Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1995, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1995 25 með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Varnarmenn Víðis, Dantel Einarsson (6) og Ólafur ívar Jónsson, eru ráðalausir gagnvart DV-mynd GS gusa í andlit Eyjamanna ir á Eskiflrði en unnu síðan öruggan sigur á KVA, 1-6 KVA lék vel fyrsta korteriö en eftir að Leifur Geir Hafsteinsson jafnaði þá fyrir ÍBV misstu heimamenn móðinn og hættu að reyna að spila eins og þeir höfðu gert vel til að byrja með. Eyja- menn tóku völdin en skoruðu þó aðeins eitt mark í viðbót fyrir hlé, Leifur Geir var þar aftur á ferö á 23. mínútu, 1-2 í hálfleik. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV í 1-3 á 55. mínútu, og tíu mínútum síðar var mótspyrna KVA endanlega brotin aftur þegar Róbert Haraldsson var rekinn af leikvelli fyrir klaufalegt brot sem kost- aði gula spjaldið öðru sinni. Gegn 10 heimamönnum skoruðu Eyjamenn þrjú mörk til viðbótar á 7 mínútna kafla, Leifur Geir fullkomnaði þrenn- una og síðan skoruðu Steingrímur Jó- hannesson og svo Jón Bragi Arnarsson úr vítaspyrnu. Eyjamenn óðu í færum á lokakaflan- um en Björgvin Pálsson, besti leikmað- ur KVA, forðaði liðinu frá stærra tapi með frábærri markvörslu. Þórir Ólafsson pg Rútur Snorrason voru bestu menn ÍBV og Tryggvi Guð- mundsson var líka sterkur en fór illa með maraktækifærin. Leifur Geir var hættulegur frammi eins og mörkin þrjú segja til um. Björgvin var bestur hjá KVA eins og áður sagði en Sigurjón Rúnarsson stóð sig einnig mjög vel. nn í basli á Fáskrúðsfirði jafnaði, 1-1, en Valsmenn tryggðu sér sigur seint í leiknum, 1-3 En á 14. mínútu fóru hlutirnir og ung- ur strákur, Ómar Friðriksson, skoraði eftir mikil mistök varnarmanna KBS. En aðeins 4 mínútum síðar jafnaði KBS með stórglæsilegu marki, „flugskalla" sem hafnaði í fjærhorninu og átti Lárus Sigurðsson, markvörður Valsmanna, enga möguleika. Þarna var að verki mikiö efni þeirra Suðurfjaröabúa, Brynjar Skúlason, 1-1. Eftir þetta áttu Valsmenn nokkur góð færi sem nýttust ekki, meðal annars átti Anton Bjöm Markússon gott við- stöðulaust skot í þverslána. í seinni hálfleik sóttu Valsmenn meira en sköpuðu sér engin umtalsverð færi. KBS nýtti sér skyndisóknir og upp úr einni slíkri náðu þeir mjög góðu skoti sem stefndi í hornið fjær en varnarmað- ur komst fyrir. Það var svo á 67. mínútu að Hörður Már Magnússon skoraði annað mark Valsmanna, og eftir það gerðist fátt annað en að Ómar var aftur á ferðinni og skoraði eftir vamarmistök KBS- manna, 1-3. Bestu menn Vals voru Hörður Már og Halldór Hilmisson en bestu menn KBS voru Sabahudin Dervic og Jakob Atlason. Mikið var um það talað hve útlendingarnir tveir í liði Vals áttu slak- an dag og eins gamla brýnið á miðj- unni, Hilmar Sighvatsson. Þrátt fyrir þetta var þessi bikarleikur hia,ágætasta skemmtun í blíðskapar- veðri á Fáskrúösfirði og fóru flestir glaðir heim, þrátt fyrir tap heima- manna. _________________________íþróttir Mjólkurbikarinn í knattspymu: Glæsileg endurkoma Guðmundar í Garðinum - skoraði þrjú 10-5 sigri KR-inga Ægir Már Kárason, DV, Garöi: Guðmundur Benediktsson gerði heldur betur vart við sig í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik með KR- ingum eftir að hafa meiðst í leik í Reykjavíkurmótinu í byrjun maí og verið skorinn upp á hné í kjölfar þess. Guðmundur skoraði þrennu í 0-5 sigri KR-inga á Víði í 32-liða úr- slitum Mjólkurbikarkeppninnar og lagði upp eitt mark til viðbótar. KR- ingar hófu því vörn Mjólkurbikars- ins af miklum krafti. „Ég átti ekki von á að skora. Ég ætlaði bara að vera með til að fá mig í gang fyrir næsta deildaleik en það skemmdi ekki fyrir að gera þrjú mörk. Mér fannst braka aðeins í hnénu en þetta var allt í finu lagi. Það var ágætt að vinna hér og það hefði verið óþarfi að lenda í ein- hverju baslí. Liðiö spilaði skynsam- lega og það er mjög gott að fara með þennan 5-0 sigur héðan úr Garðin- um. Mér líst vel á framhaldið á móti Skagamönnum í næsta leik,“ sagði Guðmundur við DV eftir leikinn. Guðmundur skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, og gerði fyrsta markið með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Annað markið gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Hilmari Björnssyni. Mihajlo Bibercic skoraði þriðja markið í seinni hálfleik eftir að hafa fengið boltann frá Guðmundi. Daði Dervic kom KR í 0-4 með skoti í stöngina og inn og Guðmundur kór- ónaði leik sinn og sigur KR með því að vippa boltanum glæsilega yfir Gísla Heiðarsson, markvörð Víðis. KR-ingar voru mun sterkari aðil- inn í leiknum. Víðismenn áttu þó sín færi en virtist vanta trúna á að geta klárað þau. „Það var vitað að þetta yrði erfiður leikur en viö fengum smá séns í stöð- unni 0-2. KR-ingar eru með mjög gott lið og svona er munurinn á þeim og okkur, en ég er þó ekki sáttur við að tapa 5-0. Þrjú síðustu mörkin voru í ódýrari kantinum, við vorum orðn- ir þreyttir. Þetta er kannski engin furða, ódýrasti leikmaður KR-inga kostaði líklega jafn mikið og allt okk- ar lið!“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari Víðismanna. FHréðferð- mm a Husavik - vann Völsung í bikamum, 0-2 Hermann Karlsson, DV, Húsavík: FH-ingar unnu mjögöruggan sig- ur á 3. deildar liöi Völsungs. 0-2, i Mjólkurbikarkeppninni í ga:r. Hafníiröingarnir réðu feröinni mestallan tímann en höfðu þó heppnina með sér um miðjan fyrri hálfleik þegar umdeilt atvik sem heföi getað brevtt gangi leiksins ; verulega átti sér stað. Jón Þ. Sveinsson, varnarmaður FH, sparkaði þá á eftir Viðari Sig- urjónssyni, sóknarmanni Völs- ungs, inni í vítateigi FH-inga, eftir Ólafur H. Kristjánsson og Hörður að þeir höföu lent saman i baráttu Magnússon skoruðu mörk FH i um boltann. Viðar var að hlaupa í gær. burtu þegar Jón felldi hann en þrátt fyrir að Bragi Bergmann Seinni hálíleikur var nánast eign dómari og linuvörðurinn væru FH-inga en síðasta kortérið komu mjög vel staðsettir slapp Jón með þó Völsungar ágætlega inn i leik- brotið og Viðar fékk gult spjald fyr- inn. Þeir fengu þá sitt besta mark- ir meintan leikaraskap. Rautt tækifæri, Arngrímur Arnarsson spjald og vítaspyma á FH hefði var i dauðafæri á vitapunkti en var væntanlega verið réttari úrskurð- alltof seinn að athafna sig og FH- ur. ingar komust fyrir skotið. Ólafur H. Kristjánsson kom FH Auðun Helgason og Ólafur B. yfir á 11. mínútu, náði þá boltanum Stephensen voru bestu menn FH- eftir að Björgvin Björgvinsson, inga, Auðun stoppaði allt og byggði markvörður Völsungs, hafði varið upp margar sóknir og Ólafur var skot og skoraöi af öryggi. Hörður mjög liflegur á miðjunni. Ólafur Magnússon skoraði síðan fjórum H. Kristjánsson var líka mjög virk- mínútum fyrir hlé. Völsungum ur í sóknarleiknum á vinstri mistókst að hreinsa vel frá marki vængnum. Hjá Völsungi stóð eng- sínu og Hörður fókk stungusend- inn upp úr, helst að Guöni Rúnar ingu inn fyrir vöm þeirra og nýtti Helgason næði að sýna skemmti- það vel. legar rispur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.