Þjóðviljinn - 15.02.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1938, Blaðsíða 1
JIHI 3. ARGANGUR ÞRIÐJUDAGINN 15. FEBR. 1938 37. TOLUBLAÐ Verkalýðurinn mótmælir jörrœDinu. Hægri foringjarnir gjörsamlega einangraðir í Dagshrún. Félagið lýsir trausti á niiniii hluta sambandsstjórnar, en fulhi vantraiisti á Verkamennirnir hafa orðið. Sampyktir Dagsbrúnarfundarins í fyrrad. meiri hlutanum og ritstjörn Alþ.blaðsíns. YerkaJýftssamíökhi á Siglufirði, Norðf irði og Húsavík ©g Félag járiiidnadarmaima, vitir gerræði meiri Jiiuta sambandsstjórnarinnar og krefst einingar verkiýðsti. MEÐ HVERJUM DEGI kemur það greinilegar í ljós, að klofningsmennimir í sambandsstjórn eiga enga stoð meðal alpýðunnar. Fundurinn í Dagsbrún sýndi þetta greini- legast. Á fundinum var samþykkt vantraust á meiri hluta sam- bandsstjórnarinnar, en fult traust á minnihlutanum. Var petta samþykt með 485 atkv. gegn 27. Pá var og samþykt að vikja Jóni Baldvinssyni, skilorðsbundið, úr Dagsbrún með 460 atkv. gegn 27. Með þessu hafa< klofningsmennírair fengið svar alþýðunnar við verkum sínum. Pað svar er svo ótvírætt, að nneiri hluti sam- bandsstjérnar hlýtur að skilja það hve vel sem þeir reyna að loka augum óg eyrum fyrir öllum staðreyndum, um afstöðu a.l- þýðunnar í Reykjayík til sameiningarmálanna. Samþyktir þær sem enn hafa verið gerðar í verkalýðsfélögunum úti um lancl, hníga allar í sömu átt. Veirkalýðurinn e,r staðráðinn í því að sanæina raðir sínar, HVAÐ SEM HÆGRI FORINGJARNIR SEGJA og hvernig, sem þeir reyna* að kljúfa varklýðshreyf- • 'inguna. Úr herbúðum klofningsmannanna er það annars helst tíð- índa,, að Stefán Jóhann Stefánsson er f arinn úr landi til þess að sækja, »línuna« til Steunings og Per, Albin Hanson. Þá er það talið, að hann ætli að reyna fyrir sér um öflun fjár til áfram- haldandi klofningsstarfsemi í verklýðshireyfingunni á Islandi. Ðagsbrúnarfundurinn í fyrradag. Héðinn Valdimarssou kosinn fovmaður, Þor- steinn Pétursson kjörinn fjármálaritari. Dagsbrúnarfundurinn í fyrra- dag var fjölmennasti, fundur, sem haldinn hefir verið í félag- inu. Hvert isæti í Nýja Bíó var skipað, og auk þess voru marg- ir í K. R.-húsinu, en þar hafði verið settur upp hátalari í sam- bandi við leiðslur frá Nýja Bíó. Fundurinn hófsfc með því, að formaður félagsins, Guðmundur ö. Guð'mundfson lýsti kosningu í stjárn félagsins, sam farið hef - i'r fram á skrifstofu félagsíns undanfarinn mánuð. Þessir hlutu kosningu í stjórn Dagsbrúnar fyrir þetta ár: Héðinn Valdimarsson, form. €63 afckv. Guðjón B. Baldvinsson, vara íormaðuJr. 661 atkv. Kristínús Arndal, ritari 626 atkv. Þorsteinn Pétursson, fjár- málas-jtari 464 atkv. Sigurbjorn Björnsson;, gjakV keri 646 atikv. Á lista þeim,, sem Ólaf ur Frið- riksson og nokkrir Dagsbrúnar- menn stóðu aðl, var aðeins einn maður, Sigurður Guðmundsson. Var hann í sæti f jármálaritara og hlaiufc 300 atkvæði. 45 seðlar voru ógildir og 21 seðill auður. I trúnaðairmannaráð Dags- brúnar hlutu allir þeir kosn- ingu, sem stillt var upp á,, listann til þess að tajka þar sæti. Þá voru kosnir fulltrúar á Alþýðusambandsþing og hlutu þessir kosningu: Þorsteinn Pctitrsson. Árni GuðmundsKion, Kristínus F. Ainida.i, Sigurður Guðnason, Sigurbjörn Bjöa-nsson, Haraldur Pétursson, Guðmiundur R. Odd,sson, Reynir Snjólfsson, Guðmundur Finnbogason, Þor lákur Ottesen, Guðjón B. Bald- vinsson, Friðleifur Friðriksson, Sigurður Guðmundlsson, Gunnar Eggeirtsson, Erlendur Vilhjálms- feon, Guðmundur Ó. Guðmunds- son, Héðinn Valdimarsson, Jón Guðlaugsson, Kristinn Frið finn,cison. Ennfremur vorti kosnir vara- menn. Yfirgnæfandi meirihluti þeifra manna, siemi hlutu kosn- ingu á sambandsþing eru ein- dregnir fylgjendur sameiningar- innar. Þá talað'i Héðinn Valdimars- son um deilu þá, sem- risið hefir FRAMHALD A 2. SIÐD' »Verkamannafélagið Dags- brún ályktar: Að lýsa fullu trausti sínu á minnihluta sam- bandsstjórnar, meirihluta Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna i Reykjavík og á kosninganefnd þess fyr- ir stefnu þeirra í samein- ingarmálum alþýðunnar og aðgerðum við bæjar- stjórnarkosningarnar i Reykjavík. Jafnframt lýsir félagið megnri óánægju og van- trausti á meirihluta sam- bandsstjórnar og ritstjórn Alþýðublaðsins út af afskift- um þeirra á þessum málum og á bæjarfulltrúunum Stef- áni Jóh. Stefánssyni, Jóni A. Péturssyni og Soffíu Ingvars- dóttur. vegna brota þeirra á flokkssamþykt Fulltrúaráðs- ins a in málefnasamning milli verkalýðsflokkanna i Reykjavík, og lýsir því yfir, að félagið telur þau ekki fulltrúa sina né alþýðusam- takanna í bænum, þar sem þau standa ekki við þessa samninga. Þá lýsir félagið einnig vantrausti sínu á meiri- hluta sambandsstjórnar út af ályktun um brott- rekstur Héðins Valdimars- sonar úr sambandsstjórn sem félagið álýtur lög- leysu og markleysu, enda ber fult traust til hans. Loks skorar félagið á öll félög innan Alþýðusambands íslands að einbeita sér fyrir því að sem skjótast komist á fullkomin eining verk- lýðsamtakanna og sameining Alþýðuflokksins og Komtn- únistaflokksins í einn öfl- ugan HÓsíalistiskan lýðræðis- flokk, og fordæmir alla klofningsstarfsemi hægri afl- anna innan alþýðusamtak- anna. 2. »Verkamannafélagið Dags brún ályktar. Að svo framarlega, sem Jón Baldvinsson og méiri- hluti sambandsstjórnar falla ekki innan viku frá ályktuninni um brottrekst- ur Héðins Valdimarsson- ar úr sambandsstjórn Al- þýðuflokksins og einbeita sér fyrir sameiningu verk- lýðsflokkanna og einingu í alþýðusamtökunum, í í fullu samstarfi og sam- ræmi við stefnu minni- hluta sambandsstjórnar í þessum málum, og sjá um að stefna Alþýðu- blaðsins breytist sam- kvæmt þessu, þá skuli félagsstjórn og trúnaðar- mannaráð víkja Jóni Baldvinssyni úr félaginu, fyrir framferði hans í sameiningarmálum alþýð- unnar, enda hafi hann ekki sagt sig úr félaginu innan þess tíma«. 3. »Fundurinn felur félags- stjórninni að birta tillögur þær, sem samþyktar hafa, verið, í blöðum, OG LITUR SVO A, að ef Alþýðublaðið viil enn halda sambandi við Alþýðusamtökin, VERÐI ÞAÐ AÐ BIRTA TIL- LÖGURNAR. Fundurinn heim- ilar félagsstjórninni, ef árásir AlþýublaðsJns halda, áfram á sameiningarmenn Alþýðuflokks- ins, að sfcyrkja nýtt flokksblað með 1000 krónum úr félags- sjóði«. Fyrtsa tillagan var samþykt með 1*85 atkvœðum móti 27. önnur tilbagan var s\a,mþykt með A60 móti 27 atkvœðum. Þriðja tillagan var samþykt með nærri öllum atkvæðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.