþrangin þegar fyrstu fjögur sætin vora orðin ljós og beðiö eftir hver væri sigurveg- ari kvöldsing. „Þetta á eftir aö verða ein af mínum eftirminnilegustu stundum," sagði hún. Suðurleið: Bjargar norður- leiðinnifyrirDV -á meðan verkfall stendur Þótt feröir Noröurleiðar milli Reykjavíkur og Akureyrar hafi fallið niður sökum verkMs Sleipnismanna hefur DV getað komiö blaöinu á réttum tíma til áskrifenda alla leiö noröur til Siglufiaröar. „Bjargvætturinn“ er Suðurleiö sem er með sórleyfi á milh Reykjavíkur og Siglufjaröar. Eigandinn, Jón Sigurðsson frá Sleitustöðiun, heldur uppi venju- legri áætlun og skilar DV frá sér um Borgarfjörö, hluta Stranda- sýslu, um báðar Húnavatnssýsl- ur, aha Skagafjarðarsýslu og loks til Sigluijarðar. Viö venjulegar kringumstæður hefur Norðurleiö séð um þessa staði fyrir DV. Aö sögn Más Halldórssonar, dreifingarstióra DV, hefur verk- fáh Sleipnis helst bitnað á dreif- ingu blaösins með Noröurleið og Austurleið. Dreifing á Snæfells- nes, með SBS austur fyrir Qah og meö Sæmundi til Borgamess hefur gengið áfallalaust. -þjb Litla systir, Berglind, 14 ára, lagar kórónuna á fegurðardrottningu íslands og stóru systur, Hrafnhildi Hafsteinsdótt- ur, eftir krýninguna á miðvikudagskvöld. DV-mynd GVA Stuttar fréttir Ráðánkaria Félagsmálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð. í því eiga sæti Elín R. Líndal, formað- ur, Þórunn Sveinbjömsdóttir, Þórveig Þormóðsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Ehen Ingvadóttir, Hrafhhildur Stefánsdóttir og Ragnhildur Benediktsdóttir. Evrópusamtök stofnuð Evrópusamtökin vora stofnuð í Rey kjavík í gær. Eitt af markmið- um samtakanna er aö stuðla að ESB-umsókn af hálfu íslands. Óvissa um formann Óvíst er hvort Jóhannes Nordal verður áfram stjórnarformaður Landsvirkjunar eins og hannhef- ur gert frá upphafi, eða í 30 ár. Skv. RÚV mun Hæstiréttur skipa formann komi Alþingi, Reykía- víkurborg og Akureyrarbær sér ekki saman um máhð. Vonbrígði með frumvarp GATT-frumvarp ríkissfjómar- innar gerir ráð fyrir 30% vemd- artohum á innfluttar buvörar Skv. RÚV veldur frumvarpið for- ystu bænda vonbrigðum. Stórhveli á Öxarfkði Stórhveli hafa sést á Öxarfirði. Strókar frá hvölunum hafa sést frálandiRÚVgreindifrá. -kaa Hæstiréttur dæmir þrjá bamaníðinga til fangelsisvistar: Einn áreitti ungan dreng kynferðislega í fimm skipti - geðlæknismeðferð heppilegri en fangelsisrefsing Hæstiréttur hefur staöfest 10 mán- aða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Roy Ófeigi Breið- fjörð, 70 ára, fyrir að hafa áreitt 10 ára dreng kynferöislega í fimm skipti seinni hluta síðasthðins sumars. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum og í héraðsdóminum kemur fram að hann hefur orðið uppvís að „kynferð- issamböndum“ við unga pilta frá ár- inu 1968. Upp komst um verknað mannsins þegar drengurinn skýrði móðm- sinni frá því að tiltekinn starfsmaður bensínstöðvar „væri ógeðslegur" - hann væri ahtaf að halda utan um sig og kyssa. Síðan greindi hann frá því að maöurinn hefði tekið sig upp og sýnt sér aöra og meiri kynferðis- lega áreitni. Eftir aö máhö var kært viður- kenndi sakbomingurinn að hafa kynnst drengnum þegar hann kom á vinnustað hans eins og aðrir krakkar þegar þeir komu á bensínstöðina til þess að skipta um dekk á hjólum sín- um. Maðurinn sagði að áreitni sín gagnvart umræddum dreng hefði fariö fram í skúr við bensínstöðina. Sakbomingurinn kvaðst, þrátt fyrir. að hann hefði fengið dóm fyrir annað kynferðisbrot áriö 1987, ekki hafa gert sér grein fyrir því hvaöa afleið- ingar háttsemi hans gæti haft í fór með sér fyrir drenginn. Eftir þessa atburöi átti drengurinn við ýmsa líkamlega sem andlega erf- iðleika að stríða sem dómurinn taldi ljóst að hefðu orsakast af brotum sakbomingsins. í héraðsdóminum kemur fram að kynhneigð mannsins til að stofna til kynferðissambanda sé gagnvart ókynþroska drengjum. í niðurstöðu geðlæknis kemur fram aö kynhneigð mannsins sé almennt oft mjög erfið viðfangs og ekki læknanleg í eigin- legum skilningi. Áfengisneysla, fé- lagsleg staða, geðræn hðan, persónu- leiki og greindarfar skipti þar máh. Geðlæknirinn taldi ekki að refsing kæmi aö gagni. Hins vegar taldi hann nauðsynlegt að maðurinn sækti reglubundna meðferð hjá geðlækni. Hann taldi enn fremur að lyfjameð- ferö kæmi til greina en hún gæti dregið úr kynhvöt enda væra slík lyf skrásett hérlendis og hefðu verið notuð í nágrannalöndunum hjá ein- stakhngum með afbrigðilega kyn- hvöt. Hæstiréttur dæmdi annan mann, Bjöm Kristjánsson, 62 ára, í 7'mán- aða fangelsi, þar af 5 mánuði skh- orðsbundið, fyrir að hafa áreitt kyn- ferðislega á heimih sínu í júlí í fyrra tvö stúlkuböm. Hann var einnig dæmdur th greiðslu skaðabóta. Þá var þriðji maðurinn dæmdur í 8 mánaða fangelsi af Hæstarétti fyrir að misnota 11 ára dóttur sambýlis- konu sinnar kynferðislega. -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.