Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 5 Fréttir Pétur Már Halldórsson hjá BM-flutningum: Höf um sótt um leyfi fyrir nýiri tollvörugeymslu - ekki rekstrargrundvöllur fyrir fleiri frísvæðum, segir framkvæmdastjóri ToIIvörugeymslunnar hf. „Viö höfum sótt formlega um heimild til fjármálaráðuneytisins um að reka tollvörugeymslu. Málið.er í vinnslu og það er í skoðun hjá okkur hvort af rekstri verður. Leyflð hefur ekki verið afgreitt enn þá hjá flármála- ráðuneytinu," segir Pétur Már Hall- dórsson, starfsmaður BM-flutninga hf. við DV. Núna eru reknar nokkrar tollvöru- 'geymslur á landinu en Tollvöru- geymslan hf. er þeirra stærst. Tekur Pétur fram að BM-flutningar muni ekki fara út í þennan rekstur nema þeir haldi að þeir geti lækkað verðið. Framkvæmdastjóri Tollvöru- geymslunnar hf., Gylfi Sigfússon, tel- ur ýmsa annmarka á því að önnur tollvörugeymsla sé rekin í Reykja- vík: „Við sjáum ekki alveg hvaö þeir ætla að gera. Úti í Evrópu er bara ein fríhöfn í hverju byggðarlagi. Þetta er þá alveg nýtt að litla ísland eigi að hafa meira en eitt frísvæðis- leyfi í hverju byggðarlagi. Svo hefur það alltaf verið þannig að áður en menn hafa fengið frísvæðisleyfi hafa þeir oft þurft að hafa reynslu af því að reka tollvörugeymslu. Við sjáum annmarka á því að skipafélag fari út í rekstur frísvæðis. Við erum bara að þjónusta innflytj- endur í að geyma og afgreiða vörur. Það er erfitt fyrir viðskiptavini Jökl- anna og Eimskips að nýta sér frí- svæði Samskipa þar sem þeir hafa aðgang að flutningskostnaði og fleiru." Samskip eiga stóran hlut í BM-flutningum hf. Ekki rekstrargrundvöllur Gylfi segir: „Við erum ekkért hræddir við samkeppni en ef við eig- um hins vegar að vera sambærilegir og þeir í Hollandi og á Norðurlöndum hefur ekki þótt taka því að vera að skipta frísvæðisleyfum á of marga aðila því þá verður enginn rekstrar- grundvöllur fyrir frísvæði." Gylfi telur það einnig galla við stofnun fleiri frísvæða í borginni að þá verði tollgæsla erfiðari. Einnig bendir hann á að rekstrargrundvöll- ur tollvörugeymslu hafi versnaö, að aðflutningsgjöld hafi áður verið jafn- vel allt að 300% en séu nú kannski að meðaltali 11%. Pétur Már Halldórsson, starfsmað- ur BM-flutninga, er ekki sammála þessum ummælum: „Mér finnst það skjóta skökku við að menn í ein- hverjum rekstri leyfi sér að segja að það sé ekki pláss fyrir aðra aðila á sama sviði. Það er ekki rétt hjá Gylfa að Sam- Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa lögð niður? Fjármálaráðuneytið hefur skipað nefnd sem er að kanna framtíð Þjón- ustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og þá ekki síst hvort það sé hagkvæmt að leggja hana niður. Þór Sigfússon í fiármálaráðuneyt- inu sagði að það væri enga ákvörðun búið að taka í þessu máh enda væri nefndin rétt nýtekin til starfa. Verslunarráð íslands hefur farið fram á það við ráðuneytið að Þjón- ustumiðstöð ríkisverðbréfa verði lögö niður. Rökin fyrir því eru þau að hún sé í óeðlilegri samkeppni víð almenn verðbréfafyrirtæki á verð- bréfamarkaönum. Verðbréfafyrir- tækin munu einnig vera óánægð og hafa kvartað undan þessari sam- keppni. skip standi að þessu, það eru BM- flutningar, sjálfstætt starfandi hluta- félag, sem standa aö umsókninni, burtséð frá eignaraöild að því félagi. Dótturfyrirtæki Eimskipafélagsins, Burðarás hf., á stóran hluta í Toll- vörugeymslunni hf. þannig að hann kastar steinum úr glerhúsi." -GJ Terrano I11996 vél 2,4 lítra, 12 ventla meö fjölinnsprautun eöa 2.7 lítra turbo diselvéL * Beinskiptur, 5 gíra með háu og lágu drifi * Byggður á heUa grind * 75% driflœsing a afturöxli * Vökvastýri * Veltistýri * Samlœsing * Rafdrifnar rúðuvindur * Sjálfvirkarframdrifslokur * Rafmagnslofnet * 4 útvarpshátalarar * Stillanleg hœð á öryggisbeltum * Upphitanleg framsœti * Höfuðpúðar í afursœtum * Sœti og öryggidbelti fyrir 7 manns * Hœðarstilling á ökumannssæti * Stafrœn klukka í mœlaborði * Efra hemlaljós * NATS-þjófavörn * Samlitir stuðarar * Þjónustu- og smurefiirlit í eitt ár eða 22.500 km er innifalið í verði hvers bíls. * íslensk ryðvörn auk verksmiðjuryðvarnár Terrano II 2,4 LX 5 manna Hœgt er að breyta bílnum og setja undir hann stœrri dekk og aka á jökla efmeð þarf. Umboðsmenn um allt land: Akranes: Bjöm Lámsson, Bjarkargrund 12, sími 431-1695 Borgames: Bílasala Vesturlands, Borgarbraut 58, sími 437-1577 ísafjörður: Bílasalan Emir, Skeið 5, sími 456-5448 Sauðárkrókur: Bifreiðaverkstæðið Áki, Sæmundargötu 16, sími 453-5141 Akureyri: Bflasala B.S.V., Óseyri 5, sími 461-2960 Húsavík: Víkurbarðinn, Haukamýri 4, sími 464-1940 Reyðarfjörður: Lykill hf„ Búðareyri 25, sími 474-1199 Höfn: Bflverk, Víkurbraut 4, stmi 478-1990 Selfoss: Betri bflasalan, Hrismýri 2A, stmi 482-3100 Vestmannaeyjar: Bflverk, Flötum 27, sími 481-2782 Keflavtk: B.G. bflasalan. Gróftnni 7-8, sími 421-4690 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 Minnum á nýtt símanúmer - 525 8000 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.