Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 Fréttir Slökkviliðsstjórinn á Akureyri um brunann í Glerárkirkju: Farið framhjá okkur varðandi eldvarnir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „í byggingum sem þessum eru gerðar sérstakar kröfur um eldvarn- ir og beintengingu við slökkvistöð. Slíkt er reyndar skilyrði en í þessu tilfelli var farið framhjá okkur. Það var ekki beðið um lokaúttekt á bygg- ingunni heldur var húsnæðið tekið í notkun án þess að sú úttekt færi fram," segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkvUiðsstjóri á Akureyri, í tilefni brunans sem varð í Glerárkirkju á sunnudag. Tómas Búi segjr að síðar hafi verið gerðar athugasemdir vegna þess að brunavarnir vantaði og úrbóta hafi verið krafist. „Mér er kunnugt um að úrbætur voru á döfinni. En hefðu eldvarnir verið til staðar með bein- tengingu við slökkvistöð hefði orðið smárjón í þessum eldi," segir Tómas Búi. í kjallara Glerárkirkju var í nokk- ur ár rekinn leikskóh af einkaaðila. Lögmannshhðarsókn tók síðan hús- næðið allt í gegn og var vel vandað til allra innréttinga. Akureyrarbær leigði að því loknu húsnæðið fyrir leikskóla þar sem á níunda tug barna hafa verið í leikskólavist að undan- förnu. Allir innanstokksmunir í kjallar- anum voru tryggðir hjá Vátrygging- arfélagi íslands (VÍS) sem sér reynd- ar um allar slíkar tryggingar fyrir Akureyrarbæ. Sigurður Harðarson hjá VÍS segir að vinnureglan varð- andi tryggingar sé sú að ástand hverrar byggingar sé metið iðn- gjaldalega séð með tilliti til bruna- varna og fleiri þátta. „Því miður er víða pottur brotinn varðandi eld- varnir og þessi sjálfvirku kerfi sem eru nýjasti hluti aldvarna. Þótt slökkvUiðið hér og eldvarnaeftirlit hafi verið mjög virkt þá mun víða vera pottur brotinn," segir Sigurður. Eins og fram kom í DV í gær hafði sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar ákveðið að setja upp beintengt eld- varnakerfi í kirkjunni og stóð til að hefja framkvæmdir við það á næst- unni eða þegar leikskólanum yrði lokað vegna sumarleyfa. Þakkirfrá Súðvikingum Á borgarafundi. sem haldinn yar í Súöavík til að kynna detíi- skipulag fyrir nýju byggðina á Langeyri; var samþykkt þakk- arávarp til þeirra fpmötgu sem aðstoöuðu íbúana í Súðavík þeg- ar snjófióð féllu aðfaranótt 16. janúar. : „Strax eftír að snjóflóðið féU ;hófst undirbúningur að björgun- arstarfinu um aUt land. Menn ivoru rifnír úr störfum sínum víða íum land og kallaðir tál starfa hér ;í Súðayík. Það vora ákveðnir ;menn, karlar og konur, á s]6 og landi, sem gengu hér að björgun- arstörfum við hin erfiðustu skll- íyrði. AUt betta fólk vanh þrek- virki hér viö björgunarstörfin," segir í upphafi bakkarávarpsins. „Fiölmargir aöilar innanlands og utan bttðu fram aðstoð sína. Fyrir það og' allt framangreint þafcka Súðvfldngár heilum huga um leið og þeir biðja góðan Guð að blessa aUa þá er að máluœ komu og störfþeirranœ ókomna framtíð," segir í iokin. -GHS Síld til vinnslu á Raufarhöfh: Ná þurffti í fólk til Siglufjarðar - og líka til Húsavíkur Haraldur Guðmundsson og Bergsteinn Karlsson við einn ofninn í verksmiðju SR-mjöls á Raufarhöfn. DV-mynd gk Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii: „Ég áttí satt best að segja ekki von á því að við myndum fá sfld til bræðslu hingað á þessum árstíma. Þetta er auðvitað mjög gott því ef sfldin hefði ekki komið værum við að vinna hér við viðhald véla og reyndar að bræða fiskúrgang eins og við gerum venjulega," segir Harald- ur Guðmundsson, vinnslustjóri hjá verksmiðju SR-mjöls á Raufarhöfn. Áður en verkfall sjómanna skaU á höfðu borist til Raufarhafnar um 12 þúsund tonn af sfld tíl bræðslu. Har- aldur segir að trfllusjómenn, sem aUajafna starfa við bræðsluna, hafi verið komnir á grásleppuvertíð þeg- ar sUdin fór að berast. Því hafi orðið að fá mannskap frá Siglufirði til að vinna í verksmiðjunni og síðan komu þangað fjórir Húsvíkingar til starfa. „Það er eiginlega skömm að því að segja frá þessu en ég er búinn að starfa hérna í verksmiðjunni öll sumrin nema eitt frá sumrinu 1944. Það má eiginlega segja að maður sé orðinn hluti af vélunum hérna," sagði Haraldur. Bergsteinn Karlsson var aftur á móti einn Húsvíkinganna fjögurra sem fengu vinnu við sfldarbræðsl- una á dögunum. „Þetta kom sér mjög vel fyrir mig, ég var atvinnulaus en það hefur verið gott upp úr þessu að hafa þegar unnið hefur verið á vökt- um eins og undanfarið," sagði Berg- steinn. ídagmælirDagfari Einn orlof sdagur Dagfari las það í DV í gærmorgun að bakaradeilan væri í hnút. Blaðið sagði frá því að mikið bæri á mUU og aðUar hefðu ekki ræðst við. Búist var við löngu og hörðu verk- faUi. Þetta voru vissulega dapurleg tíö- indi, ekki hara vegna þess að Dagf- ari eins og fleiri landsmenn gætu ekki lengur staðið við bakið á bak- arameisturum tíl að treina fram lífið þrátt fyrir kröfuhörku nema og sveina í iðninni, heldur Uka vegna þess að þjóðfélagið logar aUt í verkfoUum og vinnudeUum og ekki á þaö bætandi að þjóðin missti bæði brauðin sín og fiskinn sinn á samatíma. En svo komu hádegiö og hádegis- fréttirnar í útvarpinu og þá var sagt frá því að bakarameistarar og bakaranemar hefðu samið. Niður- staöan heföi orðið sú að nemarnir hefðu fengið einn orlofsdag viöur- kenndan tíl viðbótar og deUan var leyst! í kvöldfréttum var svo hnykkt á þessari farsælu lausn verkfaUsins og tekið viðtal við forsprakka verkfaUsmanna sem staðfesti þetta meö orlofsdaginn og svo hefði verið samið um það enn- fremur aö taxtar væru samræmdir þeim launum sem borguð eru í raun. Það kom sem sagt í ljós að bak- aranemar og sveinar hafa fengið hærri laun en taxtarnir segja tíl um og þeir fengu það loksins viöur- kennt í þessari deUu að launin væru í samræmi við taxtana og taxtarnir í samræmi við launin. Sem sagt, engin launahækkun en staðfest að þeir fengju það borgað sem þeir fengu borgað. Eftir stóð svo orlofsdagurinn sem hádegis- fréttirnar höfðu sagt frá aö um heföi verið samið. Dagfari er ekki hissa á því þótt DV hafi sagt frá því um morguninn aö langt bU væri á mUU deUuaðUa þegar það kemur í Mós að þeir deUdu um heUan orlofsdag. Dagfari er heldur ekki hissa á því þótt bak- aranemar hafi hótað verkfaUi og fariö í verkfaU út af þessum eina orlofsdegi. Hvað gera menn ekki fyrir einn heilan frídag? Og hvað gera menn ekki í kjarabaráttunni þegar svo heUög mannréttindi eru annars vegar eins og það hvort bakaranemar fái frí í einn dag til viðbótar eða ekki? Orlofsdagur hjá bökurum er mik- ið réttlætismál og ef bakarameist- arar neita að hleypa nemum sínum og sveinum í einn dag í frí ttl við- bótar við þá frídaga sem þeir hafa fyrir þá er voðinn vís. Þá skeUur verkfaU á. Þetta er sUkt stórmál og þaö er undir þessum eina frídegj komið hvernig bakaranemum reið- ir af og hvernig fjölskyldum þeirra tekst að fleyta fram Ufinu að það kemur ekkert annað tíl greina en harkan sex og verkfaU fram í rauð- an dauðann ef frídagurinn er ekki viðurkenndur. Hér í gamla daga fór verkalýðs- hreyfingin í verkfaU tíl að knýja fram vökulögin og verkamenn fóru í verkfaU tíl að krefjast mannsæm- andi Ufskjara. Launafólk hefur marga hUdina háð tíl að knýja fram kröfur sínar sem snerust um lífeyr- isréttindi, uppsagnarfresti, launa- hækkanir og félagsleg framfara- mál. En ekkert af þessari fyrri rétt- indabaráttu jafnast á við þaö heU- aga strið sem bakaranemar hafa þurft aö heyja til að fá einn heUan orlofsdag viðurkenndan. Það er toppurinn á verkalýðsbaráttunni og sigrum hennar hvernig bakara- meistarar voru knésettir og yfirb- ugaðir í baráttunni fyrir orlofsdegi bakaranema. Mikið var Dagfari glaður þegar hann heyrði hver úrsht verkfaUs- deUunnar urðu. Mikið var Dagfari hinmiUfandi þegar hann heyrði að bakaranemar hefðu fengið frídag til viðbótar. Hitt er aukaatriði þótt launin hafi verið viðurkennd í töxt- um og taxtarnir viðurkenndir í launum vegna þess að það hefur ekkert annaö í för með sér en það eitt að bakaranemar halda sínum föstu og fyrri launum og bakara- meistarar þurfa ekki að borga krónunni meira. Hitt er stórkost- legur sigur að ná fram heUum frí- degi í krafti verkfaUs sem vofði yfir og stóð í sex tíma og sýnir hvers verkalýðshreyfingin er megnug þegar hún beitir sér. Það þarf sterk bein og sameinaöa fyUdngu til að ná fram slikum réttindamálum og það dugar ekkert nema verkfaU og upplausn í bakaríunum til að koma bakarameisturum í skUning um að menn geta ekki unnið sleitulaust við bakstur nema aö fá einn dag í frí til viðbótar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.