Þjóðviljinn - 02.07.1937, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1937, Blaðsíða 4
ap l\íý/ðJóio S£ Stundu fyrir miðnætti (Adventure in Manhattan). Amerísk sakamála-gaman- mynd. Aöalhlutverkin leika: JOEL McCREA og JEAN ARTHUR. Fyndin og vel leikin mynd. Börn fá ekki aðgang. Frá heimssýningunni í París. Or bopginn! Næturlæknir. er í nqtt Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður er í Ingólfs og Laugavegsapó- teki. Utvarpið 10.00 Veóurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Lög frá ým,s- u,m löndum. 19.55 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Synódus-erindi í Dómkirkj unni. 21.15 Hljómplötur: a) Kórlög; b) Islensk lög (til kl. 22). Utilega Félag ungra kommúnista efn- ir til skemtifarar austur í Laug- ardal nú um helgina. Lagt verð- u,r af stað á l,augardagskvöld kl. 71 og komið aftur á sunnudags- kvöld. Þátttakendur gefi sig fram við Giióm. Vigfússon í sím,a 2184, sem gefur allar nánari upplýsingar um ferðina. Alþýðubókasafnið verður opnað aftur í dag föstu- daginn 2. júlí, kl. 10 árdegis. Happdrætti barnast. Æskan Dregið var í happdrætti leik- ílokks stúkunnar Æskan Nr. 1 hjá lögmanni í gær. Upp komu þessi númer: 1. Tjald nr. 1109, 2. Grettis- saga nr. 1159, 3. Sjálfblekjung- ur nr. 718, 4, Mánaðarkort í Sundhöllina nr. 210. Handhafar þessara miða vitji vinninganna sem fyrst til Guð- mundar Pálssonar, Bragagötu, 33 A. Þeir sem hafa vinninga úti. á landi skrifi og sendi miðana,, og verða þá vinningarnir sendir þeim um hæl aftur. Skipafréttir Gullfoss er á leió til \ mannaeyja frá Leith,, Goðafosf er í Hamhorg, Brúarfoss er s leið til Leith frá Vestmannaeyj- iim, Dettifoss er fyrir vestan land, Lagarfoss er í Kaupmanna höfn, Selföss er í Reykjavík. Katla kom í gærmorgun með seraentsfarm frá Aalborg. Iðnþingið verður sett í dag kl. 2 síðdegis í Baðstofu iónaðarmanna. Á heimssýningmini í París sýndu Danir m. a. hmðlest þá, sem sést liér á myndinni. Hér sést hún leggja af stað frá Aðal-brautarstöðinni í Kau'pmannahöfn áleiðis til Parisar. Bamaheimilið «Vorboðinn« fær 500 kr. styrk úr bæjarsjóði íhaldsfoi’sprakkarnla* hörðust gegn þessu maam- úðar og uauösyiijamáli fátæku barnanna. Á bæjarstjórnarfundi í gær kom til afgreiðslu umsókn frá stjórnarnefnd barnaheimilisins »Vorboðinn« um 1000 kr» styrk, til barnaheimilisins. Flu,tti í'rú Jóhanna Egilsdóttir þessa til- lögu og varatillögu um 500 kr. En meirihluti bæjarráðs hafði lagt á m.óti tiljögunni. Fulltrúar Kommúnistaflokks- ins og Alþýðuflokksins mæltu eindregið með tiUögunni,, en flestir íhaldsfujltrúarnir á móti. Þó fóru leikar svo að aðaltil- lagan um 1000 kr. var f'eld með 7 atkv. gegn 7, og greiddi þá einn fulltrúi íhaldsins (Guð- rún Jónasson) atkvæði með Komjmúnistaflokknum og Al- þýðufiokknum, (hinsvegar mætti enginn fyrir Framsókn). En varatillagan um 500 kr. var sam- þykt rneð 7:6, og sa,t þá einn í- haldsbæjarfulltrúi hjá, en sömu 7 með og áður. Það er hart að ekki skuli vera hægt að fá önnur eins nauð- synja- og mannúóarmál sem þessi auðveldar og betur afgreitt í bæjarstjórn, — en þó er strax mikill mujnur að þó þessi styrk- ur skyldi fást í gegn. Italir líla. FRAMHALD AF 1. SIÐU stafanir til að flytja þá heim. Þessir menn hafi komið til Franco af eigin vilja og það sé ajgerlega á þeirra valdi sjálfra hvenær þeir telji hlutverki sínu lokið á Spáni, eða verði þreyttir á að berjast fyrir Franco. Þar að auki sé á það aó líta, að spánska stjórnin hafi fengið þúsu,ndir sjálfboðaliða úr öðrum Löndutmi og það ,sé vitanlegt mál, að bolsévikkar á Spáni stjórni nú gjöróum Bretlands og Frakk- lands á alveg ósæmilegan hátt. Gömb l?)io % Þpíp eiturdropar Spennandi sakamálamynd. Aðalhlutverkin leika: ELISSA LANDI, KENT TAYLOR, FRANCES DRAKE og PAUL CAVANAGH. Au,kamynd: Fiskirannsóknir í IVorðnrsj ónum. Fróðleg kvikmynd frá rannsóknarstofnun þýska ríkisins á Helgolandi. . Grein þessi hefir vakið hinn mesta óhug víðsv-egar í Evrópu. 1 ræðu sem Cranborn lávarður fjutti í neðri málstofu, breska þingsins í dag, sagði hann með- al annars, að þrátt fyrir allar þær tilraunir, sem hingað til liefðu verið gerðar til þess að einangra ófriðinn innan vébanda Spánar væri það vafasamt hvort unt yrði að gera þaó framvegis. Hann sagði ennfremur að franska stjórnin hefðj nú lýst yfir því að hún mundi veita að- stoð sína til þess aó Játa frönsk skip flytja íbúa Santander yfir til Bordeux á Frakklandi, en þetta væri í sjálfu, sér ekkert annað en viðleitni til að láta ekki skjóta niður varnarlausar konur og börn. (F.U.) Allir JtíLJ|OSJcl. að aka með bifreiðum frá ' 11**1/11 * P eiðastöð Islands Sími 1540 (þrjár línur). TILBOÐ óskast í að rífa nú þegar alt timbur úr e.s. «Atla«, þar sem hann stendur í Slippnum. Upplýsingar hjá Compensation Trade Co. h.f. Tryggvagötu 28. Atvinna. Sveinasamband byggingamanna í Reykjavík óskar eftir manni til skrifstofu og eftirljtsstarfs. Árslaun 4,200,00 kr. Aðeins með- iimir sveinasambandsins koma til greina. Umsóknir séu komjiar fyrir 10. þ. m. á skrifstöfu, sveina- sambandsins, Suðurgötu 3. FRAMKVÆMDARÁÐIÐ. Auglýsing um atvinnu við bifvélavirkjun Að gefnu tilefni auglýsist ,hér með, að enginn hefir .heimild til að stunda bifvélavirkjun nema hann hafi viðurkend iðnréttindi í þeirri iðngrein og rekstri at- vinnunnar sé að öðru leyti hagað samkvæmt fyrir- mælum iðnaðarlöggjafarinnar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 1. júlí 1937. Jónatan Hallvarðsson. Frá fræðslumálaskrifstofunni Dr. Höjgaard Christensen,, fræðslumálastjóri fyrir menta- skólana í Danmörku, flytur erindi um »Demokra,tiets Skolepoli- tik í Danmark« í kvikmyndasal Austu,rbæjarskójans í kvöld (föstudaginn 2. þ. m.) kl. 8,30 e. h. Allir kennarar eru velkomnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.