Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1995, Blaðsíða 2
16 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 f nJJmbönd IForrestGump Aöalhlutverk: Tom Hanks, Sally Field, Gary Sinese og Robin Wright Á einu mesta breytingaskeiði í sögu Bandaríkj- anna fylgjumst við með Forrest Gumb. Hann er fatlaður í æsku en læknast og verður stjarna í ameríska fótboltanum. Hann tók þátt í stríðinu í Vietnam og varð stríðshetja og í kjölfariö varð hann stórtækur i útgerð á rækju. Og skammt undan er stóra ástin í lífmu. Hann gerir sér grein fyrir að hann er ekki greindur maður en hann er hreinn og sigrast á þeim erfiðleikum sem upp konia. 2The Specialist Aðalhlutverk: SilvesterStallone, Sharon Stone, James Woods. Sprengjusérfræðingurinn Ray Quick hefur dregið sig í hlé og ætlar að eiga rólega daga í fram- tíðinni. En þegar hin þokkafulla May verður á vegi hans dregst hann smám saman inn í veröld hennar sem logar af hatri og hefnigirni. Foreldr- ar hennar höfðu verið myrtir af glæpakónginum Joe og fær hún Ray i lið með sér. A meðal hðs- manna glæpakóngsins er hinn harðsviraði Ned Trent en hann er fyrrum félagi Rays og telur sig eiga honum grátt að gjalda. Upphefst nú æsileg barátta þar sem líf þeir ra hangir oft á bláþræöi. 3The Client Aóalhlutverk: Susan Sarandon, Tommy Lee Jones og Brad Renfro Himi ungi Mark Sway er að leika sér úti í skógi þegar hann sér grunsamlegan bíl á veginum. Hann ákveður aö athuga málið en sú ákvöröun hans á eftir að verða afdrifarík. í bílnum er feitur lögfræð- ingur að gera tilraun til sjálfsmorðs. Hann segir Mark dálítið sem kemur i ljós að ekki var hollt fyrir Mark að heyra. Vitneskjan rekur hann nefhi- lega á mikinn flótta undan lögreglunni og maf- iunnni. Mark sér það eina úrræði að ráða lögfræð- ing til að sinna málum sinum. 41 Love Trouble Aðalhlutverk: Nick Nolte, Julia Roberts Peter Brackett (Nick Nolte) er rannsókn- arblaðamaður sem vann fyrir The Chronicle en hefur nú snúið sér að greinaskrifum. Julia Ro- berts leikur nýgræðinginn Sabrinu Peterson, sem starfar fyrir Chicago Glope, en hún hefur ná- kvæmlega það sem þarf til að sinna starfinu vel, ákveðni, metnað og gáfur ásamt stórum skammti af kaldhæðinni kímni. Þau hittast þegar þau eru bæði stödd þar sem lest hefur af dularfullum ástæðum fariö út af sporinu. Bæði skrifa um at- burðinn og frétt hennar er langtum meira spenn- andi. Þetta líkar honum illa og kemur með krók á móti bragði. 5lnthe Armynow Aðalhlutverk: Pauly Shore, Andy Dick og Lori Petty Bones (Pauly Shore) er örugglega ekki einn þeirra sem bandaríski herinn vill fá til liðs við sig. En það hindrar ekki Bones því hann hefur komist að því áð starfmu fylgja ýmsar sporslur, til að mynda frítt húsnæði, matur og meira að segja laun fyrir minni háttar vinnu. Eftir að búið er að klippa Bones og raka að hætti hermanna er hann sendur til liös við sveit sem hefur bæki- stöðvar f eyðimörk í Afríku. Fljótlega er hann kominn í einkastríð við allt og alla á staönum. 6.juní - 12.juní '95 FYRRI VIKUR VIKA ÁLISTA i 1 i 10 Ný í 1 11 Ti# ] » j j 12 1 14 i 7 TITILL Forrest Gump Specialist The Client I Love Trouble In the Army now Blown Away Frankenstein Cowboy Way Shadow Cops and Robbersons It Could Happen to you j Corrina, Corrina Speed Næturvörðurinn Color of Night Highlander 3 Airheads ÚTGEF. j TEG. I ClC-myndir J Drama Warner-myndir Spenna j j as tSwsmls&'-'fi J Warner-myndir J Spenna ...liniiiiiiirm'nniMMWDTi LnrTrnni J i Sam-myndbönd Gaman j r i j Sam-myndbönd j Gaman Warner-myndi Spenna j j j j j Skífan j Spenna ClC-myndir Spenna Skífan Skífan Gaman j Gaman 1 Sam-myndbönd J Spenna Háskólabíó j Spenna j ) J - J Skífan J Spenna 1 J J Bergvík Spenna l * J j Sam-myndbönd J Gaman J • *_ 17 j Ný ; 1 j ■Wfc.'.... J | . j , I ) '] ,, j 1 ..........T.......^ . 18 15 12 1 Clear and Present Danger cic-myndir Spenna ) 'V. j' j; ‘ .lu Í3- i' oV í 19 j 20 j 2 j l'll Do Anything j Skífan j Gaman 20 19 6 Killing Zone Skífan Spenna Myndbandalistinn: Ein vinsælasta kvikmynd allra tíma Það á ekki að koma neinum á óvart að í efsta sæti á myndbandalistanum er Forrest Gump sem kom út í síðustu viku. Þetta er margföld óskarsverðlaunamynd ög í dag ein vinsælasta kvikmynd allra tíma. í fyrra höfðu tvær kvikmyndir mikla yfirburði í aðsókn í öllum heiminum. Voru það Forrest Gump og The Lion King og þessar vinsældir fleyttu báðum myndunum á hsta yfir tíu vinsælustu kvikmyndir sem geröar hafa verið frá upp- hafi. Forrest Gump varð ekki síður vinsæl hér á landi og erlendis en það virðist engin áhrif hafa haft á vinsældir hennar á myndbandi enda fýsir marga að sjá þessa ágætis kvik- mynd aftur. Leikstjóri myndarinnar er Robert Zemeckis, sem er ekki óvanur því að gera vinsælar kvik- myndir og kemur hann næstur Steven Spiel- berg í gerð metaðsóknarmynda. Af þeim kvik- myndum sem hann hefur leikstýrt má nefna Romancing the Stone, Back to the Future 1-3 og Who Framed Roger Rabbit. Það eru fleiri nýjar kvikmyndir sem koma inn á listann þessa vikuna. í tiunda sæti er gamanmyndin Cops and Robertson með Forrest Gump (Tom Hanks) biður eftir strætó. Á meðan sú bið stendur yfir segir hann vegfarendum sögu sína. Chevy Chase í aöalhlutverki, en á móti honum leika Jack Palance og nýkrýndur óskarsverð- launáhafi Dianne Wiest. Kvikmynd þessi yar einhverra hiuta vegna ekki sýnd í kvik- myndahúsi hér á landi. Airheads, sem kemur ný inn í sautjánda sæti, var aftur á móti sýnd í Regnboganum. Þetta er gamansöm tónlistar- mynd sem ætti að falla vel í kramið hjá þunga- rokksaðdáendum. Þessa vikuna er blómleg útgáfa af mynd- böndumn og mörg athyglisverð myndbönd líta dagsins ljós, þar má nefna nýjustu kvik- mynd Spike Lee, Crocklyn, sem kemur beint á myndband, Second Best með úrvalsleikar- anum William Hurt í aðalhlutverki. Mynd sem hinn athyglisverði leikstjóri Chris Meng- es leikstýrir, A Family Divided með Faye Dunaway í aðalhlutverki, Roswell með Kyle MacLachlan og Martin Sheen, The Neighbor með Lindu Kozlowski og Rod Steiger, The Prince of Jutland, forvitnileg mynd leikstýrð af danska leikstjóranum Gabriel Axel, með Gebriel Byrne, Helen Mirren og Christian Bale í aðalhlutverkum og svo rúsínan í pylsu- endanum, hin frábæra kvikmynd Roberts Altmans, Short Cut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.