Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Styðjum sauðfjárbændur Þjóðfélágið þarf að koma sauðfjárbændum til aðstoðar um þessar mundir. Þeir hafa sætt stórfelldri tekjurým- un, sem stafar einkum af markaðshruni. Neytendur eru að verða fráhverfir lambakjöti, sem þykir of dýrt, þótt ríkið niðurgreiði umtalsverðan hluta verðsins. Venjulega hefur ríkið ekki afskipti af gjaldþrotum í öðrum greinum, þótt þau komi í bylgjum. Ríkið leggur til dæmis ekki neitt af mörkum til að milda gjaldþrot tuga verktaka í byggingariðnaði. Eru þó þar í hópi marg- ir undirverktakar, sem hafa hrunið með hinum stóru. Munurinn á undirverktökum í byggingariðnaði og sauðíjárbændum felst fyrst og fremst í, að hinir fyrr- nefndu hafa vitandi vits tekið áhættu í grein, þar sem vitað er, að skammt er milli gróða og taps. Sauðíjárbænd- ur eru hins vegar flestir fæddir inn í hlutskipti sitt. í raun hafa sauðíjárbændur áratugum saman verið eins konar opinberir starfsmenn. Til skamms tíma voru kjör þeirra reiknuð út frá kjörum viðmiðunarstétta á mölinni og greidd sem slík, einkum í formi niður- greiöslna og uppbóta. Það kerfi brást með markaðinum. Þegar þetta tvennt kemur saman, að sauðfjárbændur hafa ekki vahð hlutskipti sitt, heldur erft það, og að þeir hafa lengi getað gengið að vísum tekjum, þá er ekki hægt að láta köld markaðslögmál ein um að ráða örlögum þeirra. Samfélagið ber hluta ábyrgðarinnar. Sauðfjárbændur verða þó sakaðir um að hafa ekki tekið mark á þeim, sem bentu á, að ríkisrekstur sauðfjár- ræktar gæti ekki staðizt til lengdar vegna mikils og vax- andi kostnaðar. Þeir verða sakaðir um að hafa trúað hinum, sem hafa sagt gagnrýnendur vera óvini bænda. Mest er ábyrgð forustumanna bænda. Þeir hafa ára- tugum saman hafnað allri gagnrýni. Nú verða þeir að standa sjálfir fyrir þeirri fækkun bænda, sem nauðsynleg var fyrir löngu. Hún er núna miklu þungbærari en var, þegar nóg framboð var af atvinnu og tækifærum. Áratugir eru síðan farið var að benda á, að í stöðunni væri ódýrast fyrir ríkið að kaupa jarðir af bændum og styðja þá til að koma sér fyrir í öðrum atvinnugreinum. Þetta var þá hægt að fjármagna af peningum, sem þá fóru í að hvetja til offramleiðslu á óþörfu kjöti. Nú er minna fé aflögu til að framkvæma það, sem svonefndir óvinir bænda lögðu til fyrir mörgum áratug- um og æ síðan. Svigrúm ríkisins til aðgerða er minna en verið hefur alla þessa áratugi. Eigi að síður verður ríkið að grípa til neyðaraðstoðar við sauðúárrækt. Ekki bætir úr skák, að sauðfiárbændur eru orðnir fangar ímyndunarfræðinga, sem telja þeim trú um, að miklir möguleikar séu í útflutningi lambakjöts til Banda- ríkjanna. Til stuðnings blekkingunni er gripið til tízku- orða á borð við lífræna og vistvæna framleiðslu. Það mun hefna sín að reyna að koma af stað útflutn- ingi á framleiðslu, sem ekki stenzt fullyrðingar.* Fram- leiðsla íslenzks lambakjöts getur ekki talizt lífræn ræktun í skilningi bandarískra krafna. Bakslagið getur orðið bændum dýrt, þegar upp kemst um strákinn Tuma. Athyglisvert er, að aldrei er minnst á skilaverð til bænda, þegar fleygt er fram nýjum og nýjum töfralausn- um. Alltaf eru fundnir nýir og nýir galdramenn, sem ætla að selja offramleiðsluna á grundvelli ímyndunar- fræða, en aldrei fæst neinn peningur úr óskhyggjunni. Slíkir draumar valda skaða með því að tefja fyrir, að sauðfiárbændur, forustumenn þeirra og ríkisvaldið opni augun fýrir staðreyndum markaðshruns á lambakjöti. Jónas Kristjánsson Þær gleðifregnir hafa borist að hin nýja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ætli að leysa vanda sauðfjárbænda. Þessi stefnubreyting er afar ánægjuleg en eins og kunnugt er hafa fyrri ríkisstjórnir skapað þennan vanda. í stuttu og einfóld- uðu máli hefur „landbúnaðarkerf- ið“ komið í veg fyrir nauðsynlega framleiöniaukningu hjá sauðíjár- bændum. Reyndar hefur stjórn- völdum tekist að minnka fram- leiðni margra bænda með flötum niðurskurði kvóta og valdið með því ótrúlegum erfiðleikum og fá- tækt. Við skulum reikna með að það hafi hvorki verið illvilji né mann- vonska sem leiddu af sér þetta slæma kerfi. Öllu líklegra er að helstu ástæðumar séu skammsýni, fortíðarhyggja og miðstýringarár- átta of margra stjómmálamanna. Nú er nýr maður sestur í stól land- búnaöarráðherra og virðist ætla að takast á við vanda sauðfjárbænda af meiri framsýni og skynsemi en fyrirrennarar hans. Augljós lausn Kjaminn í lausn vandans er ein- faldur og augljós. Margir sauðfjár- Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra. - „Virðist ætla að takast á viö vanda sauðfjárbænda af meiri framsýni og skynsemi en fyrirrennar- ar hans,“ segir Snjolfur m.a. i greininni. Vandi sauð- fjárbænda bændur verða að fá tækifæri til að stækka fjárstofn sinn verulega, meðal annars til að geta stóraukið framleiðni. Þar sem engar líkur em á (umtalsverðri) stækkun markað- arins verða einnig fjölmargir sauðfjárbændur að snúa sér að öðr- um störfum. Sumir munu alfarið hætta sauðfjárbúskap en aörir bæta við sig öðrum störfum. Verkefni stjómvalda, með land- búnaðarráðherra í fararbroddi, er að breyta kerfinu þannig aö hver og einn fái svigrúm og stuðning til að njóta sín. Fyrsta verkefnið verö- ur væntanlega að afnema kvóta- kerfið (þ.e. fullvirðisréttinn) eða gjörbreyta því. Ein breyring, sem hugsanlega gæti leyst margan vanda, væri aö gefa kvótasöluna frjálsa. Verkefni bænda, Byggðastofnun- ar, iðnráðgjafa og margra annarra verður hins vegar að skapa störf fyrir þá sem hætta sauðfjárrækt. Raunhæf lausn? Er þessi augljósa lausn raunhæf? Eflaust munu margir þeirra sem áttu þátt í að byggja upp landbún- aðarkerfið neita því og einnig þeir sem hafa atvinnu sína af kerfinu. Einnig má búast viðaö sannir for- sjárhyggju- og fortíðarsinnar sjái allt því til foráttu að auka frelsi í landbúnaði. Sú lausn sem hér er bent á er langt frá því að vera auöveld í fram- kvæmd. Hins vegar væri mun erf- iðara að reyna að nota lausn sem KjaUarmn Snjólfur Ólafsson dósent i Háskóla íslands byggist á því að lappa upp á núver- andi kerfi. Eins væri ákaflega slæmt ef breytingamar miöuðu við óraunhæfar væntingar um stækk- un markaðarins á næstu misser- um, til dæmis undir formerkjum lífrænnar ræktunar. Með þessu er ég alls ekki að letja menn til að reyna fyrir sér með lífrænni rækt- un. Er þá unnt að finna önnur störf fyrir fjölmarga sauðfjárbændur? Þessari spurningu er, þótt ótrúlegt megi virðast, best að svara með því aö segja að spumingin sé vitlaus. Atvinnulausir menn eru fjölmarg- ir, reyndar allt of margir, og þessa einstaklinga vantar störf. Þeir verða í flestum tilvikum sjálfir að finna sér störf og gildir það jafnt um fyrrverandi bændur, kennara, afgreiðslufólk, smiði, fiskvinnslu- fólk og alþingismenn. Hlutverk hins opinbera er ekki að finna störf fyrir einstaklinga nema í undantekningartilvikum. Hlutverk hins opinbera er að skapa aðstæður þar sem fjölmörg og fjöl- breytileg störf skapast. Kvótakerfi í landbúnaöi skapar ekki slíkar aðstæður. Snjólfur Ólafsson „Fyrsta verkefnið verður væntanlega að afnema kvótakerfið (þ.e. fullvirðis- réttinn) eða gjörbreyta því. Ein breyt- ing, sem hugsanlega gæti leyst margan vanda, væri að gefa kvótasöluna frjálsa.“ Skoðanir annarra Markaðshyggja sjómanna „EkkiTer á milli mála að tilboð LÍÚ um 60 kr. gólf á þorskkíló er mikilsverð réttarbót fyrir sjómenn. ... Hins vegar er óneitanlega athyglisvert að fylgjast með því, að sjómenn virðast í þessari vinnudeilu, ekkert síður en þeirri sem stóð fyrir einu og hálfu ári, aðhyllast meiri markaðshyggju en útgeröar- menn... En hvers vegna ekki aö taka sjómenn á orðinu og láta á það reyna hvað gerist. Er það endi- lega fráleitt?" Úr Reykjayíkurbréfi Mbl. 28. maí. Læknir, lækna þú „Ekki hefur þaö hjálpað læknastéttinni að þeir hafa í allan vetur háö hatramma baráttu þar sem hver hópurinn níðir niður hinn, eins og gerst hefur í tengslum við umræðuna um tilvísanakerfið... Greinilegt er að læknar eru sjálfir famir að gera sér grein fyrir að vægi skoöana þeirra í þjóðfélagsum- ræðunni fer minnkandi og eru farnir að leita inn- byrðis sátta og stilla yfirlýsingagleði sinni í hóf. Það er vel, því það hefur ekki farið læknum vel að standa í stjórnmálabaráttu á torgum. Það sem þeir kunna, er að stunda lækningar og það gera þeir vel.“ Ur forystugrein Tímans 25. maí. Hlutaskiptin fornu ódauðleg? „Veiöar, vinnsla og markaðir hafa breyst svo gífur- lega á tiltölulega stuttum tíma að það er hin mesta furða að hlutaskiptin fornu skuli enn lögð til grund- vallar kjarasamningum útgerða og sjómanna. Þar við bætist kvótakerfi, sem sífellt verður erfiðara að sætta mismunandi hagsmunaaðila við. Verði sjó- mannaverkfall langvarandi, er hægt að velta því fyrir sér hverja það skaðar og hvort kvótakerfið sjái ekki svo um að ársaflinn minnki ekki, þótt árar séu lagðar í bát um sinn.“ Úr forystugrein Tímans 27. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.