Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 35 Reykjavíkur- maraþon eina ferdina enn Sunnudagurinn 20. ágúst er þjóð- hátíðardagur áhugafólks um al- menningsíþróttir á íslandi. Þá taka þúsundir hlaupara á öllum aldri á rás og leggja undir sig götur og torg í nokkrar klukkustundir. Svipur borgarinnar breytist þennan dag og hvert sem litið er má sjá ein- beitta hlaupara í litskrúðugum búningum sínum. Reykjavíkur- maraþon er hápunktur sumarsins þegar árangur þrotlausra æfinga skilar sér. Þá skiljast hafrar frá sauðum; sannleikurinn kemur í ljós. Allir eru að keppa að ein- hveiju; sigra í hlaupinu, ná betri tíma en í fyrra, vera bestur í hópi félaga eða einfaldlega sýna heimin- um hvers líkaminn er megnugur. Úrslit birtast svo í blöðum eftir helgi til staðfestingar á afrekinu. Undraverðar lækningar Nökkvi læknir mun fara af stað þennan dag til að hlaupa með félög- um sínum hálft maraþon í 7da sinn. Hálftímann fyrir hlaupið nota menn til að spjalla, ganga um, hita upp og skoða fólk. Samræður manna ganga yfirleitt út á meiðsl og veikindi. Það heyrir til undan- tekninga að hitta fyrir hlaupara sem segist vera alheill og sprækur í ágætu formi. Flestir tíunda með miklum raunasvip þrálát bak- meiðsl og hnéáverka eða segja langar sögur um illvíg veikindi, inflúensur, magapestir og kvef. Fæstir hafa æft neitt að ráði síð- ustu mánuðina en ætla samt að reyna að fara fyrirhugaða vega- lengd með hálfum huga. „Égbýst alveg eins við því að þurfa að hætta í hlaupinu," segir margur og dæsir þungann. Nökkva finnst stundum eins og hann sé staddur í alþjóðlegu öryrkjahlaupi í rásmarki Reykja- víkurmaraþons. Kvartanir manna eru svo háværar og erfiðar, eymdin svo mikil og líkamlegt ástand svo slæmt. Þegar startskotið ríður af verða menn vitni að ótal krafta- verkum. Þrálát illvíg hnémeiðsl hverfa eins og dögg fyrir sólu, halt- ir spretta úr spori og hlaupa. Hetjusinfónía Nökkvi læknir tekur líka á rás ákveðinn á svip, staðráðinn í að gera sitt besta. Þennan dag er hann einn í þeim hetjuhópi sem leggur Reykjavíkurborg undir sig. Hlaup- in eru sú hetjudáð sem skilja þá frá öllum fjöldanum. í frægustu bók sinni Don Quixote segir spænski rithöfundurinn Cervantes frá venjulegum borgara og mikilli hetju. Hann rifjaði upp gömul æv- intýri og gæddi þau lífi. Vindmyllur urðu að illvígum risum og gamla hveitimyllan varð að óvinnandi kastala sem hann réðist gegn með burtreiðastöng. Hann vann sífellt ódauðlegar dáðir. En raunveru- leikinn var allt annar. Fólkið í kringum hann sá gamlan galinn mann sem barðist við vindmyllur á vondum hesti. Það skildi hvorki markmið hans né hugarheim. Don Quixote vildi lenda í ævintýrum. Mótsögnin var sú að viljinn var raunverulegur en það sem hann vildi óraunverulegt. En raunveru- leg hetjudáö Don Quixote fólst í því að hann viðurkenndi ekki leiöin- legan og bragðdaufan veruleikann heldur gekk á hólm við hann og hafði betur. Hann hafði þann vilja sem til þurfti. Hver einasti hlaup- „En hlauparinn hafði vilja, þor og þrek sem til þurfti að halda áfram og skora raunveruleikann á hólm og hafa betur með þvi að breyta honum sér í hag.“ Á læknavaktíniú Óttar Guðmundsson læknir ari í Reykjavíkurmaraþoni á að baki ófáar stundir með sjálfum sér úti á einhverri hlaupabraut í öllum veðrum. Fólkið kringum hann leit hann vorkunnaraugum líkt og ná- grannarnir horfðu á Don Quixote forðum. En hlauparinn hafði vilja, þor og þrek sem tO þurfti að halda áfram og skora raunveruleikann á hólm og hafa betur með því að breyta honum sér í hag. Undrunar- augum góðborgara og misjöfnum veðrum skeytti hann engu. í þessu felst hetjudáð hlauparanna. Ljósrit einhvers annars Óskar Wilde sagði einhvers stað- ar: „Flest fólk er í raun annaö fólk. Hugsanir þess koma frá öðrum; til- finningarnar endurspegla eigið sjálfstæði og sanna tilvist sína fyrir sjálfum sér.“ Svar Nökkva læknis er einfalt; með því að hlaupa og skora sjálfan sig stöðugt á hólm. Hvert einasta hlaup verður þá sig- ur yfir einhverri óvinnandi ófreskju, vindmyllu eða risa. Vilji mannsins til að halda alltaf áfram, gefast aldrei upp og leita stöðugt nýrra markmiða hefur þá enn og aftur sannaö tilvist sína. Látum alla hina hlæja inni í bílum sínum. Fyrir þeim eru hlauparar og aðrir líkamsræktarmenn að berjast viö vindmyllur en hvaða máli skiptir það ef hlaupararnir hafa þann vilja sem til þarf til að breyta veruleik- anum og móta hann að vild sinni. Nökkvi læknir hvetur sem flesta til að koma út á götur, hlaupa og fylgjast með. Hlaupurum óskar hann alls velfarnaðar, meðvindi í allar áttir og glæsilegra afreka alls staðar á árangurslistanum. Hringlðan Stjórnarmenn golfklúbbsins. Frá vinstri Gunnar Kristjánsson, Bent Russel, Friðrik Friðriksson, Páll Guðmundsson formaöur og Magnús Álfsson. DV-myndir Ingibjörg Golf- klúbbur í Grund- arfirði Ingibjörg Pálsdóttir, DV, Grundarfirði: Á stofnfundi golfklúbbs hér í Grundarfirði 27. júlí gengu 30 menn í klúbbinn og eru skráðir sem stofn- félagar. Fyrirhugað er að hefja fram- kvæmd við 9 holu golfvöll innan skamms. Hann hefur þegar veriö hannaður og teiknaður og verður í Suður-Brá. Páll, formaður og netagerðarmeist- ari, með glæsilega tertu á stofnfund- inum. „In bloom“ Karen Fons og Albert Steinn Guðjónsson létu sig ekki vanta á opnun Óháðu listahátíðarinnar. Albert leikur með hljómsveitinn In bloom en hún tekur þátt í dagskrá hátíðarinnar. DV-mynd JAK Óháð listahátíð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var viðstödd opnun Óháðrar listahá- tíðar í Iðnó á fimmtudagskvöldið. Hér ræðir hún við Halldór Auðarson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.