Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 Neytendur Garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna ráðleggur lesendum: Tímabært að planta út matjurtum - æskilegtaðbreiðayfirgarðana Garðar segir mjög mikilvægt að vökva plönturnar vel áður en peim er plant- að út, helst rennbleyta þær. DV-mynd GVA Nú er tímabært að planta út þeim matjurtum sem fólk forsáði um síð- ústu mánaöamót ogþví leituðum við aftur til Garðars R. Amasonar, garð- yrkjuráðunautar hjá Bændasamtök- unum, til að fá góð ráð. Garðar ráð- leggur fólki aö byija á því að setja húsdýraáburð eða aðra næringu (t.d. blákom eða Græði 1) í matjurtagarð- inn og stinga hann síöan vel upp. Húsdýraáburðurinn á helst að enda niðri í moldinni svo að iUgresisfræin spíri sem minnst. Garðurinn er síðan jafnaður og rakaður. „Þaö er mjög mikilvægt að vökva pottana (forsáningarbakkana) vel áður en fólk plantar út, alveg renn- bleyta þá. Síðan á að setja potta- hnausinn (úr bökkunum) rétt undir yfirborð moldarinnar, alls ekki of djúpt, og þjappa að,“ sagði Garðar. Aðspurður sagði hann það mjög breytilegt eftir tegundum matjurt- anna hversu langt bil væri haft á milli plantnanna og ráðlagði fólki að leita sér upplýsinga í því sambandi þar sem það skipti töluverðu máli. Sé moldin þurr aö lokinni gróður- setningu þarf að vökva beðin. Yfirbreiðsla æskileg Garðar ráðleggur fólki að breiða yfir beðin; annað hvort glært plast sem er strengt á boga (t.d. úr plastraf- magnsrörum) eða með akrýldúk sem er festur niður á köntum (t.d. með steinum). „Séu bogar notaðir er mik- ilvægt að grafa vel niður bæði end- ana og hliöamar á plastinu til að vindurinn nái ekki taki á því. Akrýldúkurinn er aftur á móti lagð- ur beint ofan á plönturnar því hann hleypir bæði lofti og raka í gegnum sig. Plastið gefur meiri hita í byrjun vors en sé það notaö verður að passa upp á loftun. Þegar sól og hiti aukast verður að stinga loftgöt á plastið (t.d. með því að gera hnefastór göt ofan til með u.þ.b. eins metra millibili) því annars getur hitinn farið um og yfir 30°. Það verður að fylgjast vel með plastinu og auka smám saman loftun eftir því sem hitinn eykst. Plastið er síðan fjarlægt," sagði Garðar. Aðspurður sagði hann illgresið einnig þrífast betur undir yfir- breiðslu og því væri mjög áríðandi að reyta það strax í byijun. „Annars geta matjurtirnar hreinlega veslast upp því iÚgresið stelur frá þeim bæði næringu og birtu. Það er mikilvægt að reyta illgresið tímanlega svo það nái aldrei að bera fræ og sá sér. Sé það gert verður vinnan við aö reyta miklu minni." Gulrætur og radísur Gulrótum og radísum er sáð beint út, þ.e. þeim er ekki forsáð inni. Nú er einnig timabært aö sá þeim út. „Útbúiö beðið eins og venjulega og búið til gmnnar rákir (1-1 1/2 sm djúpar) í moldina með u.þ.b. 15 sm millibili, annað hvort langsum eða þversum. Sáið fræjunum síðan pent í rákimar (passið að sá ekki of þétt), breiðiö mold aftur yfir og þjappið létt. Vökvið síðan beðið. Moldin á að hylja fræin vel svo þau skrælni ekki eða fjúki,“ sagði Garðar. Þegar fræin byija að spíra og kím- blöðin em farin að skipta sér þarf að grisja. „Miðið við að hafa 2-3 sm á milli gulrótanna og hendið því sem þið grisjið frá því þaö borgar sig ekki að reyna að gróðursetja það aftur. Það er afar áríðandi að grisja því annars er hætta á að vöxtur plantn- anna heftist og að uppskeran verði þ.a.l. lítil,“ sagði Garðar. Þær Borghildur Sigurbergsdóttir og Anna E. Ólafsdóttir hjá Næringarráð- gjöfinni sf. fræða lesendur DV um mat og mataræði. DV-mynd GVA N æringar fr æðingar svara spumingum lesenda: Hvernig á maður að nota prótein? Næringarfræðingamir Anna E. Ólafsdóttir og Borghildur Sigur- bergsdóttir hjá Næringarráðgjöfinni sf. svara hér nokkmm þeirra spum- inga sem þeim bárust frá lesendum DV varðandi mat eöa mataræði. Frestur til að spyija er runninn út en fleiri svör birtast hér á neytenda- síðunni næstu þriðjudaga. 1. Hvað skortir í fæðuna ef fólk fær hvíta bletti undir neglur? Okkur vit- anlega stafa slilúr blettir ekki af næringarskorti. í gamla daga sögðu kerlingarbækumar að þetta væri kalkskortur en fyrir því höfum við engar sannanir og teljum það ólík- legt. Hugsanlega stafa þessir blettir af truflaðri frumumyndun í nýmynd- um nagla, t.d. vegna einhverra vægra sýkinga eða veikinda. Spurðu lækninn þinn um máhð. 2. Hver er æskilegur matseðill fyrir eins árs gamalt barn, t.d. vikumat- seðill? Eins árs gamalt barn þarf að fá fjölbreytta fæðu þar sem kommat- ur, mjólkurvömr, kjöt eða fiskur ásamt ávöxtum og grænmeti er gefið daglega. Ekki er ástæða til að tak- marka mjög fitu fyrir böm á þessum aldri en gott að forðast öll sætindi. Mikilvægt er að ekki líði langur tími á milli máltíða. Bamiö þarf að borða a.m.k. 5 sinnum yfir daginn, t.d. morgunverð, morgunhressingu, há- degisverö, síðdegisbita og kvöldverö. Ekki er rúm til að útbúa heila mát- seðla hér en í bókinni „Södd og sæl á fyrsta ári“ eftir Laufeyju Stein- grímsdóttur em góðar leiðbeiningar um samsetningu fæðis fyrir þennan aldurshóp og tillögur að matseðlum. 3. Stækkar prótein vöðva? Hvernig á maður að nota prótein? Er það óhollt? Prótein er nauðsynlegt tíl að end- urnýja og stækka vöðva. Þó stækka' vöðvar ekki við það eitt að borða prótein heldur er þjálfun nauðsynleg til að þau nýtist til vöðvauppbygging- ar. Heilbrigðu, fullorðnu fólki er ráö- lagt að borða 0,8 g af próteinum fyrir hvert kíló líkamsþyngdar þannig að 80 kílóa maður ætti að fá 64 g af pró- teinum á dag. Meðalpróteinneysla fullorðinna íslendinga er um 100 g á dag og því nægjanleg bæði til eðli- legrar endumýjunar og uppbygging- ar vöðva með þjálfun. Því ætti ekki að þurfa að nota próteinduft eða ann- að þess háttar til viöbótar. Margir telja að óhófleg próteinneysla getí haft skaðleg áhrif vegna aukins álags á nýrun. í manneldismarkmiðum sumra þjóða er því ráðlagt að halda neyslunni innan ákveðinna tak- marka en ekki hér á landi. 4. Hefur munnangur eitthvað með mataræði að gera? Munnangur or- sakast af virassýkingu í slímhúð munnsins. Ekki er því um beint sam- band viö mataræði að ræða nema í þeim tilfellum sem um vannæringu er að ræða og ónæmiskerfið bælt af þeim sökum. Þeir sem hafa munn- angur þurfa að velja frekar mjúkan mat sem ekki svíður undan þar til sýkingin hjaðnar. Snuóhitamælirinn er eins og venjulegt snuð. Snuðhitamælir Ef þú ert í vafa um hvort bam- ið þitt er með hita eða ekki getur þú fengiö úr því skorið meö því einu aö stinga upp í þaö snuði. Snuðhitamælir er nú fáanlegur í apótekum. Hann mælir ekki ná- kvæmt hitastig en segir þó til um hvort barniö er með raeira en örfáar kommur og þá hvort ástæða er til aö mæla það með nákvæmari mæli. Hringur á snuðinu breytir um lit ef bamiö er með hita, fer úr grænu yfir í svart, og getur þvi sparað foreldrum óþarfa fyrir- höth og jafnvel leiðindi við að nota hefðbundinn mæli. Snuðin era heilsteypt úr silikoni og fast bæði glær og gul, ýmist góm- eða kúlulaga. Snuðin kosta í kringum 600 krónur út úr apóteki en dreif- ingaraðili er heildverslunin Klasi hf., dreifingaraðOi apótekanna. ísienskar leiðbeiningar á lyfjum. fslenskar leiðbeiningar „Samkvæmt reglugerð um merkingu lyfta og fylgiseðla eiga fýlgiseölar á íslensku aö fylgja öllum nýskráðum lyfjum en slík- um leiðbeiningum á islensku hef- ur veriö mjög ábótavant," sagði Solveig Sigurðardóttir lyftafræð- ingur sem starfar á markaðssviði Lyfjaverslunar íslands. Fyrstu fylgiseölamir með slik- um upplýsingum em nú famir að lita dagsins ljós en þeir em límdir utan á sjálf lyftaglösin til þess aö spara ytri umbúðir. „Fylgiseðillinn er einnig settur jafhóðum á lyf sem era endur- skráð á 5 ára fresti svo að eftir u.þ.b. 5 ár ættu öll lyf að hafa slik- an seðil,“ sagði Solveig. Kólestsrólmælirinn. Niðurstaða á15mín. „Þetta er nýjung. Hingaö til hefur þurft tilvísún til læknis til aö láta rnæla kólesteról (blóðfitu) í blóðinu en nú getur fólk gert þetta heima og fengið 97% ná- kvæma niðurstöðu á 15 mínút- um,“ sagði Siguröur Erlingsson ftjá heíldversluninni Logalandi hf. Heildverslunin hefur nú dreift svokölluðum AccuMeter mælum i apótekin, þ.e. einnota kólesteról hraðprófi til heimanota, og kosta þeir um eitt þúsund krónur. Að sögn Sigurðar era þeir viöur- kenndir af bandarísku matvæla- og lyftastofnuninni en ekki þarf nema einn blóðdropa úr fingrin- um til mælinganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.