Þjóðviljinn - 08.02.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.02.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Þriðjuidaginn 8. febrúar 1938. Pjóðin heimtar sannleikann um fjárreiður Kveldúlfs. E>að er ekki hægt að fóðra pað lengur, að Kveldúlfur safni miljónaskuldum frá ári til árs. plðOVUJINN I Mftlgagn Kommúnistaflokks ! Islands. Rltstjóri: Einar Olgeirsson. Rititjörn: Bergitaðastræti 30. Slmi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- atofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftagjald á múnuði: Reykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 t lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðja Jöns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, slmi 4200. Pólitískt siðleysi Þesar samningiarnir um sam- einingu Alþýðuflokksins og Kom múnistaflokksins stóðu sem h.æst í vetur í nóvemiber, héld- um við kommúnistar því fram að það væri mjög heppilegt fyrir ílokkana að fá nokkra reynslu hvor af öðrum með samvinnu á undan sameiningunni, til þess m. a. að yfirvinna tortrygnina í flokkunum. Jón Baldvinsson og félagair hans svöruðu því, að þessa þyrfti ekki með, þeir skyldu bara vera meirihluti í stjórn flokksins og þá væri alt örugt; um að minnihlutinn yrði beilttur hinu fylsta réttlæti og sanngirni og síður en svo tekið minna tillit til þess sem komm- únistarnir kæmu með en hægri Alþýðuflokksmiennirnir. Það fór svo að þessi reynslu- tími samfylkingar komst á. Al- þýðuflokkurinn samþykti sam- vinnu í bæjarstjórnarkosningun- um í. hinum ýmsu kaupstöðum. Þes,si samvihna bjargaði öllum þeim bæjum, sem alþýðan áður réði, frá sókn íhaldsins og vann Siglufjörð fyrir alþýðuna. Reynslan, sem hvor flokkurinn fckk af h.inum í samvinnunni, var yfirjeitt; ágæt. Tortrygnin hvarf víðast hva.r burtfu, er menn, börðust hlið við hlið, — eins og- dögg hyerfur fyrir sólu. Málefnasamningar voru gerðir og haldnir á Isafirði, Siglufirði, Norðfirði og Vestmannaeyjum. En í Reykjavík er gripið inn í af »æðri völdum«. Alþýðusambands stjórnin — Jón Baldvinsson og Stefán Jóh., — sömu mennirnir, sem gáfu fegurst fyrirheitin uro að við koimmúnistar mættum a,lt af treysta, þeim — lýsa samn- ing verkalýðsflokkanna í Reykja vík rofinn. Síðan er hafin í Alþýðublaö- inu harðvítugasta á,rás á Héð- inn Valdemarsson og þá, s.em barifet hafa fyrir einingu verka- lýðsins í Reykjavík. Ofstiækis- mennirnir við Alþýðublaðið á- saka þá ,um þann ógurlegasta glæp, sem þeir þekkja, samfylk ingu við kommúnista (— sama »glæp« og Sósíalistaflokkar Frakklands og' Spánar hafa nú framið í 3 ár). En þessir aum- ingjar vjð Alþýðublaðið Ix>ra ekki að ráðast, á, Finn Jónsson fyrir að gera hið sama á Isa- fiirði, á Erlend Þorsteinsson fyr- ir hið sama á Siglufirði, á for- ingja Alþýðuflokksins á Norð- firði fyrir samfylkinguna þai’, — eða Pál Þorbjarnarson fyrir Bráðum er liðið eit;t ár, síðan það varð lýðum l.jóst, að Kveld- úlfur hafði á undanförnum ár- um safnað alt að 7 miljón króna skuldum, og að miljónir króna vantaði til þess, að þessi skuld- ugasti allra íslenskra skuldu- nauta ætti fyrir skuldum. Hinsvegar var það líka ljóst að mörg undanfarin ár, hafði Landsbankinn gert alt, sem hann gat t,il þess að styrkja þenna skuldunaut sinn á kostn- að sjómanna og útgerðarmanna. Til þess var saltfiskshringurmn stofnaður og Kveldúlfi veitt fult vald yfir öllum fiskútflutningi landsmanna. En alt kom fyrir 'ekki. Hve miklum mútum, sem Kveldúlfur beitti, bæði á Spáni og í Italíu gat hann ekkert ann- að en tapað cg- safnað skuldum. Á þinginu í fyrravetur kom sama »glæp« í Vestmannaeyjum. Þessir vesælu erindrekar klofn- ingsmannanna, þora ekki að lýsa þessa menn sem flokkssvikara, því það kæmi þá altof greini- lega í ljós að allur Alþýðuflokk- urinn. á Islandi er kominn í sam- fylkingu við Kommknistaflokk- inn og er í algerri andstöðu við þá línu, sem fámenn klíka klofn- ingsmanna í Reykjavík reynir að dansa á eftir fyrirakipunum frá Stokkhólmi. En svo greinilega finna þessir fjendur samfylking- ar og sameiningar til þess að pólitík þeirra er í beinni mót- sögn við vilja flokksins og fólks- ins, að þeir þora, ekki að reka hana nema á einum stað lands- ins í einu, og því verður þessi hlægilega útkcima, s.em afhjúpar óheilindin, ,semi hér eru að verki: Samvinnan við kommúnistafíokk inn er leyfð alstaðar á Is’andi, — nema bannfœrð sem flokks- svik í Reykjavík!! Jón Bald. og Sh. Jóh. hafa uppn.áð tvennu með þes,sari fram komu sinni. Annað er að gera þá sjálfa hlægilega um, land alt fyrir svo barnalegt ofstæki, að rnenn furð- ar á að reyndir stjórnmá.lamenn skuli gera sig seka í slíku. Hitt e.r að gera sig seka um argasta pólitískt siðleysi — að rjúfa, gerða samninga. Fyrir- mynd Jóns Bald. Og Stefáns Jóh. eru fasistarnir, sem einmitt hafa innleiftt, þetta, siiðleysi í pólitíkina. Framkoma þeirra sjálfra, er í hrópandi mótsetningu við öll þeirra loforð. Það væri garnan að sjá þessa herra. eigasvo að ásaka Framsókn fyrir svikin við kosn- ingu formanns síldarverksmiðj unnar. Skyldu þeir ekki láta sér nægja, ef miðstjórnarfundur Framsóknar leysti þingflokk Framsóknar frá því. að efna lof- orð sín, í síldarverkmiðjumálinu? En þei'r herrar skulu vita að verkalýðurinn tekur ekki eins létt á, þeim sem svíkja hann. til umræðu, að Kveldúlfur yrði gerður upp, þar sem skuldirnar jukust ár fr.á ári og fyrirtækið var hætt að standa í. skilum með það sem fyrir var. En svo er að sjá, sem Lands bankanum liafi ekki litist á blik- una, þegar á.tti að gera Kveldúlf upp. Bendir það ótvírætt til þess að hagur bankans hafi verið þnnig, að hann þyldi ekki slíka rannsókn, sem uppgjör Kveld- úlfs mundi hafa, haft í för með sér. Þessi grunur styrktist líka til muna við þá staðreynd, að bankinn hefir á undanförnum árum tapað nær tuttugu miljón- um króna,. Þegar uppgjör Kveldúlfs var á döfinni í þinginu" gerðust þau fáheyrðu tíðindi, að þeir Ölafur Thors og Jónag Jónsson frá Hriflu gerðust samherjar til þess að halda við f jármálaóreiðu Kveldúlfs, og þóttust menn sjá þess glögg merki, að Magnús Sigurðss. yfirbankastjóri Lands- bankans stæði að baki þeirri samvinnu. Um mál þetta urðu all hávær- ar deilur bak við tjöldin í Fram- sókn. Meiri hluti þingmannanna vildu í fyrstu láta landslög gilda fyrir Kveldúlf eins og aðrar stofnamV landsins. En svipa Landsbankaklíkunnar í höndum þeir.ra Jónasar frá Hriflu og Jóns Árnasonar varð yfirsterk- ari. Bandalag þeirra Ölafs Thórs og Jónasar frá Hriflu var orðin staðreynd. Þing-ið féll frá þeirri sjálf- sögðu kröfu ,að Kveldúlfur yrði gerður upp en til málamyndai var skipuð nefnd manna til þes:s að hafa eftirlit með fjárreiðum Kveldúlfs. Jónas frá Hriflu rit- aði langar og margar greinar um »-viturlega lausn« málsins og hældi sér drjúgum af. Nú er liðið nærri því ár síðan þessi »lausn« Kveldúlfsmálsins varð að staðreynd, og síðan hef- ir Kyeldúlfur safnað skuldum örara en nokkru sinni fyr og munu nú skuldir hans nema alt að 10 miljónum króna. í. stað 7 í fyrra. Að vísu má segja að eignirnar hafi aukist nokkuð, þar sem Kveldúlfur hefilr komið upp síldarbræðslu á Hjalteyri, en sú eignaaukning nemur þó aðeins litlum hluta af skulda- aukningunni. Má því telja nærri sanni að skuldir Kveldúlfs um- fram eignir hafi meira en tvó- faldast, síðan Jónas »bjargaði« málinu við í þinglok í fy.rravet- ur. Eh Jónas frá Hriflu var ekki af baki dottinn. Honum kom ekki til hugar að læra af reynslu síðasta, árs og gera Kveldúlí upp. En hitt kom þedm Jónasi og Ölafi ásamt um að velta öll- um töpunum yfir á herðar út- gerðarmanna og sjómanna. Til þess fékk Jónas því komið fram, að sendisveinum sínum og Kyeldúlfs yrði fengin forustan í síldarverksmiðjumálum ríkisins, svo að þeir gætu eyðilágt þær, ef vera, skyldi, að Kveldúlfur hjarði fremur og ætti auðveld ara. með að fá eátthvað upp í töpin. 1 sömu þjónustu var það, sem Jónas frá ILriflu hamraði það ákvæði gegn um þingið, að ekki yrð' greiddur nema nokkur hluti áætlaðs síldarverðs við móttöku. Gekk Jónas þar jafnvel svo langt til þjónustu við Kveldúif, að Jóhanni úr Eyjum ofba.uð, og flökrar honum. þó ekki við öllu. En Jónas svaraði öllum slík- um andmcdum með því einu að benda á\ Landsbankann» eins og höfuðsmaðutrimi forðum, sem benti ‘í hina dönsku hermenn, þegar Islendíngar vildu ekki seija af hendi síðustn sjáifstœð- isréttindi þjóðarinna r. Um næ,st,u helgi kemur Al- þingi sarnan á ný. Vafalaust verður Kveldúlfsmálið eitt at höfuðviofangsefnum þess, hvort. sem það verður lá.tið ganga und- ir einhverju öðru nafni, eins og t. d. síldarverksmiðjumáliö, sem það hét á síðasta þingi. Þjóðin stendur einhuga um þá kröfu, að hér verði ekki beitt neinum vetlingatökum og hún mótmælir því gerræði Jónasar frá Hriflu að miljónasukki Kveldúlfs verði velt yfir á herð- ar alþýðunnar, að sjómenn og útgerðarmenn vei’ði látnir borga brúsann, cg síldarverksmiðjur ríkisins eyðilagðar. Allir Islendingar krefjast þess einnig, að Kveldídfi sé ekki iátið líðast, að safna skuldúm ár frá ári, sem víst er að hann get- ur atdrei greitt. Stefán Jóhann Stefánsson og Co. ætl- uðu að sparka einu konunni, sem er í framfærslunefnd, Laufeyju Valdemarsd. Braslegt, ei það þegar Alþ.bl. e.r að tala um að kommún- istar hali ekki viljað konu í bæjarráð. — Það var vitaskulrí einkamál Albýðufl. hvort hann setti Stefán Jóhann eða Soffíu í bæjarráð. — Áður en Stefán Jóh. og Co. lýstu yfir að þeir æltuðu að svíkja samninginn v'ið Kommúnistaflokkinn, var aldrei rætt um aðra í bæjarráð en Stefán eða Jón A. Pétursson. En eftir að þeik’ liöfðu ákveðið að svíkja samminginn — og Komm- únistaflokkur inn lýsti yfir að hann myndi hakla sér, við samn- inginn við nefndarlcosningarnar, stiltu þeir Soffíu í annað sæti — þ. e. a. s. — eftifr að ugglaust var um að hún mv.ndi falla. Á scma hátt stiltu þeir konunni Laufeyju Vaidimarsdóttir í frarnfœrdunefnd i ann.að saeti — því þar hlaut hún að falla, úr þvi aö Stcfán og Co. hafði ákveðið að rjúfa sarnningmn, eu Kfírnmúnistaflokkunwn að halda sér við iiann. — Því Komm- únistaflokkurinn átti það sæti, senv hemii var stilt í. — Til þess aö iconia i veg fyrir þetta, dró Kommúnistafiohkurinn lista sinn til baka. — og Laufey var kosin. með atkvœðum kommún- ista. — Þannig hindruðu kommúnistar að Stefáni, Soffíu Ing- varsdótt'ir og Co. tœjcist að sparka einu konunni út úr fram- fœrslunefnd. Öll Reykjavík hlær: Bjarni Björnsson heldur útvarpsumræður og syng- ur nýjar gamanvísur og gleði- söngva í Gamla Bíó í kvöld klukkan 7,15. 20 menn í einum manni! Aðgöngumiðar verða seldir hjá Katrínu Viðar og Eymundson í dag — ef nokkuð verður eftir.. Hláturinn verkar á ástandið! SsS^SsSKSsS^S^iiSSsSSSSsSBSSsaSáSSsSSS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.