Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 33 Deilur sóknarprests og sóknarbarna í Möðruvallaklaustursprestakalli: Úthrópaður sem ómögulegur maður - segir séra Torfi Hjaltalín Stefánsson Aðeins ein lausn á þessu máli - segir Brynjar Finnsson, bóndi að Litlu-Brekku í Arnarneshreppi „Samskiptavandræðin við séra Torfa eru ekki nýtilkomin. Þau hafa staðið yfir allt frá því hann tók við embættinu. Það á við um nær öll samskipti við sóknarprest- inn,“ sagði Brynjar Finnsson, bóndi að Litlu-Brekku í Amarnes- hreppi. „Séra Torfi hefur gengið í gegn- um erfitt tímabil vegna þess að hann og eiginkona hans hafa ver- ið nánast skilin í heilt ár. Hún var að Ijúka störfum sínum sem kenn- ari á Akureyri og bömin þeirra vom í skóla. En hún er sem sagt farin nú fyrir um háifum mánuði. Þess má geta að ýmis vandamál hafa fylgt Torfa í starfi, ekki bara í sókninni hér. Hann sinnti störf- um á sínum tíma á Biskupsstofu sem æskulýðsfúlltrúi og þar komu upp vandamál. Þar blasti viö að honum hefði sennilega ekki verið vært mikið lengur þar í starfi. Hann kom í prestakall okkar frá þeim störfum. Á sama hátt voru vandamál þegar hann gegndi prestsstörfum á Þingeyri þar sem hann var áður.“ - Nú var meiningin hjá þér og fleiri að fara af stað með undir- skriftalista. Hvernig stendur það mál? „Sóknarnefndin bað okkur að bíða með undirskriftalistann og síðan hefur vígslubiskup einnig farið fram á það við okkur. Það er ástæðan fyrir því að ekki eru kom- in nein nöfn á þennan lista enn þá. Hins vegar verður að gera eitt- hvað þegar maöurinn sér ekki vandamálið og sér ekkert annað en aö allt sé fagurt í kringum hann. Það er lýsandi dæmi þegar allar sóknamefndir eru aö skrifa biskupi bréf vegna vandamála í þessari sókn. Ástæðunnar er ekki að leita til eins ákveðins atburðar. Við gerum okkur grein fyrir því aö biskup hefur ekki vald til að reka presta úr embætti en við erum að vonast til þess að þurfa ekki að halda áfram í þessu máli. í okkar huga er ekki hægt að ljúka því nema á einn veg. Ég veit ekki enn hve víðtækur stuðningurinn er því undirskrifta- listinn er ekki farinn af stað og það þvi ekki komið í ijós. En ég er sannfærður um að aúir þeir sem hafa komiö nálægt störfum fyrir prestakallið vilja losna við prest- inn úr starfi," sagði Brynjar. -ÍS „Undirskriftasöfnun er hafin með- al sóknarbarnanna í Möðruvalla- prestakalli um að sóknarprestinum sé vikið úr starfi. Bent er á að vand- ræðaástand ríki í nær öllum sam- skiptum við prestinn.“ Þetta orð, „bent er á“, er yfirleitt ekki notað heldur miklu frekar „haldið er fram“ til að gæta hlutleys- is. Síðar segir: „allt frá því að séra Torfi Hjaltalín Stefánsson tók við sókninni fyrir sex árum hefur borið á samskiptaerfiðleikum". Þarna er önnur fullyrðing frá fréttamanni og þama er ekki verið að vitna í viðmælanda. Svona frétta- mennska er forkastanleg og gengur ekki. Þetta virðist vera lenska að falla í þessa gryfju að tala ekki við báða aðila. Mér þótti það sérkenni- legt að fréttamaður á sjónvarpinu skyldi segja að allt frá því að ég tók við fyrir sex árum hefði borið á sam- skiptaörðugleikum. Þar kemur fréttamaðurinn með beina fullyrð- ingu og tekur afstöðu í málinu. Ég vil ekki gangast undir það að borið hafi á samskiptaörðugleikum frá því að ég hóf hér preststörf fyrir 6 árum.“ Undirskriftalisti Fram hefur komið að Brynjar Finnsson stendur að undirskrifta- lista sem stefnt er gegn Torfa. Text- inn á þeim lista er svohljóðandi: „Herra Biskup íslands, Ólafur Skúlason. Við undirritaðir íbúar í MöðruvaílaklausturskaUi í Eyjafjarð- arprófastsdæmi teljum okkur ekki geta unað lengur við það ástand sem ríkir í málefnum kirkjunnar hér. Vandræðaástand er í nær öllum sam- skiptum viö sóknarprestinn og sjá- um við enga aðra lausn en þá að sóknarprestur fari hið allra fyrsta svo hér komist á friður. Við fórum þess á leit að biskup hlutist tU um að svo verði þannig að ekki þurfi að koma til annarra aðgerða að háUú sóknarbarna.“ „Þessi texti er vægast sagt mjög ruddalegur. Undirskriftasöfnunin er svo alvarleg aðfor að mér og mínu starfi og það er spurning hvaða rétt fjölmiðlar hafa að fara með svona innansveitarkryt og auglýsa um allt land,“ sagði Torfi. „Það er í raun mun al- varlega mál en haus- inn á undirskriftasöfn- uninni. Það er búið að úthrópa mig um aUt land sem ómögulegan mann og mér finnst að ég eigi mér ekki við- reisnar von eftir þetta. Ég get ekki borið höf- uðið hátt ef niðurstað- an af þessu öUu saman verður að ég sé svona maður. Annars er merkilegt með þennan undir- skriftalista að það er eins og aðstandendur hans geri sér ekki grein fyrir að prestur hefur aldrei verið rek- inn úr starfi á þessari öld. Þannig er verið fara fram á mjög mikið og sak- irnar hljóta því að vera mjög miklar úr því að menn ganga svo langt að krefjast þess að ég verði rekinn úr starfi. Ég held að flestir sem eru hlutlausir og horfa á þessar ásakanir, sem fram hafa komið í íjölmiðlum, sjái að þær eru nú ekki svo stórvægUegar að það kaUi á að prestinum sé vikið úr starfi. Biskup hefur heldur ekki vald tU þess og það kom í ljós í sambandi við Seltjarnarnes- deUuna að hann hefur ekki vald tU þess að reka presta úr starfi. Við prestarnir erum ævi- ráðnir og það þarf því eðlUega mjög miklar sakir tU þess að prestur verði rekinn. Við njót- um starfsvemdar og búum við það hvort sóknarbörn eigi að fá að ráða hvaða prest þau nota tU kirkju- legra athafna eða hvort fylgja eigi óskráðum siðareglum presta um að þeir komi ekki hver inn á prestaköU annarra. „Hið eðlilega er að prestar komi ekki inn í prestaköU hver annars. Á höfuðborgarsvæðinu virðist lausung vera á þessari reglu, eins og flestir vita. Hér í mínu prestakaUi, á þétt- býlissvæðinu í kringum Akureyri, hefur veriö viss höfuðborgarstemn- ing. Prestarnir sem voru á undan mér í prestakaUinu hafa oft sinnt prestsverkum fyrir sóknarböm héð- an, en þá innan eigin prestakaUs. Þeir hafa hins vegár ekki komið mik- ið inn í MöðruvaUaprestakaUið með verk sín. Það hefur verið regla hjá okkur að við værum ekki að koma inn í prestakaU tU hver annars. Svo kom upp óheppUegt atvik sem gerði það að verkum að skarst í odda. Það var í sambandi við brúð- kaup sem átti að fara fram í Bakka- kirkju í vor og þá byrjuðu þessar deUur um ráðstöfunarrétt á kirkjun- um og síðan bættust við tvö önnur svipuð mál. Það hefur verið spurt um hvort ég veitti leyfi mitt tU þess að prestar kæmu hér inn með prestsverk og ég hef sagt að ég myndi ekki veita mitt leyfi tU þess. Ég vísaði tU þessa sam- komulags sem er á miUi okk- ar prestanna. Það kalla menn þá að loka kirkjunum sem mér finnst sérkenni- legt orðalag. Ég hef tekið þá ákvörðun að leyfa öðrum prestum að sinna embættisverk- sérlega sáttur við það en fólk er svo ósátt við þetta samkomulag okkar prestanna að okkur er bara ekki stætt á að standa gegn því. Ég geri hins vegar athugasemdir við það og finnst það óeðlilegt. Ég geri þetta af sáttahug en er ekki þvingaður tU þess. í DV er haft eftir biskupsritara að prestar séu að jarða, gifta og skíra þvert á sóknir en geri það yflrleitt í fuUum ffiði hver við annan. Ég held að þetta ástand sé nú sem betur fer ekki ríkjandi algUt í kirkjunni." Virða ekki starfsvettvang - Á sama tíma og viðtalið við Torfa fór fram fór fram jarðarfararat- höfn í MöðruvaUakirkju sem annar prestur annaðist. „Það eru tU lög um að prestar hafa sitt að segja um afnot af kirkjum í sínum prestaköllum. Það er því rangt sem haft er eftir biskupsritara að sú sé ekki reglan. Ég tel það mjög alvarlegt mál fyrir kirkjuna ef prestarnir virða ekki starfsvettvang hver annars og ef fólk gerir sér ekki grein fyrir hvaða sókn það tUheyrir og hver sé sóknarprest- ur þess. Við erum ráðnir tU að þjóna viss- um söfnuði og fáum borgað fyrir það. Söfnuðinum er gert að virða sóknar- prest sinn og leita tU hans i sam- bandi við prestsverk. Þetta er gagn- kvæmt. Þetta kerfi sem er við lýði er óþægUegt og veldur sárindum miUi presta. Þeim finnst vera gengið fram hjá sér og þetta skapar óeiningu inn- an stéttarinnar. Við höfum margoft rætt þetta prestarnir okkar á miUi og það geng- ur ekki að ná nið- urstöðu vegna þess að prestar eru ekki sam- mála um þetta. Menn hafa ýtt þessu á undan sér og hafa gert mjög lengi og þetta vandamál er rætt á hverri einustu prestastefnu. Við erum svo „ameríkaniseruð“ og þess vegna er þetta fríkirkjufyrirkomulag hér við lýði.“ Ganga eins langt og hægt er - Því hefur verið haldið fram að samskiptavandræði hafi ríkt öU þau sex ár sem þú hefur gegnt embætti. Hvað vUt þú segja um þær fuUyrð- ingar? „Samskiptaerfiðleikar hafa alls ekki verið aUan tímann en komu síð- an upp og urðu fyrst alvarlegir í vor. Fullyrðingin í texta undirskriftalist- ans er bara huglægt mat og er hreint og beint tU þess að styðja þá kröfu að ég fari frá. Menn tína aUt til og ganga eins langt og þeir geta tU þess að fá sínu framgengt. Því dekkri mynd sem dregin er upp af ástandinu þvi meiri möguleiki er að málin nái fram að ganga. Fullyrt er af aðstandendum undir- skriftalistans að menn hafi leitað í sí- auknum mæli út fyrir prestakaUið tU að fá prestsverk gerð. Einnig að aUir hafi verið upp á kant við mig. Það eru hreinar ýkjur og ósannindi. Vígslubiskup, BoUi Gústavsson, seg- ir að samband hafi verið haft við samstarfsmenn mína sem hafi lýst yfir eindregnum stuðningi við mig. Þeir eru auðvitað fleiri. Ég á að sjálf- sögðu vini hér í prestakaUinu. Á það hefur verið minnst að ferm- ingarbörn hafi neitað að fermast hjá mér í stórum stU og tekið þá ákvörð- un sjálf. Það er alrangt. Að vísu hafa 4 fermingarböm úr prestakaUinu leitað annað á þessum 6 árum. Ég hef ekki verið upp á kant við neitt af mínum fermingarbömum. FuUyrðingar um ófremdarástand í þessum málum eru því rangar." Prestar hafa mörg réttindi - Deilur prests og sóknarbarna hafa verið í fjölmiðlum. Á miðviku- daginn birtust myndir af því í ljós- vakamiðlum þegar lögregla hafði af- skipti af malarnámi í landi Möðru- vaUaprestakaUs. Torfi var spurður að þvi hver aðdragandinn að því máli væri. „Úti á landi fylgir prestsembætt- inu oft prestssetursjörð. í nýjum lög- um, sem samþykkt voru 1993, kemur fram að prestssetrið er hluti af emb- ætti prestsins. Jörðin er því einnig hluti af embættinu og prestssetrið sjálft. Prestar eru því með mörg rétt- indi en eru háðir ábúendalögum þó réttur þeirra sé meiri. Áður þurftum við ekki að spyrja neinn að því hvort að við færum út í malarnám, en þurftum fyrst og fremst að standa skU á jörðinni og ekki rýra gUdi hennar. Ef hlunnindin voru skert áttu ábúendur að greiða tU jarðar- innar samkvæmt mati við úttekt á jörðinni þegar prestur lætur af emb- ætti. Ég fékk samþykki fyrir malarnám- inu frá prestsetrasjóði og ætlaði að láta tekjurnar renna tU jarðarinnar. En þá kom athugasemd frá sóknar- nefnd vegna þess að fyrir 25 árum hafði verið stríð um malarnám sem stöðvað var með lögregluvaldi. Þá var ákveðið að taka möl annars stað- ar og setti meirihluti náttúruvernd- arnefndar sig ekki á móti því. Síðan gerðist það á þriðjudagsmorgun að samband var haft við mig frá Bisk- upsstofu og sagt frá þvi að hringt hefði verið úr sveitinni og tUkynnt um að hafið væri malarnám í óleyfi. Formaður prestssetrasjóðs bað mig um að stöðva þetta sem ég og gerði. Ég var á leiðinni út á tún tU að stöðva malarnámið þegar ég sá lög- reglubU og sjónvarpsbUa ffá Stöð 2 og Sjónvarpinu. Svo kom í ljós að þeir voru fleiri þarna, frá Útvarpi Norð- urlands og Degi. Vélum var beint að mér aU- an tímann og ég gat ekki annað en brosað að aðfórunum.“ sagði Torfi. -ÍS „Þáttur fjölmiðla í þessu deilumáli er merkUegur og mér finnst það óeðlilegt hvað þeir eru fljótir að taka við sér. Þeir opna málið með því að birta aðeins hlið annars aðilans,“ sagði Torfi Hjaltalín Stefáns- son, sóknarprestur í Möðruvallaklausturs- prestakalli, við DV. Harðar deUur eru risnar miUi han’s og einstakra sóknarbarna hans. Deil- urnar hafa gengið svo langt að sum sóknarbörn krefjast þess að prestur verði látinn víkja úr embætti. Torfi vígðist til Þing- eyrarprestakaUs í Dýra- firði árið 1981. Þaðan fór hann í framhaldsnám er- lendis, sagði upp presta- kallinu 1986, en hafði tekið sér tveggja ára leyfi á tímabilinu. Torfi vann sem fulltrúi Þjóð- kirkjunnar á Biskups- stofu og síðan deUdar- stjóri fræðsludeildar áður en hann tók við Möðruvallaprestakall- inu. „Við sóttum um starf- ið fjórir á sínum tíma og mér skUst að það hafi verið afgerandi kosning í annarri umferð. Ég hélt því að það væri nokkur eindrægni í því að standa við bakið á sókn- arprestinum, aö minnsta kosti af hálfu sóknarnefndanna." Samband haft eftir á „Fjölmiðlafólkið sem opnaði þetta mál talaði ekki við mig fyrr en eftir að búið var að gera fréttina. Sjón- varpsfréttin var þannig að tekin var mynd af kirkjunni á MöðruvöUum, bæði að utan og innan, og síðan við- tal við þennan Brynjar Finnsson að MöðruvöUum. Fréttamaðurinn haföi verið hér á svæðinu við gerð fréttarinnar en hef- ur ekki samband við mig fyrr en hann er kominn aftur til Akureyrar. Þó var ég inni á prestsetrinu en varð ekki var við hann. Fréttamaðurinn bað heldur ekki um leyfi tU þess að mynda á staðnum, hvað þá um leyfi tU þess að fara inn í kirkjuna og mynda þar. Síðan leita þeir tU mín og ég bið þá um að fara ekki með þessa frétt af stað vegna þess að sáttafundur væri fyrirhugaður innan tveggja daga og að við vildum fá að vinna þetta mál í friði. Það var ekki bara ég sem bað um það heldur einnig prófasturinn, vígslubiskupinn og formaður sóknar- nefndar hér á MöðruvöUum. Þeir hunsuðu það og við vildum ekki hafa neitt frá okkur um málið. Þeir vissu þvi að ef þeir æUuöu að opna þessa frétt myndu sjónarmið að- eins annars aðUans koma fram. Þeir gerðu þetta samt, sennUega til að verða á undan Stöð 2, því markmiðið er að vera fyrstur með fréttimar. í fréttinni um þetta mál koma fram beinar fuUyrðingar sem eru settar fram þannig að menn verða að túlka þannig að verið sé að tala um staðreyndir málsins. TU dæmis sagði í fréttinni: starfsöryggi, það er það góða við Þjóðkirkjuna. Það kom fram eftir sáttafundinn á miðvikudag að ekki hafði séð undir- skriftalistann nema einn maður. Það er heldur ekki komið neitt nafn á listann enn þá. Brynjar Finnsson heldur því fram í fjölmiðlum að und- irtektir séu mjög miklar og fólk fær það á tilfinninguna að það sé mjög al- varlegt ástand í prestakaUinu. Brynjar heldur því einnig fram að starf kirkjunnar sé ekki neitt, hvorki í æskulýðsmálum né öðru. Ætli nú sé ekki messað einu sinni í mánuði að jafnaði í MöðruvaUakirkju. Það er oft þegar upp koma samskiptaerfið- leikar að finna má atriði hjá báðum deiluaðUum. Varðandi ummæli Brynjars um kórinn má nefna það að fyrrverandi organisti í MöðruvaUakirkju sagði upp fyrir nokkrum árum og þrír aðr- ir í kórnum með honum. Organist- inn gaf upp að orsökin væri sam- starfserfiðleikar við sóknarprestinn. Organistinn var hæfur í sínu starfi og vildi styrkja kórinn. Möguleg skýring á uppsögn hans er ágreining- ur um sálmaval. Kórinn hefur minnkað á undan- fornum árum, það skal vel viður- kennt. Það eru um fimm eða sex úr sókninni sem syngja nú í kómum, en það eru jafnmargir í honum frá Ak- ureyri. En þegar hann var stærstur voru um það bil 25 í honum.“ „Samskiptavandræðin við sera Torfa eru ekki nýtilkomin. Þau hafa stað- ið yfir allt frá því hann tók við embættinu," segir Brynjar Finnsson bóndi. DV-mynd BG „Það er búið að úthrópa mig um allt land sem ómögulegan mann og mér finnst ég ekki eiga mér viðreisnar von eftir þetta,“ segir séra Torfi Hjaltalín Stefánsson í viðtalinu. DV-mynd BG Siðareglur presta - Fram hefur komið að eitt helsta deilumál prests og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.