Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIDJUDAGUR 30. MAÍ1995 Spurningin Hvaö boröarðu í morgunmat? Margrét Friðgeirsdóttir nemi: Ég borða alltaf Cheerios þvi þaö er fljót- legt og gott. Sigyn Blöndal nemi: Ég borða aldrei morgunmat. Lilja Edwald nemi. Mér finnst Cheerios best og læt það duga fram yfir hádegi. Birna Hallgrimsdóttir nemi: Annað- hvort Cheerios eða brauð, stundum hvort tveggja. Anna Kristín Óskarsdóttir nemi: Cheerios eða jógúrt. Harpa Rún ólafsdóttir nemi: Hafra- graut og kakómjólk og svo tek ég að sjálfsögðu lýsi. Lesendur „Hólkurinn" nýtt í heyskapinn Konráð Friðfinnsson skrifar: Þau störf sem að heyskapnum snúa hafa tekið stórstígum framförum síð- an menn slógu með orfi og b'á. Það er þó ekki fyrr en um miðbik 20. ald- arinnar sem vélarnar taka að leysa mannshöndina af hólmi hér á landi, og hafa síðan stækkað og breyst í þá mynd sem við nú þekkjum. Tæknin, sem bændur nota í dag við heyvinnuna, er margvísleg en dálítið einstaklingsbundin. Það nýjasta á sviði heyvinnunnar er líklega rúllu- bagginn, sem hélt innreið sína í ís- lenskt bændasamfélag fyrir fáeinum árum. Með þessari aðferð þarf grasið ekki að vera nærri eins þurrt og nauðsynlegt var þegar um venjulega bagga eða laust hey var að ræða. - Einnig fullyrða menn að þessi aðferð gefi mun betra fóður en áður var. Hinu er ekki aö leyna að notkun rúllubaggans hefur fylgt ákveðið vandamál. Einkum vegna hins mikla magns af plastí sem þarf utan um baggana árlega til að gera þá loft- þétta og ná fram þeim miklu gæðum er menn sækjast eftir. í því sambandi hefur mér stundum dottið í hug hvort ekki mætti útbúa hæfilega hólka úr plasti utan um þessa bagga og loka þeim með heppi- íegum lokubúnaði, svo að ekkert loft komist þangað inn. Síðan skal koma fyrir á hólknum einstefnu-ventlum, svipuðum þeim sem eru á bílslöng- um, svo hægt reynist að lofttæma hólkana. Til þess verks mætti nota litla handhæga dælu. - Hólkarnir yrðu á lömum og opnanlegir til helm- inga, og þannig lagaðir að létt verk væri að fella þá hvern ofan í annan til að nýta gólfplássið þegar ekki væri verið að brúka þá. Ég tel að við getum framleitt svona hólka sjálfir. Við starfrækjum t.a.m. ágæta verksmiðju í landinu er fram- leiðir fiskikör - Sæplast á Dalvík. - Og því ekki að auka fjölbreytnina í Notkun rúllubaggans hefur fylgt ákveðið vandamál, segir Konraó i bréfinu. — Er hugmynd hans út í bláinn? framleiðslunni og hanna og koma á markaðinn slíkum búnaði sem þess- um? Vitaskuld þyrfti að gera ákveðna vettvangskónnun til að kanna hug væntanlegra kaupenda á þessari hugmynd. Hólkurinn myndi ekki auka neitt á tækjakaup bænda því bændur geta hæglega notaö þann búnað sem þeir hafa á traktornum í dag; baggaklóna til að lyfta hólknum úpp af túnunum eöa til að flytja hann hvert sem er, til gegninga o.s.frv. Verði vel að verki staðið og hönnunin heppnaöist að öllu leyti og bændur notuðu hólkana undir, segjum 40-50% af heyjum sín- um, segir sig sjálft að mengunin sem af rúllubaggaplastinu hlýst myndi minnka sem þessu nemur. Þarna hygg ég að til einhvers sé að vinna og hugmyndin því ekki út í bláinn. Þröngsýni um Reykholtsmál Svava skrifar: Ég er ein þeirra sem eru gamlir Reykhyltingar og því ákvað ég að skrifa stutta athugasemd. Ég er nefnilega afar undrandi á því að Ólaf- ur Þórðarson, fyrrverandi skóla- stjóri, skuli eiga að geta gengið beint til starfa í Reykholtsskóla eftir 15 ára fjarveru frá sínu starfi. Mér finnst þetta hreinlega út í hött. Auk þess finnst mér alveg frábært það sem Oddur Albertsson hefur gert fyrir Reykholtsskóla. Ég man að er ég var þarna í skólanum mitt síðasta ár var nemendafjöldinn kominn í algjört lágmark, miöað við mitt fyrsta ár þarna. En ég var þarna í þriú ár. Ástæöan fyrir því var sú að mestu leyti að fólk var farið að leita til heimavistarskóla sem öruggs staðar fyrir svokallaða vandræðakrakka. Þetta særði mig raunverulega, því ekki var ég né mínir vinir neinir vandræðaunglingar. - En fólk getur líka verið svo afskaplega þröngsýnt um hluti sem þaö þekkir ekki. Ég vona af heilum hug að núver- andi skólastjóri, Oddur Albertsson, haldi sínu starfi í Reykholti og ég er viss um að það eru fleiri gamlir Reykhyltingar á sama máli og ég. Knattspyrnuvertíðin skellur á Óskar Þorkelsson skrifar: Nú er knattspyrnuvertíðin að skella á. Horft er meö tilhlökkun til komandi leikja. En fáir horfa fram hjá því hróplega ósamræmi sem er á milli aðstöðu boltaíþrótta hér á landi. Glæsilegri handboltavertíð var að ljúka með HM sem hápunkti og sýndi okkur að handboltinn er í góðum málum með góðri aðstöðu til æfinga eða keppni. Og ekki furða, því síö- — eðá hríngið í síma 00 Jafnvel vetrarmót i alvöruknatt- spyrnu? astliðinn áratug eða svo hafa verið byggöar handboltahallir fyrir u.þ.b. 20 milljarða. Við getum því verið stoltir af aðstöðu inniboltaíþrótta - En knattspyrnan hefur algjörlega setið á hakanum í áratug eða lengur. Nú er mál að linni því þegar vertíð- in er að hefjast hafa mörg félög ekki einu sinni enn séð gras, og æft þar sem því verður viö komið, á möl eða gervigrasi sem er misgott. - Lands- hðsþjálfarinn hefur áhyggjur af næsta landsleik því leikmenn hafa ekki lágmarksæfingu, sem er afleið- ing af aðstöðuleysinu. Þess vegna vaknar spurning: Viljum við veg knattspyrnunnar áfram í óbreyttu ástandi meö þriðja flokks landshð eða búa þessari íþróttagrein þá aö- stöðu sem hún svo sannarlega á skil- iö? Þrátt fyrir HM og NBA er knatt- spyrnan þó langvinsælasta íþrótta- greinin hér á landi, líkt og annars staðar í heiminum. Ef byggð væru tvö fjölnota íþrótta- hús, eitt fyrir noröan og eitt fyrir sunnan„væri hægt að gera kröfur til knattspyrnunnár likt og við gerum til handboltamanna. Kostnaðurinn væri ekki til að horfa í, því þessi hús kostuðu álíka og 3-4 handboltahús sem þegar er offramboð af. - Þetta myndi hleypa nýju blóði í íþróttina, þvi hægt væri aö spila allt árið í stað 5 mánaöa eins og nú er ástatt, og jafn- vel væri hægt að koma á vetrarmóti í alvöruknattspyrnu. Þelumvelþegn- skylduvinnu Ámi Einarsson skrifar: Ég hef tetóð eftir þvi að nokkuð er rætt þessa dagana um hvort við ættura ekki að hafa hér þegn- skyldu í eihhverju forrai, líkt og aðrar þjóðir, sem flestar hafa þó herskyldu fýrir alla unga menn í ákveðihn tiroa ævinnar. 3Ég tel að viö íslehdihgar þolum vel að koma á þegnskylduvinnu og höf- um í raun verulega þorf fyrir hana. Við sjáum mýmorg dæmi þess að við drögumst aftur úr á hvaða sviði sem er vegna agaleys- is og uthalðsskorts. Auk þess sem það er lika niðurlægjahdi aö þurfa að segja frá því að við lút- um ekki neinum viðurkenndum aga frá vöggu til grafar. Á verkfáUstímum: Stjórnvöld Ólafur Stefánsson skrifar; Ég get ekki látið hjá líða að senda ykkur örfáar línur varð- andi það hættulega ástand sem nú er aðskapast hjáþjóöinni meö tíðum verkfallsDoðunum og að- gerðum sem fylgja í kjölfarið. Gera menn sér ekki grein fyrir þvi að þjóðfélagið er í raun að stöðvast vegna þessa ástands? Og það virðistekkert til bjargar. Rík- isstjórn og ráðherrar horfa sljó- um aúgum á framvinduna, segj- ast ekkert vilja skipta sér af. Heldur ekki með lagasetningu. Stj6rnvöld verða að standa sig betur, hér duga ekki vettiingatök. Hættait frá haf inu erraunveruleg Sigurbjörn skrifar: Það er ékki vist að við íslend- ingar viljum viðurkenna að sú hætta sero stofar frá hatinu, ekki bara hér við land heldur lika við Evrópu og vtðar, er raunveruleg, Mæang frá gervihnöttum sýnir að á síöustu tveimur árum hefur yfirborð sjávar hækkað helmingi meíra en á sl. hundrað árum! Þessa þróun verðum við fslend- ingar að taka alvarlega likt og aðrar bjóðir sem búast við snögg- um breytingum á næstu þremur til fimm árum. - Breytinganna hefur strax orðið vart hér í breyttu veðurfari. Polyester best íföfin Bjðrn Jónsson hringdi: Nýleg frétt um herrabuxur sem væru ur þanrtig efhi að sjaldan eða aldrei þyrfti að pressa bux- urnar minntí mig á aö hér er ekki ura nýjung að ræða. Þetta lofar þó góðu fyrir okkur íslend- inga sem göngum í ópressuðum buxum úr lélegu efni svo sem hreinni ull eða blondu af ull og öðrum efnum. Og hvort tveggja krypplast fljótlega við notkun. í Bandaríkjunum, þar sem menn nota meira jakkaföt en aðrar þjóðir, hafa lengi verið til buxur úr polyester og hefur reynst afar vel. Það er liklega bestafataefhið eittogsér. nema kola- Ástríður iuingdi; Mikið er rætt um gröl og elda- metœsku úti við á þessúm árs- titna. Og beim er baldið á lofti þessura gasgriUúm sem ég þori ekki nota vegna snrengihættu af gasinu, enda óhugnanleg dæmin ura slík slys. Auk þess finnst mér ckkert grillið nema kolagtill sé, bragðsins vegna. Ég hef reynslu af rnat úr báðum tegundum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.