Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÖAAFGREIDSLA 0G ÁSKBIFT ER 0PIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIOSLU: 563 2777 KL.6.B IÁUÖÁ8DAOS-0G MANUDABSMORGNA ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995. Verkfallsátök: Sykursjúkur bílstjóri féll íyfirlið viðstýrið „Ég var búinn að biðja um að fá að fara vegna þess að ég er sykur- sjúkur og astmasjúkur. Eg var ekki með nóg af meðulum og engan mat með mér. Það er lykilatriði fyrir menn með minn sjúkdóm að fá að borða reglulega," segir Þorsteinn Guðmundsson, bifreiðarstjóri hjá Hópferðaþjónustu Þorsteins Guð- mundssonar. Verkfallsverðir Sleipnis lögðu bif- reiðum sínum við rútu Þorsteins í fyrradag þar sem hann var í Þrastar- skógi með hóp barna úr Kópavogi. Þorsteini, sem var á bifreið merktri Teiti Jönassyni hf., var haldið af verkfallsvörðunum og því var alfarið hafnað að hann æki börnunum til baka aftur. Önnur rúta kom og sótti börnin og Þorsteini var haldið á með- an. Hann fór að finna til einkenna vegna sjúkdóms síns þegar leið á bið- ina og óskaði þá eftir því að fá að fara. „Þeir höfnuðu þeirri ósk minni en þó var einhver ágreiningur meðal þeirra um það mál. Þegar ég fékk svo loks að fara var nokkuð af mér dreg- ið og þegar ég var kominn yfir Sogs- brúna fann ég að ég var að falla í yfirlið. Ég náði að stöðva bílinn og féll í yfirlið í sömu andrá," segir Þor- steinn. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann var til með- ferðar í nokkrar klukkustundir áður en hann fékk að fara heim. Þorsteinn ók á bíl merktum Teiti Jónassyni h£ og það var ástæða þess að hann var stóðvaður. Hann segir að það sé byggt á miklum misskiln- ingi. „Ég keypti bOinn í byrjun maí og það var ekki í tengslum við verk- fallsboðunina. Ég er með pappíra upp á kaupin en hef enn ekki fengið afsal- ið," segir Þorsteinn. -rt Sleipnisverkfallið: Enginn f undur Eftir að slitnaði upp úr viðræðum Sleipnismanna og viðsemjenda þeirra í fyrrinótt hafa þeir fyrr- nefndu boðað hertar verkfallsað- gerðir. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagðist í morgun ekki vilja gefa upp í hverju þær aðgerðir fæl- ust nákvæmlega. Engir samninga- fundir hafa verið boðaðir. Óskar sagði að töluvert hefði borið á verkfallsbrotum í gær en engin slík mál hefðu komið upp í morgunsáriö. -sjáeinnigbls.2 "J LOKI Það er auðvitað brýnt fyrir íslenska ráðherra að kynna sérpílagrímaflug! Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fískimannasambandsins: Tilbúnir til samn- inga fyrir norðan ; JÞað er ofboðsiegur þrýstingur í málinu báðum megm írá á menn að ganga ðl satnninga. Það er ljóst að útgerðarmenn fyrir norðan ganga mjög hart að mönnum aö semja. ÞeirsegjasttUbúisr tSsamn- inga við sína sjómenn heima s hér- aöi. Þeir segjast ölbúnir að fera i þessar markaðstryggmgar og annað sera við erumað fara fram á. Ég get ekM sköið tilboð þeirra öðruvisi. Mér sýrást að það .sé forysta IÍÚ sem stendur í vegi fyrir að samið sé," sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambandsins, í samtali við DV í morgun rétt áður en nýr sáttafunö- ur í sjómannadeilurmi hofet Hann segir að vegna þess að menn séu tjlbúnir víða til að semja heima í héraði sé allur þessi þrýst- ingur korainn á menn í samhing- unum. Norðanraenn segi að ef ekki semjist í dag þá korai samnmga- maður skipsfjóra og slýriraamia á Akureyri heim og samningar hefj- ist við útgerðarmenn fýrir norðan. „Menn segja að þar sé fiötur tii samninga og má ekki vera sama hvar flöturinn finnst ef hann verð- ur til þess að leysa deiluna?" sagði Guðjón. Hanh sagði að það gæti náöst samkorauiag í dag eða í nótt hjá sáttasemjara. En það gæö líka farið svo að aöt spryngi og þá væri alveg öruggt að menn færu með samningana heim í hérað. „Það hafa farið fram þreifingar á okkar svæði að frumkvæði stóru útgerðarfyrirtækjanna og við met- um það þannig raiðað við það sem sumir þeirra hafa boðíð aö þáð sé ekki mikið raál að leysa þessa hluti," segir Guömundur Stein- grímsson, framkvæmdastjóri Skip- stjóra- og stýrimannafélags Norð- urlands. Guðmundur segir að fyrirtækin, sem í hlut eiga, séu Samherji. Út- gerðarfélag Akureyringá og Skag- strendingur og hafí þau haft frura- kvæði aö þeim viðræðum sem fram hafa fárið. Guðmundur segir að verði það úr að þessir aðilar gangi til samninga vilji hann hélst sjá breiðari samstöðu á Norðurlandi, á svæðinu frá Hvammstanga til Vopnafjarðar. „Þaö getur alveg gerst að í dag eða i kvöld komi fulltrúar okkar, sem eru á samningafundunum, norður og við látum reyna á hvort við náum samningum hér heima. Fulltrúar okkar munu meta það þegar líður á daginn," sagði Guð- mundur en samnmgamenn Skip- srjóra- og stýrimannafélags Norð- uriands hafa heimild til að ganga frá samrángaborðinu í Reykjavík : sjáist ekki árangur á næstu ' kiukkustundum. Atkvæði voru talin i atkvæðagreiðslu sjómanna á farskipum í gær og var miðlunartillaga rikissattasemjara reiia með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Stjórn félagsins ákvað á fundi sínum í gærkvöld að boða verkfall meðal sjómanna á farskipum í næstu viku. DV-mynd BG Ráðherra og ráðuneytis- stjorn Sádi-Arabíu -fimmdagaferð Halldór Blöndal samgönguráð- herra og Jón Birgir Jónsson ráðu- neytissrjóri koma í kvöld til íslands úr fimm daga ferð til Sádi-Arabíu. Halldór Kristjánsson skrifstofustjóri sagði í samtah við DV í morgun að þeir væru að kynna sér starfsemi og rekstur flugfélagsins Atlanta sem annast pílagrímaflug í Miðaustur-' löndum. „Þeir eru að kynna sér aðstæður, þetta er mikill flugrekstur hjá félag- inu á svæðinu," sagði Halldór. Hann sagði jafnframt að samskiptum ráðu- neytisins við flugfélagið væri hagað með svipuðum hætti og við aðra flug- rekstraraðila - hér væri um að ræða þjónustu ráðuneytisins sem stjórn- valds. Hann gat ekki svarað til um kostnað við för ráðherra og ráðu- neytissrjórans þar sem „dæmið hefði ekki verið gert upp" - slíkt væri gert eftir á. "» -Ótt Veðriðámorgun: Bjartastá Norðuriandi Á morgun er gert ráð fyrir að þykkni upp með suðaustankalda um landið suðvestanvert en að á Norður- og Austurlandi verði víð- ast nokkuð bjart nema úti við sjó- inn þar sem búast má við þoku- súld. Lítils háttar rigning verður suðvestanlands með kvöldinu. Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig, hlýjast í innsveitum á Norður- og Vestur- landi. Veðriðídagerábls.28 NSK kúlulegur \ruisen SuStirtandibraut 10. S. 6SM03. LOTTO alltaf á Miðvikudöguin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.