Þjóðviljinn - 15.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.02.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudagurinn 15. febrúar 1938 PJODVILJINN Vertalyflurinn mötmælir iliæiiii. FRAMH. AF 1. SIÐU. upp í Alþýðuf lokknumi og skýröi frá viðskiptum sínum við sam- bandsstjórn. Að ræðíu Héðins VaMimars- sonar lokinni! komu fram tíllög- ur þær, sem birtast í blaðinu. Voru þaar, bornar fram af nokkrum í.éiagsmönnumi hver um sig. Urðu u.m tillögurnar nokkrar umræður, sem sýndu gjörla hve einangraðir klofn- ingsmennirnir standa, og hve langt er frá því að þeir eági nokkru fylgi að fagna í hópi verkamanna. Voru tillögurnar allar sam- gegn 27 atkvæðum, nema hvað gegn 27 atkvæðumi, nenia hvaða síðasta. tillagan fékk enn færri mótatkvæði. Félag járniðnað- armanna: Aðalfundur Félags j árniðnaðarmanna lýsir vantrausti á meiri hluta sam- bandsstjórnar. Síðasth'ðinn sunnudag var haldinn aðalfundur í 'Félagi j árn iðh aðarman n a,. Þessir voru kosnir í stjórn fé- lagsins: Þorvaldur Brynjólfsson, for- maður. Marel Halldórsson varafor- maður. Ingólfur Einarsson, ritari. Theodór Guðmundsson,, vara- ritark Sveinn, Ölafsson, fjármálarit- ari og gjaldkeri, sem er utan stjórnar var kosinn Jón Síg.urös- son. öll var stjórnin kosin með samhljóða atkvæðum og lófa- klappi, þar sem uppástungur komu ekki fram umi aðra menn í sæti þeirra, nema varaformað- ur. Hann var kosinn með 38 at- kvæðum gegn 19. öll er stjórnin einhuga fylgj- andi einingu verklýðsflökkanna. Á fundinumi var enn.frem.ur samþykt effcirfarandi tiHaga vegna atburða þeirra, sem gerst hafa undanfarna daga í verk- lýðshreyfingunnr: »Aðahfundur Félags járn- iðnaðarmanna Jialdinn 13. febr. 1938, samþykkir að lýsai van- trausti á meirihluta stjárnar Al- þýðusambands Islands og ad- g,erðum hans í sameiningarmál- um alþýðunnar og vitir harðle§a þá afstöðu, er þeir sömu menn hafa tekið gagnvart Héðni Valdimarssyni, enda telur fund- urinn »brottrekstur« hans úr sambandsstjórn. i alla staði ólög- legan. Jafnframt lýsir fundurhin fullu trausti sinu á minnihluta sambandsstjórnar og skorar á alla alþýðu i landinu að efla bar áttu sína fyrir sameiningu Al- þýðuflokksins og Kommúnista- flokksins í einn lýðrœðissinnað- an sösialistiskan flokk«. TiIIagan var samþykt; með öll- um. greiddum, atkvæðum. Húsa vík: Verkamannafélag Húsavíkur mótmæl- ir brottrekstri Héð- ins Valdimarssonar og telur hann að engu hafandi. Eftirfarandi tillögur voru samþyktar á fundi Verka- mannafélags Húsavíkur í fyrra- dag EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐV. HOSAVIK I GÆRKV. » Verkama nnafél ag Hú savík- ur mótmælir brottrékstri Héðim, Valdimarssonar úr stjórn Al- þýöusarnbands Isíands, þar eð félagið iitur st>o á að sambands- þing eitt geti skorið úr þeim á<- greiningi, sem nk ríkir í sam- bandsstjórninni«. Samþykt með 56 : 19 atíkv. Tillagan. borin fram af Pétri Jónssyni. »Félagið telur sakir þær, sem me irihluti sam bandsstjórna r ber á Héðin ValdiMarsson aó engu hafandi og lýsár ánægju sinni yfir baráttu Héðins fyrir sameiningu verkalýðsins«. Samþykt með 42 : 23 atkv. Tillagan borin fram af Árna Jónssyni. FRÉTTARITARI I\oi»5fjördiiF: Verklýðsfélag Norð fjarðar lýsir van- trausti á meiri hluta sambandsstjórnar og krefst þess, að Alpýðusambands- ping verði kailað saman hið bráðasta. Á sunnudaginn var haldinn aðalfundur í Vorklýðsfélagi Norðfjarðar. Stjórn var kosin einróma og eingöngu skipuð s amei ni ngarsin n um. Þessir menn skipa stjórn fé- Iags-hfs: Jóhannes Stefánsson, formað- ur. Lúðvík Jósefsson, varaform. Kristján Kristjánsson, gjaldk Páll Sigurðsson ritari. Jón Sigurðsson, meðstj. Á fundinum var samþykt ef.t- irfarandi tillaga, sem mótmæli gegn framkomu meirihluta Al- þýðusaimb.sitjórnarinnari, sam- kvæmt skeyti frá fréttaritara Þjóðviljans í Norðfirði. »Aðalfundur Vevkalýðsfélags Norðfjarðar, haldinn 13. febrú- ar 1938, mótmœlir harðlega brottrekstri Héðins Valdimars- sonar og lýsir fidlu vantrausti á meirihluta Alþýðusambands- stjórnar, vegna framkomu hans i sameiningarmálwnum,. Jafn- fram lýsir fundurinn yfir fullu trausti sinu á minnihluta sam- bandsstjórna'r. Fundurinn krefst þess, að lcallað verði saman Alþýðnsam- bandsþing hið fyrsta, og verði aðalverkefni þess sameinmgar-- málin. Þá skörár fmidwrinn á alla Alþýðuflokksmenn, og kommún- ista að standa fást saman um fullkomna sameiningu flokk- anna«. Tillaga, _ þesisi var samþykt með öllum greiiddum atkvæðium gegn þremur. En þessir þrír lýstH því yfir að þsir væru til- lögunni ekki1 mótfallnir^ en ósk- uðu hinlsvegar eftir frekari upp- lýsingum í málinu. ^igliit j orour: »Þróttiir« lýsir trausti á minni hlnta sam- handsstjórnar, en vítir meiri hlntann. Verkamannafélagið Þróttur hélt fund í gærkvöldi og vai" þar tekin til meðferðar afstaðan til deilumála þeirra, er nú hafa risið upp innan Alþýðusam- bandsístjórnarinnar. Á fundinum komu fram tvær tíllögur. önnur frá Jóni Jó- hannssyni og stóðu vinstri menn, að henni. Ennfrem.ur kom fram eftirfars.ndi dagskrártillaga frá Jóhanni F. Guðmundssyni og fleirumi: »Verkwmannafélagið ÞrótUir lýsxr óánægju sinni yfir deilum þeim, er risið hafa mnan Al- þýðuflokksins og orsakað brott- rekstur Héðins Valdimarssonar. En þay sem báðir deihiaðilar hafa visað málinu til Alþýðu- sambandsþings telur félagið rangt að gera það að dei'umáli, þar sem sJílíar deilur gætu á engan hátt brey.tt endanlegri niðurstöðu Jyess á ncesta AJþýðu- sambandsþingi. Hinsvegar gætu deilur um þetta mál orðið hættu- legar þvi góða samstarfi og þeim, gagnkvæma skilningi, sem nú; rikir milli vinstri manna liér um bæjarmál. 1 trausti þess að' menn skilji hv.e nauðsynlegt'er að gera ekkert það er stofnað gæti þessari samvinnu i hœttu tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá\«. Tillagan var feld með 86 atkv, gegn 3. Tillaga Jóns Jóhannssonar var samþ. með 111 atkvæðuni gegn 4 og er hún svohljóðandi: »VerJíamannafélagið Þróttur,. Siglufirði Jiarmar stóHega deil- ur þær, sem risið Jiafa innan Alþýðusambands tsíands og mót- mœlir eindregið samþykt Al~ þýðusambandsstjórnarinnar um brottrekstur Héðins Valdimars- sonar og telur hann markleysu eina. FéJagið teiur þá samþykt á- samt riftum á samningum við Ko.mmúnistaflokkinn i Reykja- vík og skrifum, Alþýðublaðsins eftir kosningar einungis til þess fallnar að eyðileggja þá einingu alþýðunnar, er_ þegar er fyrir 'hendi viða um land og koma í veg fyrir að alþýðan sameinist i einum sósíaJisttslcum Jýöræðis- FRAMHALD A 4. SIÐU Erlend yfirlit 5. Vikan 6—12. fehr. 1938 Olgan í Þýskalandi. Fasistastjórnin í Rúmeníu fellur. Alla þessa viku hefir athygli heimsáns beinst að Þýskalandi. Eins og getið var um í síðasta yfitiiti var gerð róttæk breyt- ing á nasistastjórninni og stjórn þýska hersins fyrir viku síðan. En ráðabreytni þessi hef- ir ekki farið hljóðalaust fram. Þrátt fyrir ströngustu ritskoðun þýgku nas,istia,nna og harðorð mótmæl.i í þýska ríkisútvarpinu (og þá einnig íslenska útvarp- inu!) hafa undanfarna daga bot"ist fregnir um uppreisnir og mótþróa innan hersins og á- framhaldandi »hreingerningu«. Þeim embættismönnum, sem játast ekki skilyrðislaust undir flokksaga napista, hefir vedó vikið frá störfumi, og æstir flokksmenn settibr í þeirra stað. Vitað er, að innan þýska hers- ins' hefir verið ólgandi andúð gegn nasistasfcjórniinni. Fjöldi hinna eldíri og reyndari herfor- ingja hafa verið andvígir ;ufin- týrapólitík Hitlers í utanríkis- málum, og talið að með henni væri landinu stefnt í voða. Þeir. hafa haft lítið áht á ítaJska hernumi, sem bandamianni í Ev- rópustýrjöld, og meira að segja efast um, einlægni Mussolinis gagnvart Þýskalandi. Þeir her- foringjarnir hafa nú orðið að láta í minni, pokann fyrir nas- istasfcjórnihni, er virðisfc m'i stefna, ákveðnar að heimesfcyrj- öld en nokkru sinni fyrr. Einmo'tt í vákunní sem leið hefur mátt sjá þess merki, að Mussolini ætlar sér ekki aö fylgja, bandamanni sínum, Hitl- er, til hvers sem er. Ástandið heima fyrir á Italíu er ákafléga bágborið, fjárhagshrun yfirvof- and.ii, og attvinnuvegirnir hrörn- andi. Undanfarna daga hafa It a,liir enn á ný viðrað sig upp við Bretann, sem virðist ennþá trúa á samningaleiðina við fasista- ríkin. Talið er að Bretar séu ekki ófúsir á að veita Itölum stórlán gegn því a,ð Italír lofist til að láta undan í MiDjarðar- hafismái.unum, og hætti þar á- rásunum á hagsmuni Bretaveld-- is. Jafnframt hefir slesti upp á vinskapinn, milli ítalska fasism- ans, og þýsku na,s;stanna, þó að það fari ekki hátt. Milli fasista- stórveldanna er Austurrijci stlöð- ugt ágreiningsefni. JtaJir ófctast að sameiining Þýskalands og Austurríkis gæti haft slæmar afleiðingar og stofnað í hættu yf irráðum þeirra yfir Þjóðverjum í Suður-Tyi-ol, enda hefir Mus'so lini barist ákaft gegn slíkri sam- einingu. Undanfarið hefir verið á sveimi orðróimur um, b'reytjngar á Ausfcurrí.sku stjórninni, í þá átt, að nasistar yrðu teknir í stjólrnina, og hefur jafnvel flcg- ið fyrir;, að hugsanleg væri sam- eining' Austurríkis og Þýska- l.ands í ekki mjög fjarlægri framtíð. Vitað er, að slík sam- eining er ein af æðstu »hug- sjónum,« Hitler's. og nasista- flokksins og austurrískir nasist- ar vinna að henni leynt og ljósfc. I .sambandi við þennan orð- róm hefir það vakið heimsat- hygli, að austuir,ríski kanslarinn, Schussnigg, fcir í heimsókn til Hitlers nú um helgina og var höfð hin mesta leynd um för ha,ns. Viðstaddir umraðurnar v-oru þeir von Ribbentrop utan- rí.kisráðherra og von Papen fyrrum senidiherra í Vín. Telja. má víst að þairn,a hafi: verið teknar þýðingarmiklar ákvarð- anir, er snerta sambaindið milli Þýskalands og Austur'rkis. MS. vera að Hitler ætli að reyna enn gömlu aðferðina að déyfa óánægjuraddiirnar innanlands með nýjum »sig.rum« í. ufcainrík- ismálum. Fasistastjóíríi Goga í Rúmen- íu er fallin, efti.r sex \ i>na völd, og í .stað hennar hefir verið mynduð stjórn, semi er talin samsiteypustjórn allra lýðræðis- flokkannai, og hefir hún lýist yfir andstöðu sinni við fas'ism- ann og vilja tal samstarfs við Frakkland, Bretland og Þjóða- bandalagið'. Stjórn Goga hafði aldrei neitt fjöldafylgi, að baki séi-, og naut ekki einu sinni, víðtæks stuðn- ings meðal borgarastéttarinnar í Rúmeníu. Tilveru sína átti hún að þakka Karol konungi,' hirðklíkum hans og afturhalds- sömustu bluta yf irstéttanna,. fasi,s;tunufti og sfcrí.csæsinga- mönnunum. Með gyðingaofsókn- um, og stórbændadekri reyndi Goga að koma, sér í mjúkinn hjá millistéttunumi, og skapa sér þannig það fjöldafylgi, sem hann1 vanfcaði, en það tókBt, ekki.. Atvinnuvegum, landsihs hrörn- aði. Erlendir lánardrottnar litu stjórnina illu augai, og Frakk-- landi, England og Bandaríkin mótmæltu aðgerðum hennar. Við alla erfiðleika Goga-stjórn- arinnar bættist svo hið dular- fulla hvarf sovétsen.diherrans, í Búkarest, en slíkir atburðir geta orðið afdrifapríkir í milli- ríkjaviðskiptum. Þar að kom, að Goga neyiddist til ,að segja af sér. Telja má yíisiti, að sá for- smekkur, sem Rúmenía, hefir fengið af hálffasigtisk'ri, stjórn verði til þess, að þjappa saman lýðræðisöflum landisins við kosn- ingarnar sem fara fram, í byrj- un næsta mánaðar, og má' nú þegar, sjá þess merki. 13.—2.— 1938. . ' S. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.