Þjóðviljinn - 04.01.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1938, Blaðsíða 3
PJÖÐVIL JINN Þriðjudagurinn 4. jan. 1938. isjéemf !n if 0 Málgagn Kommúnistallokks « t Islands. t j Ritstjöri: Einar Olgeirsson. } Ritstjórn: Bergstaðastræti ,,30. j Sími 2270. } Aígreiðsla og auglýsingaskrif- S stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. J Kemur út alla daga nema } múnudaga. } Askriftagjald á mánuði: } Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. } Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 5 I lausasölu 10 aura eintakið. * Prentsmiðja Jóns Helgasonar, • Bergstaðastræti 27, sími 4200. 9 Dagsbrímarkosniíig araaro Samkomulao- það, sem náðst hefir um saaMeiginlega stjórnar- kosningu í Dagsbrún milli Komm.únistaflokksins og Al- þýðuflokksins er nýtt spor í ein- ingarbaráttu reykvískrar al- þýðu. Það sýnir ljóslega, hvern- ig samstarfi verklýðsflokkanna þokar áleiðis stig af sti-gi. Hjá öllum þeim fjölda reyk- vískra alþýðumanna, sem eru fylgjandi einingu verkalýðsins hlýtur þett,a að vekja nýjar von- ir, um að djarfari og samstillt ari sókn sé fram. undani en að baki. Því verður ekk,i á móti mælt, að hlutur kommúnista hefir að nokkru verið borinn fyrir borð að þessu s.inni. Af fimm mönn- um í stjórn Dagsbrúnar fá. þeir aðeins einn og tíu í trúnaðar- ! mannaráð, þar sem um 100 menni eiga sæti. Þá er það tví- mælalaust nokkur ágalli, að ekki •skyldi fást Siamkomulag milli flokkanna um málefnasamning um, stiarfsemi og stefnuskrá hinnar nýju stjórnar. En fyrir Kommúnistaflokkn- um vaktj efcki fyrst og fremst höfðatala þeirra, mann, s.em frá flokksins hálfu fara með mál Dagsbrúnar á, kornandi ári. Höf- uðmarkmið Kommúnistaflokks- in,s var að hrinda, sameiningar og' samvinnumálum verklýðs-flokk- anna noikkuð á leið, rjúfa skörð í þá múra, sem fram: til, þessa hafa, greint á milli flokkanna og skipað þeimi í andstæðar sveitir. En jafnframt því, sem hér hefir verið stigið stórt raunhæft spor í einingaráttinia er þess að vænta, að nú hefjist nýtt tíma- bil í baráttusögu Dagsbrúnar. Á undanförnum árum hefir nokkuð borið á því að reynt hef- ir verið að draga félagið inn í skelina og fjarlægja, það verka- lýðsbaráttunni. Innan félagsins hefir borið nokkuð á straumum, sem hnigu í þá átt, að svifta verkamennina lifandi forustu í málum félagsmanna. I öllu sta-rfi félagsins, einikum undanfarin ár, hefir orðið mjög vart við áhrifin frá þesisari ein- angrunarstefnu og hvartvetna til hins' verra. Höf.uðviðfangsefni hinnar koman di D agsbr únars t j ór niar verður að kippa þessum ann- mörkum í. lag aftur og styrkja áhrif og völd félagsins bæði útá- við og innávið. En um, leið eru samningar Verkfall hjá Stræt isvögnum hófst Azana og dr. Negrin. Félagið skuldaði bifreiðastjór- unum svo púsundum kr. skifti Nú að undanförnu hefir það hvað eftir annað legið við borð, að vinna: yrði stöðvuð hjá Stræt- isvögnunum vegn,a óreglu á kaupgreiðslu. Hafði safnast, fyrir hjá félag- inu svo þúsundum króna skipti í vangol d n um vi nn ulaunum. 1 desembermánuði varð það samkomulag milli bifreiðar- stjóranna og Strætisvagna h. f., að félagið skyldi borga upp s,kuld þá er safnast hafði með 1000 króna afborgun á viku. Við þessa, kröfu hefir Strætisvagna- félagið staðið. Auk þessara umsömdu 1000 króna á viku áttu Strætisvagnar h. f. að greiða vikulega kr. 75,00 í vikulaun til hvers bílstjóra. Á gamJ.ánsdag gátu Strætis- vagnar h. f. hinsvegar eikki greitt þremur af bílstjórum sín- um umsamið vikukauip. Stjórn »HreyfiIs;« reyndi þegar að ná tali af forstjóra Strætisvagna h. f., Ölafi Þorgrímssyni, en tókst það ekki fyr en kl. um 11 að kveldi. Va,r því ekki hægt, að fá neina leiðréttiingu á málinu að sinni og skuldin við bílstjórana var þar með öll fallin í gjald- daga. Þegar strætisvagnarnir komu inn á gamlárskvöld að loknum akstri tilkynti stjórn »H.reyfils«, að vinna yrði ekki hafin, á nýj- ársidag, enda voru samningar við félagið þá útrunnir og höfðu ekki fengist nýir. Á nýjársmorgun hófst svo verkfallið. Buðu Strætisvagnar h. f. þegar fram greiðslu á hin- um ógreiddu vinnulaunum, sem námu kr. 225,00. En þar sem fjárhag félagsins hefir farið mjög hnignandi að undanförnu taldi stjórn »Hrey,fils« heppi- legast, að s'kuldin yrði öll feld í gjaldd.aga. Á nýjársdag voru engar stræt- isvagnaferðir, en á sunnudag átti Skipulagsnefnd fólksflutn- inga með .bifreiðumi frnmkvæði að því að ferðir hófust að nýju til úthverfa bæjarins, með bílum, frá bifreiðas,töð Steindórs, en bifreiðanstjórum frá Strætis vögnum h. f. I gær hófust samningaumleit- anir milli Strætisvagna. h. f. og Iireyfils. Fóir stjórn Strætis,- vagna h. f. frami á það að vagn- verklýðsflokkanna um samvinnu í stjórn Dagsbrúnar, einn stærsti árangur, sem, náðst hefir hér í Reykjavík á sviði samein- ingarinnar. Ilvaðanæfa utan af landi ber- a,st nýjar fréttir um aukið sam- starf yerklýðsflokkanna. Sam.n- ingarnir um Dagsbrúnarstjórn- ina eru engu þýðingarminni. ar félagsins fengju að ganga á meðan ,samningar stæðu yfir gegn því að eftirlitsmaður frá »Hreyfli« hefði umsjón með þvi, að fé það sem inn kemur verði aðeins varið tfl greiðslu á kaup- gjaldi og beinsíni. , Samningar héldu áfram í gær- kveldi. Hér á myndinni sjást þeir Azana, forsetii Spánar og dr. Neg- rin forsætisráðherra. Myndin, er teikin fyrir skömmu síðan á, fundi í Madrid, þar sem, þeir skipuðu heiðursforsæti. 1 tilefni af komu þeirra til Madrid var efnt til mikilla hátíðahalda í, borg- inni. Pagsbr úiiarkosn ingin. FRAMH. AF 1. SIÐU. aðarmannaráðs, er listinn skip- aður 91 manni, þar af 10 komm- únistum:. Þessi samvinna kommúnista og Alþýðufloildísmanna í Dags- brún er ekki bygð á neinum á- kyeðnum málefnasamningi milli flokkanna, heldur fyrst og fremst á vaxan,di skilningi Dagsibrúnarmeðlilmanna á na,uð- syn einingar og samsitarfs um. hagsimunamál verkalýðsins, hún er bygð á gagnkvæmu, trausti og vilja til að gera ein- ingu verklýðsflokkanna að veru- leika. Með þessu samkomiulagi í Dagsbrún leggja verkajnenn í. Reykjavík í fyrsta skifti til sam- stiltrar baráttu undir merkjum einingarinnar. Til baráttu fyrir endurskipulag.ningu og viðreisn ,samtai,ka sin,na. Sigur einingarinnar í Dags- brún verður að þýða alger straumhvörf í hagsmunabaráttu reykví.skra verkamanna, aukin og samstilt baráttu fyrir bætt um kjörum, styttingu vinnu- dagsins, barátta gegn öllum til raunum, afturhaldsins til þess að skerða samtakarétt verka- lýðsins. Sigur einingarinnar í Dags brún mun ein.n;ig marka tíma- mót í hinni alhliða baráttu ís- lensks verkalýðs fyrir fullkom- inni einingu verklýðsflokkanna. Stærsta og styrkasta verk- lýðsfélag' landsins hefir tekið upp merki einingarinnar, reyk- vískir ver:kam.enn vænta þess að það skreí, sem þeir nú hafa tekið í baráttunni fyrir samein- ingu verkalýðsins, megi finna ldjómgrunn í íslenskum verk- lýðssamtökum, og að Dagsbrún muni enn einu sinni sýna það, að hún ,s;é þess megnug að brjóta ísisnn og marka nýjar brautjr í hagsmuna- og menningarbar- áttu verkalýðsins. lt. FRAMH. AF 1. SIÐU. nægilegt hervald til þess að til- lit, væri tekið1 til réttar þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Á yfirborðinu væri stefnan í dag í burtu frá lýðræði til ein- veldis, sagði forsetinn, en Bandaríkin ætluðu sér hér eftir sem. hingað til að fylgja lýðræð- lisiSitefnunni. Hann taldi það hafa sýnt sig að friðipum væri mest hætta, búin af þeim þjóðum, sem annaðhvort hefðu kastað frá sér lýðræðiniu eða aldrei eflt það hjá sér. Hann kvaðst hafa notað orðin »á yfirborðinu« vegna þess að hapn tryði því, ekki að þær þjóðir, sem byggju við einræði lytu því nema að nokkru leyti 1 hjarta siínu, en, myndu fyr eða síðar slí.ta af sér höftin. »Vér trúum, því«, saigði forsetinn, »að á vegi lýðræðisins mundi heim- urinn í fram.tíðinni ganga inp í hið fyrirheitna ríki friðarins«. Gulltoppur tek inn i landhelgi Á gamlársikvöld tók varðsikip- áð »Þór« togarann »Gulltopp« að veiðum í landhelgi í Isafjarðar- djúpi. Var farið með togarann inn til Isafjarðar og skipstjórinn dæmdur í 22,200 kr. sekt, og afli og veiðarfæri gerð upptæk. »Gulltoppur« er eign h. f. Kveldúlfs. Breytingar á Itín- versku stjórninni. FRAMH. AF 1. SIÐU. un er þess getið að erfitt sé að láta fara fram kosningar meðan núverandi hernaðarástand ríldr í landinu, og hafi stjórnin þvi farið þessa leið til að fá þátt- töku frá öllu landinu í varnar- nefndinnil F VRTTARITARI ]\ú ern |sísö ekki að- eins knmmnnistar . . Framhald af 1. síðu. sérstakri stjórn fyrir Norður- Kína, þannig að sameinaðar verði stjórnirnar fyrir Nanking og Peiping, ,sem báðar eru að- eins, til brác'abirgða. Þ,essi nýja stjórn á að verða, ólík stjórninni í Manchufkuo' að því leyti að tek- ið mun verða fullt t.ilíit til kín- versikrar sérstcðu og kínverskra hagsmuna við skipan hennar, en að1 sjálfsögðu verður hún, að vera svarinn óvinur kommúnismans og ekki þola neina þá. starfsemi í landinu er skoðast getur sem fjands|kapur við Japan. Þá var ráðherrann spurður umi það, livað hæft væri í því að Japanir stefndu að því að út- rým.a, hvítum mönnum algerlega úr Kína. Þessu svarar ráðherr- a,nn á þá leið, að nú fari frant svo stórfeldar breytingar á ýms- u.m siviðum a.ð þeiir sem vilji að drottinvald hvítra manna líði undár lok í Asíu s,jái sér nú fremur tækifæri til þess aó koma þvi í framkvæmd en nokk- urntíma, áður og vitanlega verði, það að taka enda. Hinsvegar sé sú hætta á ferðum, ef leitast sé við að komia á snöggum breyt- mgum í þá átt, a;j allur heimur- inn fari í bál og brand, en, það sé um að gera, að missa ekki sjónar á. því, sem. er aöaia,triðið í þessu máli og láta ekki óviðkom- andi sjónarmið hafa áhrif á sig. Þá, er ráóherrann spurður um áframhald styrjaldarinnar og h'Ort hernaðurinn miuni verða íærður út til suðurs. Þessu svaiar ráðherrann þannig a.ð að- alatriðið sé að Bretland hætt.i að veita Kínverjum hjálp og að því munu ráðstafanir Japana miða fyrst um sánn, jafnvel þótt þa,ö kcsfi ófrið viB Bretland. Hins- vegar segist. ráöherrann ekki trúa því ad Bandaríkin Játi Bret- land draga siig út í slíka styrj- öld, sem þeir mundu einungis tapa á. Hringið i Hringiim Sími 1195.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.