Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 5 dv Fréttir Fullrúar SL afhentu Steinþóru far- seðilinn i gær. DV-mynd Sveinn Til Beni- dorm þrátt fyrirránið Fulltrúar Samvinnuferða-Land- sýnar (SL) afhentu í gær Steinþóru Sævarsdóttur, sem rænd var 70 þús- und krónum skammt frá banka við Laugaveg nýlega, farseðil til Beni- dorm. Steinþóra átti pantað far með SL til sólarlanda í sumar og hafði lagt í ferðasjóð lengi áður en atvikið átti sér stað. í gær afhentu síðan Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri SL, og Helgi Pétursson markaðsstjóri Steinþóru ferðaskjölin og felldu nið- Ur eftirstöövar greiðslu. Rániö er hins végar enn óupplýst. Kal í túnum íBlöndudal Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Tún eru illa kalin á nokkrum bæj- um í Blöndudal í Austur-Húnavatns- sýslu. Sérstaklega er ástandið slæmt á bænum Brandsstööum. Þar er talið að ríflega helmingur túnanna sé ónýtur vegna kals. Þá eru tún einnig mikið kalin á tveim bæjum í ná- grenni Brandsstaða, Höllustöðum og Austurhlíö. Jón Sigurðsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi A-Húnavatns- sýslu, sagði að kalið væri aöallega á smábelti í dalnum. Ástand túnanna væri skelfilegt á Brandsstöðum. Jón sagði að menn hefðu einnig áhyggjur af ástandi túna úti á Skaganum en þar væri allt seint á ferðinni og því ekki séð hvernig ástandið væri. Að öðru leyti virtist Norðvesturland hafa sloppið nokkuð við kal. Elliðaárdalur: Fimm upplýs- ingaskilti Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hefur ákveðið, í samráði við borgaryfirvöld, að setja upp fimm upplýsingaskilti í Elliðaárdal. A skiltunum eru þrjú kort. Eitt kort er af öllum dalnum, annað gefur upplýsingar um göngu- og skokk- brautir í dalnum og hið þriðja upp- lýsir um sögu og umhverfi þess svæðis sem viðkomandi skilti stend- urá. -GJ Athugasemd Séra Flóki Kristinsson, sóknar- prestur í Langholtskirkju, vill koma því á framfæri að hann hafi ekki far- ið í ársleyfi vegna ágreinings við org- anista og sóknarnefnd heldur hafi veriðumnámsleyfiaðræða. -GHS Frétt um nauðgun: Leiðrétting í frétt DV á miðvikudag um dóm yfir manni í nauðgunarmáli, sem átti sér stað í Grindavík á síðasta ári, var ranglega greint frá einu at- riði í framburði konunnar sem í hlut átti. Sagt var eftir konunni að maður- inn hefði fylgt henni heim til sín áöur en verknaðurinn var framinn. Þetta er rangt. Maðurinn var ákærður fyr- ir að hafa brotist inn til konunnar eftir að hún fór heim til sín. Hlutað- eigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. t METRO - verslanirnar í Hallarmúla og Skeifunni eru opnar alla virka daga og laugardaga og sunnudaga frá kl. 8 - 21. f METRÓ - Hallarmúla 4. Sími: 553 3331 METRÓ - Málarinn, Skeifunni 8. Sími: 581 3500 tA KŒTRO Miðstöð heimilanna ...þið eruð skráðir eigendur hans, ...fáið hann á staðgreiðsluverði -og tryggið hann þar sem ykkur hentar best! Sölumenn bifreiðaumboðanna annast útvegun lánsins á 15 mínútum. Allt að 5 ára lánstími* Allt að 100% lán *hámarkslán til 5 ára er 65% afbílveröi -og lánskostnaður í lágmarki. Glitnirhí DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsendir 560 88 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.