Þjóðviljinn - 04.01.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.01.1938, Blaðsíða 1
Hvað itefir þú gert til ad útbreida ÞJÓÐVILJANN? 3. ARGANGUR ÞRIÐJUDAGINN 4. JAN. 1938 1. TOLUBLAÐ L o ft n r Þorsteinsson íormaðnr Félags járnidnaðarmanna T OFTUR ÞORSTEINSSON járnsmiður andaðist sunnu- ¦*""^ dagskvöld 2. janúar. Banamein hans var lungnabólga. Loítur var 43 ára að aldri fæddur 16. febrúar 1894. Með honum missir íslensk verkalýðshreyfing einn af sínum bestu og ötulustu kröftum. Hann var formaður Félags járniðnaðarmanna og hefir verið það síðastliðin 9 ár, og það má öhætt segja að það er meira hans verk en nokkurs einstaks manns ann- ars, hve sterkt og öflugt það félag er orðlð. Loftur Þorsteinsson var í miðstjórn Kommúnistatlokksins og hefir átt sæti í henni lengst af frá því hann var kosinn í hana á stofnþingi flokks- ins. Hann var einhver einlægasti og duglegasti starfsmað- ur flokksins, alíaf og allsstaðar sívinnandi að utbreiðslu .-sósíalismans, fram í andlátið sífelt hugsandi um störf sín •<og skyldur. Loftur var vinsæll maður með afbrigðum, enda lirókur alls fagnaðar í viuahóp. Með sviplegu fráfalli Lofts er þungur harmur kveð- inn að vinum hans, félögum og samstarfsmönnum og þá framar öllum að hans ágæta félaga á lífsleiðinni, konu Jhans, Indiönu Garibaldadöttur. Þjóðviljinn mun síðar ýtarlega minnast þessa látna félaga. »Bæöi nútídin og framtíðin kn*efst þess að ég tali hremskiliftislega«. Rooserelt segir ad of langt megi ganga í lilut- leysi við mál annara þjóda. LONDON I GÆRKV. F.Ú. Roosevdt forseti flutti hinn árlega boðskap sinn, til þingsins þegar þing kom saman í dag, og ROOSEVELT var ræðu hans endurvarpað um allar breska stöðvar :kl. 6,30 eft- ir Lundúnatíma. Forsetinn hóf mál sitt á þessa leið: »Þegar ég í þetta sinn á- varpa þingið, þá, krefst bæði nú- tíðin og f ram,tíðin þessi að ég tali hreinskilnislega um þær ástæð- ur, sem liggja til grundvallar á- standinu, bæði utanlands og inn- an«. Forsetinn vék fyrst að ó- friðarástandi því, ,sem ríkti í heiminum, og sagði meðal ann- ars að vegna gætni stjórnarinn- ar og sijálfsstjórnar þjóðarinnar hefði tekist að halda þjóðinni ut- an, við sitríð, enda þótt þau skil- yrði hefðu verið fyrir hendi, sem óhjákvæmilega hefðu leitt til styrjaldar samkvæmt hugsunum og venjum fyrri tíma. Pó taldi hann að of. langt mætti ganga í því að halda sér utan við þau mál, sem snertu aðrar þjóðir og ef Bandari'ikin ætfcu að geta haldið áfram að vera öndvegis- þjóð, þá þyrftu þau að hafa FRAMH. A 3. SIÐU. Ei niiig . ver kalýdsí lokk- anna í Dasrsbran. Tranaðarms&nnapáðið samþykkir eining- una með yfirgnæfandi meirihluta. Einn kommúiiisti í stjórn félagsins ©g I0JÍ trúnaðar- mannarád. Undanfiarnar yikur hafa far- ið fram, f yrir frumkvæði Komm- únistaflokksins, samningaum^ leitanir, milli nokkurra áhrifa- manna í Verkamannafélaginu Dagsbrún og fulltrúa frá Komm,únistaflokknumi um sam- vinnu veríklýðsflokkanna í kosnimgu stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fyrir Dagsbrún á yf- irstandandi ári. Þessum samningaumleitunum lauk s. 1.. fimtudag með því að fundur í hinu fráfarandi trún- aðarmannaráði samþykti með miklum, mairihluta tillögur upp- stillinganefndar félagsins, en þær tillögur: vo.ru um. það að 10 kommúnistar yrðu teknir í trún- aðarmannaráðið og ennfremur að einn kommúnisti yrði tekinn í stjórn félagsins. Kinverisku §íjói*ninni breytt í lýði'æðisátt. Stjörnin hefir við hlið sér „Landvarnar- nefnd" og eru í henni fulltrúar frá öll- um landshlutum. — Fasistar reknir. EINKASKEYTI TIL PJOÐVILJANS MOSKVA í GÆRKV. i Vamarlið Kínaveldis tók 81. des. ákvörðun um breytingu á stjórn landsins og herfaringjaráði. Chang Kai Shek hefir látið af störfum sem forseti framkvœmdaráðsins (y>Jucm:u,«), en það embæfti svarar til fúrsœtisráðherraembœttis, en verður áfram ceðsti maður Kínahers, og forseti herráðsins. Við forsætisráðherraembættinu hefir tekið Kun-sian-si, er verið hefir fjánná'aráöherra í stjórn Chang Kai Sheks, en fyrr- nerandi utanríkismálaráðherra Van-tsjún-gui tók við embætti fjármMaráðherra. Flotamálaráðuneytið hefir verið sameinað hermálaráðuneytinu, og er Tstjó-in-tsin áfram landvarnarráð herra. Skipulagsbreytiingin í herráð- inu er fyr'st og fremst fólgin í því, að yfirstjórn herþjálfunar- innar hefir verlð skipt í tvær deildir, og hefir önnur þeirra stjórn á hernaðarþjálfuninni en hin á pólitískri þjálfun hersins. Þýðingarmestu breytingarnar eru þær, að nú hafa verið skip- aðir pólitískir leiðtogar í allar deildíir hersins, og að Tsjen-li-f u, einum afturhaldssamasta for- ingja 'Kuomiintang hefir verió vikið úr herstjórninni. Kínverska stjórnin hefir á- kveðið að fjölga, meðlimuni »Landvarnarnefndarinnar« upp í 75. Samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar á hvert; fylki og stórborg að ípilinefna þrjá fram- bjóðendur í nefndina, og útnefn- ir stjórnin einn þeirra til að eiga sæti í nefndinni. I skýringum stjórnarinnar á, þessari ráðstöf FRAMHALD Á 3. SIÐU Listi Alpýðu- og Kommúnistaflokks- ins í Hafnarfirði. Hafnarfjörður hefir nú bæst í hóp þeirra bæja, þar sem Al þýðuflokkurinn og Kommúnista,- flokkurinn hafa ákveðið að hafa sameiginlegan lista í kjöri viö bæ jarst jór narkosningarnar og komið sér sam.an um málefna- samning. Um nýjárið var hinn sameig- inlegi listi flokkanna, »listi Al- þýðufloikksins. og Kommúnista- flokksins« lagður fram. Á . listanum eru 18 m.enn og skipar kommúnistinn Kristinn SigurSsson verkamaður 10 sæti. ÞORSTEINN PETURSSON Samkvæmt þessium tillögum uppstillinganefndar, sem sam- þyktar voru a,f. tránaðarmanna- ráði, leggur nefndin til að stjórn félagsins verði þannig s,kipuð: Form.: Héðinn Valdimarsson, Varaform.: Guðjón Baldvinss. Riltari: Kristínus Arndal. Gjaldkeri: Sigurbj. Björnsson. Fjármálaritari: Þorsteinn Pét- ursson. Ennfremuf hefir nefn.d.in lagt frami tjllögur um kosningu trún- Framhald a 3. síðu. Nú eru það ekki aðeins kommúnistar, heldur allir hvítir menn. LONDON 1 GÆRKV. (FÚ) 1 einu aðalmálgagni japönsku stjórnarinnair birtist í dag sam- tal við innanríkismálaráðherra Japana og er það talin fullgild heimild umi fyrirætlanir Japana, og markmið með sityrjöldinni í Kína. Er ráðherrann fyrst spurður að því hverjar séu fyr- irætlanir og óskir Sitjórnarinnar með styrjöldinni. Hann svarar á þessa leið: Hinir ákveðnustu leiiðtogar hersins vilja koma á, laggirnar/ FRAMH. A 3. SIÐU.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.