Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 26
34 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Trimm Gottað verai sveit Trimmsíöan hefur heyrt að hart hafi verið barist við að skipa í sveitir í Reykjavíkurmaraþoni að raorgni. Hiaupahópar leggja metnaö sinn í að vera meö sem flestar sveitir og deila meðlimum niður af kostgæfni til að ná sem bestum árangri. Trimmsíðan hefur fyrir satt að Námsfiokkar Reykjavíkur undir leiösögn Jakobs Braga Hannes- sonar muni eiga nær tvo tugi sveita i Reykjavíkurmaraþoni. Ber það vitni góðri þátttöku i námskeiðum hans og sýnir styrk hópsins svo ekki veröur um villst. Þaö er hins vegar opinbert leyndarmál að hart er barist um liðtæka skokkara sem standa ut- an hlaupahópa og fast lagt að þeim að leggja þessum eða hinum hópnum lið. Trimmsíðunni finnst að veita ætti mörg aukaverðlaun í sveita- keppni. Þannig mætti hugsa sér að dómnefnd veitti verðlaun fyr- ir: hávöxnustu sveitina, sveitt- ustu sveitina, kynþokkafyllstu sveitina, best klæddu sveitina, verst klæddu og síðast en ekki síst þyngstu sveitina sem lýkur keppni án áfalla. Líf eftir maraþon: Reykja- lundar- hlaupið Miðað við látæði sumra hlaup- ara að undanfórnu mætti halda að ekki væri líf eftir Reykjavik- urmaraþon. Eitt skýrasta dæmið um að það er vissulega hf eftir Reykjavíkurmaraþon er Reykja- lundarhlaupið sem fram fer 26. ágúst og verður ræst kl. 10.40 í 14 kílómetra hlaup en kl. 11.00 í styttri vegalengdir sem eru frá 6 kílómetrum niður í 0,5 km. Reykjalundarhlaupiö nýtur verðskuldaðra vinsælda meöal skokkara og hlaupara. Hlaupa- leiðir eru skemmtilegar, sérstak- Iega sú lengsta sem liggur kring- um Úlfarsfellið um krókótta og friðsæla sveitavegi. Veitingar eru yfirleitt á eftir og stundum hafa þægilegir hlaupahanskar verið innfaldir i skráningargjaldi. Nánari upplýsingar um þetta geðþekka almenningshlaup fást í síma 566-6200. Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson Fyrir maraþon að morgni - nokkur hollráð fyrir þá sem ætla að hlaupa Nú er stóri dagurinn á morgun og þá munu menn og konur uppskera í samræmi við það sem til hefur verið sáð á æfingum undanfarnar vikur, mánuði eða ár. Við það er litlu að bæta héðan af en rétt að minna á nokkur atriði sem reynst hafa mönn- um vel við lokaundirbúning. Molar þessi eru komnir héðan og þaðan en margir þeirra úr smiðju Sigurðar P. Sigmundssonar sem er eins og marg- ir vita margfaldur meistari í hlaup- um og á meðal annars fslandsmet í maraþonhlaupi. 1. Takið það rólega síðasta daginn fyrir hlaupið. 2. Leggið áherslu á kolvetnaríka fæðu s.s. kartöflur, hrísgrjón, pasta, brauð og ávexti. Drekkið meira vatn en venjulega. Borðið frekar lítið kvöldið fyrir hlaupið. 3. Farið á fætur ekki seinna en 3 klukkustundum fyrir hlaup. Gott er að byrja daginn á 10-15 mínútna göngutúr til að koma líkamsstarf- seminni í gang. Síðan að fá sér léttan morgunmat t.d. kornflögur eða ristað brauð. Reynið ekkert nýtt. 4. Farið yfir þann útbúnað sem þið ætlið að hafa með ykkur. Hitið ekki upp í keppnistreyjunni. 5. Berið vaselín eða aðra feiti á þá staði sem verða fyrir núningi. Þeir sem fá auðveldlega blöðrur ættu að verja sig sem mest með plástrum. 6. Hitið upp með léttu skokki eða teygjum í 15-20 mínútur. Á ráshnu skuluð þið athuga hvort allt sé á rétt- um stað, rásnúmer í skorðum, skórn- ir vel reimaðir með tvöföldum hnút o.s.frv. 7. Farið ykkur að engu óðslega í byrjun hlaupsins. Farið eftir ykkar tímaáætlun. Munið að þið eruð að hlaupa ykkar hlaup en ekki annarra. Æskilegt er að koma sér í samflot með öðrum. Það er skemmtilegra og auðveldar hlaupið. 8. Þörfin á drykkjum fer eftir veðri. Byrjið ekki of seint og drekkið oft en lítið í einu. Það minnkar hættu á hlaupasting. Ágætt er að skiptast á að drekka blandaöa drykki og vatn. 9. í löngu hlaupi er nauðsynlegt að dreifa huganum frá þreytunni. Reyn- ið að festa hugann við eitthvað. Gef- ist ekki upp þó móti blási, dragið frekar úr hraðanum og endurskoðið tímaáætlunina. 10. Eftir að í mark er komið er mikilvægt að halda sér á hreyfingu og fara strax í utanyfirföt. Drekkið strax eftir hlaupið. Auk þessa er gott að hafa í huga að fara tímanlega af stað niður í bæ. Þeir sem eru á eigin bíl ættu að gera VOLVO 850 DAGUR TIL STEFNU - stattu þig! Styrktaraði 1 i Reykjav íkurmaraþons læsilegir aunagripii I ár fá sigurvegarar í Reykjavíkurmaraþoni sérstæða rammislenska verðlaunagripi sem eru unnir úr hrauni. Lista- maðurinn, Snorri Guðmundsson í Hraunverksmiðjunni í Gunnarsholti á Rangárvöllum, segist hafa fengið innblást- ur frá Heklu, íslands frægasta eldfjalli sem er þar rétt við bæjardyrnar. Á myndinni er Ágúst Þorsteinssson, fram- kvæmdastjóri Reykjavikurmaraþons, með verðlaunagripina sem listamaðurinn kom með í bæinn á miðvikudag. DV-mynd JAK ráð fyrir að þurfa að leggja fjarri miðbænum því í ár verða fleiri götur lokaðar í nágrenni miðbæjarins en verið hefur undanfarin ár vegna þess að skemmtiskokkleiöin liggur um Þingholtin. Gott er að hafa í huga að flíkur sem keppendur kunna að henda af sér á leiðinni komast frekar í hendur þeirra á ný séu þær vand- lega merktar. Góða skemmtun og megið þiö hlaupa ykkur til ánægju og heilsu- bótar. Hraðatafla Þessi tafla sýnir mismunandi skokk- og hlaupahraða á ýmsum vegalengdum. Með töflunni getur skokkari fylgst með framförum sín- um og sett sér framtíðarmarkmið. Geymið uppi á vegg. Gangi ykkur vel. Tími 5 km 7km 10 km 15 km hálfmara- mara- km þon þon 3.00 15.00 21.00 30.00 45.00 1.03.18 2.06.35 3.10 15:50 22.10 31.40 47.30 1.06.49 2.13.37 3.20 16.40 23.20 33.20 50.00 1.10.20 2.20.39 3.30 17.30 24.30 35.00 52.30 1.13.51 2.27.41 3.40 18.20 25.40 36.40 55.00 1.17.22 2.34.43 3.45 18.45 26.15 37.30 56.15 1.19.07 2.38.15 3.50 19.10 26.50 38.20 57.30 1.20.53 2.41.45 3.55 19.35 27.25 39.10 58.45 1.22.38 2.45.17 4.00 20.00 28.00 40.00 1.00.00 1.24.24 2.48.47 4.05 20.25 28.35 40.50 1.01.15 1.26.09 2.52.19 4.10 20.50 29.10 41.40 1.02.30 1.27.55 2.55.49 4.15 21.15 29.45 42.30 1.03.45 1.29.40 2.59.21 4.20 21.40 30.20 43.20 1.05.00 1.31.26 3.02.51 4.25 22.05 30.55 44.10 1.06.15 1.33.11 3.06.23 4.30 ' 22.30 31.30 45.00 1.07.30 1.34.57 3.09.53 4.35 22.55 32.05 45.50 1.08.45 1.36.42 3.13.25 4.40 23.20 32.40 46.40 1.10.00 1.38.28 3.16.55 4.50 24.10 33.50 48.20 1.12.30 1.41.59 3.23.57 5.00 25.00 35.00 50.00 1.15.00 1.45.30 3.30.59 5.10 25.50 36.10 51.40 1.17.30 1.49.01 3.38.01 5.20 26.40 37.20 53.20 1.20.00 1.53.32 3.45.03 5.30 27.30 38.30 55.00 1.22.30 1.56.03 3.52.05 5.40 28.20 39.40 56.40 1.25.00 1.59.34 3.59.07 5.50 29.10 40.50 58.20 1.27.30 2.03.05 4.06.09 6.00 30.00 42.00 1.00.00 1.30.00 2.06.35 4.13.11 7.00 35.00 49.00 1.10.00 1.45.00 2.27.41 4.55.22 8.00 40.00 56.00 1.20.00 2.00.00 2.48.47 5.37.34 er styrktaradili Reykjavíkurmaraþonsins VOLVO hotel edda EIMSKIP Skandia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.