Þjóðviljinn - 23.01.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.01.1938, Blaðsíða 4
!8 Mý/o P5io sa Elskadi f lakkariim Ensk kvikmynd sam- kvæmt víðfrægri skemti- sögu með sarna nafni eftir Wm, Locke. Aðalhlutverkið leikur kvennagullið Maurice Chevalier ásamt Betty Stockfeld, Margaret Lockioood o. fl. Aukamynd: Frá London. Sýnd í kvöld kl. 5, 7 og 0. Lœkkað verð kl. 5. Næturlæknir í nótt Jón G. Nikulásson, Freyjugötu 42, sími 3003, aðra nótt Kjartan ölaifsson, Lækjar- götu 6b, sími 2614. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. Utvarpið í dag 9.45 Morguntónleikar: Kvart- ett í B-dúr, Op. 67, eftir Brahmsi (plötur). 10.40 Veðurfiregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson). 12.15 Hádeg'isútvarp. 13.00 Enskukensla, 3. fl. 13.25 íslenskukensla, 3. fl. 15.30 Miðdegistónleiikar frá Hó- tel Island. 17.10 Esper,antókensla. 17.40 Ctvarp til útlanda (24.52 m.) 18.30 Barnatími. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljomplötur: Létt slav- nelsk lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Eírindi: Lífsskoðun Mal- ayaþjóða, II. (Björgúlfur Öl- afsson læknir). 20.40 Otvarpskórinn syngur. 21.05 Upplestur: »Að Sólbakka« (ungfrú Pórunn Magnúsdótt- ir). þlÓÐVILIINN 21.30 Hljómplötur: Svíta, Op. 19, eftir Dohnanyi. 21.55 Danslög. Utvarpið á morgun 19.20 Hljómplötur: Létt lög. 19.30 Auglýsingar. 19.35 Fréttir. 20.00 Stjórnmálaumræður um bæjarmál. A-listinn þýðir atvinna, C-listinn at- vinnuleysi. Herðið áskrif- endasöfnunina Þrjá undanfarna daga hafa, aðeins þrír nýir á- skrifendur komið að Þjóð viljanum. Félagar, munið að framtíð blaðsins er komin undir áskrifenda- söfnuninni. k a u p endar fá blaðið ókcypis til næstu mánaðamóta Kjósið A-listann. & Gamlö r^o % S vefn gan gan Sprenghlægileg amerísk gamanmynd. Aðalhlutverkið leikur Charlie Ruggles AUKAMYND: Skipper Skrœk. Sýnd kl. 7 og- 9. Alþýðusýning kl. 5. TIL DRAUMALANDSINS Síðasta sinnj Bamasýning kl. 3. SLÆPINGJARNIR Meið Litía og Stóra Póstferðir í dag Frá Reykjavík: Þingvellir. Póstferðir á morgun Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, ölfuss og Flóa-póstar (öf. Eb. Stk.) Hafn- arfjörður, Seltjamarnes, Fagra- nes til Akraness. Til Reyjcjavíkw: Mosfellssveitar-, Kj alarness-, Kjósar-, Reykjanessi-, ölfuss og Flóa-póstar. Hafnarfjörður, Sel- tjarnames. Grímsness og Biskupstungna- póstur. Fagranes frá Akranesi. Brúarfoss frá Isafirði. Lyra frá Bérgen. Skipafréttir Gullfoss .fór í gær frá Khöfn til Leith, Goðafoss er í Kaup- m.annahöfn. Brúarfoss kom til önundarfj. í gær. Dettifoss er á leið til Leith, Selfoss er á leið frá Antwerpen til Hamborgar. A-Iistinn er listi alþýðunnar, listi Kommúnistaflokksins og Al- þýðuflokksins. Málai-asveinar Munið aðalfund félagsins í Alþýðuhúsinu kl. 11 í dag. Æskulýðsfundur verður haldinn í Gamla Bíó á þriðjudaginn kemur, stundvís- lega kl. 6 e. h. Nánar auglýst síðar. Fánagangan F. U. K. félagar, sem eiga félagsskyrtur ha.fi m.eð sér skyrturnar, niður í K. R.-hús í dag. Utvarpsumræður um bæjarmálin hefjast á morgun og’ halda áfram á þriðjudaginn. Fyrisr hönd kommúnista tala á morgun Einar Olgeirsson og Bjöirn Bjarnason. Annar talar í 25 mín., en hinn í 20 mínútur. Sími kosninga- skrifstofunnar er 4824. Kvenfélag Alþýduflokksins lieldur almennan kvennalund éyrir allar stuðningskonur A-listans í. alþýðuhúsina Iðnó í dag, kl. 2. e. h. Margar ræðukonur, þar á meðal efsti fulltrúi kvenna á A-listanum. Ennfremur taka til máls á fundinum Har- aldur Guðmund&son ráðherra og Einar Olgeirsson, rit- stjórj. Ýms skemtiatriði verða, á milli ræðanna, söngur og íieira. Inngangur kostar 25 aura. Aðgöngumiðar seldir við innganinn. Konur fjölmennið stundvíslega. STJÖRNIN F. U. J. F. U. K. Fánaganga verður farin í dag. Skorað á allan frjálslyndan æskulýð og annað al- þýðufólk að mæta. Kjósid A-listannl Mætid í K-R.-húsinu kl. 1 í dag. Stjórnir félaganna. Vicky Bamn. Helena Willfiier 36 »Nei, ég vinn fyrir mér sjálf«. »Sjá.lf, — gott. Þér hafið varla mikið umleikis? En ef þér eruð í sjúkrasamlagi, kostar það dvöl yð- ar á íæðingarstofnun, þegar þar að kemur. Þér þurfiö engu til að kosta, og fáið einnig styrk handa barn- inu íyrst á eftir. Það er til allrar hamingju búið að samþykkja það, að ógiftar mæðu'r haldi borgara- rét,tinidum. Þér vitið að þér hafið fult leyfi til að skrifa yður frú? Það er bara uim að gera að missa ekki kjarkinn. Á ég að seg'ja, yður hversu mörg börn fæðast á hverju ári utan hjónabands? Hagskýrslurn- ar sý.na að það er me.sti fjöldi, og að þeim vegnar síst ver en öðrum börnum. Þetta eir ekki eins ískyggi- legt og þér haldið«. >Æru líka til hagskýrslur«, — Helena talar lágt og hægt og tekur á öllu sem hún á, tfl, — eru líka til hagskýrslur um það, hvehsu mörg börn ná ekki að fæðast?« Frú Gropius lítur snögt upp. Hún, haföi ekki búist við slíkri spurningu frá skrifstofustúlku. >.‘Nei«, ,segir hún, »en ég já,ta, að það yrði geysihá tala. En við skulum halda okkúr við hagskýrslurn- ai', frú Schmidt, og ég skal segja yður hversu marg- ar mæður deyja af fóstureyðingatilraunum. Deyja við ógurlegar kvalir og eymd«. »Það er þessvegna sem ég kem til yðar«, sagði Hel- ena lágt. »Þessvegna, þessvegna! Allar komið þið til min, ég á að hjálpa. En ég get það ekki, ég lít, á það sem siðferðilega rangt að velta þannig ábyrgðinni yfir á annara herðar. Það er harðneskja lífsins sem gerir mann sterkan. Ég er líka kona, ég veit hvað ég er að segja«. »Frú Gropius«, segir Helena lág't, og leggur nú á tæpasta vaðið, »ég skrökvaði áðan, ég er við nám og bláfátæk, þér vitið kanske hvernig það er. Ég er mitt í doktorsritgerð, og á engan að. Ég he'fi hvorki tíma, efni eða, aðstæður til að fæða barn, eiga það og ala upp. Ég er tuttugu og eins árs og hef brotist áfram með stöðugum. afneitunum og fórnum. Ég get ekki hætt námi, en ég get held,ur ekki sótt fyrirlestra eða unnið á tilraunastofunni svona, á, mig komin. Ég heiti á yður sem vitið hvað það er erfitt fyrir kon- ur að brjótast. til menta, ég heiti á yður-------«. Hún lyfti höndunum til konunnar í hvíta læknis- sloppnum, en þær féllu aflvana niður á, borðið. Þaó varð dauðaþögn, og ekkert heyrðist, nema suðuniður í vatni, sem stóð yfir gaslogai. >/Veslingurinn«, sagði læknirinn, og lagði sterkar hendur sínar yfir hendur Helenu. »Sama. eymdin hvern einasta dag. Ég get ekki hjálpað, ég þori það ekki. Ég verð að senda þær frá mér, blátækar kon- u^, sem eiga fimm-—sex börn, og hafa ekki hugmynd um livað þær eiga af sér að gera. Já, — ef ég mætti ráöa! Þá væri íyrir löngu farið að kenna opinber- lega takmörkun barneigna. En það veirður víst langt þangað til, enn eru í gildi ]>es,si arndstyggilegu laga- ákvæði. Þér eruð við pám? Jú — ég veit, sannarlega hversu erfitt það getur1 verið. En getið þér krafist þess að ég vogi stöðu minni og allri avinnu, yðar vegna? Ég hvorki get né þori að hjálpa yður, frú Schmidt. En, ég verð alvarlega. að ráðai yður frá því að fara tjl skottulækna, ég fæ of margar konur illa útieiknar úr höndunum á þeim. Hugsið yður um. Hugsið til þess að ]>ér berið örlitla, gróandi veru í yður, sem einhverntíma getur orðið aleigan yðar, upp- haf lífshaming-ju yðar. Þér megið ekki láta kvíðann ná. valdi á yður, frú Schmidt, þér eigið að vona«. »Já«, sagði Helena og stóð á fætur. Hvað átti hún að borga fyrir læknisskoðunina? Hún hafði ekki skynj að neitt annað af ræðu læknisins, en neitunina. »Borg'a, — ekki nokkurn skapaðan hlut. Ef þér viljið, megið þér leggja aura í safnbaukinn við úti- dyrnar, handa munaðarley,singjum«. Ungfrú Willfuer reikar gegn um biðstofuna, þar er búið að kveikja,. Rennandi rigning, vinhviður fyrir hvert götuhorn. Dapurt vonleysi. Hvað átti nú að taka til bragðs? Öll alþýðuæskan tekur þátt í fánagöngu F. U. J. og F. U. K. - Mætió í KR-húsinu kl 1 e. h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.