Þjóðviljinn - 21.01.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1938, Blaðsíða 1
A - LISTINN Laugavegi 7 Sími 4824 3. ARGANGUR FOSTUDAGINN 21. JAN. 1938 16. TOLUBLAÐ Ihaldid ætlar ad binda skipin eftir kosningar! Ihaldið heldur aö það geti féflett sjómenn árum saman, síðan blekt þá til þess að kjósa sig, og svo rekið þá út á kaidan klakann. 'En það verðnr ekki. — l\ú kjósa sjómenn A-listann. Jón Pálsson frá Hlíð Jón Pálsson frá Hlíð druknaði við hafnargarðinn í fyrrinótt og f anst ljk hans rekið kl. 2 í gær. Jón var fæddur 3. aprí.l 1892 að Hlíð undir Eyjafjöllum og lagði fyrir ság hljómliatarnám, á yngri árum. Hann var mað- ur kátur og skemitirm í vinahóp, •en bat,t ekki bagga, sína að öllu leyti »sömu hnútum. og sam- ferðamenn«. Þjcðviljinn mun minnast Jóns síðar. Miðstjórn Kommún istaflokks Sovétrík- janna gagnrýnir framkomu flokksins gagnvart meðlimum sínum. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐV. MOSKVA I GÆRKVÖLDI Þessa dagana, stendur yfir fundur miðstjórnar og annara trúnaðarmanna Kommiúnista- flokks Sovétríkjanna. Þar hafa verið tekin til meðferðar helstu þingmálin og auk þess innan- flokksmál. Rætt var m. a. um villur hjá flokksdeildinni í sambandi við brottrekstra úr flokknum og hirðuleysi um áfrý.ianir slíkrá manna. Samþykti fundurinn aö flokksstjórnin skyldi sjá til að úr þessu yrði bætt franwegis. Auk þess voru tekin tjí m,eð- ferðar ýms mál atvinnuveganna, «og ákvarðanir gerðar um þa.u. Fundurinn leysti Postisjeff frá störfum í hinu pólitíska ráði miöstjórnarinnar og kaus í hans .stað Krútsjeff, ritara umdæm- isstjórnar flokksins í Moskva. I .skipulagsráð miðstjórnarinnar var Meklis kosinn. FRETTARITARI. lf-v AÐ ER VITAÐ, að strax eftir kosningarnar ætla útgerðarmenn sér að stöðva útgerðina og ganga út í harðvítuga deilu við sjómenn. Þetta eru sömu mennirnir, sem fyrir fáum árum mút- uðu Gismondi til þess að kaupa ekki fiskinn af íslensknm sjómönnum, mennirnir. sem lögðu ca. 100 króna skatt á hvern sjómann til þess að standa straum af miljónamút- um til spanskra fasista. En í dag ganga útgerðarmennirnir fyrir sjómennina og biðja þá að kjósa C-Iistann. — Sjómenn! Skipið ykkur allir sem einn um A-listann, lista alþýðunnar Ihaldið hefir einkennile.a:ar hugmyndir um sjómenn og hugsunarhátt þeirra. Fyrir hverjar kosningar birta íhaldsblöðin — sérstaklega Morgunblaðið — eftirmæli eftir druknaða sjómenn, myndir af þeim og ljóð um þá. — Þess á milli berst íhaldið á móti örygg- ismálum sjómanna og reynir af fremsta mætti að híndrra al- mennilega skipaskoðun, svo þaö geti téflt lífi sjóma,nna áfram í. hættu á manndrápsbollum sín- um. Fleðulæti Morgunblaðsins við sjómenn fara því alveg sérstak.. lega illa nú. Því nú er það vit- anlegt að eftir kosningarnar :cetla togaraeigendur að leggja toguýunum og ganga til harðvít- ugrar baráttu við sjómenn. Það er því ekki úr vegi, að rifja upp ofurlítið af því, siem í- haldið hefir gert fyrir sjómenn. Gismondi-samningurinii. 1933 var »hætta« á að fiski- menn landsins fengju nokkrum. aurum meira, fyrir kílóið af fiski en Kveldúlfur vildi gefa þeim. Hvað gerði Kveldúlfur þá? Hann sendi för^tjóra sinn Rich. Thors til Italí.u til að f á ít- alska fiskkaupmannin Gismondi sem bauð hærra í í'slenska fisk- inn en Kveldúlfur, til að hætta að kaupa fi,sk á Islandi. Fisk- hringur Kveldúlfs borgaði Gfa- mondi 330,000 krónur til að hætta að kaupa fisk hér, — og Kveldúlfsihiringurinn fékk áð sitja einn að því að ræna fiski menn Islands! Spánarmúturnar 1% milj. Vorið 1934 sömdu helstu a- trúnaðargoð íhaldsins, m. a. Ric- hard Thors og Magnús Sigurðs- ,son, við Spánverja um fiskinn- flutning og íslenska ríkis- stjóirnin varð vegna þeirra samninga að gefa út bráða- birgðalög, er lögðu »verðjöfnun argjald« á saltfiskinn, ca. 5 kr. á skippund. Fór það til að greiða sppnskum fasistumi og embætt- isrhönnum mútu'r, er námu alt að lf miljón króna. Þetta er framferði íhaldsim: gagnvart sjávarídveginum: leggja 5 kr. skattt á hvert skip- pund, ca. 100 k,r. á hvern sjó- mann, — til að greiða það í mút- ur til Spánar! Þetta er »föður- landsást« íhaldsins, »sjámanna- ást« Morgunblaðsins í reyndinni. Kveldúlfur og síldarprem- ían. Ihaldið hafói tækifærið síð- asta \<ft\ til að sýna hvað það m,einti með »umhyggju« sinni fyrir sjómönniumi Premían á togurunum, á síldveiðum, var að eins 3 aurar á máj, — eins og 1932, þegar málið seldist á 3 kr. en nú selidist það á 8 kr. Nú gat Kveldídfur sýnt sanngirni sína gagnvart sjómönnum. Vildi hann hækka premíuna:? Nei! Kveldúlfur lét prem.íuna haldast, — rœndi þannig af hverjimi sjámanni á togurunum um. 750 kyónuni. Nú heldur íhaldið að sjómenn þakki' þessa meðferð með því að kjósa, Kveldúlfslistann! Hvað bíður sjómanna, ef íhaldið verður ofan á? Ihaldsforkólfarnir, sem ráða togaraflotanum og fækkað hafa skipunum ár frá ári, hóta FRAMHALD A 4. SIÐU Stórkostleg loftárás á Bar- celona og Valencia. Fjölfarinni götu breytt á svip- stundu í auðn, þar sem ekkert heyrðist nema dauðastunur manna Eftir loftárás á Baircelona i veiur, þar sem 50 mai og fjöldi sœrðist. LONDON I GÆR (FO). Barcelona og Valencia urðu fyrir stórkostlegum lofárásum, í gair. Það er opínberlega tjlkynt, að í loftárásinni, sem, gerð var á Barcelona hafi 220 ma,nn,s farist og rúmlega 400 særst. Frétta- ritari. Reuters, sem staddur var í borginni er árásin átti sér stað, segir, að ein sprengikúla, Rem kom. niður á fjölfarna, götu í miðri borginni/ hafi á svip- stundu breyt,t alfaravegi, sem var iðandi af lífi, í a.uðn, þar sem ekkert heyrdist nema stun- ui' deyjandi ma.nna, en brot úr bifreiðum og kerrum. lág.u um alt, og dauðir hestar innanum kerrubrot.in. Sex sprengiflugvél- ar tóku þátt í árásinni, en hún var gerð á miðja borgina. Kínverskur her hef- ir tekið Wu-hu og sækir í áttina til Nanking. LONDON I GÆRKV. F.O. I fréttum frá Kína er sagt, að kínverskur her hafi nú um- kringt Wu-hu, en Japanir tóku þá borg skömm.u eft,ir að Nan- king féH'þeim í hendur. Einnig er sagt, að kínverskur her sæki fram, norður á bóginn meðfram járnbrautinni til Nanking. • Breski yfirforinginn í Shang- hai hefir bannað breskum þegn- um- að fara einir að kvöldi til eða næturlagi inn i þann hluta borg- arinnar, sem Japanir gæta, vegna lögleysisástandsins, sem þar ríki. Valencia varð fyrir þremur loftárásum í gær — tveimur snem.ma um morguninn, en einni síðar um daginn. Engar fróttir hafa. ennþá borist, um tjón það, ,sem þessar árásdr hafa* valdið, en gert, er ráð fyrir, að mann- tjón hafr orðið mdkið. ¦ LONDON I GÆRKV. F.O. 1 loftárásinnni, sem gerð var á Barcelona í gær, varð gífur- legt tjón á húsum. í miðbænum, auk manntjónsins, sem sagt, var frá í fréttum í morgun, 1 einni frétt frá. Valencia er sagt, að ekkert manntjón hafi orðið þar af loftárásum sem. gerðar vorti á þá borg í gær. ' Samfylkingai*- stjórn kosin í verkamaimafél. Þróttur. Aðalfundur Þróttar á; Siglu- firði var ha.ldi.nn í gær , og var prýðilega. sóttur. Ný stjórn var kosin fyrir fé- lagið og voru þessir. kjörnir, án nokkurra mótatkvæða: Jón Jóhannesson, formaður. Gunnar Jóhannesson, varaf. Friðjpn Vigfússon, ritari. Þóroddur Guðmiundsson, gj.k. Kristján Sigurðsson, meöstj. Alment er yænst mjkils sigurs af lista, Kommúnistaflokksins og Alþýðuflokksins, þrátt fyrir það þótt íhaldið reyni með öllu mögulegu móti að ýf a upp gaml- ar erjur milli verklýðsflokkanna þar nyrðra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.