Þjóðviljinn - 29.01.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.01.1938, Blaðsíða 2
8 Laugardagirm 29. janúar 1938. íhaldið skamtar styrkpegunum smærra en hund- unum er skamt- að í Tungu, En Jónasi fínst það samt of mikið! 1 Tungu kostwr það 1 krónu á dag fyrir hundirm. 1 Reykjavík lœtur íhald- ið sér nægja að bo'rga 80 a,ura á dag tjl styrkþegans. Réttur hundsins er fimt- ungi meiri en mannsins. Þetta eru mannréttindin í Reykjavík íhalds, sem kennir ság við sjálfstæði. En Jónasi frá Hriflu, sem þykist vefra sérstakur forvörður lýðræðis, finnast þessi, mannréttindi of mikil! \ Hvað segið fnð, lýðrceðis- sinnar? Svarið 30. janúar öllum árásum á mannréttindin með X við A. Steinn Steinarr og útvarp^ráðið • Útvarpsráð gaf í gær svar við fyrirspurn minni hér í blaðinu, en fór undan í flæmingi. Fyrsta viöbára: Það er ekki föst venja, að skáld fái að lesa upp úr nýútkomnum verkum. sínum í Útvarpinu. En það er að minsta kosti svo föst venja, að það hlýtur að vera undantekning, ef rithöfundi, er gefur út bók e,ftir sig, er neitað um, upplestur eitt skifti eða jafnvel oftar. Og ef þetta er ekki venjan, eftjr hvaða reglum er þá farið um val þeirra skálda, sem greiðlega fá að lesa upp í Útvarpinu? Þá hlýtur að vera eitthvert mat. Og, stenst ekki Steinn Steinarr það mat? önnur viðbára: Steinn Stein- arr hefir oft, áður fengið að lesa upp í Útvarpið. Það er rétt. Hann las upp kvæði eftir sig, þegar fyrri Ijóðabók, hans kom út. Síðan hefir hann nokkrum sinnum lesið upp eftjr önnur skáld. En því undarlegra er eiinmitt, að þegar kem.ur ný ljóðabók eftir hann sjálfan, skuli tekið fyrir það, að hann fái að lesa upp. Það verður ekki annað séð en neitunin standi í sambandi við hin nýju ljóð Steins, og beri að skoðast sem dómur útvarpsráðs yfir skáldskap hans. Og það et’ þetta, sem við vilj- um. fá svar við: Þykir útvarps- ráði Steinn Steinarr ekki fram- bærilegur á við önnur skáld, sem það leyfir upplest,ur úr rit- verkum sínumi? Ef svo er, telj- um við hann órétti beittan. Og við þeim órétti viljum við ekki þegja. Sé þetta mnsskilningur og neitunin aðeins bundin við á- kveðið kvöld, en enginn útilok- unardómur yfir skáldskap ÞJOÐVILJINN Andlit Jónasar frá Hriflu á Reykjavik. Hvaö verður gert ef íhaldið og Jónas frá Hriflu fá meirihluta við bæjarstjórnarkosningarnar? I upphafi kosningabaráttunn- ar tilkynti Jónas frá Hriflu í Nýja dagblaðinu að Framsókn- arflokkurinn ætlaði sér að »set,ja nýtt andlit á Reykjavík« ef hann fengi oddaaðstöðu í bæjarstjórn- inni. Það er því býsna fróðlegt að athuga hvernig Jónas og hans menn hyggjast að ráða fram úr þeim vandamálum,, sem skapað hafa alþýðu bæjarins mest böl og vandræðj undir ó- stjórn íhaldsins, sem, sé atvinnu- leysinu og fylgifisk þess, hiinu geysimikla fátækraframfæri. Margar greinar og stórar hef i.r N. dagbl. flutt! um þessi mál og Jónas hefir flutt útdrátt, úr nokkrum þeirra í útvarpinu, en þar etr hvergi reynt svo mikið, sem. með einu orði að benda á nokkra leið til bóta hvað þá að finna varanlega lausn, heldur er blaðrað fram og aftur um það, hve gifurlegum fjárfúlgum sé eytt í styrkþegana, að þurfa- menn bæjarins lifi í sukki og svallil (fyrir 80 aura á dag!), hrokafullir og heimtufrekir, að fullvinnandi, hraustir menn hætti hópum saman að vinna, segi sig á bæinn og lifi síðan í sús og dús á kostnað þeirra fáu, sem. ennþá nenni að vinna, óg þar fram eftir götunum. »Lausn« Jónasardeildar Fram sóknarflokksins er auðvitað í ,sama anda. Hún er í stuttu máli á þessa. leið: Hihn geysihái peningastyrkur skal skilyrðislaust afnuminn. Aftur á móti skal stofna mötu- neyti .fyrir alla styrkþega bæj- arins og skal framreiddur »fá- brotinn og ódýr, íslenskur mat- ur«. Ennfremur á hver styrk- þegi að fá einhverjar »ódýrar« flíkur tii þess að skýla með nekt sinni. Stéins frá Útvarpinu, þá er aft- ur tími til að sættast við út- varpsráð. Kmstinoi Andrésson. Atvinnubótavinnuna og bæj- arvinnuna á að afnema að mestu leyti.. Aftur á, móti á að láta styrkþegana vinna í þegn- skylduvinnu þá verkamanna- vinnu, sem bærinn þarf að láta framkvæma. Og að lokum. á, svo að birta ár- lega. opinbera skýrslu yfir alla þá, sem neyðast t,il þess að leita á, náðir bæjarins og verða að sæta þassum kjörum. Og þegar alt, þetta er orðið að veruleika, þá er Jónasarandlitið nýja loksins kom,ið á Reykjavík! Nú kynni einhver að hugsa sem svo, að eflaust væri nú hug myndin hjá. Jónasarliöinu að hefjast handa um, ýmsar verk- legar framkvæmdir, jafnframt þessum breytingum. á fátækra- framfærinu, sem myndu auka atvinnuna í bænum, bæta af- komu fólks að einhverju leyti og minka þar með þörfina fyrir op inberan styrk. Já, að vísu hefir lítið eitt verið ymprað á þessu í N. dagblaðinu, en þegar athug- að er hvernig Jónas segist ætla að haga þessum .framkvæmidum og afla fjár til þeir.ra, þá kem- ur aumingjaska.purinn og’ undir- lægjuhátfurinn við íhaldið og braskarana enn skýrar fram en áður. Þ. 25. þ. m, segir N. dag- blaðið að Fram.sóknarflokkur- inn vilji láta byggja flughöfn og flugsíkýli í Vatnagöirðum. Síðan segir blaðið orðrétt: »Spyrjið íhaldið hvar taka eigi peninga til þess að koma slíku verki í framkva>md, þá er auðvelt að sv-ara því. Reykjavíkuríhaldið á, að spara kostnaðinn við flugvöllinn og flugskýlið í Vatnagörðum. á einu ári, með því að t-ilkynna það með mánaðarfyrirvara að tekið verði að birta opinberar skýrslur um hverjir ,séu á fátækrafram- færi í höfuðstaðnum.«. Lengra verður tæplega komist í vesaldómi ög úrræðaleysi gagn- vart þeim vandamálum, sem nú bíða úrlausnar í bæjarmálum Reykjavíkur, eftir langvarandi óstjórn og athafnaleysi íhalds ins. Þeir menn, sem sýna af sér slíka vesalmensku og dæmalausr an fjandskap gagnvart fram- fara og menningarbaráttu al- þýðunnar eiga ekkert, erindi í badaltstjórn. Þeir eru best komnir á Ihaldsgripasafni. Það er einnig vert að hugleiða það hver áhrif slík þrælameð- ferð hefði á fólk, ef þetta yrði nokkurntíma framkvæmt. Svift öllu persónulegu frelsi, rekiö eins og fénaður á stall í mötu- neytið, auglýst: og stimplað op- inberlega, sem ölmusumenn og ónytjungar, og þannig smátt og smátt brotið niður siðferðisþrek þess og sjálfsvirðing. Þar með væiri búið að skapa þann lág- skríl og Grímsbý-lýð, sem Jón- asi hefir verið svo ákaflega tíð- rætt um í skrifum sínum. um Reykvíkinga. Aö vísu e'r hlér ekkert. nýtt prógramm á ferðihni. Þetta er aðeins það, ,sem. stóra íhaldið langar í hjarta sínu að fram- kvæma ef það gæti, en þorit bara ekki að láta það uppskátt af ótta við aö missa fylgi þess hluta alþýðunnar, sem hingað til hefir gefið því atkvæói sitt. Þessvegna er nú litla íhaldið, Jónasardeild Framsóknarflokks ins sent út af örkinni. En hörmulegt eT það fyrir aum- ingja Jónas, manniinn, ,sem áður fyr barðist djarflegast gegn aft- urhaldinu í landinu og hafði á stefnuskrá sinni alhliða viðreisn atvinnulífsins til sjávar og sveita, skuli nú vera orðinn aö vesælum fálmara fyrir braskara .stéttána, En svona fór það líka með hina margumtöluðu »bar- áttu« Jónasar gegn dýrtíðinni í Reykjavík. Eftir að hafa skrif- að látlaust í mörg ár um það, a,ð Framsóknarflokkurinn ætlaði sér að berjast gegn dýrtíðinni í Reykjavík, gekk Jónas í lið með heildsalaklíkunni til þess að Efsti y>höfðinginnx á lista íhaldsins. reyna að eyðileggja neytenda- hreyfingu alþýðunnar, Pö'ntun- arfélag verkamanna, þetta öfl- ugasta vígi gegn dýrtíðlnni, sem. enn hefir verið reist í höf- uðstaðnum'. Jónas valdi félag- inu ýms hæðileg nöfn í þessari árangurslausu baráttu, kallaði það Pöntunarfélag Morgunblaðs- rnanna, vindbólu, eiturbólu o. fl. Þannig var nú framkvæmdin á þessu stefnuskráratriði Jónas- ar frá Hriflu. Síðan hefir hann að m,e,stu þagað um það mál, eu nú er það aftur á móti barátta alþýðunnar fyrir aukinni at- vinnu og menningu, sem hann ætlar að kveða niður með sömu liðsmönnum og í- herferðinni gegn neytendahreyfingunni. Al- þýðan verður að sfjá, um að sú herferð fari á sömu leið og hin fyrri. Aðeins verklýðsflokkarnir, þeir flokkar, sem standa að A- listanum, hafa bent. á færa leið út úr því ófremdarástandi, seim nú ríkir í atvinnulífi bæjarins og stjórn hans. 1 starfsskrá Al- þýðuflokksins og Kommúnista- flokksins er mörkuð sú stefna í bæjarmálum, sem flokkarnir ætla. að framkvæma ef þeir ná meirihluta í bæjarstjórninni. Leiðarljós þeirrar stefnu er fyrst og fremst sú kenning, að eina leiðin til þess að bæta kjör almennings svo að til frambúó- ar sé, sé einmitt það að láta sem ílesta þegna þjóðfélagsins vinna einhver nýti’eg störf í þágu þjóðfélagsheiliarinnar, að sem flesíir taki þátt í því að vinna auðæfin úr skauti náttúrunnar. Og þegar svo er komið að allir þeir, sem geta unnið, hafa feng- FR 4MHALD á 4. síðu. Þannig lítur kjörseðillinn út áður eii kosið er: Kjöpseðill við bæjarstjórnarkosaingar í Reykjavík 30. janúar 1938. A-listi B-listi C-listi D-listi 1. Stefán Jóh. Stefáusson. 2. Ársæll Sigurðsson o. s. frv. 1. Jónas Jónsson 2. Sigurður Jónasson o. s. frv. 1. Guðm. Ásbjörnsson i 2. Bjarni Benediktjsson o. s. frv. 1. Öskar Halldórsson 2. Jón Aðils o. s. frv. Pegar A-listinn hefir verið kosinn rétt, lítur kjörseðillinn pannig út: X A-Iisti B-Iisti C-Iisti D-lisíi 1. Sterfán Jóh. Steíansson. 2. Ársæll Sigurðsson o. s. frv. 1. Jónas Jónsson 2. Sigurður Jónasson o. s. frv. 1. Guðm. Ásbjörnsson 2. Bjarni Benediktisson o. s. frv. 1. Öskar Halldórsson 2. Jón Aðils o. s. frv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.