Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 31 Fréttir Hjólabáturinn Lævirki fór með fólk í skemmtisiglingu og fjöruferð. DV-mynd Júlía Imsland, Höfn Pökkunarstöð fyrir frystitogarafisk Öm Þórarinsson, DV, Fljótum; Pökkunarstöð Fiskiðjunnar Skag- firðings hf. á Sauðárkróki var form- lega tekin í notkun nýlega. í stöðinni á að brytja niður og pakka frosnum fiskflökum í neytendapakkningar, einkum af frystitogurunum. Pökkunarstööin er í húsnæði sem áður var í eigu Skjaldar hf. Undan- fama mánuði hefur verið unnið að breytingum á því og umfangsmiklum lagfæringum og er það nú hið vistleg- asta. Vélbúnaður var keyptur frá Japan og kom fram við opnunina aö hægt er að pakka fleiri matvælateg- undum en fiski í pökkunarvélinni. Fjöldi manns var í húsakynnum Fiskiðjunnar við þetta tækifæri - þar á meðal fulltrúar japanska fyrirtæk- isins sem hannaði tækjabúnaðinn, forsvarsmenn íslenskra sjávaraf- urða hf. og starfsfólk Fiskiðjunnar. Aldrei fleiri á Höf n Það var hátíðarstemning á Homa- firði um síðustu helgi þegar Hátíð á Hornafirði var haldin. Að sögn fróðra manna hefur cddrei verið fleira fólk á Höfn en 8. júlí. Skemmti- atriði voru fjölbreytt og gat fólk fund- ið eitthvað fyrir sig til skemmtunar og fróðleiks. Þrátt fyrir hrakspár veðurfræðinga var hið ágætasta veð- ur alla dagana. Í.>Í3 TUAÐÉJWíli Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, útibússtjóri bankans, til vinstri, afhendir Grétu Björnsdóttur, formanni stjórnar bókasafnsins, bókagjöfina. DV-mynd Magnús Ólafsson Húnaþingi Blönduós: Héraðsbókasafnið fékk góðar gjaf ir Fyrir skömmu afhenti Islands- banki á Blönduósi Héraðsbókasafni A-Húnvetninga veglega bókagjöf, safn íslenskra ættfræðirita ásamt perlu íslenskra bókmennta; Strönd- inni eftir Guðmund Pál Ólafsson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bankinn styður bókasafnið. Hann hefur gefið peninga til bókakaupa og lagði, ásamt fleiri aðilum, fram fé til kaupa á vönduðu sýningarborði. Þaö _er notaö til að sýna.fágæta muni. Fjöldi gesta var viðstaddur. DV-mynd Örn Þórarinsson Þingeyri: Bræðumirá marhnútaveiðum Veiðiskapurinn hjá mörgum hefur byrjað á bryggjum landsins þar sem marhnúturinn hefur tekið í flestum köstum. Þeir bræöur Sturla Snær og Jónas Breki Magnússynir renndu á bryggjunni á Þingeyri fyrir mar- hnútinn nýlega og það gekk bara ágætlega. Þeir fengu nokkra en betur gekk hjá þeim í laxveiðinni í Laugar- dalsá í ísafjarðardjúpi en það er önn- ur saga. Bryggjurnar eru alltaf vin- sælar hjá ungum veiðimönnum. -G.Bender Sturla Snær Magnússon með marhnút sem tók hjá honum spúninn. ________________ DV-mynd Magnús Heiðar heilsaði með stæl. DV-mynd Sesselja Traustadóttir, Borgarfirði eystra Tilsögn ídaðri Þá kom að því að Borgfirðingar fengu almennilega tilsögn í daðri og undirfatanotkun hjá Heiðari Jóns- syni snyrti. Fólk var eftirvæntingar- fullt þegar það safnaðist saman í Fjarðarborg til að hlýða á þegar hann heimsótti Borgfirðinga í fyrsta sinn. Hann heilsaði með glans, kynnti nokkur falleg stef úr óperum. Hvatti gesti til öruggara kynlífs og gaf heill- aráð til að hressa upp á hjónbandið. Þá ræddi hann mannlífið frá ólíkum hhðum sem öllum er hollt að huga að á lífsleiðinni. Heiðari var vel þakkað og flestir höfðu gaman af. í Gömlu búð, byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu, hefur verið komið fyrir ýmsum minjum tengdum sögu Kaupfélags Austur-Skaftafellssýslu i tilefni 75 ára afmælis félagsins. Þar er starfrækt krambúð og þar afgreiða, eins og sést á myndinni, Sigrún Eiríksdóttir, Skafti Pétursson og María Marteins- dóttir. Þau unnu öll í mörg ár við afgreiðslu hjá KASK. DV-mynd Júlía Imsland Kr. -falleg gjafavara- -Það fæst í Magasín HúsgagnahöUínnl Bddshðfða 20-112 Reykjavlk - Síml 587 1410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.