Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995
Neytendur
Garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna ráðleggur lesendum:
Tímabært að planta
út matjurtum
- æskilegtaðbreiðayfirgarðana
Nú er tímabært aö planta út þeim
matjurtum sem fólk forsáði um síö-
ustu mánaðamót ogþví leituðum við
aftur til Garðars R. Arnasonar, garð-
yrkjuráðunautar hjá Bændasamtök-
unum, til að fá góð ráð. Garðar ráð-
leggur fólki að byrja á því að serja
húsdýraáburð eða aðra næringu (t.d.
blákorn eða Græði 1) í matjurtagarð-
inn og stinga hann síðan vel upp.
Húsdýraáburðurinn á helst að enda
niðri í moldinni svo að illgresisfræin
spíri sem minnst. Garðurinn er síðan
jafhaður og rakaður.
„Það er mjög mikilvægt að vökva
pottana (forsáningarbakkana) vel
áður en fólk plantar út, alveg renn-
bleyta þá. Síðan á að setja potta-
hnausinn (úr bökkunum) rétt undir
yfirborð moldarinnar, alls ekki of
djúpt, og þjappa að," sagði Garðar.
Aðspurður sagði hann það mjög
breytilegt eftir tegundum matjurt-
anna hversu langt bil væri haft á
miUi plantnanna og ráðlagði fólki að
leita sér upplýsinga í því sambandi
þar sem það skipti töluverðu máli.
Sé moldin þurr að lokinni gróður-
setningu þarf að vökva beðin.
Yfirbreiösla æskileg
Garðar ráðleggur fólki að breiða
yfir beðin; annað hvort glært plast
sem er strengt á boga (t.d. úr plastraf-
magnsrörum) eða með akrýldúk sem
er festur niður á köntum (t.d. með
steinum). „Séu bogar notaðir er mik-
ilvægt að grafa vel niður bæði end-
ana og hliðarnar á plastinu til að
vindurinn nái ekki taki á því.
Akrýldúkurinn er aftur á móti lagð-
ur beint ofan á plönturnar því hann
hleypir bæði lofti og raka í gegnum
sig. Plastið gefur meiri hita í byrjun
vors en sé það notaö verður að passa
upp á loftun. Þegar sól og hiti aukast
verður að stinga loftgöt á plastið (t.d.
með því að gera hnefastór göt ofan
til með u.þ.b. eins metra miUibiU) því
annars getur hitinn farið um og yflr
30°. Það verður að fylgjast vel með
. plastinu og auka smám saman loftun
eftir því sem hitinn eykst. Plastið er
síðan fjarlægt," sagði Garðar.
Aðspurður sagði hann illgresið
einnig þrífast betur undir yfir-
breiðslu og því væri mjög áríðandi
að reyta það strax í byrjun. „Annars
geta matjurtirnar hreinlega veslast
upp því tilgresið stelur frá þeim bæöi
nærjngu og birtu. Það er mikilvægt
að reyta illgresið tímanlega svo það
nái aldrei að bera fræ og sá sér. Sé
það gert verður vinnan við að reyta
miklu minni."
Gulrætur og radísur
Gulrótum og radísum er sáð beint
út, þ.e. þeim er ekki forsáð inni. Nú
er einnig tímabært að sá þeim út.
„Útbúið beðið eins og venjulega og
búið til grunnar rákir (1-11/2 sm
djúpar) í moldina með u.þ.b. 15 sm
millibili, annað hvort langsum eða
þversum. Sáið fræjunum síðan pent
í rákirnar (passið að sá ekki of þétt),
breiðið mold aftur yfir og þjappið
létt. Vökvið síðan beðið. Moldin á að
hylja fræin vel svo þau skrælni ekki
eða fjúki," sagði Garðar.
Þegar fræin byrja að spíra og kím-
blöðin eru farin að skipta sér þarf
að grisja. „Miðið við að hafa 2-3 sm
á milli gulrótanna og hendið því sem
þið grisjið frá því það borgar sig ekki
að reyna að gróðurserja það aftur.
Það er afar áríðandi að grisja því
annars er hætta á að vöxtur plantn-
anna heftist og að uppskeran verði
þ.a.l. lítil," sagði Garðar.
Garðar segir mjög mikifvægt að vökva plönturnar vel áöur en peim er plant-
að út, helst rennbleyta þær. DV-mynd G VA
Þær Borghildur Sigurbergsdóttir og Anna E. Ólafsdóttir hjá Næringarráð-
gjöfinni sf. fræða lesendur DV um mat og mataræði. DV-mynd GVA
Næringarfræðingar svara spurningum lesenda:
Hvernig á maður að nota prótein?
Næringarfræðingarnir Anna E.
Ólafsdóttir og Borghildur Sigur-
bergsdóttir hjá Næringarráðgjöfinni
sf. svara hér nokkrum þeirra spurn-
inga sem þeim bárust frá lesendum
DV varðandi mat eða mataræði.
Frestur til að spyrja er runninn út
en fleiri svör birtast hér á neytenda-
síðunni næstu þriðjudaga.
1. Hvað skortir í fæðuna ef fólk fær
hvíta bletti undir neglur? Okkur vit-
anlega stafa slíkir blettir ekki af
næringarskorti. í gamla daga sögðu
kerlingarbækurnar að þetta væri
kalkskortur en fyrir því höfum við
engar sannanir og teíjum það ólík-
legt. Hugsanlega stafa þessir blettir
af truflaðri frumumyndun í nýmynd-
um nagla, t.d. vegna ehihverra
vægra sýkinga eða veikinda. Spurðu
lækninn þinn um máhð.
2. Hver er æskilegur matseðill fyrir
eins árs gamalt barn, t.d. vikumat-
seðill? Eins árs gamalt barn þarf að
fá fjölbreytta fæðu þar sem kornmat-
ur, mjólkurvörur, kjöt eða fiskur
ásamt ávöxtum og grænmeti er gefið
daglega. Ekki er ástæða til að tak-
marka mjög fitu fyrir börn á þessum
aldri en gott að forðast öll sætindi.
Mikilvægt er að ekki líði langur tími
á milli máltíða. Barnið þarf að borða
a.m.k. 5 sinnum yfir daginn, t.d.
morgunverð, morgunhressingu, há-
degisverð, síðdegisbita og kvöldverð.
Ekki er rúm til að úfbúa heila mát-
seðla hér en í bókinni „Södd og sæl
á fyrsta ári" eftir Laufeyju Stein-
grímsdóttur eru góðar leiðbeiningar
um samsetningu fæðis fyrir þennan
aldurshóp og tillögur aö matseðlum.
3. Stækkar prótein vöðva? Hvernig á
maður að nota prótein? Er það óhollt?
Prótein er nauðsynlegt til að end-
urnýja og stækka vöðva. Þó stækka'
vöðvar ekki við það eitt að borða
prótein heldur er þjálfun nauðsynleg
til að þau nýtist til vöövauppbygging-
ar. Heilbrigðu, mllorðnu fólki er ráð-
lagt að borða 0,8 g af próteinum fyrir
hvert kfló líkamsþyngdar þannig að
80 kílóa maður ætti aö fá 64 g af pró-
teinum á dag. Meðalpróteinneysla
fullorðinna íslendinga er um 100 g á
dag og því nægjanleg bæði til eðli-
legrar endurnýjunar og uppbyggjng-
ar vöðva með þjálfun. Því ætti ekki
að þurfa að nota próteinduft eða ann-
að þess háttar til viðbótar. Margir
tetia að óhófleg próteinneysla geti
haft skaðleg áhrif vegna aukins álags
á nýrun. í manneldismarkmiðum
sumra þjóða er því ráðlagt að halda
neyslunni innan ákveðinna tak-
marka en ekki hér á landi.
4. Hefur munnangur eitthvað með
mataræði að gera? Munnangur or-
sakast af vírussýkingu í slímhúð
munnsins. Ekki er því um beint sam-
band við mataræði að ræða nema í
þeim tilfellum sem um vannæringu
er að ræða og ónæmiskerfið bælt af
þeim sökum. Þeir sem hafa munn-
angur þurfa að veb'a frekar mjúkan
mat sem ekki svíður undan þar til
sýkingin hjaðnar.
Snuðhitamælirinn er eins og
venjulegt snuó.
Snuðhitamælir
Ef þú ert í vafa um hvort barn-
ið þitt er með hita eða ekki getur
þú fengiö úr þvl skorið með því
etou áð stinga upp í það snuðL
Snuðhitamaalir er nu fáanlégur í
apótekum. Hann mælir ekki ná-
kvæmt Mtastig en segir þó til um
hvort barráð er með roeira en
8r$tar kommur og þá hvort
ástæða er til að mæla það meö
náfcyæroari mælL
Hringur á snuðinu breytir um
lit ef barniö er með hita, fer úr
grænu yftr i svart, og getur því
sparað foreldrum óþarfa fyrir-
hofn og jafnvel leiðáidi við aö
nota hefi)bundinn mæli. Snuðin
eru heilsteypt úr sitikoni og fást
bæði glær og gul ýraist góm- eða
kúlulaga. Snuðm kosta í kringum
600 krónur út úr apóteki en dreif-
ingaraðili er heildversluninKlasi
hfc, dreifingáraðiM apótékanna.
tstenskar teiðbeiningar á iyfjum.
íslenskar
„Samkvæmt reglugerð um
merkingu lyfia og fylgiseðla e^;a
fylgiseðlar á íslensku að fylgja
ðllum nýskráðum lýfjum en slik-
um leiðteiningum á íslensku hef-
ur verið mjög ábótavant," sagði
Solveig Sigurðardóttir lyfjafræo-
ingur sem starfar á markaðssviði
Lyfjaverslunar íslands.
Fyrstu fylgiseðlarnir með slík-
um upplýsingum eru nú farrár
að uta dagsins íjós en þeir eru
límdir utan á sjálf íyfjaglosin til
þess að spara ytri umbuöir.
,^lgiseðillinn er einnig settur
jafnóðum á lyf sero eru endur-
skráð á 5 ára fresti svo að eftir
u.þ.b. 5 ár ættu öti lyf að hafa slík-
an seðil," sagði Solveig.
Kóiesterólmælirinn.
Nidurstada
álSmín.
„Þetta er nýjung. Hingað. til
hefur þurft tilyísun til læknis til
að láta mæla kðlesterðl {blóðfitu)
í bloðinu en nú getur fðlk gert
þetta heiroa og fengið 97% ná-
kvæma ráðurstöðu á 15 mínút-
um," sagði Sigurður Ertingsson
hjá heMversIuuinni Logalandi
h£
HeiMverslunin hefur riú dreift
svóköliuðum AecuMeter mælum
í apótekin, þ.e. einnota kólesteról
hraðpróð til heimanota, og kosta
þeir um eitt þúsund krónur. Að
sögn Siguröar eru þeir viöur-
k^enndíraf oanáarísku raatyæla-
og lyfjastomuninrá en ekM þarf
nema eJnn Móðdropa ör öngrin-
um tíl mætingahna.
M