Þjóðviljinn - 02.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 2. febrúar 1938. ÞJOÐVILJINN I kvöld er frumsýning á óperettunni »Biáa kápan« Yiðtal við Ilarald Björnss. leikara um sýninguna 1 kvöld verður frumsýning á óperettunni »Bláa kápari«. Leik- stjórnina annast Haraldur Bjömsson, leikari, og átti frétta maður Þjóðviljans t.al við hann í gær, um sýnitnguna. »Það er Hljómsveit Reykja- víkur, með Tónlistarskólann að baki sér, ssm sýnir óperettuna«, segir Haraldur Björnsson. »Sá siður hefir verið tekinn upp, að sýna eina. óperettu á hverjunii vetri, og hefir það gefist vel, og verður því að öllu forfallalausu hatdið áfram. Verður sýningin ekki dýr? »Nei, uppsetningin verður til- tölulega ódýr, ef maður hefir það í huga, að stykkið gerist; fyr- ir heilli öld, forleikurinn, — og 1. þáttur svo 30 árum síðar, — alt aðrir búningar komnir til sögunnar. Þjóðleikhúsnefndin hefir verið svo vingjarnleg að lána okkur ýms tjöld. Annars hefir. Lárus Ingólfsson séð'um leiktjöldin. Dr. Franz Mixa stjórnar hljómsveitinni og Ásta Norð- mann hefir æft dansana. Hvaðan er óperettan? öperettan »Bl.áa kápan« er þýsk, — textinn saminn af tveim alþektum gleðileikjahöfundum, Hermann Feiner og Bruno Hart- ivarden, en músíkin er eftir Willi Kollo. »Bláa kápan« hefir verið leikin um, öll Norðurlönd undir nafninu »Tre smaa piger« og allstaðar orðið vinsæl, hún var t. d. sýnd 340 sinnum á Hol- berg-leikhúsinu í Kaupmannar höfn árin 1927 og 1928, og er það nærri einsdæmi með slík stykki. Hverju á óperan helst vin- sældir sínar að þa,kka? »Músíkin er mjög aðgengileg og lögin auðlærð, — þau verða á hv-ers mann.s vörum áður en langt um líður. Auk þess er við- burðarásin í leikritinu íastari og sterkari en vanalegt er um slíka leiki. Hver hefir þýtt? »Jakob Smári þýddi »Bláu kápuna« fyrir mörgum árum síðan, en hún hefir ekki komist upp hér á landi fyrr en nú. Hverjir leika. aðalhlutverkin? »Helstu karlmannahlutverkin hafa Petúr J ónsson, Bjairni Bjarnason læknir, Arnór Hall- dórsson, auk þess leika. Láirus Ingólfsson, Valdemar Helgason, Óskar Guðnason, ég o, fh Aðal- kvenhlutverkið leikur Svanhvít Egilsdóttir, önnur kvenhlutverk leika Sigrún Magnúsdóttir, Etísabet Elnarsdóttir og Katrín Mixa, Eru ekki miklir erfiöleikar á að sýna óperettu hér? »Guð hjálpi mér, — jú«, segir Haraldur og brosir eins og sá, sem búinn er að sigrast a erfið- leikuhum. »Undirbúningurinn krefst mjög mikils starfs. Þarna er dansað sungið og leikið, alt í senn. Mjög mikil vinna, er komin í æfjngarnar, nú síðan um nýj- ár höfum við æft, á hverjum einasta. degi, oftast 6 klst. og- auk þess eru músíkæfingarnar. En leikararnir hafa sýnt fram- úrskarandi dugnað og samvisku- semi, þeir hafa ekki kvartað, Thálmann hættu- lega veikur. Ætla nasistar að Iialda honum i íangelsi þar til Iieilsa hans er þrotin Erlend blöð hafa undanfarið flutt fregnir um, að þýski kommúnistaforinginn Ernst Thálmann hafi nýlega verið fluttur af þýsku leynilögregl- unni úr hinu illræmda fangelsi Moabit, í Berlín, þar sem honum hefir verið haldið undanfarin 5 ár. Það er ekki upplýst, hvert farið hefir verið með Thálmann, en áreiðanlegar fregnir herma, að hann sé hættulega veikur, og það er sagt, að tugthúsmeistar- ar Hi'tlérs, muni hafa í hyggju að láta hann lausan að nafninu til og ko,m,a honum fyrir á, sjúkra- húsi. Þetta bendir á, að veikindi Thálmanns séu mjög- alvarlegs FRAMHALD Á 3. SÍÐU hvað langar og strangar, sem, æfingarnar hafa verið. Auk þess er afar gott að vinna með 'dr. F ra ns Mixa. Enginn efi er á því, að Reyk- víkingar fjölmenna á frumsýn- ingu »Bláu kápunnar« í kvöld. Öperettusýningar Hljómsveit- ar Reykjavíkur hafa að makleg- heitum hlotið vinsældir bæjai'- búa. Þeim, hefir verið það ljóst, að hér er um. merkilega endur- nýjun í tónlistar- og leiklistarlífi höfuðborgarinnar að ræða, að hér er um menningarstarfsemi að ræða. Væri ekki úr vegi að hið opinbera styrkti þessar sýn ingar, og mættí gjarna renna til þeiírra eitthvað af því fé, sem annars fer til styrktar lélegri leik.starfsemi. var illa læs og sjóndöpur, ba.ð hún nærstaddan raann að lesa það fyrir sig'. »Það er sjálfsagt frá syni mín- *m, sem fór ffl Ameríku fyrir tveim árum, sagði hún. Maðurinn byrjaði þegar að lesa: Winnipeg 21. júní 1932. Hjartkæra móðir mín! En skriftin var mjög dauf og ógreinileg, svo að maðurinn fór þegar að stama. »Já, grunaði mig ekki«, sagði konan, »bréfið er frá syni mínum, og hann hefir ekki enn vanist af að stama, þó að hann færi, til útlanda«. • . A. : Læknirinn tók fimm krónur fyrir að taka úr mér eina tönn. B. : 10 kr. varð ég að borga hon- um fyrir að setja, í mig eina tönn. Ef þetta skyldi nú vera sama tönnin, hefir hann fengið góðan skilding fyr- ir snúð sinn í það skiftið. • . Víða um lönd var það siður, og er sumstaðar enn, að allar bækur eru skoðaðar áður en þær eru gefnar út til þess að ganga. úr skugga um, hvort í þeim sé nokkuð, sem skaölegt get- ur talist fyrir truarbrögoin. Einn sllkra ritskoðunarmanna banníærði á þenna hátt kenslubók um þríhyrn- inga. Ötgefandi bókarinnar spurði hverju þetta gengdi. »Allar rannsókn- ir um þrenninguna eru forboðnar í eitt skipti fyrir öll svaraði ritskoð- unarmaðurinn. Annar ritskoðunarmaður bannaði heimsfræga verki Dantes »hinn guð- dómlegi gleðileikur« (La divina comedia) með þeim ummælum, að gleðileikur um guodómleg efni væri ekki sæmandi. . . Greifi nokkur varð fárveikur og lét að lokum tilleiðast að senda eftir skriftaföður sínuni. Var hann nú spurður, hver væri skiftafaðir hans og nefndi greifinn til munk einru Þjónn var þegar sendur af stað a.ð sækja munkinn. En er hann kom aft- ur sagði hann sínar farir ekki slétt- ar: »Ég gat ekki fundið skriftaföð- urinn, því að hann er dauður fyrir átta, árum«. . . Kunnur gamanleikari flutti einu sinni ræðu í samkvæmi. Að ræðunni lokinni stóð upp málafærslumaður, stakk höndunum 1 buxna.vasana og byrjaði að tala: »Finst mönnum það ekki dálíti.ð óvenjulegt, að maður, sem er gamanleikari að lífsstarfí skuli vera skemtilegur«. Þegar hlátr- inum slotaði stóð leikarinn upp aft- ur og mæltil »Finst mönnum það ekki dálítið óvenjulegt, að mála- færslumaður skuli hafa hendurna.r í sínum eigin vösum. . . A: Kærastan þín er víst Ijóshæroc. B: Það veit ég ekki með vissu. ,Hfin er lijá hárgi-eiðslukonunni sem stend- ur«. I drátt^rvélaverksmiðjii í So V étrík juiiáim. Dráttarvélaverk.smiðj an »Sergo Ordshonikidse« samnefnd hin- um nýlega látna »Sergo«, þjóðar- fulltíjúa þungaiðnaðarins, er ein af stærstu verksmiðjum i heiminum (13 þús. verkamanna vinna þar). ÁrsframJeiðsla henn ar er um 50 þús. dráttavéla, sem notaðar eru á, hinum geysivíð- áttumiklu ökrum og sléttum Sov étríkjanna. Verksmiðja þessi er nokkra kílómetra frá Karkoff, fyrverandi höfuðstað lýðveldis- ins Ukraine. Kringumi verk- smiðjuna, hefir myndast all-stór bær, með öllum hugsanlegum menningartaekjum. og íbúðarhús- um, starfsfólksins og skylduliðs þeirra. Nú skulum við heimsækja þessa verksmiðju litla stund. Fyrst er að geta verkamanna- bústaðanna. Það eru stór reiisu- leg sambygð hús, með hag kvæmu fyrirkomulagi bæði hvað byggingu snertir hið ytra, og in.n- réttingu. Þess er gætt að ljós og loffc sé í ríkulegum mæli í hverja íbúð, og hvergi sé bygfc svo þröngfc að nábúinn troði ann- an um tær. E,igi þarf þess að geta að borg þessi er raflýsfc sem, aðrar nýjar Sovét.borgir, en bitt er að öðru leyti nýlunda að raf- magnsljósaperurnar eru gerðar þannig að ljós þeirra er lá.tiö vera sem alnæst: sólarljösinu, svo lýsingiín ekki eyðileggi augun. 1 þessum verkamannabústööum er komið fyrir öllum þeim þægind- um. sem hagkvæm þekkjast og til prýði og gagns mega verða. Þá er í bænum mikill og glæsi- legur verkamannaskóli, eins og í öðrum, Sovétborgum þar sern hver einasti maður og kona geta íengið margháttaða þekkingu. Verksmiðjunum fylgir »klúbb- bús« fyrir samkomur, spil, taíl, ieáki, upplestur og ótalmargt fleira, ásamt mjög ódýrum. veit- ingum, af ýmsu tagi. Ennfrem- ur gríðarstór kvikmyndahús og leikhús fyrir alþýðlega og «kla,ss iska» leiklist. Verksmiðjunni fylgja einnig stónir barnagarð- ar, barna.heim.ili, sjúkrahús, og skemtigarðar. I fáum orðum sagt. alt sem til menningar heyr- ir þessum 13 þús. verkamönnum og konum og fjölskyldum þeirra. Dráttavélaiðnaðurinn er ekki gamall í Sovétríkjunum; hann er heldux ekki gamall í heimánum. Fyrir 20 árum var ekki ein ein- asta dráttarvél í Sovétríkjunum. Rét.t. eftir borgarastyrjöldina komu nokkrir innflytjendur meo tvær dárttarvélar með sér, frá Ameríku. Lenin lagði þá svo fyrir að önnur þessara véla skyldi tekin nákvæmlega í sund- ur við Putilov-verkamiðjurnar, og steypt. mót eftir öllum hlut- um hennar. Þetta var gert og verkfræðingar létu nú smíða fyrstu dráttai'véliba, í Sovétríkj unum. Þessar fyrstu vélar reynd ust eftir vonum, voru þær síðan endurbættar og farið að frarn- leiða þær í stórum stíl. Byrjað var á framleiðslunni í Putilov- J verksmiðjunni. Þá haldið áfram í hinni risastóru verksmiðju í | Stalinsrad, og loks voru Ka.rkoff verksmiðjurnar reistar til þess- ara hluta. Sovétríkin eiga nú ógrynni af dráttarvélum. I sumar var tala þeirrá 485 þús- undir með um 8 miljónir iiestöfl saman Jagt. Jafnframt dráttar- vélunum eru smíðaðar aðrar landbúnaðarvélar, t. d. þreski- vélar, og svo hina.r samstæðu landbúnaðarvélar »Combines«, s.em sumir hafa kallað á íslensku »fjölerði«. Vélasmíðinni fleygir fram, altaf þarf fullkomnari og lærðari verkamenn, verkfræð- inga og uppfindingamenn. Karkoffverksmiðjurnar er einn tröllaukinn skóli. Á hverju ári eru teknir hundruð drengja og stúlkna í verksmiðjuskólann, hundruð vesrkamanna ía meiiá mentun,-og' duglegir námsmerm og verkamenn fara áfram, til hærri skóla, og búa sig undir verkfræðinám. Verksmiðjan á sína eig-in vísinda,stöfnun. Þar fá. verkfræðingar tækniæfingar og margvíslega þekkins'u og lær- dóm. 1 þessari vísindastofnun eru kenslustofur, fyrirlestrar salir, bókasöfn, lestrasalir, rann sóknarstofur, samkomusalir vís- indamanna, skemtisalir og veit- ingastofa. Ennfremur tilheyrir byggingunni kvikmyndahús. I einum sal er sýning á öllum hlut um dráttarvélarinnai', og' hvern- ig hann hefir orðið til og endur- bætst. Hér eru rannsökuð þau mistök sem kunna- að koma fram við smíði vélanna. Sýning þessi er ti'l ómetanlegs gagns fyrir verka menn og verkfræðinga. Um sjúkrahús þassarar verk- smiðju þyrfti að skrifa sérstak- an kafla, en þess er ekki kost- ur hér. Það er a.ð öllum útbún- aðá og tækjum eitt hið fullkomn- asta sem kostur er á. ÖH hugs- anleg tæki tíl lækningar, eru þar til staðar. I viðbót við sjúkrasitofur, uppskurðarstofur, rannsóknarstofur, hvílda.rstofur, dagstofur sjúklinga eru þar samkomustofur fyrir starfsfólk og lækna. Verkafólk alt og starfsfólk, ásamt fjölskyldum- þeirra fá þarna alla læknishjálp þeim að kostnaðarlausu. Barnagarðai-nir og dagheimili eru í raun og veru sérstakur bær út af fyrir sig. Undir eftír- liti lækna og hjúkrunarkvenna eru börnin þar um daga, og- stundum um nætur (það fer eft- ir því hvort, mæðurnar óska eftir aðhafa þau hjá. sér að nótt- inni) við leiki, lærdóm, svefn og hvíld; við lífskjör sem, aðeins auðmannabörn í auðvaldsheim- inum geta- notíð. Við þessa barnagarða, eru sérstakar stof- ur fyrir þær kontlr sem hafa börn á brjósti. o. s. frv. Alt, fólk er skoðað af læknum að minsta kosti tvisvar á mánuði. Barna- görðunumi fylgir sérstakt »brúðu leikhús«. Að lokum skulu hér til- færð nokkur ummæli eftir vel þektan tékkneskan blaðamann Joseph Seder að nafni, sem áð- ur en ha,nn varð blaðamaður vann í Rússlandi um skeið: Ifann seg'ir: Ég hefi unniið í útlöndum sem viðgerðarmaður véla í mörg ár. Frá 1931 hefi ég unnið í Sovét- ríkjunum, við hinar geysistóru drá,ttaryélaverk,smiðjur í Kar- koff. Eg er nokkur afkastamað- ur, var í áhugaliðssveit, og upp- fylti verk mitt með 140%. 1 frí- FRAMHALD A 3. SIÐU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.