Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Ceteb Carr: The Alíenist. 2. Tom Clancy: Debt of Honor. 3. Carol Shields: The Stone Diaries. 4. Patricia Cornwell: The Body Farm. 5. Jude Deveraux: Remembrance. 6. John Grisham: The Chamber. 7. Nora Róberts: Born in lce. 8. Barbara Taylor Bradford: Everything to Gain. 9. Peter Benchtey: White Shark. 10. Mary Higgins Clark: Remember Me. 11. Frederick Forsyth: The Físt of God. 12. JohnSaul: The Homing. 13. Nancy Taylor Rosenberg: First Offense. 14. Meave Binchy: Círcle of Friends. 15. John T. Lescroart: The 13th Juror. Rit almenns eðlis: 1. Richard Preston: The Hot Zone. 2. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. 4. Mary Pipher: Revlving Ophelia. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. B.J. Eadie 8t C. Taylor: Embraced by the Light. 7. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 8. Hope Edelman: Motherless Daughters. 9. Delany, Delany 8i Hearth: Having Our Say. 10. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 11. Thomas Moore: Soul Mates. 12. M. Knox 8t M. Walker: The Private Diary of an O.J. Juror. 13. Nicholas Dawidoff: The Catcher Was a Spy. 14. Laurence Leamer: The Kennedy Women. 15. Jon Hensen: Oklahoma Rescue. (Byggt á New York Times Book Beview) Barist um eigur Kerouacs Þegar bandaríski rithöfundurinn Jack Kerouac lést úr afleiðingum ofdrykkju árið 1969, aðeins 47 ára að aldri, var hann bláfátækur og al- mennt gleymdur. Flestar bóka hans voru ófáanlegar og honum hafði jafn- vel mistekist að fá síðustu sögu sína gefna út. Eigur hans voru metnar á fáeina Bandaríkjadali og engum datt í hug að rífast út af þeim. Síðan hefur margt gerst. Kerouac er á ný kominn í tísku, bækur hans eru gefnar út hver af annarri og kvik- mynd eftir þeirri frægustu, On the Road, á leiðinni. Rit hans, handrit og fátæklegar eigur eru nú metnar á um 600 milljónir íslenskra króna og málaferli eru farin af stað. m Umsjón Elías Snæland Jónsson Skáld bítnikkanna Jack Kerouac fæddist í Lowell, Massachusetts árið 1922 og stundaði nám við Kólumbíuháskóla. Frá unga aldri fékkst hann við ritstörf. í New York, en þangað kom hann fyrst árið 1939, hittí hann unga menn sem höfðu gífurleg áhrif á höfundar- feril hans. Má þar nefna Allen Gins- berg, William S. Burroughs og síðar Neal Cassady, sem er fyrirmyndin að frægustu sögupersónu Kerouacs. Jack Kerouac - höfuðskáld bitn- ikkanna. Eftir að Kerouac missti fóður sinn árið 1946 hóf hann ritstörf fyrir al- vöru. Fyrsta skáldsaga hans, The Town and the City (1950) var í hefð- bundnum stíl, en hann sneri heldur betur við blaðinu í On the Road (1957) sem gerði hann á samri stundu frægan. Þessi skáldsaga var og er eins konar biblía bítnikkanna og lýs- ir viðhorfum þeirra og lifnaðarhátt- um einstaklega vel. Nokkrar skáldsögur fylgdu í kjöl- farið, SVO sem The Dharma Bums, The Subterraneans og Big Sur, en engin þeirra náði álíka vinsældum og On the Road. Dóttirin höfðar mál Svo sem vænta má voru fjölskyldu- hagir Kerouacs óhefðbundnir. Þegar hann andaðist bjó hann hjá mömmu sinni, Gabrielle, og þriðju eiginkonu sinni sem hét Stella Sampas. Að Jack látnum bjuggu þær Gabrielle, sem erfði son sinn, og Stella áfram sam- an. Árið 1973 lést Gabrielle og arf- leiddi Stellu að öllum eigum sínum, þar á meðal handritum, bréfum og öðrum eigum sonarins. En Jack átti eina dóttur með fyrstu eiginkonu sinni, Joan Haverty. Þau skildu reyndar áður en dóttirin, Jan, fæddist, og Jack hitti hana aðeins tvisvar; í fyrra skiptíð þegar tekin voru úr þeim blóðsýni til að sanna faðerni dótturinnar og í síðara skipt- ið tveimur árum fyrir andlát Jacks þegar Jan var íimmtán ára. Jan, sem hefur lifað ekki ósvipuðu flækingslífi og faðir hennar gerði, hefur nú höfðað mál og krefst þar ógildingar á erfðaskrá ömmu sinnar á þeirri forsendu aö hún hafl verið fölsuð. Sampas-ljölskyldan verst af fullri hörku og er óvíst um endalok málsins. En áhugi á Kerouac er gífurlegur. Tvö mikil rit um ævi hans hafa birst hin síðari ári og sömuleiðis úrval bréfa hans: Jack Kerouac: Selected Letters, 1941-1956 (Viking $29.95), en þau varpa Ijósi á viðhorf hans og til- urð ritverkanna. Þá er úrval sagna hans nýkomið út í bókinni The Portable Jack Kerouac (Viking, $27.95). Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Patricia D. Cornwell: The Body Farm. 2. Toni Clancy: Debt of Honour. 3. Anais Nin: A Model. 4. Maeve Binchy: The Glass Lake. 5. Gabriel Garcia Marquez: Bon Voyage, Mr. President. 6. Patricia Highsmith: Little Tales of Misogyny. 7. Anton Chekhov: The Black Monk. 8. Danielle Steel: Accident. 9. Jackíe Collins: Hollywood Kids. 10. Stephen King: Insomnia. Rit almertns eðlis: 1. Atbert Camus: Summer. 2. Sigmund Freud: Five Lectures on Psycho-Analysis. 3. Elizabeth Oavid: l'll Be with You in the Squeezing of a Lemon. 4. Marcus Aurelius: Meditations. 5. Virginia Woolf: Kitling the Angel in the House. 6. James Herriot: Seven Yorkshire Tales. 7. Paut Theroux: Down the Yangtze. 8. Dirk Bogarde: From Le Pigeonnier. 9. Spike Mltligan: Gunner Milligan 954024. 10. Camille Pagila: Sex and Violence, or Nature and Art. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Juliane Preisler: Kysse Marie. 2 Jtiiuj Chang: Vilde svaner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Jorn Riel: En underlig duel. 5. Hanne-Vibeke Holst: Til sommer. 6. Kirsten Hammann: Vera Winkelwir. 7. A. de Saint-Exupéry: Den lille prins. (Byggi á Politiken Sondag) Vísindi Brjóstamyndatökur við krabbameinsleit: Gagnast best konum á sextugsaldrinum Óvíst er hvort brjóstamyndatökur komi ungum konum að verulegu gagni. Öflugasti leysigeislinn Harpixvont fyrir hendur Harpixefnin sem handknatt- leiksmenn klína á hendur sér til að ná betra taki á boltanum geta valdið exemi og öörum óþægind- um. í rannsókn sem danskur læknir gerði kom í Ijós aö þrjár ákveðnar harpixtegundur sem danskir handboltamenn nota innihalda efniö kóloffónium. Það efni er vel þekktur exemsvaldur. Handknattíeiksmenn í eldri aldurshópunum hafa notað harp- ix í áraraðir en nú mega spilarar nota það þegar frá tíu ára aldri. Leikmaður sem þróar með sér ofnæmi gegn harpix fær exem í hvert skiptí sem hann kemst í snertingu við efnið. Ofnæmið er ekki lífshættulegt en það getur valdið miklum óþægindum. Hraðar en ljósið Breskir stjörnufræðingar segja ekkert útílokað að maðurinn getí einhvern tíma ferðast með meira en ljóshraða og þar með gert að engu þá kenningu Einsteins að ekkert iari hraðar en ljósið. Ferðalög þessi gætu orðið aö veruleika fyrir ttístilli svokall- aðra ormagata eða meö því aö aflaga rýmið, rétt eins og í vis- indaskáldskap. Ef farið er niður um ormagat á einum stað er hugsanlegt að koma út milljarða ljósára í burtu. Umsjón Guólaugur Bergmundsson Vísindamenn hafa enn á ný sýnt fram á að brjóstamyndatökur við krabbameinsleit geta bjargað lífl kvenna sem komnar eru á sextugs- aldurinn. Efinn um hvort slíkar myndatökur komi flestum konum á fimmtugsaldri aö nokkru gagni hefur vaxið að sama skapi. „Það er enn óvíst hvort leit að brjóstakrabba í konum undir fimm- tugu sé árangursrík leið í að draga úr dauðsföllum af völdum bijósta- krabbameins," segja Harry de Kon- ing og samstarfsmenn hans við Eras- mus háskólann í Rotterdam í Hol- landi í grein sem birtist í tímariti bandaríska krabbameinsfélagsins í vikunni. Koning og félagar tóku til skoðunar fimm sænskar rannsóknir um brjóstamyndatökur og dánartíðni af völdum brjóstakrabba. Þeir litu á gögn um konur sem tóku þátt í brjóstamyndatökutilraunum þegar þær voru á flmmtugsaldrinum- og komust að þeirri niðurstöðu að áþat- inn kom almennt ekki í ljós fyrr en nokkru síöar, eða þegar konurnar voru orðnar fimmtugar. Vísindamennirnir í Rotterdam draga einnig þá ályktun af niðurstöð- um sínum að þijóstamyndatökur gerðu konum yfir fimmtugt meira. gagn en hingað til hefur verið haldið. í tveimur öðrum greinum í sama blaði halda sérfræðingar áfram að karpa um gagnsemi brjóstamynda- töku við að greina krabbamein í kon- um á fimmtugsaldri. í einni þeirra segja Patrick Forrest og F.E. Alex- ander frá Edinborgarháskóla í Skot- landi að leggja eigi meira fé í rann- sóknir á konum yfir fimmtugt þar sem enginn vafi leiki á um gagnsemi þeirra fyrir þann hóp. En í hinni greininni segir Robert Smith, vísindamaður hjá bandaríska krabbameinsfélaginu, aö með því að leggja áherslu á gæði rannsóknanna ættu brjóstamyndatökur einnig að koma yngri konum að gagni. Vísindamenn við Lawrence Li- vermore rannsóknarstofnunina sunnan 'San Francísco prufú- keyrðu nýlega 125 billjón (milljón milljónir) vatta leysígeisla, hinn öflugasta sem nokkru sinni hefur verið reyndur. Orkan í honum er 250 sinnum tneiri en allar raf- stöðvar í Bandaríkjunum fram- leiða samtals í einu. Leysigeisli þessi varaði í aðeins hálfan billjónasta úr sekúndu. Tækið sem framleiddi hann er frumgerð tækis sem kemur tíl með að framleiða eitt þúsund billjón vatta leysigeisla og getur m.a. komið að góðu gagni í eðlis- fræði og í fleiri gi-einum. Mismunur á heilum Heilar ofbeldishneigðra - drykkjumanna eru frábrugðnir heilum rólyndislegri félaga þeirra og helgast munur þessi af erfðaþáttum. Þetta eru niður- stöður finnskra vísindamanna. Finnarnir beindu sjónum sín- um að dópamíni, efni í heílanum sem tengist áti, drykkju, kynlífi og öðrum nautnum. Meö aðstoð heilaskanna sáu vísindamenn- irnir að dópamin-nemar í heila ofbeldisseggjanna voru þéttari en í sambanburöarhópi.manna sem ekki eru áfengissjúkir. Nemar þessir voru svo gisnastir hjá alkó- hólistum sem ekki voru kunnir aö ofbeldi. Þykir þetta benda til að munurinn á heilum drykkju- mannanna sé erföafræðilegur en frekari rannsókna er þörf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.