Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 Hagsýni dýra og manna Ég veit ekki hvort dýr, sem geta af sér önnur dýr, segja við afkvæmi sín: Vertu hagsýnn í lífinu, kiðling- urinn minn. Aftur á móti er al- gengt að foreldrar barna láti vera sitt fyrsta verk að segja, þegar krakkinn kemst til vits og ára: Vertu ætíð hagsýnn. Margir taka heilræðið bókstaflega og verða það ekki innan vissra marka, heldur á kostnað annarra. Þannig er hag- sýni sumra næstum engin takmörk sett. Hagsýnn sómakarl Höfuðeinkenni hagsýni er að geta geymt sér hlutina, oft það sem hægt er að gína yfir en ómögulegt að gleypa strax. Einstaklingnum eru þau takmörk sett að hugurinn rúmar allt sem hann óskar sér, en maginn ekki uppfyllingu óska sinna. Stundum hendir í heimi dýranna að þau fá ríkulegri uppfyllingu frumstæðra þarfa en þau geta í sig látið. í þessu tílviki geyma þau umframgetuna, oftast í jörð, en sjaldan lengi. Við geymum líka feng okkar, en lengur en dýrin. Dæmi er til um sómakarl sem fór úr einu embætti í annað sem hann naut í fimmtán ár, geymdi sér gamla embættið og fór aftur í það þegar hann féll úr hinu. Þetta sýnir að maðurinn er ekki aðeins æðsta skepna jarðarinnar heldur hefur hann öðlast þann náttúrurétt sem dýr merkurinnar fá ekki að njóta, enda búa þau ekki við menntun og lagabókstafinn. Ólíkir harmleikir Annað dæmi um hagsýni er það að eitt sinn sat á þingi manneskja sem var líka leikstjóri. Hún naut þess réttar að geta skroppið af þingi þegar hún vildi til að stjórna óperu. Hún hljóp ekki tvö hundruð metr- ana sem aðskilja þessa staði vegna þess að hún væri ekki jafn fær um að stjórna báðum, heldur réð hún öllu á leiksviðinu en næstum engu á þingi, öðru en raddböndunum, sem hún hafði því miður ekki hæfi- leika til að láta hljóma í óperu. - Svona geta harmleikirnir verið ólíkir í Islensku óperunni og á Al- þingi. Kjcdlaiinn konunni sem er allt í öllu. Einn hefur gegnt ótal embættum óháð- um flokkaveldinu, því hann hóf sig með brosi yfir reglur um íslenskt hægri og vinstri en hefur nú færst niður á það stig að gegna bara fjöl- mörgum störfum, meðal annars í ráðuneyti. Þar er hann fullur af glimrandi hugmyndum. í útvarps- fréttum er hann í tvíþjóðaátaki um þiggi hann laun úr launasjóðum listamanna. En ákvæðið nær ekki yfir kauða: öll störf hans eru list. - Hvaðan kemur svona fólki hag- sýnin? Úr samfélagsgerð okkar. Þar gagnast best að hafa greindina í munninum og temja sér væmna framkomu með frekju. Þannig myndast skapgerð lík sumu fol- Guðbergur Bergsson rithöfundur Oháð f lokkaveldinu Góðu heilli eru til dæmi þess að saman fari hagsýni og geta í hæfi- leikamönnum sem Ukjast bónda- „Þar gagnast best aö hafa greindina í munninum og temja sér væmna fram- komu meö frekju. Þannig myndast skapgerö lík sumu folaldakjöti, en er sambreyskingur mömmudrengs og pabbastelpu." samningu orðabókar, þá titlaður rithöfundur, en samkvæmt blaða- fréttum ku hann hafa hlotið árs- laun úr leiklistarsjóði, þótt styrk- þegj megj aðeins stunda eitt starf aldakjöti, en er sambreyskingur mömmudrengs og pabbastelpu. Guðbergur Bergsson „Höfuðeinkenni hagsýni er að geta geymt sér hlutina. - Við geymum lika feng okkar, en lengur en dýrin," segir Guðbergur m.a. i grein sinni. Mjólkurvinnsla á ríkisspena Hvernig bregst Guömundur Bjarnason landbúnaðarráðherra, við ef kaupfélagið í Borgarnesi vill selja svæðisbundna einokunar- stöðu sína í mjólkurvinnslu til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík? Jú, hann verðlaunar fyrirtækin með um 200 milljóna króna fram- lagi úr vösum almennings. Til að bæta gráu ofan á svart rýkur hann til verknaðarins þegar hann sér að fleiri fyrirtæki geta hugsað sér að koma að mjólkurvinnslunni. Það gat framsóknarráðherrann auðvitað ekki hugsað sér enda hefði það getað leitt til samkeppni á þessu sviði og jafnvel gefið af sér lægra verð á mjólkurvörum, fjöl- breyttara vöruúrval og viðráðan- legar mjólkurfernur! Ekki gæfuleg byrjun Þetta mál er vægast sagt óheppi- leg byrjun á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sem margir binda vonir við að einkennist öðru fremur af stöð- ugum tilraunum til að draga úr skömmtunarvaldi stjórnmála- manna. Stjórnmálamenn hafa til dæmis enn stærstan hluta fjár- málaþjónustunnar á sinni könnu, enda kom Alþýðuflokkurinn í veg fyrir einkavæðingu ríkisbankanna á síðasta kjörtímabfli. Fjarskipti og fjölmiðlun er sömu- KjaUaiinn harða mótspyrnu þingmanna Sjálf- arstefnunnar en til staðar. - Hags- stæðisflokksins úr Reykjavík. Með lógunum var komið á einokun á sölu mjólkur. Bændum skyldi ekki lengur vera frjálst að selja mjólk sína eins og þeim hentaði heldur var sölusam- tökum fenginn einkaréttur til mjólk- ursölu á sérstökum verðjömunar- munir almennings, neytenda og skattgreiðenda eru látnir víkja fyr- ir hagsmunum kaupfélaga og mjólkursamlaga. Glúmur Jón Björnsson efnaíræðingur leiðis í höndum stjórnmálamanna að ekki sé minnst á rekstur skóla og heilbrigðisstofnana. Á þéssum sviðum og öðrum þarf að hleypa að samkeppni eða með öðrum orð- um auka vald neytenda og minnka ítök pólitíkusa. Andúö Framsóknarf lokksins á neytendum Árið 1934 setti ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks bráða- birgðalög um mjólkursölu þrátt fyrir „Þetta mál er vægast sagt óheppileg byrjun á stjórnarsamstarfi Sjaífstæðis- flokks og Framsóknarflokks sem marg- ir binda vonir við að einkennist öðru fremur af stöðugum tilraunum til að draga úr skömmtunarvaldi stjórn- málamanna." svæðum. Þessi lög voru upphafið á þeirri einokun í mjólkursölu sem enn er við lýði og Guðmundur Bjarnason landbúnaðaráðherra var að treysta í sessi. Aðgerð Guðmundar Bjarnasonar er einkar athyglisverð fyrir þá fjöl- mörgu íbúa höfuðborgarsvæðisins sem greiddu Framsóknarflokknum atkvæði sitt í nýafstöðnum alþing- iskosningum. Þrátt fyrir að yfir- bragð flokksins hafi breyst þá virð- ast taugarnar til gömlu framsókn- ErSifhlynnt mjólkureinokuninni? Það liggur því beint við að koma þeirri spurningu á framfæri við einn af nýju þingmönnum Fram- sóknarflokksins, Sif Friðleifsdótt- ur, hvort henni þyki Guðmundur Bjarnason hafa farið rétt að í þessú máli. - Er hún þeirrar skoöunar að framhald eigi að vera á 60 ára einokun gæðinga Framsóknar- flokksins í mjólkurvinnslu? Glúmur Jón Björnsson Tilhags- bóta „EES hefur hraðaö ís- lenskri þjóð- félagsþróun um mörg ár. Löggjöf um vinnu- pg hollustu- vernd; sanv keppnismál ög fjármála- markað hefur Ólafur Staphanwn, formaour Evrópusam- taksnna tekið síökk fram á við. EES hefur bætt aðgangislenskra útflyfjenda aft Evrópuroarkaðnum og aukið erlenda sarokeppni, til hagsbóta fyrir. neytendur. F^rirtæki og fræðimenn njóta góös af samevr- ópskum þróunar- og rannsókna- áætlunum. Engar af hrakspánum um að érlent vinnuafí streymdi til íslands og höfuðból og nátt- úruperlur yrðu keypt upp af vondum útiendingum hafa geng- ið eftir. Með aðlögun að evrópskum reglum hefur samkeppnisstaða fyrirtækjabatnað. Sanmingurinn leysir þó ekki ýmis vandamál. Hann losar útílytjendur til dæmis ekki við kostnaðarsamt landa- mæraeftirlit. Hann veitir aðeins takmörkuð áhrif á töku ákvarð- ana í Evrópusambandinu, sem skipta ísland miklu. Með ESB- aðild fengju íslendingar stórauk- in pólitísk áhrif. Það ætti. því að látá reyna á kosti íslands með umsókn. Viðræður gætu gengið aflhrattfyrir sig enda hefur verið samið ura stóran hluta aðiMar- aakkans með EES. Þær undan- þágur fyririslenskan sjávarútveg sem fengust í EES gefa vísbend- ingu um að ESB sétiibuið aö viö- urkenna sérstððu íslands." Villuljós „Við sem börðumst gegn aðild is- lands aö EES höldum því fram að samningur- inn gæti aldr- ei geflð okkur það sem kæmi nærri því að greiða fórnarkostnaðinn. Þáverandi ut- anríkisráðherra fullyrtiiþó mikiö. Nú er eðlilega komið í Ijós aö væntingarnar voru vfllugós. Á landsfundi Samstöðu um óháð ísland var lögð fram grein- argerð frá Þjóðhagsstofnun um: áhrif EES á utanríldsviðskipti okkar. Þar kom fram að vægi Evrópumarlíaðs héfur minnkað eftir tilkomu samningsins. Ég er ekki híssa því að við vissum að auknin g á útflu t ningi til E vrópu- íanda á kostnaö útflutnings til Ðandarikjanna á sínum tíma staf- aði af gengisfalh' doilarans sem siöan -híétskaði aftur. Auk þesslá jljóst fyrh'aÖ œarkaðshorfur fyrir útílutnmgsvörur okkar voru góft- ar i Japan og víðar. Evrópumarkaður er afar erfift- ur. Vöruframboft þar er mjög mikið saratírois þvi sem raarkaft- urinn vex ekkert. Hagvöxtur er þar mjnni en i mörgura markaðs- löndum. Einnig er raeðalaldur Evrópubúa mjög hár og fjölgun íbua er ört minnkandi og á ieið niöur fyrir núllift í flestum Evr- ópulðndum. Máliö er einfalt. ESB er cinfaldlega ekki markaftur framtíðarinnar.'1 Bjorni Elrwrííon h06- (rœolnjur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.