Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 5 Fréttir Vilhjálmur Egilsson um nýstofnuö Evrópusamtök: Davíð taldi heppi- legra að ég gæf i ekki kost á mér „Davíð Oddsson kom að máli við mig og sagði það sína skoðun að hann teldi það heppilegra að ég gæfi ekki kost á mér til starfa í þessum samtök- um. Hann bað mig að hugsa málið. Fyrst hann fór fram á þetta fannst mér réttara að verða við þvi frekar en að búa til eitthvert ergelsi fyrir mig eða samtökin," sagði Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, við DV, en aðstandendur nýstofnaðra Evrópusamtaka báðu hann að sitja í fulltrúaráði samtak- anna. Ólafur Stephensen, formaður sam- takanna, hélt því fram á stofnfundin- um að forystumenn stjómmálaflokk- anna hefðu meinað nokkmm þing- mönnum sínum að taka þátt í starfi samtakanna. Vilhjálmur sagði að þessi ákvörðun breytti engu um skoðanir sínar á Evrópumálum, hann væri eftir sem áður á því að íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. „Það er gott að þessi samtök eru komin af stað. Ég get tekið þátt í starfi þeirra þótt ég sitji ekki í full- trúaráðinu. Auk þess hef ég næg til- efni til að koma skoðunum mínum á framfæri í Evrópumálum, hvort sem er innan samtakanna eða utan þeirra," sagði Vilhjálmur. -bjb 6 stunda verkfall Bakarasveinar og viösemjendur nokkrum sérkröfum en launa- þeirra náðu samkomulagi snemma hækkunin mun vera á nþtum i gærmorgun. Þá halði verkfall ASÍ/VSÍ samningsins frá í vetur. bakara staðið í 6 klukkustundir. Verkfalli bakarasveina er frestað Bakarasveinar fóru fram á að þar tfl atkvæðagreiðsla hefúr farið orlof þeirra lengdist um þrjá daga fram innan félagsins um þennan en fengu einn. Þá náðu þeir fram nýja Kjarasamning. Þessum bíl hefur verið ekið 105 þúsund km frá þvi hann var tekinn í notkun til ferða milli Reykjavíkur og Hornafjarðar fyrir 10 mánuðum. DV-mynd Júlía Landslagsmyndir á vöruflutningabíl Júlía Imsland, DV, Homafirði: Einn af vöruflutningavögnum Kaupfélags Austur-Skaftfellinga hef- ur verið myndskreyttur á báðum hliðum með myndum frá Hornafirði. Þessa ágætu hugmynd fékk Bjöm Jónsson hjá vöruafgreiðslu KASK og fyrirtækið Pamfill í Reykjavík sá um verkið. Myndimar tóku Ragnar Th. og Siguijón Sigurðsson. Mikil aukning hefur orðið á flutn- ingiun með bílum milli Hornafjarðar og Reykjavíkur og er KASK með tvo flutningabíla á þessari leið. Skrásetningargjald Háskóla íslands: Nýir útreikningar til umboðsmanns „Við verðiun við tilmælum um- boðsmanns Alþingis um að telja fram kostnaðarliði, vissulega í víð- ari skilningi orðsins, sem við telj- um að megi fella undir kostnað sem hlýst af skráðum nemanda í skól- anum,“ segir Sveinbjöm Björnsson háskólarektor. Umboðsmaður Alþingis skilaði nýlega áliti í tilefni kvörtunar nem- anda Háskólans vegna skólagjalda. Umboðsmaður telur að Háskólan- um sé heimilt að innheimta skrá- setningargjöld en í þeim megi ekki felast skattlagning. Lítur umboðs- maður svo á að skrásetningargjald- iö hafi ekki mátt vera hærra en sem nemui' kostnaði á þeirri þjónustu sem veitt er. Hins vegar sé fjárhæð gjaldsins byggð á sjónarmiðum um öflun tekna til að standa undir al- mennum kostnaði við yfirstjóm skólans. Skrásetningargjaldið hafi verið byggt á lögmætum sjónar- miöum en óljóst sé hvort það hafi veriö of hátt. Til að fá úr því skorið beinir umboðsmaður þeim tilmæl- um til Háskólans að reikna út íjár- hæð skrásetningargjalds í sam- ræmi við ofangreind sjónarmið. „Umboðsmaður mun væntanlega segja álit sitt á okkar útreikning- um. Ef umboðsmaður tekur okkar rök ekki gild munum við óska eftir að annað hvort gerist - að Alþingi veiti fé sem nemur þeim mun sem er á heimild okkar til að innheimta skrásetningargjöld og þess sem að umboðsmaður teldi rétt að við tækjum eða þá að Alþingi breytti lögum um Háskóla íslands þannig að hann fengi heimild til að inn- heimta þessi skrásetningargjöld," segjrSveinbjöm. -pp Skipalyftanleigð Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Verið er að ganga frá samningum milli Hafnarsjóðs Akraness og Skipa- smíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts hf. um að stöðin taki á leigu skipalyft- una sem hafnarsjóður eignaðist við gjaldþrot Þorgeirs og Ellerts hf. Virgin á kynningarverði. Aðeins kr. 4.499,- Kringlunni Laugavegi 96 stórverslun Laugavegi 26 FULL BÚO AF HJÓLUM Á FRÁBÆRU VERÐI! Um 200 mismunandi tegundir, stærbir og litir af reiðhjólum. Vönduð, traust hjól frá viburkenndum framleibendum. Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reibhjólaverkstæbi. Á okkar hjólum er árs ábyrgb og frí upphersla eftir einn mánub. BARNAHJOL [iijii' r'riit' > frá kr. 9.600JS stgr. kr. 9.120. Varahlutir og aukahlutir: Hjálmar, barnastólar, bjöllur, brúsar, töskur, dekk, slöngur, hrabamælar, Ijós og flest annab, sem þig vantar á hjólib. DÖMUHJOL FJALI IOL Herra- og dömustell. 18 gíra, verb frá kr. 20.900, stgr. 19.855. 21 gíra, verb frá kr. 25.900, stgr. 24.605. Topp merkin: GIANT SCOTT BRONCO SCHWINN EUROSTAR DIAMOND ITALTRIKE VIVI / / ÞRIHJOL \ r Verb frá kr. 3.450. t / Sendum 3 gíra, verb frá kr. 23.900, stgr. 22.705. 18 gíra meb öllu, verb frá kr. 28.900, stgr. 27.455. Kreditkort og greibslusamningar. Ármúia 40 - símar 35320 og 688860 í póstkröfu. l/erslunin AMRKID

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.