Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 Fréttir > Mðlunartillaga sáttasemjara í farmannadeilunni felld: Tillagan alger- lega ótímabær - segir Jónas Garöarsson, formaöur Sjómannafélags Reykjavíkur „Eg var andvígur þessari miðlun- artillögu sáttasemjara. Málin höföu ekki verið rædd nóg og því var hún ótímabær þegar sáttasemjari lagði hana fram," sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykja- víkur, eftir að miðlunarnHaga ríkis- sáttasemjara í deilu undirmanna á farskipum og viðsemjenda þeirra var kolfelld. Atkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur og voru atkvæði talin í gær. Af þeim sem rétt höfðu til þátttöku í atkvæðagréiðslunni tóku 83 prósent þátt í henni og af þeim sagði 81 prósent nei en 19 pró- sent sögðu já. Farmenn sem rétt höfðu til þátttöku eru 95. Jónas Garðarsson sagði að nú væri málið aftur komið til sáttasemjara. „Hér er allt húsnæði upptekið og sökum þessara anna er ekki búist við að ríkissáttasemjari kalli til samningafundar í deilunni fyrr en í vikulokin," sagði Jónas. Áður en sáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna hafði verið boðað til verkfalls og var það dagsett. Þess vegna er sú verkfallsboðun úr gildi fallin og ef verkfall verður aftur boð- að verður að gera það með 7 daga fyrirvara. „Nei við erum ekki með verkfalls- boðun tilbúna en við erum að skoða málið í þessu nýja ljósi," sagði Jónas Garðarsson. Þetta er önnur miðlunartillagan sem ríkissáttasemjari hefur lagt fram í þessum mánuði sem er felld fyrir honum. Hin miðlunartillagan var í kjaradeilu Sleipnismanna. Bræðurnir mokveiddu á línuna Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er auðvitað stórskemmtilegt þegar svona vel gengur en það er því miður ekki alltaf," sögðu bræðurnir Guðlaugur og Júlíus Bessasynir þeg- ar þeir komu að landi á Húsavík í síðustu viku með um 2 tonn af mjög vænum þorski á trillunni sinni, Skýjaborginni ÞH-118. „Það hefur yerið mjög góð veiði að undanförnu út af Leirhöfn á Slétt- unni, reyndar á mjög litlum bletti." Suðurnes: Sveitarfélagið fær 13 íbúðir Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Byggingarsjóður verkamanna hef- ur úthlutað sveitarfélaginu Kefla- vík-Njarðvík-Höfnum þrettán íbúð- um til byggingar eða kaupa í félags- lega húsnæðiskerflnu. Þetta eru sjö félagslegar leiguíbúðir, fjórar félags- legar kaupleiguíbúðir og tvær al- mennar kaupleiguíbúðir. Guðlaugur Bessason hifir fullt kar af vænum þorski upp úr Skýjaborginni. DV-mynd gk Bágborið ástand á humarslóðinni við landið: Kvótinn skert urum 7 II „Fyrsta vísbending bendir til^að það sé miklu rninna af humri á ferð- inni en verið hefur. Reyndar hefur það komið fyrir áður að humarinn hafi ekki gefið sig í upphafi vertíðar. Núna er þetta hins vegar gegnum- gangandi á allri slóðinni. Við erum því komnir í viðbragðsstöðu," segir Sólmundur Einarsson, fiskifræðing- ur á Hafrannsóknastofnun, sem fyrir skömmu kom úr humarleiðangri með hafrannsóknaskipinu Dröfn. Humarvertíðin hófst 20. maí síð- astliðinn, um viku síðar en venju- lega. Á síðasta ári mátti veiða um 2.200 tonn en nú leggur Hafrann- sóknarstofnun til að upphafsveiði- heimild á næsta ári verið 1500 tonn. Búast má við tímabundnum friðun- araðgerðum á veiðislóðinni vegna bágborins ástands humarstofnsins. Lítið hefur aflast á humarmiðun- um síðan veiðar hófust. Veiöislóðin er sunnanvert við landið, frá Lóns- dýpi vestur fyrir Eldey og norður að Jökuldýpi. Skást hefur ástandið ver- ið hjá Vestmannaeyjabátum. Að sögn Sólmundar er ofveiði ekki eina ástæðan fyrir slæmu ástandi á humarmiðunum. Allt árið um kring tonn séu stundaðar annars konar veiðar á slóðinni, bæði með dragnót og flot- vörpu. Þá tpgj menn það lengi að undirmálshumar, einkum hrygnur, lifi ekki af þótt þeim sé sleppt. „Umhverflð ér undir stöðugu álagi. Núna er þetta opið öllum veiðarfær- um og engin hvíld á milli. Þetta er eilíf truflun. Humarinn kemst ekkert heldur lifir í sínum holum. Sé skaflð yfir þetta hvað eftir annað raskar það öllu. í raun og veru ætti að hvíla slóð- ina á milli þess sem humarveiðar standa yfir," segir Sólmundur. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.