Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1995, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
Fréttir
Álit umboðsmanns Alþingis vegna tjónamáls:
Lögreglustjóri braut
reglur um þagnarskyldu
- Persónulegur sigur, segir Skarphéðinn Einarsson 1 Njarðvík - Tryggingaeftirlitið tekur málið upp
„Alit umboðsmanns Alþingis er
persónulegur sigur fyrir mig. Brot
lögreglustjórans á þagnarskyldunni
er búið að kosta mig eina milljón og
henni ætla ég að ná aftur þótt það
verði ekki fyrr en eftir dóm í Hæsta-
rétti,“ segir Skarphéðinn H. Einars-
son úr Njarðvík í samtali við DV.
Skarphéðinn kærði til umboðs-
manns Alþingis að embætti lögreglu-
stjórans á Keflavíkurílugvelli lét
Tryggingamiðstööinni, tryggingafé-
lagi hans, í hendur skýrslur vegna
tjóns sem Skarphéðinn varð fyrir á
bifreið sinni árið 1993. Átti þar í hlut
bifreið frá Varnarliðinu og fjallaði
svokölluð skaöabótanefnd á vegum
vamarmálaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins um málið. í gögnum
um málið var gefið í skyn að Skarp-
héðinn væri að gera tilraun til trygg-
ingasvika.
Þaö var álit umboðsmanns að lög-
reglustjórinn á Keflavíkurflugvelli
hefði brotið þagnarskyldu opinberra
starfsmanna með afhenda Trygging-
amiðstöðinni skýrslu Skaðabóta-
nefndar um mál Skarphéðins.
„Lögreglumenn á Keflavikurflug-
velli hafa sagt mér að skýrslan hafi
verið mjög undarlega orðuð enda er
ég alsaklaus af öllum tilraunum til
svika,“ segir Skarphéðinn.
Skarphéðinn segir að í fyrstu hafi
viðskiptin við tryggingafélagið geng-
ið eðlilega fyrir sig og einnig eftir að
hann skömmu síðar lenti í öðru slysi
og varð óvinnufær. En eftir að hin
umdeildu gögn bámst félaginu hafi
kveðið við annan tón og þá hafi tekið
fyrir allar greiðslur og nær ekkert
hafst út úr félaginu enn þrátt fyrir
harðar aðgerðir lögfræðings.
„Ég hef nú sent utanríkisráðherra
símskeyti og tilkynnt honum um
málshöfðun vegna þeirra ranginda
sem ég var beittur af hálfu Skaða-
bótanefndar. Umboðsmaður Alþing-
is tekur í áhti sínu af öll tvímæh um
að umrædd gögn áttu aldrei að ber-
ast tryggingafélaginu þannig að ég
tel mig ótvírætt hafa réttinn mín
megin," sagði Skarphéðinn.
„Við hljótum að skoöa þetta mál
mjög alvarlega og kanna hvort ekki
er ástæða til að setja skýrar og af-
dráttarlausar reglur um samskipti
lögreglunnar og tryggingafélag-
anna,“ sagði Rúrik Vatnarsson, lög-
fræðingur hjá Tryggingaeftirhtinu,
um áht umboðsmanns Alþingis.
„Mér finnst þetta fáránleg niður-
staða. Þar er eins og umferðarslys
eigi aö vera einkamál þeirra sem
lenda í slysum. Ég skil ekki svona,“
sagði Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu-
stjóri á Keflavíkurflugvelh, þegar
hann var inntur áhts á niðurstöðu
umboðsmanns. -GK
Stuttar fréttir
TvísköttunogKína
Friðrik Sophusson átti í gær
fund með kollega sínum frá Kína
og var helsta viöræðuefiiið samn-
ingur milli landanna um að koma
í veg fyrir tvísköttun.
Tap hjá Flugleiðum
Flugleiðir töpuöu 307 mihjón-
um króna fyrstu sex mánuðí árs-
ins. Þetta er skárri afkoma en á
sama tíma í fyrra en þá varð 732
mihjóna tap.
PrestiSúðavík
Héraðsfundur ísaQarðarpróf-
astsdæmis hefur krafist þess að
prestur verði skipaður til starfa
í Súöavík. Stöð 2 greindi frá
þessu.
Skiptil loðnuieitar
Þrju skip hafa lagt af stað til
loðnuleitar fyrir Norðurlandi og
Vestíjörðum. Þetta eru Hólma-
borgin, Guhbergiö og Börkur.
KKfrarartilTíbet
Þrír ungir íslenskir flallaklifr-
arar eru á leiðinni til Tíbet til að
klifa sjötta hæsta tind veraldar,
Cho-Oyu. Þetta kom fram í Mbl
Örtröð í Leif sstöd
Örtröð myndaðist í Leifsstöð
síðdegis á sunnudag. Samkvæmt
Mbl. voru flórtán innritunarborð
Flugleiöa í gangi en aðeins eitt
toUhhð.
Skilyrði óviðeigandi
Vigdís Finnbogadóttir sagði í
samtali við Sjónvarpiö aö það
væri ekki viðeigandi af þátttak-
endum kvennaráöstefnunnar í
Kína að setja þarlendum stjóm-
völdum einhverja urslitakosti.
-bjb
Friðrlksmótiö:
Hugmyndir Norðmanna um að banna veiðar með flottrolli I Smugunni eru
tilraun til að stöðva veiðar ísiendinga í Smugunni, segir Guðmundur Kjalar
Jónsson, skipstjóri á Málmey. DV-mynd GVA
Hannes skaust í efsta sætið ,
Hannes Hlifar Stefánsson sneri á
Jóhann Hjartarson í miðtafhnu í 3.
umferð Friðriksmótsinu í skák í gær.
Hann vann á svart í 30 leikjum og
er nú einn efstur með 2* v.
Sofia Polgar lék Larsen grátt og
vann í 25 leikjum. Jón L. vann Helga
Ólafsson og Margeir vann Helga Áss.
Jafntefli varð hjá Friðriki og
Smyslov í spennandi skák og einnig
hjá Þresti Þórhallssyni og Gligoric.
Staðan: Hannes 2* v. Jóhann,
Margeir og Polgar 2 v. Jón L„ Ghg-
oric og Þröstur 1* v. Helgi Ól., Helgi
Áss, Friðrik, Smyslov og Larsen 1 v.
Ekki er teflt í dag en 4. umferð verð-
ur á miðvikudag og hefst kl. 17.
Þú getur svaraö þessari
spurningu meO því aO
hringja i síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já [l|
Nei |H
r 5 d d
904-1600
Hefur þú trú á að vinstri menn
Atvinnu-og
ferðamála-
stofa
Borgaryfirvöld hafa opnað At-
vinnu- og ferðamálastofu Reykja-
víkurborgar og er hún til húsa í
gamla Morgunblaðshúsinu að
Aðalstræti 6, annarri hæð. Fastir
starfsmenn verða þrír og hefur
Róbert Jónsson verið ráðinn
M
Norðmenn vilja banna flottroll 1 Smugunni:
Forsenda þess
að ná árangri
við veiðarnar
- segirskipstjórmnáfrystitogaranimiMálmey SK
„Þeir setja þessa kröfu fram ein-
ungis tíl þess að reyna að koma í veg
fyrir að við náum árangri. Þetta er
það nýjasta sem þeir reyna til að
stöðva okkur. Flottroll er forsenda
þess að aö ná árangri við veiðar í
Smugunni," sagði Guðmundur Kjal-
ar Jónsson, skipstjóri á Málmey SK,
um þá kröfu hagsmunaaðila í norsk-
um sjávarútvegi að bannað verði að
nota flottroll í Smugunni. Styðjast
Norðmenn þar við ákvæði í Alþjóða
hafréttarsáttmálanum.
Guðmundur Kjalar segir að þetta
sé bara bein atlaga að þeim árangri
sem íslensku togararnir hafa náð í
Smugunni.
„Ég vil hins vegar koma því að mér
er í sjálfu sér ekkert um þessar
Smuguveiðar gefið. Ég vhdi miklu
heldur vera á Svalbarðasvæðinu
með minni kvóta en með samþykki
Norðmanna. Það er siðferðislega
ekkert sérlega sterkt fyrir okkur að
stunda veiðar þarna með þeim hætti
sem við gerum. Þar að auki má benda
Norðmönnum á þaö að ef þeir
hleyptu okkur inn á Svalbarðasvæð-
ið þyrftum við ekki að nota flottroh.
Botninn á þeirri slóð er miklu betri
og því hægt að nota venjulegt botn-
troll,“ sagði Guðmundur Kjalar.
Hann sagði ekki ákveðið hvort
hann færi með Málmey SK aftur í
Smuguna en sem kunnugt er kom
Guðmundur Kjalar með metafla og
aflaverðmæti að landi úr Smugunni
í síðustu viku. Guðmundur sagði
skipið halda til veiða næstkomandi
fóstudag.
Kvennaráðstefnan 1 Kína:
Ræða Benazir
Bhutto vakti
feiknaathygli
- segirKristínÁstgeirsdóttir
„Þetta byriaði með mikUU hátíðar-
sýningu en síðan hófst sjálf kvenna-
ráðstefnan seinnipartinn í dag.
Þarna voru fluttar flórar opnunar-
ræður og flutti Vigdís Finnbogadótt-
ur eina þeirra. Hún ræddi um stöðu
kvenna í heiminum og nauðsyn þess
að bæta réttindi þeirra um ahan
heim. En sú ræða sem vakti lang-
mesta athygli var ræða Benazir
Bhutto, forsætisráðherra Pakistan.
Það var ekki hægt að skilja hana
öðruvísi en að hún væri að segja
bókstafstrúarmönnum stríð á hend-
ur varðandi réttindi kvenna um leið
og hún gagnrýndi Kínveija án þess
við DV eftir fyrsta daginn á kvenna-
ráðstefnunni í Peking.
Hún sagði að Bhutto heföi sagt að
það væri ekkert í íslamstrú eða Kór-
amnum sem bannaði réttindi
kvenna.
„Þá tók hún sérstaklega fyrir rétt-
indi stúlkubarna. Nefndi hún þar að
í Asíu veldi fólk frekar að eignast son
en dóttur og gagnrýndi þetta sjón-
armið harðlega. Þama var hún bæði
að gagnrýna Kínveria og eigið fólk,“
sagöi Kristin.
I dag heflast mikil ræðuhöld en
einnig nefndarstörf og sagði Kristín
að í nefndunum yrðu eflaust átök um
oröalag á ályktunum en allt kæmi
þetta í ljós næstu daga.