Þjóðviljinn - 06.02.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1938, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Sunnudagurinn 6. febrúar 1938 IHðÐVtLJiNN Málgagn . Kommunistaflokks lilands. Rltitjórii Einar Olgeirsson. Rititjörn: Bergitaðastrœti 30. Slmi 2270. Afgreiðsla og anglýsingaskrif- ¦tofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur út alla daga nema m&nadaga. Askriftagjald á mánuði: Reykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 I lausasölu 10 aura eintakio. Prentsmiðja Jðng Helgasonar, Bergstaðastræti 27, simi 4200. Alþýðublaðið gegn Alþýðiiflokknum. Ritstjórar Alþýðublaðsins eru nú lagðir á flótta frá flesfcum fyrri ósannindum sínum í sam- bandi við svik Stefáns Jóhanns Stef ánssonar við samninga þá er gerðir voru á milli verkalýðs- flokkanna,. En þeim fer eins og fleiri flóttamönnum, ; að þeir reyna að hlaða sér vígi á undan- haldinu -til þess að skýla flótt- anum og grípa þá til hins sama haldlauisa efnis og áður Jyr, nýrra lyga. 1 gær þorir Alþýðublaðið ekk- ert að fúllyyða um sakncemi »leynisamningsins«, er það gerði mest veður út af í fyrradag. Má vera að St. Jóhann, semi er talinn góður lögfræðingur, hafi bent Alþýðublaðspiltunum á að gera sig ekki að víðundri í augum al- mennings í landinu, með slíkum bjánaskap. Nú er það heldur ekki orðið neitt forsíðunúmer hjá Alþýðu- blaðinu, að kona komst ekki í bæjarráð. Þjóðviljinn benti Al- þýðublaðinu á þá staðreynd að það var algert einkamál Alþýðu- flokksins og kommúnistum ger- samlega óviðkomandi. En þá finnur blaðið bara upp ný og enn fáránlegri »sannindi«. Annars er síst úr vegi að gera framkomu Stefáns Jóhanns Ste- fánssonar og »drengskap« hans í þessu máli nokkuð gleggri skil, en gertb hefir verið til þessa. Stefáni Jóh. Stefánssyni var fullkunnugt, um bæði samning- inn og starfsskrána áður en hann tók sæti á listanum. Hann vissi, hv&rnig hún, var í öllum atriðum og Jón Axel hafði lagt áherslu á ývts. þau atriði, sem Stefán Jóhann og Alþýðublað- ið dcemir nú harðast. Samt tók hann sæti á listanum. Gerði hann það til þess eins að geta verið sjálfur höfuðpaurinn í því að svíkja þennan samning. Fyrst með yfirlýsingu, sinni og síðar á bæjarstjórnarfundi? Hvernig sem þessiari gátu er velt fyrir sér hlýtur útkoman að vera sú sama að hér hafi, verið um 6- drengskap að ræða. Ef Stefán Jóhann Stefánsson lítur á það sem svik við Alþýðuflokkinn að halda samninga þá er Alþýðu- flokkurinn r\ Reykjavík gerir við kommúnista, voru það þá ekki líka isvik a,f þeim sama Stefáni Jóhi. Stefánssiyni að taka sæti á lista með kommúnistum? Framkoma Stefáns öll í þess- um málum er með þeim eins- Qddvitakosningin i Húsavik og; blekk- ingar HrifluJónasar Kommúnistar eru reiðubúnir að taka að sér forustuna i málum hreppsins, ef peir fá meirihluta hreppsnefndarinn- ar að baki sér. Jónas Jónsson þeysir a,f stað í dálkum, Nýja dagblaðsins í gær og reynir hann nú að fá sig slegin til riddara á hreppsnefnd- arkosningum þeim, sem nýlega eru afstaðnar í Húsavík. En af því nálega öll gi-einin er eintómur uppspuni og vísvit- andi blekkingar verður ekki hjá því komist að taka hana til nokkurrar -meðferðar og skýra um leið frá því hvernig í þess- um kosningum liggur. Eftir hreppsnefndarkosning- arnar stóðu sakir þannig a.ð kom múnistar fengu þrjá fulltrúa, framsóknarmenn 2, jafnaðar- menn einn og íhaldið einn. Þetta atriði er annað af því tvennu, sem J. J. segir satt frá í grein sinni, og hitt sú staðreynd að Karl Kristjánsson hafi verið kjörinn oddvitá. Þegar skyldi kjósa. oddvita lá auðvitað beinast við, að komm- únistar isem voru stærsti flokk- urinn í kauptúninu tækju að sér forustuna í málumí hreppsins. Þet,ta atriði töldu kommúnistar einnig sjálfsagt og höfðu ákveð- dæmum,, sem lengi mun þurfa að leita eftir hliðstæðu við í ís- lenskum stjórnmálum. 1 Alþýðublaðinu í gær reynir Jón Baldvinsson að láta hlutina líta svo út, sem samkomulag það er náðisit á miili Alþýðuflokks- ins og Kommúnistaflokksins hafi verið brot á stefnuskrá og »statutum« Alþýðuflokksins. En var það þá ekki brot á þessari sömu stefnuskrá, að slíkir samn- ingar voru gerðir í nálega öllum bæjum og kaupstöðum á landinu og meira að segja haldnir. Á Isafirði var meira að segja sani- þykt ákveðnari starfskrá en hér. Á Norðfirði voru ákvæði um út ¦ strikanir af svipuðu tagi og hér. Við þetta hefir stjórn Alþýðu- sambandsins ekkert haft að at- huga svo vitað sé opinberlega, eða hvergi hefir hún látið þá skoðun í Ijós á prenti. / lögum Alþýðusambanclsins er það líka ákveðið að fulltrkaráðið á hverj- um stað ha.fi œðsta vald i mál- um- flokksins i sínu iwndcemi. Það var fulltrúaráðið . hér í Eeykjavik, sem> isamþykti, kosn- ingasamvinnuna við kommún ista og hafði til þess fulla heim- ild í lögum Alþýðusambandsins. Að lokum er síst úr vegi að ið Pál Kristjánsson, sem odd- vita, En þá kom að því að leita eftir meirihluta hreppsnefndar- ihnar til þess að styðja forustu hans. Leituðu kommúnistar þegar til jafnaðarmanna, og taldi full- trúi þeirra Sigurður Kristjáns- scn' til þess' að byrja með allar líkur til þess að slík samvinna gæti tekist. Vildu komimúnistar að Sigurð- ur gerði málefnasamning við þá um stjórn hreppsins fyrir hönd jafnaðarmanna. Þessu var Sig- urður hinsvegar ekki viðbúinn, og mun hann hafa leitað ráða hjá forustumönnum Alþýðusam,- bandsstjórnarinnar hér fyrir sunnan. Af þessum vafningum stafaði það a,ð nokkuð tafðist með kosn- ingu oddvitans. En þegar til kom vildi Sigurður Kristjánsson ekki géra málefnasamning við komm- únista. Hinsvegar töldu kommúnistar að það væri lítt gerlegt fyrir þá að taka forustuna í málefnum bæjarins þar sem þeir voru í spyrja Jón Baldvinsson forseta Alþýðusambandsins, hvort hon- um finnist framkoma Stefáns Jóh. Stefánssonar í samræmi við þær háværu kröf ur um sam- einingu, sem komu fram á Al- þýðusambandsþingiinu í haust. Hvort hann lítur svo á, að þó kommúnistar gengju ekki að til- bcði því er þingið flaustraði saman, þá sé þar með slegið föstu að flokkarnir væru -að ei- lífu sundraðir. Er framkoma hans og Stefáns Jóhanns Ste- fánssonar í samræmi við þau heit, er þeir gáfu í Alþýðublað- inu 15. nóvember 1937 um »ein- lægni« og »sanngirni«. Og að lokumi kemUr mönnum það kátlega fyrir sjónir að sjá Alþýðublaðið ráðast daglega á. sameiningu og samfylkingu verklýðsflokkanna, eftir alt, sem. það hafði skrifað um þessi mál eftir síðasta Alþýðusambands- þing. Það er þvi síst að undra þó að flestum, sýnist framkoma Al- þýðublaðsins og hœgri foringj- anna í 'fullu ósamræmi við Al- þýðuflokkinn og vilýa hans, eins og hann kom fram á síðasta Al- þfjðusa mbandsþingi. Blekkingum Alþýðublaðsins vísad heim til födurhúsanna Steíán Jóh. Stefánsson & Co. vissu um öll aíriði samningsins og höfðu ekkert vi.ö pau að athuga fyr en prem dögum fyrir kosningar. Alþýðublaðið er sýnilega í hin- um, mestu vandræðum í gær. Það sér að málaflutningur þess er gjörsamlega ófær og veit að enginn, rnaður trúir blekkingum þess. Því grípur það til þess ráðs 1 örvæntingu að staðhæfa, að all- ar frásag-nir Þjóðviljans séu »rakalaus ósa,nnindi« eins og það hafði áður; haldið því fram að það væri, »lygi« hjá Þjóðvilj- anum að -Stefán Jchann hefði svikið samninga - verklýðsflokk- anna. Slík málafærsla, sem þessi dæmir sig sjálf í augum hvers einasta manns, s:em. er ekki haldinn af starblindri trú -á inálaflutningi Stefáns Jóhanns & Co. og Alþýðublaðsins. Skal nú mál þetta tekið fyr.ir til nokkru nánari athugunar og sýnt fram á að Stefán Jóh. & Co. VISSU VEL að hverju þeir gengu er þeir tóku sæti á A-list- anum,- þó a,ð Alþýðublaðið vilji láta líta -svo út, að þrenningin hafi ekkert vitað hvað hún gerði. Fyrir fulltrúaráðafundi, sem haldinn var 6. jan. sl. lágu drög að starfsskrá, en á fundi full- minni hluta og höfðu enga trygg ingn fyrir því að g£ta stjórnað kauptúninu, þar sem meiri hluti hreppsnefndarinnar var þeim andstæður, eða vildi að miinsta kasti ekki tryggja þeim nokkurn stuðning. Kommúnistar vildu sem sé ekki eiga að bera ábyrgð á gerðumi andstæðs meirihluta. Þetta var ástæðan fyrir því, að annár framsóknarmaðurinn Karl Kristjánsson var kosinn oddviti, en ekki sú að kommún- istar hafi runnið af hólmirium eins og Jónas Jónsscin frá Hriflu ¦vill vera láta. En þó að svona færi að þessu sinni munu kommúnistar halda áfram a,ð reyna að ná samning- um víð Alþýðuflokkinn og full- trúa hans í hreppsnefnd Húsa- víkur um starfshæfan meiri hluta í hreppsnefndinni. Það eru því aðeins blekkingar þegar J. J. fullyrðir að þeir þori það ekki. Kommúnistar eru reiðubúnir að taka forustuna í hreppsmál- um Húsavíkur strax, þegar þei)- hafa trygt sér þann meirihluta sem þarf til þess, að geta gert, nokkuð annað en borið ábyrgð á verkum þeirra manna sem sjálfir standa ábyrgðarlausir gagnvart þeimi. Skipafréttir Gullfoss er í. norður og vestur- för. Goðafoss er, í Reykjavík. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dett.ifoss er á leið til Grimsby frá yestmannaeyjum. Lagarfoss er fyrir norðan. Selfoss var í Leith í gær. trúaráðsins nokkru, síðar hlaut hún samþykt án nokkurra efnis- breytinga. ' Á -þessum fyrri fundi VAR SAMÞYKT ÞAÐ ATRIÐI SAMNINGSINS. SEM STE-' FÁN J6HANN STEFANSSON HEFIR NO SVIKIÐ, en þessi atriði voru kosningasamvinna í nefndir bæjarstjárnarinnar á þeim grundvelli, sem, nokkru síðar var undirritaður af full- trúum beggja flokkanna. Alþýðublaðið getur gengið úr skugga um þetta með því að kynna sér fundargerðina, SEM ER SKJALFEST. Á þessum fundi var það ákveðið að ganga til kosningasamvinnu við komm- únista á grundvelli samnings- uppkastsins, sem fyrir lá. Daginn eftir birtir Alþýðu- blctðið lista flokkanna þó med þe'im forsendum, að EKKI SE VÍST að cdlir taki þar sceti, vegna samningsins. En að kvöldi sama dags hafði Stefán Jóhann, Soffía Ingvarsdóttir og Jón Ax- el Pétursson GEFIÐ KOST A SER TIL SETU A A-LSITAN- UM, Á GRUNDVELLI ÞESSA SAMNINGS, sem þau hafa nú haft að engu. Þá kemur að því. atriði, þar sem Alþýðublaðið heldur því fram að umi lögbrot hafi verið að ræða. Hér á blaðið við á- kvæðið um útstrikanirnar. Þetta atriði var sent þrenningunni allri og hafði hún ekkert við það að athuga. Hinsvegar var aldrei hægt að fá Stefán, Jóh. Ste- fánsson til þess að mæta á fundi kosninganefndanna,. En Jón Ax- el Pétursson lýsti því yfir við kosninganefndir flokkanna fyr- ir hönd þeirra þremenmnganna AD ÞETTA ATRIÐI VÆRI SJALFSAGT. Um, þriðja atriðið, nefndar- kosningarnar, vísast til greinar Arsæls Sigurðssonar bæjarfull- trúa á öðrum, stað hér í blaðinu. Póstferðir á morgun Frá, Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness, Kjósar-, Reykjaness-, ölfuss^- og Flóa-póistar. Hafnarfjörður. Sel- tjarnarnes. Dr. Alexandrine til útlanda. Fagranes til Akraness. Goðafoss vestur og norður. Til Rey.kfavíkur: Mosf ellssveitar-, K j alarness, Kjósar-, Reykjaness-, ölfussr og Flóa-póstar. Hafnarfjörður. Sel- tjarnarnes. Lyra frá útlöndum. Fagranes frá Akranesi. Leikfélagið sýnir »Fyrirvinnuna«, leikrit hins heimsfræga enska höfund- ar W. Sommerset Maugham í kveld kl. 8. »Bláa kápan< verður sýnd annað kvöld kl. 8k í Iðnó. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.