Þjóðviljinn - 05.02.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.02.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Laugardag-urinn 5. febrúar 1938 pJÓOVHJINN Málgagn Kommúnistaflokks fslands. Rltatjörls Einar Olgeirsson. Rltitjörn! Bergstaðastræti 30. Slmi 2270. AfgreiOsla og auglýslngaskrif- ■tofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur út alla daga nema m&nudaga. Askriftagjald á mánuöi: Reykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr, 1,25 l 1 lausasölu 10 aura eintakið, I Prentsmiðja J6ns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, slmi 4200. „Það voru hljöðir og hógværirmenn“!! Hjá ÁlþýðublaSinu verður fátt um varnir í gær. Ritjstjórar þess standa eins og- kýr á gler- hálu svelli, og vitta hvorki upp eða niður í tilverunni. Svo ráö þrota og aumir eru þeir, þegar þeir taka sér fyrir hendur að verja svik Stefán,s Jóh. Stefáns- sonal' & Co. Helst reyna þeir að biása up]3 sápukúlur úr samningi þeim, s.em gerður var á milli flokk- anna. Segja þeir, að í »leyni- samningnum« séu ákvæði um að falsa kosningaúrslitin og ýmis- legt fleira. Svo birta þeir eina grein hans til þess að sanna mál ,sitt og hrópa,: Var nokkur von að Stefán Jóhann Stefánsson vildi gei'ast slíkum lögbrotum samábyrgur. Hinsvegar verður það að telj- ast eftir atvikum sanngjarnt, að Stefán Jóhann, sem er þektur lögfræðingur, hjálpaði nú hin- um hrjáðu ritstjóranefnum einkafyrirtækisins til þess að finna einhvern lagabókstaf, gem ógilti þessa grein samningsins. Það getur verið að sú leit tefji hann raunar það sem eftár er æfinnar, en þeim mun meiri verður gleðin þeg'ar hún finst. En þegar að Alþýðusambands- stjórnin veitti Steifáni Jóh. Ste- fánssyni hið fræga aflát var út- séð um það að aldrei þyrfti aö koma tál fraímkvæmda á þessu atriði samningsins. En þá Voru ýms ákvæði eftir, sem Alþýðu- blaðið hefir raunar ekki þorað að ábyrgjast. að vörðuðu við landslik' og yrðu að afplánast með Brimarhólmsvist eða staurhýðingu. En hitt var meiri- hluta sambandsstjórna,rinnar ljósf, að þetta atriði varð líka að svíkja, svona, fyrir samræmissak ir og til þess að fullnægja á sína vijsu allri »einlægni« og »sann- girni«, sem þeir Stefán Jóhann Stefánssc(n og Jón Baldvinsson höfðu talað um fyrir hart nær hálfum þriöja mánuði. Þá segir Alþýðublaðið, að við nefndarkosningar hafi átt að bera mjög fyrir borð hlut Al- þýðuflokksins. Hafi þeir hins- vegar lesið samninginn, hljóta þeir að ganga úr skugga um að þetta er misskilningur, ef ekki Uggur annað verra að baki t,. d. meiri hugur á blekkingum en sannleika. Hlutföllin, sem lögð voru til grundvallar samningnum um Ihaldið er máttlaast í hitaveitumálinu. Borgarstjöri játar, að alt er enn í óvissu um lán til fyrirtækisins Alþýðan krefst þess, að málinu verði fylgt fram án tafar. Það er enn ekki liðið svo langt. frá kosningunum, að Reykvík- ingar séu búnir að gleyma mold- viðri því, sem íhaldið í Reykja. vík þyrlaði upp í kosningabar- áttunni um hitaveit.umáhð. Dag eftir dag flutti Morgun- blaðið þær gleðifregnir, að hita- veitumálið væri komið í örugga höfn, nú vantaði það eitt, að í- haldið fengi áfram meirihluta- aðstöðu í bæjarstjón’ninni. Kosningarnar fóru þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn kcmst t meirihluta. Einhverjir hafa e,f- laust, kosið þennan flokk með fram af því, að þeir hafa trúað fullyrðingum íhaldsins um hita- veitumálið. Og þessir auðtrúa kjósendur urðu fyrir fyrstu von- brigðunum í gær, af framkomu Péturs Halldórssonar, borgar- stjóra íhaldsins. Eftir að sami Pétur Halldórs- son hefir básúnað það út; um all • ar jarðir, að lán væri fengið til hitaveitunnar, og eftjr að alt í- haldið er búið að gera, Jœnna fádæma dugnað borgarstjór- ans að aðalkosningabombu sinni, verður satmi borgarstjóri að við- urkenna, að alt, sé en.n í óvissu með enska lánið, og engar ráð- stafanir hafi verið gerðar til að leyta fyrir ,sér um lán annars staðar. Það er ekki bara Pétur Hali- dórgson sem stendur berskjald- aður uppi, ef þessi »lántaka« hans reynist innantcim kcsninga- bomba, það er íhaldiö a.lt;, sem stendur berskjaldað uppi, rænt skrautlegustu lýðski umsf jcður sinni. Ihaldið hikaði ekki við það • fyrir nokkrum, dögum aö taka að sér það hlutverk að sópa burt; reykskýinu, sem hvílir yf- ir bænum. Það taldi það sjálf sagt, að sem allra, fyrst yrði byrjað á framkvæmd hitaveit- unnar, og þar með mörgium vjnnufúsum verkamönnum feng- ið starf í hendur. En eftir bæj- arstjórnarkasningarnar er ekki annað að sjá, en að ennþá veröi að bíða lengi eftir framkvæmd um í málinu. Alþýðan í Reykjavík verður að íáta íhaldsmeirihlutann i. bœjarstjóm vera í stöðugu aö- haldi með hitaveitumálið, og knýja það til skjótra fram- kvcemda. þessi atriði voru kjörfylgishlut- föll flokkanna frá því í þíng- kosningunum í vor. Mega þau teljast góð fyrir Alþýðuflokkinn, því a.ð varla þurfti hann að bú- ast við auknu fylgi víð bæjar- stjórnarkosningarnar, með sér- stakan lista í óþökk nálega allra flokksmanna. Þá fullyrðir Alþýðublaðið að það sé hreint. og beint lygi í »kommúnistablaðinu« að Stefán Jóhann & Co. hafi svikið þenna sarnining. Tekur nú vörnin að linast, þegar svo langt er gengið. En vilja ekkil ritstjórar Alþýðu- blaðsins benda, á einhver atriði, sem EKKI hafa verið svikin. Það er að minsta kosti fljótlegra en að telja upp þau atriði samn- ingsins, er voru svikin. En þrátt fyrir það má vel búast við að hin ósviknu atriði samningsins finnist lítið fyr en refsiákvæðin gegn samningnum, sem Alþýðu- blaðið fimbulfarmbar og gaspr- ar mest; um. Þá segir blaðið að Stefán Jó- hann & Co. ha,fi boðið að tryggja kosningu kommúmsta í ýmsar nefndir gegn því að kommúnist- ar styddu þá við aðrar kosning- ar, þó eftii’ öðrum ákvæðum en samningsins. Þetta eru einnig »rakalaus ósannindi«. Stefár, Jó- hann bauð, að styðja kjör komim- únista í. brunamálanefndina og í skólanefnd Skerjarfjarðar gegn því að kommúnistar styddu hann og fylgilið hans við allar aðrar kosningar í allar nefndir og' bæjarráð. Þetta er það, sem á máli Ste- fáns Jtíhanns Stefánssonar mun heita »sanngirni« og á máli Al- þýðublaðsikis að bera ekki hlut Alþýðuflokksins; fyrjr borð. En eins og helst; þarf að vera eitthvert höfuð á sköpunarverk- inu, ef vel á að fara, kemur s;vo heildarályktun blaósins, eins og skollinn úr sauðarleggnum. Hún hljóðar eitthvað á þessa leið: Kommúnistar hafa með gerræði sínu komið í veg fyrir það að kona kæmist í. bæjarráð. Svo aumt er blaðið og öll þess »rök« að það getur ekki hent á lofti. neitt þeirra s,keyta, sem að því og* Stefáni Jóh. Stefánssyni bein ast. Það getur ekki mótmælt því af nokkru viti, að samningurinn hafi verið rcfinn og að Stefán Jóh. & Co. hafi sent einn auka- íhaldsmann í bæjarráð, til þess að losna við að halda gei’ða og undirritaða samninga. AlþýðublaðiQ lætur nægja að berja sér á brjóst. og hrópa. eins og fábjáni: Kommúnistar vildu ekki hafa konu, í bæjarráöi. En þessu er því að svara, að það var einkamál Alþýðuflokks- ins. hvort, kynið hann sendi í bæjarráð. En það má liver trúa því sem vill, að Stefán Jóhann Stefáns- son lvafi svikið alla samninga við kommúnista til þess eins a<) koma konu í bæjmrráð. Stefán Jóhann í Alpýðublaðinu 16. nóv. og Stefán Jóhann á bæjarstjórn- arfundi 3. febr. 9 ' I Alþýðublaðitn.u. 15. nóvember síðas.tiliðinn getur að líta eft- irfarandi heitstrengingu þeirra Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Jón,s Baldvinssonar; »----— — Vér vilj.um taka þ'áð fram, að vér erum reiðu- búnir til þes.s að semja. með fylstu einlægni og sanngirni um öll þau atriði, sem ekki eru ákveðin af sa.mþykt Alþýðusambands- þihgsins-------Vér hljótum ao vona að þing K. F. I. skilji eins vel og þing Alþ. Isl., þá miklu nauðsyn,, ssem er til þess, nú á þessum hættulegu tímum, að allur verkalýður getii staðið sam- an í einum sterkum flokki sem órjúfandi heild------ F. h. stjórnar Alþýðusambands Islands Jón Baidvinsson, Stefán Jóh. Stefánsmn, forseti. ntari«. Menn beri þetta saman við skrif Alþýðublaðsins þessa dagana og framkomu Stpfáns Jóhanns Stefánssonar í kosning- unumi og* á bæjarstjórnarfundinum í fyrrakvöld. Framkoma hans nú sýnir best, hvað klofningsmennirnir meintu með »einlægn,i« c,g »sanngirnir«. Santiago Carillo. FRAMH. AF 2. SIÐU. 'fyrir hamingju æskunnar, sem sér tilgang lífsins í framkvæmd æðstu hugsjóna mannkynsins. Við hc.fum letrað á fána, okkar: frelsi, þjóðlegt sjálfstæði þjóðar okkar, lýðræði, friður. Á sama tíma og þér lesið þess- ar línur, stöndum við enn þá í eldi harðvítugrar baráttu. Fyr- ir okkur eru dagar og nætur lengri en fyrir annan æskulýð. Við þekkjum afl fasistsku inn- rásarríkjanna. I eyrum okkar hljóðnar ýlfur verksmiðjuflaut- anna, er gefa nálægð þýskra og ítalskra árásarflugvéla til kynna. Hafur kúgaranna til o,kk ar er banvænt. En, við höfum einnig lært að hata. Við gleym- um óvininum ekki eina sekúndu. En ennþá öflugar lifir í okkur sannfæringin um það, að við hljótum. fyr eða seinna að sigra. Ennþá öflugar þroskast í okkur viljinn til þess að færa. allar fórnir á altari hugsjónar okkar. Þessi hugsjón, er ekki hatui*, þetta er hugsjón hins nýja mann I kyns, semi þráír friðsamlegt. og menningarlegt starf. Skuggar hinna. föllnu eru m.eð okkur. 1 hjörtum okkar lifa þeir, sem í'éllu fyrir okkur, er skildu við lífið fyr en við. Við hrópum ekki á hefnd, en við gerum alt til þess að hugsjón sú. sem þeir létu lífið fyrir, verði að veru- lei.ka fyrir þá, sem lifa. Hinn sameinaöi scsíalistíski æskulýður Spánar ’nefir vakið miklar vonir í hjörtum allrar hinnar spánsku æsku, alls spánska fólksins. — Til síðasta asta andardráttar munum viö gera alt til þess að láta þessar vonir rætast. Hafi æ.skulýöurinn hingað til verið blekt.ur o,ft — of oft blektur, — þá erum við sá æskulýður, sem e. t. v/er hægt að tortíma, en. sem ekki er hægt að blekkja. Að eyða. >æsku sinni á Spáni Úrin 1915—1937 — þýðir að fara veg, sem liggur frá myrkri og niðurlægingu tíil ljcssins, til mik- illa og* djarfra verka, til frels- isins. . -i Það er ekkert sérstakt til í lífi mínu, sem, ekki er samtímis ein- kennr alls spánska. æskulýðsins, sem elskar frelsið. Ung.a, kynslóðin, í öðium lönd- um veit eða mun fljótlega vita, bvað viö erum, og hún mun einn- ig berjast. fyrir þeirri hugsjón, sem við berjumst. fyrir. Or »Internatsional Mo!odési<. lðja9 félag yerksmidjuioiks: » Dansleikur verður haldinn í Iðnó í kvöld kl. 9. Hljómsveit Blue Boys. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó í dag frá kl. 4. Skemtinefndin. Odýp skíðaferð Félag ungra kommúnista efnir til skíðaferðar á sunnudags- morguninn. öllu frjálslyndu fólki boðin þátttaka. Lagt af stað kl. 10 að mo-rgni frá Vatnsstíg 3.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.