Þjóðviljinn - 25.01.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.01.1938, Blaðsíða 4
se I\íý/a r5io a£ Elskaði flakkarinn Ensk kvikmynd sam- kvæmt víðfrægri skemti- sögu með sama nafni eftir Wm. Locke. Aðalhlutverkið leikur kvennagullið Maurice Chevalier ásamt Betty Stockfeld, Margaret Lockwood o. fl. Aukamynd: Frá London. Úr borginnl Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur- Iðunnarapóteki. Næturlæknir í nótt er Kristín Ölafsdóttár, Ingólfsstræti 14, sími 2161. IJtvarpið í dag 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðuffregnir. 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljóimplötur: Létt lög. 19.30 Auglýsi.ngar. 19.35 Fréttir. 20.00 Stjórnmá.laumræður um bæjarmál. Skipafréttir Gullfoss er á leið til Leáth frá Kaupm.anna.höfn, Goðafoss er í Hamborg, Brúarfoss er í Reykja vík, Dettifoss fór frá. Akureyri í fyfrilnótt, Lagarfoss kom til Djúpavogs í gærmorgun, Selfoss er í Antwerpen, Lyra er vænt- anleg í kvöld. A-listinn þýðir atvinna, C-listinn at- vinnuleysi. Skídaskór, allar stœrðir GamlarSlo tft Srefngangan Sprenghlægileg amerísk gamanmynd. Aðalhlutverkið leikur Charlie Ruggles AUKAMYND: Skipper Skroék. Karlakór Verkamanna Póstferðir í dag Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóarpóstar (öf. Eb. Stk.) Hafn- arfjörður, Seltjarnarnes. Lax- foss til Akraness og Borgarness. Bílpóstur í ’Húnavatnssýslu. Fagranes til Araness. Til Reykjavíkur: Mosfellæveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Re.ykjaness-, ölfuss og Flóa-póstar (öf. Eb. Stk.) Hafn- arfjörður, Seltjarnarnes, Fagra- nes frá Akranesi. Æskulýðsfundurinn í Gamla Bíó í kvöld hefst kl. 6. Mangir ræðumenn og ágæt skemtiatriði. Aðgöngumiðar af- hentir í kosningasly’ifstofunni á Laugaveg 7. bæði á börn og fnllorðna. Bankastræti 2 Munið áð mæta í Gamla Bíó kl. 6,30. kaupendnr fá blaðið ókeypis tii næstu mánaðamóta F. XJ. J. F. U. K. Æskulýðsfundur A-listans i Norðiensk saltsíld í dósum. 5 stk. 2,00 10 stk. 3,00 15 stk. 4,00 20 stk. 5,00 G^kaupfélacjið í kvöld kl. 6 verður almennur æskulýðsfundur haldinn í Gamla Bíó. Þar tala: Haraldur Guðmundsson, atvinnumálaráðherra, Einar Olgeirsson, alþingismaður, Guðberg Kristinsson, Guð- mundur B. Vigfússon, Guðjön B. Baldvinsson og Áki Jakobs- son. Auk þess kemur fram talkór A-listans og Karlakór Verkamanna undir stjórn Hallgríms Jakobssonar. Aðgöngumiðar seldir á kosningaskrifstofu A-listans, Lauga- veg 7. — Tryggið ykkur miða í tíma. Öll alþýðuæska í Gamia Bíó í kvöld! A-listiun er listi alþýdnnnar Vlcky Bauin. Helena Willfuer 37 Halda heim, heim í loftherbergið, heim að rannsak- andi augnaráði frú Grasimúcke, og til sipurninga Gulrapps. Heim til hans, Firilei og blekkingarleiksins með hina kátu og síduiglegu Helenu Willfuer í aðal- hlutverkinu. Nei, nei, hún gat það ekki framar. Ungfrú Wiíllfúer sest inn í bíó, og situr þa,r gegn- blaut í samfelda þrjá klukkutíma. Stund og stund getur hún gleymt ástandi sínu vegna I>ess sem er að fara fram uppi á spjaldinu. Svo er það búið. Út- göngumars. Út í regnið aftur. Hún er dauðsvöng. Sitiur bak við súlu, á kaffisölu og fer í gegnum, litlu tvíræðu auglýsingarnar á öít- ustu síðu blaða,nna, sem lofa öllu fögru, hvernig sem á stendur. Hún fær sér glas af líkjör og telur pen- ingana sína. Hún er orðin fimitíu mörkum fátækari, en engu næ.r. Hún situr þa,rna bak við súluna, þang- að til hún heyrir enn síðasta marsinn, þá fer hún á brautarstöðina og isækir töskuna sína og kemur sér í lí.tið, (klýrl, giistihús, o,g það ætlar hvað eftir annað að líða yfir hana, Sofa. — sofa sem lengstr Þegar Helena lagði' af stað daginn eftir, var enn- þá rigning. Hún fór nú eftir auglýsingunum, en varð lítið ágengt. Frú Winter, ljósmóðir, va,r ekki heima. Ungfrú Morholm var sú næsta, hún var ung stúlka' og djarfleg, ekki ósvipuð Helenu sjálfri í framkomu. Þær töluðu lengi saman. En nei — hún gat ekki hjálp- að Helenu, og kom með sömu röksemdirnar og fró Gropius. Heimskuleg lagaákvæði, óskaplegt, ástand, en samt —. Stundum dugðu sinnepsplástrar — það var að vísu bannað með lögum að gefa slíkar leið- beiningar. Frú Fritederichs, fyrverandi Ijósimóðir, — þannig stóð það á dyraspjaldinu hennar, var grönn kona, með eldhússvuntu. Hún bauð Helenu inn í stofu, þar sem þykk gluggatjöld voru dregin fyrir gluggana, alt var fult af 'glingtri, og á veggjunum voru glermyndir af lúðurþeytaranum frá Sákkingen og höllinni í Ileidel- berg. Ljósmóðirin fyrverandi — hversvegna fyrver- andi — kom. aftur, og', hafði nú haft skipti á eldhús- svuntunni og hvítum slopp, og átti sá klæðnaður vafa- laust að hafa áhrdf á vinnukonurnar, sem leituðu til hennar. Helena veit nú orðið hvernig hún á að koma orð- um að erinidi s,ínu. Jú, frú Friedetrich lofar að .hjálpa, henni, hún gerir það auðvitað af einskærri meðaumkvun, og segir eitt- hvað um freistingarnar og æskuna. Helenu býðui' viö masinu í henni, en þá hefir hún þó loks fengið von um úrlausn. Hún borgar 100 mörk og fær herbergi hjá Ijósmóðurinni. Morguninn eftir á »uppskurður- inn« að fara fram,. Helena er ein eftir í herberginu, og sezt á rúm- stokkinn til að hugsa ráð sit,t. Það er einhver óþefur í herberginu og engin leið er að opna- glugga. Rúm- fötin etu nýþvegin og r.ök, yfir .rúmdnu er veggteppi, með mynd af ljóni sem er að rífa í sig rauðan kálf, þetta er alt eins, og vondur draumur, en nú var um að gera að gugna ekki. Eftir tvo daga var það alt afstaðið. Henni dettur Gulrapp í hug, og óskar sér til henn- ar, heim á herbergið þeirra, heim í tilraunastofuna, meira að segja heim tjl hans Meiers. En Firilei, er það ekki undarlegt, hún hefir ékki munað eftir hon- um Firilei! Það versta við herbergið eru þó veggirnir, þeir eru svo hljóðbærir. Hún heyrir veiikar stunur, einhver kveinkar .sér lágt en stöðugt, eins og hana skorti mátt til að hljóða, Það er verið að kvelja og pína konu bak við þetta þil, það er eitthvað að ske þania, einmitt nú og Helena grípur dauðahaldi í rúmstokkinn. Frú Friederichs færir henni bolla af kaff.i, og er sýnilega oróleg, þó að hún reyni að láta ekki á því bera. vHvað er að«, spyr Ilelena, og kdnkar kolli í áttina til þilsins. »Er einhver að eiga barn þarna innii?« Frú Friederichg svarar ekki spurningunni. »Hún á bágt vesalingurinn, — yður gengur vafalaust, bet- 1 ur, þér eruð duglegar og hraustar. Svo læðist hún

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.