Þjóðviljinn - 02.02.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.02.1938, Blaðsíða 1
Gerist áskrifendur 3. ARGANGUR MIÐVIKUDAGINN 2. EEBR. 1938 26. TOLUBLAt* Rússnesku pól- s farana rekur 120 mílur á 6 dögum. Rússneska gufuskipið »Rab- otsji« sekkur í noröurhöfum. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS MOSKVA I GÆRKV. Gufuskipið »Rabotsji«, sem. hafði vetursetu í Laptiska haf- ínu, skrúfaðist niður í ísnum þann 23 janúar. Þann 21 janúar byrjaði ísinn að þrengja mjög að skrpinu og hélt því áfram allan daginn og næsta dag 22. janúar. Klauf ís- inn skipið og sökk það litlu síð- ar. Skipshöfnin bjargaðist og mestur hluti matvæla þeirra og áhalda er hún hafði með sér. Hefir skipshöfnin nú komist með farangur sinn yfir í annað skip, sem líka eir statt, skamt frá því, sem »Rabotsji« sökk. Skipshöfninni líður allri vel. FRETTARITARI FRÉTTAST. ÚTVARPSINS Fréttastofunni hefir borist skeyti frá Jan Mayen, ,sem kom í ffegnum loftskeytastöðina á Isaf irði og skýrir frá hvernig á- statt er uxn Rússa þá, sem eru á reki á hafísjaka í Norðurhöfum. Skeytið er á þetssa leið: Síðustu sex sóLarhringana hef- FRAMHALD á 4. STÐIi Kínverjar hopa undan við Tientsin-Pukow járnbrautina. Otbeldi Japana niagnasl heima og í Kína. Gata í Shanghai. LONDON I GÆRKV. (FÚ). Kínverjar viðurkenna að hafa beðið lægra hlut í orustu við Tientsin-Pukow járnbrautina. en aðeins eftir að Japanir höfðu Laldið uppi árásum sínum í heila viku. Kínverjar segja að framsókn japanska hersins hafi nú verið heft. Japanska herstjórnin í Shang- hai hefir látið taka af lífi 7 Kín- verja, sem sakaðir voru um aö hafa varpað handsprengjum í því skyni að vinna. Japönum, tjón. Japanska stjórni'n hefir á- kv2ðið að bjóða út stríðslán í miðjum febrúar, að upphæð 17V miljón sterlingspund. Einnig verða lagðir á nýir skattar, sem ætlast er til að gefi af sér jafn- mikla upphæð. Stjórnin í Tokíó lætur nú taka höndum ýmsa menn, sem sakaðir eru um stuðning við kommúnista og Jiefir þetta að þessu sinni aöallega bitnað á prófessorum við háskóla og lærðum mönnum. Þar á meðal hefir einn prófessor verið hand- tekinn, en hann er sonur há- skólakennara, sem á sinni tíö varð frægur fyrir það, að hann varð fyrstur til að draga í efa guðdómlegan uppruna Japans keisara. Bretar anka gæsluna vid Spánapstrendup. Kaibátar uppreisn- armanna eru ítölsk eign, þó að þeir sigli undir fáxia Francos - segir span ska stjórn in. LONDON I GÆRKY.F.O. Bretar æ'tla sér að auka gæslustarfið í vesturhluta Miðjarðarhafsins, vegna árás- arinnar á >»Endymion«. Spanska stjórnin hafði »En- dymion« á leigu og var skipið að flytja kol frá Gi- braltar til Cartagena þegar því var sökkt. Fjögur bresk herskip eru nú að leita kaf- bátsins sem skaut luiulur- skeytinu á »Endymion« og fjórir tundurspillar lögðu af stað frá Gibraltar í dag til viðbótar. »Endymion« var ekki búilnn loftskeytatækjum og var 20 sjó- mílum, utan við þá siglingaleió, sem skipum hafði verið ráðlagt aö fylgja. Þetta er fyrsta skip i breskri eign, sem sökt er síðan Enskar sjóflngvélar rið gæsla í Miðjardarhafinu. Nyon-sáttmálinn var gerður í síðastliðnum september. Sendisveit Spá.nar í London hefir notað þet.ta tilefni til þess að taka það fram að allir kaf- bátar og nokkuð af tundurspilj- 'um þeim, sem upprefenarmenn á Spáni nota, séu í ra,un og veru íiölsk eign, en að spönsk nöfn hafi verið sett á þá ásaant spönskum fánum, og að áhafnir þeirra séu að mestU leyti spanskar. Uppreisnarmenn, minna aftur á mciti á fyrri tilkynningu Fran- cos um. að stjórn hans hefði keypt kafbáta frá Italíu. Kosningaúrslit í nokkrum kauptúnum. Hér fara á eftir kosningaúr- slit í nokkrum kauptúnum. úti á landi, sem ekki komust í blaðið í gær sökum þrengsla. AKRANES: A. (Alþýðufl.) 277 atkv. 3 fulltruar. B. (Framsóknarfl.) 145 atkv. 1 fulltrúi. C. (Sjálfstæðistfl.) 353 atkv. 3 fulltrúar. HELLISANDUR: A. (Alþýðufl. cg Framsóknar- fl.) 51 atkv. 2 fulltrúa. B. (Utanflokka) 57 atkv. 3 fulltrúa. • I HRISEY: A. (Sjálfstæð:síl.) 51 atkv. 1 fulltrúa. B. (Alþýðufl. ogi Framsóknar- fl.) 81 atkv. 2 fullírúa. SUDUREYRI: A. (Alþýðufl.) 68 a1kv. 2 fuli- trúa. B. (Framsíknarfl.) 58 atkv. 1 fulltrua. C. (Sjálfstið:sn. cg óháðir borgarar) 66 atkv. 2 fulltrúa. OLAFSFJÖRÐUR: A. (Ýms.ir borgarar) 194 atkv. 3 fulltrúa. B. (Verklýðsfél. Olafsfjarðar) 102 atkv. 2 lulkrúa. Litvinoff og dr. Koo ráða frá pví að afnema refsiánvæð- in. LONDON I GÆRKV. F.Ú. Nefndin, sem. fjallar um end- urbætur á Þjóðabandalagssátt- málanum hélt fund í dag í Genf, og voru aðalræðumenn Litvinoff fulltrúi Sovét Rússlands og dr. Koo fulltrúi Kína. Litvinoff var á móti því að ákvæðin um refsi- aðgerðir-væru numin úr gildi. Hann sagði að refsiaðgerðirnar Væru skæðasta vopnið, sem Pjóðabandalagið ætti yfir að ráða, gegn þeim þjóðum, sem vildu ráðast inn í annara lönd. Dr. Koo var einnig meðmæltur refsiaðgerðum, en taldi að fram- kvæmd ákvæðanna ylti á því að hinar leiðandi þjcðir væru nógu ákveðnar og að ekki yrði of mik- ill dráttur á því að hafist yrði handa. Fulltrúar Kína, StóraBret- lands, Frakklands og Sovét- Riu-s^ands hafa komiö sér sam- an um orðalag ályktunar út af hjálparbeiðni Kínverja til P j ciöab an dal agsi ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.