Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 13 Meiming Samsf illtir strengir Tveir af okkar ágætustu hljóðfæra- leikurum, þær Guðný Guömundsdótt- ir og Sigrún Eðvaldsdóttir íiðluleikar- ar, efndu til tónleika ásamt Peter Maté píanóleikara sl. sunnudag. Það er svo sannarlega ekki á hverj- um degi sem við fáum tækifæri til að Tónlist Askell Másson heyra í tveim fiðluleikurum leika sam- an, hvað þá slíkum fiðlurum sem þær Sigrún og Guöný eru. Tónhstin er þar af leiðandi sjald- heyrð en ánægjulegt var að heyra hve góð tónhst er til fyrir tvær fiðlur. Tónleikamir hófust á Sónötu nr. 5 fyrir tvær fiðlur eftir barokktónskáld- ið Jean-Marie Leclair. Ferill Leclair var óvenjulegur. Hann vakti fyrst at- hygh sem ballettdansari og bahett- stjórnandi, síöar sem fiðluleikari og upp úr fertugu helgaði hann tónsmið- um tíma sinn. Sónata hans, sem þær Guðný og Sigrún léku, er í þrem þátt- um og er hún bæði vel og skemmtilega skrifuð fyrir hljóðfærin. Hún gerir þó nokkrar kröfur th flytjendanna, en að þessu sinni var hún leikin létt og leik- andi. Næst heyrðum við tíu af 44 dúettum eftir Béla Bartók. Bartók var mikill þjóðlagasafnari og bera mörg verka hans þess sterk merki hve mjög þjóðla- gatónhst átti hug hans og eru dúettarn- ir þar engin undantekning. Dansar, leikur og skemmtilegar laghnur ein- kenna þessa dúetta sem þær Sigrún og Guðný fóru geysiskemmtilega með. Sónata óp. 56 fyrir tvær fiðlur eftir Sergei Prokofiev var síðasta verk fyrir hlé. Þetta er meistaralega skrifuð tón- Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikarar léku við undirleik Peters Maté píanóleikara. smíð sem spannar ótrúlega vítt tilfinn- ingasvið, enda voru flytjendurnir hér sérlega gefandi. Eftir hlé slóst Peter Maté í hópinn og léku þau fyrst Svítu op. 71 fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Maurice Moszkowski. Fyrsti og þriðji þátturinn búa yfir nokkuð fallegum laghnum og píanóhlutverkið er krefjandi, einkum í síðasta þættinum. Gaman var að kynnast þessu verki, einkum i þeim frábæra flutningi sem þetta tríó skilaði hér. Síðasta verkið var eins konar „sýn- ingarnúmer", en það var Navarra - spán9kur dans op. 33 fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Pablo de Sarasate. Luku flytjendumir góðum tónleikum með dihandi skemmtilegri tæknisýningu þar sem hvergi bar skugga á glæsileik- ann. Vonandi sér þetta frábæra tónlist- arfólk sér fært að halda áfram sam- starfi. Tónn sem helst... Að fljóta með þér/á laufblaði/út í bláinn. Þann- ig hljómar stysta ljóð Thors Vhhjálmssonar í nýútkominni Ijóðabók hans, Snöggfærðar sýnir, einfalt en sterkt og vekur upp ahs kyns hugleið- ingar. Hugleiðingar um ástina eða frelsi hugans sem fleytir manni yfir ahar mögulegar og ómögulegar hindranir. Og hvað höfundinn varðar þá lætur hann tungumáhð ekki binda sig á klafa nú fremur en endranær, skýst með lesendur sína út í bláinn, út á hið freyðandi haf í upphafi bókarinnar í ljóðabálknum „Thalatta: Fimm ljóð um hafið“: Sær sær á mannlausa dranga öskrar að mannauðum vitahúsum að vofum sem í hár þeirra féhu flögur af hvítu máh friðugt sem í gærdagsins kjassandi þey Þannig opnar Thor bók sína á dæmigerðan Thorslegan máta, málfarið er þungt og upphaf- iö, orðin sett í óvenjulegt en um leið myndrænt samhengi. Textinn er fagur en kaldur eins og særinn sem „lemur húsið grátt“. Ljóðið fjallar um einsemd manneskjunnar og vanmátt and- spænis ægivaldi náttúrunnar, magnað og kraftmikið ljóð en um leið dáhtið uppskrúfað og fjarlægt, a.m.k. samanborið við ljóðin í seinni hluta bókar sem eru sum hver bæði faheg og persónuleg. Þar get ég t.d. nefnt „Vísu“ á bls. 41, „Eitt sinn hét hann... “ (47) og síðasta ljóð bókarinnar, „Sértu". Fyrstu tvö erindi þess ljóðs hljóma svona: Sértu ekki farin héðan burt sértu hérna megin fljótsins enn sértu enn með ljós í brosi hér að lýsa mér um svala og dimma nótt Þá skal ég líka á háls þinn anda laust þá skal ég líka breiða hár þitt mjúkt Thor Vilhjálmsson. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir yfir augu mín og vaka undir því og vita hvort þú heyrir hjartað slá Og síðar í ljóðinu segir: „í mínum faðmi á spegh skaltu dansa/í aha nótt og alveg fram á vor“. í myndmáh nokkurra ljóða má greina hugleiðingar um tímann sem engu eirir og notar höfundur gjarnan náttúrumyndir th að koma þeim hugleiðingum á framfæri. Tónn þeirra ljóða (t.d. „Um minningarstigu" (35), „Lómur- inn“ (45), „Eitt sinn hét hann... “ og „Haust“ (49)) er heihandi æðrulaus en um leið þrunginn depurð. Því er það dáhtið skemmtheg (thvilj- un?) aö höfundurinn skuh ljúka bók sinni á því káta ljóði „Sértu" þar sem hann dansar burtu með lesandann frá öhum heimsins sorgum! En ég held ég megi fullvissa lesendur um að þótt þeir fari burtu um stundarsakir eiga þeir örugg- lega afturkvæmt inn í þessi Ijóð sem eru ekki „Snöggfærðar sýnir sem leiftra og loga/unz lið- ast þær sundur og gliðnandi eimur/vefst þá um ása, vart nema keimur/í vitund þér lifir" eins og segir í „Vísu“ á bls. 25! Mörg ljóðanna, sér- staklega þau sem einlægust eru, eiga eftir að lifa í vitund þessa lesanda sem kemur th með að opna bókina oft, þó ekki sé nema th þess að rifja upp ljóðið sem ber þann sérstæða tith: „Tónn sem helzt í tvær og hálfa mínútu, úr skál- klukku (í fis-moh)“ (37): Þytur í þessum stráum shtnum á bakka þessa lækjar sem rennur hjá í hendi þér þessi fáu strá Syngur golan sem bar þig hvurt enn í þessum gulnuðu stráum sem ég hélt eftir á eftir þér sem fórst burt Engu öðru hélt ég á utan þyt í þessum stráum. Thor Vilhjálmsson Snöggfærðar sýnir Mál og menning 1995 íslendingar. Þarf ekki að kanna meint lögbrot æðstu embættismanna réttar- kerfisins nú, þegar dómarafulltrúar hafa verið settir af? Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir. Útg. Talaðy vlð okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1.S 2.274.520 88.550 3. 4 af 5 308 2.470 4.; 3.540 500 Heildarvinningsupphæð: 7.522.550 BIRT MEb FYRIRVARA UM PRENTVILLUR T-T E3T L I HÚS & GARÐAR /////////////////////////////// 16 síðna aukablað um hús og garða fylgir DV á morgun. Meðal efnis: * Sumarblómin (gróðursetning og umhirða) * Margt um rósir * Verkfæri í garðinn * Eitrun gegn maðki og illgresi * Bekkir og borð í garðinn eða sumarhúsið * Og margt fleira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.