Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 23 Leithafin að herra fslandi 1995: Myndarlegir karlmenn óskast 1994, hefur átt mikilli velgengni að fagna á erlendri grundu síðan hann vann keppnina hér heima. í fyrstu fékk hann árssamning við stærstu módelskrifstofuna í Finnlandi. Síðan bauðst honum að koma til Madrid og starfa þar við fyrirsætustörf. Það var á Spáni sem aðilar komu að máh við Björn og spurðu hvort hann vildi ekki taka þátt í keppninni herra alheimur sem fram fer á Kanaríeyj- um í október sem hann mun gera. Lífið hefur breyst mikið frá því Björn íók þátt í keppninni um herra ísland á síðasta ári. Hann var í hópi áhorfenda á Ehte-keppninni þegar Jóna Lárusdóttir hjá Módel 79 sá hann fyrst. Hún komst að því að Bjöm væri starfsmaður Bónus-versl- ananna, haföi samband við hann og bauð honum þátttöku í herra Island keppninni. Björn ákvað aö slá til og sér vart eftir því þar sem sigur hans hér heima kom honum í keppnina um herra Noröurlönd. Björn hafði aldrei fengist við sýningarstörf þeim tíma. HjáVersace Björn hefur nóg að gera í fyrir- sætustarfinu og meðal þess sem hann hefur fengist við er að sýna fyrir hinn virta tískuhönnuð Versace. Hann var valinn úr hópi eitt hundrað karlmanna til að taka þátt í þeirri tískusýningu sem fram fór á Spáni. Undanfarið hefur Björn einnig starfað í Þýskalandi og haft nóg að gera. Þá hefur hann fengið boð um að sýna í London og Banda- ríkjunum. Vegna velgengni Björns eru fram- kvæmdaaðilar keppninnar herrá Norðurlönd ákaflega spenntir að sjá herra ísland 1995. Að sögn Jónu Lár- usdóttur, sem sér um keppnina hér á landi, eru einungis geröar þær kröfur að herrarnir sem senda myndir séu karlmannlegir í vexti og nái 185 sm á hæð. Myndirnar má senda til Módel 79, Engjateigi 5, eða koma á staðinn. Einnig er hægt að hringja í skrifstofu samtakanna og fá frekari upplýsingar. BÖKUNAROFNAR SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) SIMI 588 7332 til að taka þátt í keppninni herra Norðurlönd á Sýningarsamtökin Módel 79 leita nú að myndarlegum karlmanni, ekki yngri en átján ára og ekki minni en 185 sm, til að taka þátt í keppninni herra Norðurlönd. Ungir menn hafa nú tækifæri til að feta í fótspor Björns Sveinbjörnssonar sem hefur verið eftirsótt fyrirsæta síðan hann hlaut titilinn herra ísland og síðan herra Norðurlönd á síðasta ári. Keppnin um herra ísland verður ekki með sama sniði og í fyrra. Þá var haldin vegleg keppni hér á landi en nú verður hins vegar valið úr myndum sem berast. Sá karlmaður sem valinn verður úr hópi þeirra sem senda myndir til Módel 79 verður útnefndur herra ísland og mun taka þátt í keppninni um herra NorðUr- lönd sem fram fer á skipinu Cinde- rella í október. Þetta er gott tækifæri fyrir þá karlmenn sem áhuga hafa á að komast áfram í fyrirsætustörfum. Velgengni í útlöndum Bjöm Sveinbjörnsson, herra ísland 102 INNANHUSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ............................ Heimilisfang ........................... Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kubenhavn • Danmark Björn Sveinbjörnsson var starfsmaður Bónus-versiananna áður en hann var uppgötvaður. Nú (er hann á milli j helstu tískukónga og sýnir föt. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALOA ÞÉR SKAÐA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.