Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 ■ li iLS^á 9 0 4 • 1 7 0 0 kr. 39.90 min. Don'tjlose contact with the world. Call 904-1700 and hear the latest in world;news in English or Danish. NEWSt-wc H*6'0 WBrðlaunastimkeppni blaðsölubarna I /ú/í Nú getið þið unnió ykkur inn vasapeninq oq tekið þátt í skemmtileqri blaðsölusamkeppni hjá DV! Allir qeta komið oq selt DV, við höfum næqa vinnu fyrir hressa oq duqleqa krakka! Auk þess að fá qóðan vasapeninq qetið þið unnið ykkur inn bíómiða á marqa vequ sem qilda á allar 5 oq 7 sýninqar hjá Sambíóunum. Samhíóin eru núna að sýna Brady fjölskylduna, Rikka ríka oq Húsbóndann á heimilinu svo einhverjar séu nefndar. Fyrir hver 15 seld blöðádaq hlýtur þú bíómiða frá Sambíóunum. Fyrir hver 50 seld blöð á viku hlýtur þú bíómiða hjá Sambíóunum. Þið qetið skráð ykkur sem hóp fjöqur saman. Ef hópurinn selur samanlaqt 40 blöð á daq hlýtur allur hópurinn bíómiða hjá Sambíóunum. Fyrir hver 150 seld blöð á viku hlýtur allur hópurinn bíómiða hjá Sambíóunum. Komið oq skráið ykkur milli kl. 10 oq II virka daqa oq milli kl. 9 oq 10 á lauqardöqum. Það er til mikils að vinna! SAMmmi BMaAlin 4-1 1« I H'l 4 I ÁLFABAKKA 8, SlMI 878 900 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 878 900 SNORRABRAUT37,SlM111 384-25211 Þverholti 14 ■ sími 563 2700 Memung Margrét L. Þórarinsdóttir og Sesselja Stefánsdóttir í Randalín. DV-mynd Slgrún Leikhúsið í skóginum Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstaöir: „Þetta eru allt áhugaverðir þættir sem leikhúsið sýnir í sumar. Það er þáttur um Randalín húsfreyju sem bjó á Valþjófsstað á 13. öld, þáttur um huldar vættir og smaladreng, þjóðdansar og söngur á nýlegu gam- ankvæði. Þetta spannar næstum alla íslandssöguna," sagði Philip Vogler sem nú rekur útileikhúsið „Hér fyrir austan" í þriðja sinn. Sýningar fara fram í Selskógi við Egilsstaði. Sýningin hefst með leikþætti eftir Rögnvald Erlingsson um Randalín Filippusdóttur á Valþjófsstað og bar- áttu hennar við biskupsvaldiö. Þá er þáttur eftir Hákon Aðalsteinsson þar sem huldar vættir koma við sögu og sungið er gamankvæði eftir hann. Vilhjálmur Einarsson, fyrrum skóla- meistari, kynnir hstamanninn Stein- þór Eiríksson sem er áttræður á þessu ári og Vilhjálmur er einnig leikstjóri útileikhússins. Þjóðdansa- flokkurinn Fiðrildin sýnir þjóðdansa og fær leikhúsgesti með í dansinn. Fiðrildin eru eini þjóðdansaflokkur- inn á landinu fyrir utan Þjóðdansafé- lag Reykjavíkur. Auk þessara sýninga, sem eru á hverju miðvikudagskvöldi, gengst leikhúsið fyrir mörgum öðrum sýn- ingum. Tvær nýjar Úrvalsbækur - spenna, ástir og afbrýði Frjáls fjölmiðlun hf. hefur sent frá sér tvær nýjar Úrvalsbækur. Önnur er eftir helsta spemtu- sagnahöfund Dana, Kirsten Holst, og nefnist í allri sinni dýrð. Hin nefnist Hönd að handan og er eftir Arlene Shovald. Bækurn- ar bjóða upp á hörkuspennu og ástarævintýri. I allri sjnni :: Sólveig dóttir bókina Holst. Hún ir af manninum Hoyer sem kominn á eftir laun en ;SkýndiI|gá;ií::!:l!. sendur af fyrrum sínum til Kanaríeyja. Hoyer fær það verkefni að leita að bernsku- vinkonu viimufélagans sem ekk- ert hefur spurst til um iangan tíma. Áður en varir er Hoyer kominn á kaf í stórhættulegt mál þar sem við er að etja sjálfan Djöf- ulinn frá Pineda. Hönd aðhand an í bókinni Hönd að hand- dllj bEIU I\ct£UCU Hauksson þýddi, segir af blaðamannin- : ,ynr um Les Rogers sem er af gamla skólanum. Hann stýrir staðarblaði í Lindarbæ en fær óvæntkeppinaut í bæinn. Við það kemst Les í ham, birtir hverja stórfréttina á fætur annarri, en fljótlega þykir grunsamlegt hvernig hann aflar fréttanna. Hann hunsar almenningsálitið og ínn í söguna fléttast ástarsam- band hans viö starfsfélaga sinn og albrýöisemi íyrrum elskhuga hennar, sem einnig starfar á blaðinu. Ný íslensk sönglög Það voru eingöngu sönglög eftir íslenska höfunda sem mynduðu efnisskrá þeirra Ingveldar Ýrar Jóns- dóttur og Jónasar Ingimundarsonar á tónleikum þeirra í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag. Kvöldið áður hafði Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt Jón- asi einnig boðið upp á alíslenska efnisskrá í Listasafni íslands, en nokkur munur var þó á efnisskránum Tónlist Áskell Másson tveim. Hjá Diddú var miðað við e.k. þverskurð af ís- lenskri sönglagagerð, en Ingveldur Ýr var mest með nýrri sönglög, þótt nokkur eldri fengju þó að fljótameð. Tónleikarnir hófust meö laginu Dáið er allt án drauma eftir Jón Þórarinsson, en síðan komu tvö ný sönglög eftir Oliver Kentish sem bæði voru frumflutt. Það fyrra, Morgunvers, er byggt á hreinum hljómum í arpeggíóum á píanóið með sönglínum á fáum og frem- ur löngum nótum. Hér er fyrst og fremst um stemmn- ingarmúsík að ræða og má raunar segja það sama um síðara lagið, Löng nótt, sem byggt er á dimmum og mjög fáum hljómum og sönglínum sem oft minna á tónles. Höfundurinn skapar hér nokkuð sterkar en dimmar stemmningar. Lögin voru mjög sannfærandi fram sett af þeim Ing- veldi Ýr og Jónasi og báru enn fremur góðum vinnu- brögðum sterkt vitni. Var það raunar svo með alla efnisskrá þeirra á þessum tónleikum. Flest laganna á fyrri hluta hennar tengdust nóttinni og myrkrinu og var það einnig m.a. svo um lagið í japönskum þönkum eftir Tryggva M. Baldvinsson, sem var frumflutt. Þetta eru nokkurs konar smámyndir, fjórar talsins, með stuttum píanóbrúm á milli. Myndimar eru mjög ólíkar í stíl, m.a. minnir undirleikurinn í þeirri síöustu á Bach, en sú fyrsta er fremur daufleg og í nýrri stíl, svo eitthvað sé nefnt. Tryggvi átti einnig annað lag á tónleikunum, sem hann kallar Undur, en bæði lögin eru gerð við texta Vilborgar Dagbjartsdóttur. Lögin Ingveldur Ýr Jónsdóttir. fylgja textunum vel, en eru nokkuð lauslega samsett aðferðafræðilega. Hildigunnur Rúnarsdóttir átti einnig tvö lög, Líf og ljóð, sem og Meloditimen, sem m.a. lauk á tilvitnun úr hléstefi RÚV, þegar minnst var- á útvarp í texta Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Af eldri lögum má nefna Mamma ætlar að sofna eftir Jórunni Viðar og Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson og fóru þau Ingveld- ur Ýr og Jónas ekki síður vel með þau en nýrri söng- lögin. Þeim er að lokum þakkað fyrir þessa spennandi efnisskrá sem öll var flutt af innlifun og listrænum þokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.