Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Dagur í lífi Péturs Blöndals, þingmanns og hlaupara: Æft fyrir Reykja- víkurmaraþonið Ég vaknaði klukkan kortér yfir sjö og útbjó hafragrautinn eins og venjulega á morgnana fyrir fjöl- skylduna. Síðan kíkti ég yfir morg- unblöðin. Þá þurfti að ganga frá málum vegna skuldabréfs sem ég átti að greiða nokkra upphæð af. Ég fékk 15 ára dóttur mína, Stellu Maríu, til að slá garðinn og flokka Visanótur. Ég var mættur í vinnuna klukkan niu. Vinnudagurinn hófst á því að undirbúa fund sem átti að vera eft- ir hádegi í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Ég var að útfæra hug- myndir varðandi atvinnuleysis- tryggingasjóð og fór mestur hluti morgunsins í það. Pasta í hádeginu í hádeginu fór ég heim og borðaði með fjölskyldunni. Konan, Birna Guðmundsdóttir, hafði útbúið pastarétt handa okkur enda best að borða slíka fæðu fram að mara- þoninu. Eftir matinn fór dóttir mín, Eydís, sem er á öðru ári, til dag- mömmunnar og sonurinn, Baldur, 5 ára, á leikskólann. Ég keyrði Bimu í vinnuna hjá Krabbameins- félaginu og fór sjálfur aftur niður á þing. Á leiðinni gekk ég frá skuldabréfinu sem ég þurfti að borga. Síðan kláraði ég að und- irbúa þingflokksfundinn sem hefj- ast átti klukkan tvö. Það þurfti að ljósrita ýmsar upplýsingar og fleira þess háttar. Fundurinn stóð til klukkan fjög- ur. Þar var aöallega rætt um fjár- lagagerðina. Á eftir spjallaði ég við Pétur Blöndal þingmaður er öflugur maraþonhlaupari. þingmenn og tvo ráðherra um hug- myndir mínar varðandi atvinnu- leysistryggingasjóð en klukkan var orðin fimm áður en ég vissi af og tími til að sækja fjölskylduna aftur. Hlaupið um Elliðaárdal Við komum heim klukkan hálfsex og ég fékk mér aftur pasta DV-mynd JAK að borða. Tvíburasystir mín, Svan- fríður Blöndal, kom í heimsókn og við röbbuðum saman jfir kafíl- bolla. Um sjöleytið fór ég út að hlaupa til að búa mig undir hálft maraþon á sunnudag. Ég hljóp upp Elliðaárdalinn að Fylkisbrú og heim aftur. Það var ágætis hlaup nema ég haföi áhyggjur af heil- sunni. Eg fékk flensu um helgina og hafði ekki náð henni nægilega úr mér. Hlaupið reyndist ágætt, ég fór ekki hratt enda hafði ég ekki æft reglulega undanfarið. Ég hef þjálfað með Ármannshópnum en hef lítið getað mætt. Þetta voru tólf kílómetrar sem ég hljóp á einni klukkustund og þremur mínútum - það er ekki minn mesti tími. Með hliðsjón af flensunni var ég þó sátt- ur. Á leiðinni mætti ég hlaupahópi frá Mætti og þar þekkti ég nokkra góða menn. Allir eru að æfa sig fyrir maraþonið og þaö var mikill sprettur á mönnum. Sjálfur hef ég tekið sex sinnum þátt í maraþon- inu, farið þrisvar í heilt en ætla núna hálft og fara rólega. Ég er ekki í nógu góðu formi. Ein gata í einu Þegar ég kom heim aftur horfði ég á fréttirnar, sýslaði svolítið í eld- húsinu og tók til. Síðan fór ég aftur yfir niðurstöður fundarins og var að því þar til ég kom mér í háttinn um miðnætti. Ég vil endilega koma að kveðju til allra hlaupara og sér- staklega þeirra sem ekki eru vel undirbúnir. Best er að taka þetta rólega og hafa gaman af þessu. Muna bara næsta skref en ekki hugsa um alla leiðina - það er ág- ætt að taka eina götu í einu. Menn verða að passa sig að hlaupa ekki of hratt - hlaupa á sínum hraða en ekkiannarra. Ég er hræddur um aö þú hafir fengiö skakkt simanúmer, ég er ekki einu sinni með síma! Vinningshafar fyrir þrjú hundruð tuttugustu og fyrstu getraun reyndust vera: Nafn: 1. Karl J. Guðmundsson Þórunnarstræti 118 600 Akureyri 2. Hannes Þorkelsson Heiðarbnin 78 810 Hveragerði Heimili: 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. <1.990, frá Sjónvarpsnúðstöð- inni, Síðumúla 2, Reykjavík, 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð- laun heita Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cad- fael, að verðmæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 323 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 323 © PIB Copenhagon Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásámt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.