Þjóðviljinn - 09.02.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.02.1938, Blaðsíða 4
ap Níy/a T5ib sg Keisarinnn í Kaliforníu tilkomumikil þýsk stórm.ynd samin og' sett á svið af þýska kvikmyn dasn illingn- um LUIS TRENKER sem einnig leikur aðalhlut- verkið. Leikurinn fer fram í Sviss og KaUforniu. Börn íá ekki aög'ang. Úpbo«*g»nnl Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur apótekf ogr Lyfjabúðinni Iðunni. Næturiæknir í nótt; er Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Utvarpið í dag 8.30 Enskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Iládegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Dansar úr stofutónlisti. 19.40 Auiglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20.30 Kvöldvaka: a) Guðbrandur Jónsson próf.: Um PragL b) Vilhj. Þ. Gíslason: Úr Vatnsdælasögu, II. c) ungfrú Rannveig Tómas- dóttir: Ferð til Veiðivatna. Ennfremur sönglög og harmón ikulög. v 22.15 Dagskrárlok. Hjónaband Nýlega voru gefin saman í hjónaband af lögmanni, Ástríð- ur Markúsdóttir, Lindargötu 18 og Halldótr Jónsson loftskeyta- maður. Heimili ungu hjónanna er á Leifsgötu 12. »BIáa kápan« verður sýnd í kvöld. Mjög mikil eftirspurn er eftir aðgöngu miðunum, og vissara að tryggja sér þá í tíma. Esja var væntanleg til Þórshafnar kl. 7 í gærkvöldi. Dagsbrúnarmenn Munið aðalfund Dagsbrúnar á sunnudaginn kemur. Fundur- inn verðUr haldinn í Nýja Bíó og' hefst kl. 1 e. h. Póstferðir á morgun Frá Reykjavík: Mosfells- Kjal arness-, Kjósar- og Reykjanesr póstar. Hafnarfjai'ðar- og Sel- tjarnarnes. Lyra til Vestmanna- evja og útlanda og Fagranes til Akranass. Til Reyjcjavikur: Mos- fells-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Hafnarfjarðar- og Seltjarnarness. Selfoss frá út- löndum. Fagranes frá Akranesi. Nokkrir eldri áskrifendur, sem hafa ekki ennpá tekið bækur. sínar, eru beðnir að vitja peirra í Heimskringlu fyrir 10. pessa mánaðar. Eftir pann dag verða bækurnar seldar nýrri félagsmönnum. TiUpii M Mál i iiii. Peir félagsmenn, sem óska að láta inn- binda bækur sínar, eru beðnir að afhenda pær í Heimskringlu fyrir 10. pessa mán- aðar. Skipafréttir Gullfoss er á leið til Isafjarð- ar frá, Siglufirði, Goðafoss er á Isafirði, Brúarfoss' fór frá Kaup mannahöfn í dag áleiðis til Leith, Dettifoss er á leið til Hamboi'gar frá Grimsby, Lagar- fass kom í gær að norðan, Sel- foss er á leið til Vestmannaeyja. Trúlofun Nýlega opinberuðu tlrúlofun, sína frk. Ágústa Sumarliðadótt- ir, Túngötu 18, og Sigurður Helgason, Fálkagötu 20. Jónína Hermannsdóttir Selbúðum 6 á fimtíu ára af- mæli í dag. Krakkar! Krakkar! Lesstofan á Vatns- stíg 3 er opin í dag, miðvikudag, frá 5—7' og fimtudag kl. 5—81. Komið, lesið og lærið. UNGHERJARNIR. A 0amlal3io Hann rændi brúðinni Fjörug og skemtileg gam- anmynd frá Metro-Gold- wyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: Joan Crawford og Clark Gable. SSS35«SiasSS«ggBS Hljómsveit Reykjavíkur. »Bláa t'mb (Tre smaa Piger). verður leikin í kvöld kl. 81. Að- göngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag í Iðnó. Sími 3191. Pantanir sækist fyrir kl. 3 á morgun. Kaupið leikskrána og kynnið yður söngvana. Félags j árniðnað armanna verður haldin að Hótel Borg föstudaginn 11. febr. og hefst kl. 8,30 e. h. með borðhaldi. Ýms skemti- atriði verða á meðan á borðhaldinu stendur. Dans á eftir. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg firntu- dag og föstudag kl. 6 til 8 e. h. (Gengið inn um suðurdyr.) SKEMTINFFNDIN Vlcky Baum. Helena Willfuer 45 í hug: Hann Kranich hjálpar mér þótt alt annað bregðist,«. »Já, svona eigið þér að hugsa. Eg stend yður altaf til þjónustu, til hvers sem er, — ef yður finst þá ekki of mikið sagt«, sagði Kranich glaður og sveiflaði gerfihanilleggnum. »Og veislu skulum við halda, — ærlega veislu til heiðurs Rainer«. »En hvað yður hungrar og þyrstiir eftir lífinu. Kranich«. Helena horfði með atihygli framan í hann, hann va.r orðinn kiimfiskasoginn og gugginn — órækt merki um hvað beið han,s. »Sjáums,t aftur«, sagði hún alt í einu, sneri sér við, og gekk hratt í burtu. Kranich horfði undrandi á eftir henni, og lét gerfihendina síga. Rainer beið eftir henni í hallargarðinum. Hann var í silkiskyrtu og bestu fötunum sínum. »Fékstu alt sem þurfti«, spurði hann, tók undir handlegg henni, og- þau gengu hægt í áttina til skóg- arins. »Já, —en þú?« »Sjáðu«, — hann tók lítinn böggul upp úr vasa sí.num. »Meiir þurfum við ekki«. »Hvernig náðirðu í það?« »Stal því. Það munar ekki mikið um tuttugu am- púllur á spíta!anum«. Hann brosti óeðlilega. Alt fas hans var óróleg't og hikandi. Helena nam staðar, og horfði niður yfir bæinn. »Rainer, — sérðu hvað þetta er fagurt---------« »Já, — en þú ert: miklu fegurri«. »Þú rnátt, ekki gera mig veikgeðja, núna. Eg vil ekki vera á kafi í viðkvæmni síðustu stundirnar«. »Þú — á kafi í viðkvæmni! Þú, — sterka og góða stúlkan mín! Eða —- ertu hrædd — IIelena?« »Nei, ekki hrædd.. Ég hefi ekki nógu fjörugt ímynd- unarafl til að hræðast. Ég er svo mikil veruleika- manneskja. Það var farið að rökkva, er þau komu í skógar- röndina, og' það var þungur molluhiti í skímunni milli grænna trjánna,. Fuglarnir sungu enn, allir í kór. Svo hljóðnaði söngurinn, fjaraði út, og þagnaði alveg. 1 kyrðinni heyrðu þau fótatak sitt í mjúkum skógar- sverðinum,. Einhyerssitaðar í fjarska niðaði lækur. »1 dag finst mér ég heyra alt,,svo greinilega, skynja, alt vel —«, sagði Helena þýðlega. »Mér finst að hjart- að sé orðið svo stórt,, .að ég finni það slá um mig alla«. Rainer nam staðar. Ha,nn tók höfuð hennar milli beg-gja. handa sinna, og horfði! lengi inn í augu henni. »Það er unaðslega góð tilhugsun að þú. skulir bera brrn undir hjarta þínu —«, hvíslaði hann, svo lágt að varla heyrðist; en Helena, skildi hann, og fyltist undrun, og þakklæti. »En ef — ef það hefði ekki bæst við«, sagði hún, þegar þau voru komin af stað aftur, — »hefðir þú þá haft, kjark til að lifa lengur, Firilei?« »Ég veit ekki, — ég get ekki sagt, þér það með vissu, en ég held ekki. Ég hef borið dauðann í mér — altaf — og ég hef vitað urn hann. Alt, sem mér var lagt á herðar, var mér ofviða. Ég er ekki einn af þeim mönnum, sem geta borið þungar byrðar. Og nú liefir alt gengið mér andstætt, svo, að ég er enginn maður t,il ao bera það. Við skulum ekki tala meára um það, Helena. Við erum búin að tala nóg um það. Við eig- um ekki annars úrkosta, og það er dýrðle.gt; að eiga þessa leið opna. Lífið — Helena —- lífið er eins og' fangelsi með ólæstum dyrum. Það er gott að geta sloppið þegar maður sjálfur v,ill«. »Já, Firilei — það er fallegt, sem þú sagðir um fangelsið. En það getur líka haft sitt. gildi að vera kyrr, af írjálsum vilja, — þr,á:tt fýrir alt, —« »Þrátt fynr att! Þér yrði ekki betur lýst en ein- mitt með þeim orðum, Helena«, sagði Rainer cg brosti. »Þú býður öllu byrginn. En ertu ekki alveg ákveðin í þessu, sem við ætlum að gera? Ertu ekki alveg viss urn, að það sé eina ledðin, sem, við eigum opna?« »Jú, Firilei, ég er sannfærð um það, — en sarnt þykir mér leitt,, að nú skuli öllu vera, lokið. Ég hef lagt á mig svo mikið erfiði, þrælað mig íram úr ýmsu þung'Bæru, og lítið kynst bjartari hliðúm líxsins. Nú verður það alt til einsids. Ekkert verður úr efna- fræðisnáminu, ekkert úr framtíðinni. Þaö er alt bú- ið að vera. Ég get ekki að því gert; að mér þykir fyrir því. Rainer — mér hefir oft fundist, að viö gengjum sitt á hvorum árbakkanum. Og mig hefir langað til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.