Þjóðviljinn - 06.01.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.01.1938, Blaðsíða 4
aps l\íý/a b'io a§ Tflfrayald tónanna Mikilfengleg og fögur þýsk tal- og tónlistarmynd frá UFA. Aðalhlutyerkin leika: LIL DAGOVER, WILLY BIRGEL o. f.I Tónlist myndarinnar annast Rí Idsó p e rn h Ijónn sv eit og Söngvarasamband Berlínar- borgar. ! ■ jj pqíÍM '»• Opboígínní Næturlæknir í nótt er Kristín Ölafsdóttir, Ingólfsstræti 14, slmi 2161. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapó- teki. Utvarpið í dag 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.30 Bairnatími (Jolasaga og barnasöngur). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Illjóplötur: Lét,t lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 20.40 Leikrit: »Misskilningur- inn« skólaleikur frá 1867, eft- ir Kriistján Jónsson skáld. (Leikstj.: Lárus Sigurbjörns- son). 22.40 Danslög. 23.30 Dagsikrárlok. Skipafréttir Gullfoss er á, útleið, Goðafoss er í Hamborg, Dettifoss fór í gær frá Hamborg áleiðis til Hull. Brúarfoss og Lagarfoss eru í. Kaupmannahöfn. Ríkisskip Esja er væntanleg til Reykja- víkur í dag. Súðin átti að fara frá Vestmiannaeyjum í morgun áleiðis til Reykjavíkur. Frá höfninni Timburskipið »Columbia« kom til Reykjavíkur í gær með timb- urfarm. til »Völundar«. Armenningar halda afmælisfagnað sinn í Iðnó á föstudagskvöldið. Verður þár margt tiil skemtunar og að lokum dansleikur. Skemtunin er aðeins fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Verkakvennafél. Framsökn minnir félagskonur sínar á að greiða, gjöld sín fyrir aðalfund. Fjármálaritari er við á skrif- Sitofunni alla fimtudaga kl. 4—6. Gulltoppur kom nýlega inn til Flateyjar með slasaðan háseta, — hafði hann handleggsbrotnað. Maður- inn heitir Porbergur Jónsson til heimilis hér í bænum. Trúlofun m, Á g'amlársdag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Lára Guð- mjundsdótfcir og Hreiðar Guð- jónsson málari, ennfremur ung- frú Anna Axelsdóttir píanóleik- ari og Rögnvaldur Rögnvalds- son. Snæfellingamót verður haldið að Hótel Borg laugardaginn 8. janúar og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. Embættaveitingar Jóhann Þorkelsson læknir hef- ir nýlega verið skipaður héraðs- læknir í Ajkureyrarhéraði, Karl Guðmundsson aðstoðariæknir á Þingeyri hefir verið skipaður héraðslæknir í Dölurn — Alfred Gíslason, hefir verið skipaður lögreglusitjóri í Keflavík. Athygii ,skal vakin á því, að framtöl. til fcefirju- og eignaskatts eiga aö vera komin til • skatfcstofunnar fyrilr lok þessa mánaðar. Þeir, semi ætla sér að fá. að- stoð hjá Skattstofunni við fram- tal ætfcu ekki að láta það drag- ast, vegna vaxandi aðsóknar síð- a,ri hluta m.ánaðarins. Deildarfundur í Reykjavíkurdeild Kommún- istaflokksins verður haldinn kl. 81 í Kaupþingissalnum. Til um- ræðu: Verður sameiginlegur listi verklýðsflokkanna við bæjar stjórnarkosningarnar í Reykja- vík Dansskemtun heldur félag húsgagnasmiða- nema í kvöld í Iðnó kl. 10 e. h. Húsinu lokað kl. 12. Jón Blöndal cayi'd. polit hefir verið settur forstjóri trvggingaistofnana rík- isins í stað Bryn.jólfe Stefáns- sonar, sem nú fer að sínu fyrra sfcarfi. Nordahl Grieg á Teruel-vigsíööv- uu u iii. KHÖFN 1 GÆRKV. F.Ú. Norska skáldið Nordahl Grieg er staddur á Spáni umi þessar mundir og ók hann á isunnudag- inn var frá Bercelona til Teruel. Ýms norsk blöð birta skeyti frá honum í dag, þar sem hann seg- ir að stjórnin haldi enn öllum aðalstöðvunum v:ið Teruel, og telji her sinn ekki í neinni hættu fyrir gagnárásum uppreisnar- manna. Bretar mót- mæla aðförum rúmensku stjórnarinnar. LONDON I FYRRAKV. (FO) Breski sendiherrann í Rúmen- íu hefiir verið beðinn af breska utanríkisráðuneytinu að fara á fund rúmensiku stjórnarinnar og minna hania vinsamlega á aö Bretar telji sig samábyrga Rú- Kaffikvöld heldur Vesturbæjarsellan annað kvöld kl. 9 e. h. á Sjald- breið. Mairgt til skemtunar. Fé- lagar í Vesturbænum, sækið s'kemtunina vel. Nánar auglýst á morg.un. JjL Getmlal?)io Drottning frumskóganna Bráðskemtileg og afar spennandi æfintýramynd. Aðalhlutverkið leikur hin fagra; söngkona DOROTHY LAMOUR. Myndin jafnast á við bestu Tarzan- og dýramyndir er sýndar hafa verið. menum og fleiri þjóðum gagn- vart. minni hluta þjóðflokkum samkvæmt samningi þar að lút- andi, sem gerður var árið 1919. Samkvæmt þessum samningi skuldbundu Rúmenar sig ásamt nokkrum öðrum þ.jóðum, til þess að virða réttindi þjóðernis-minni hluta, trúarbragða-minnihluta, eða þess minnihlufca, sem talar sérst,a|ka tungu. Þar á meðal eru réttindi ti.1, þess að hafa sérskóla og til þess að nota tungmál minnihlutans á stjórnmálalegum vetfcvangi. Reykjavíkardleild K. F. I. Deiidlar f undup verður í kvöld fimtudag kl. 8-1 í Kaupþingssalnum. UMRÆÐUEFNI: Sameiginlegur listi Alþýðu- og Kommúnistaflokksins. í bæjar- stjórnarkasningunum í Reykjavík. Hver einasti félagi verður að mæta. Sýnið skírteini við innganginn. DEILDARSTJORNIN. Dansleik: heldur Félag húsgagnasmiðanema í Iðnó fimtudaginn, 6. þ. m. (Þrettándakvöld), er hefst kl. 10 e. hi Blue Boys spilar. Húsið opið til 12. NEFNDIN. Yickr Bama. Helena Willfiier 22. á sér. Grær upp úr jörðinni eins og tré. Svona — lítið þarna niðureffcir!« Hann benti á Helenu, sem. kom upp bratíían árbakkann ásamt Meier og Rainer. Henni var kalt og hún teygði. handleggina upp í heitt loftið. Eins og hún stóð minti hún hreint, ekki svo lítið á, tré, sem teygir greinarnar upp í, ljósið. »Hún er ljómandi falleg«, sagði Kolding læknir í þeim tilgangi að erta frú Yvonne, og það tókst von- um framar. Arnbrosius leit nú fyrst niður til árinnar. Síðustu vik urnar yar eitthvað veikindalegt komið yfir svip hans. »Fyrirta,ks hné«, sagði Samson með sérþekkingu. »Annar,s minina hné þýskra kvenna á diiska. En þær vantar það sem við á að éta ...« »Sko, þarna s]krí,ður svolítil kríthvít, kanína í land«, sagði May Kolding. »Nei, hvað þetta er gaman! Þarna leggja þau sig öll til þerris í sólskininu, saklaus eins og tindátar í ö^kju. Svolítið kvendýr milli tveggja karldýra, — viltu sjá Yvonne«. »Þarna eru einhverjir af stúdentunum mínum með«, sagði Ambrosius og það birti! yfir dapurlegum svip hans. »Þær eru báðar snotrar, þassar þarna niður frá«, sagði málarinn á frönsku, »en þær kunna ekki til ásta. Þér ætfcuð að þekkja Afríkukonuna, svörtu kcn- una — lala, — ilmur þeirra er eins og af öðrum heimii«. »Þær eru góðar fyrir sinn, hatt þessar«, sagði Am- broBÍus. »Ast! Hvað ætli yrði um þessar stúdentastelp- ur, ef þær ofan á alt annað væri á íkafi í ás,tamálum«. »Ö, þú heilaga einfelidni«, slagðii May Kolding og andva,rpaði. »Þér ættuð a,ð vita eitfchvað af því sem fram fer í þeirra hóp, herra, prófe,ssor«. Hópurinn á, árbakkan.um v>ar nú orðinn þur í sól- skininu. Sólin gekk til viðar, skuggarnir læddust fram. Froskurinn tók að hvakka; í ákafa. Einhversstaðar að kom steikarilmur. Nú voru Ijós kyeikt á, verönd gis.tihússins, og eftir það sýndist enn dimmra úti. Fyr en varði var kvöldið komið, og það andaði köldu ut- an af fljótinu. Þau fófcu að leysa bátana, en. sáu þá, að veifað var fcil þeirra ofan frá gistihúsinu. Yvor.ne Pastouri kall- aði á Rainer, — hún þekti hann nú fyrst, þegar ha,nn var kominn í föt. »Rainer«, kallaði hún. »Korndu, múnkurinn minn, og taktu lagið, við ætlum að dansa«. Þau stungu saiman nefjurn og urðu ásált um að taka boðinu. »Da,nsa — það var það eina sem á vanfcaði í dag«, hvíslaði Helena að Rainer og kleip hann í handlcgg- inn. Pasfcouri var á augabragðí búin að kynna þá sem ek:ki þektust. Véröndin va,r rudd í skyndi. Rainer settist við píanóið, og Samson tók sfcrax Friedel í fang sér. Krakkar komu upp að glerveggjunum og þrýstu nefunum flötum til að reyna að sjá inn, en þar óx gleðskapurinn jafnfc og þétfc. Koliding læknir dansaði hvað eftir annað við Yvonne, en þoldi loks e/kki hið starandi tillit Ambrosiusar, og dansaði einn dans við Ilelenu Willfúer, — en svo strax aftur við Yvonne. »Hvað er að«, spurði Rainer, hann fann að Helena stóð fyrir aftan hann. »Æ, það var svo sem ekkert. — En þessi Kolding lét einis og dóni meðan hann dansaði viB mig«. »Dóni? Við þig? A ég ajð —« »Nei, þá, átt ekki að gera neitfc. En hann þrýstir hnjánum inn ,á mann meðan hann dansar, það er svo a,ndsfcyggilegt«. Helena smeygðLisér með fram veggnum yfir til þeirra Ambrosiusar og Kranich’s. Þeir dönsuðu ekki en hor.fðu á hópinn sem snarsnerist í sífellu og þyrl- aði upp ryki. Það var eins og hvor um sig hefði um sig hjúp af sárum einmanaleika. »Viljið þér ekki dansa við mig, herra, prófessor«, spurði hún feimnislega. »Það er svo gaman, — gerið þér það — fyrirgefið«. »Þa,ð er fallega hugsað af yður, en, ég verð að biðja yður að hafa mig afsakaðan. Ég yrði eins og fíll 1 glervörubúð. Þakka yður fyrir samt, en — en> ég hef einkar gaman af að horfa á fólk dansa« — sagði hann og starði á hringiðuna. Helena hélt áfram: »En þér Kra;nich? Viljið þár ekki fá yður eimn snúning?« »Eg? — Nei, þakka yður fyrir — ég dansa ekki — eða næstum aldrei, — hef meira gaman af aö hox'fa i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.