Þjóðviljinn - 19.02.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1938, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Laugardagurinn 19. febr. 1938. pJÓOVILJINN Málgagn Kommfinlstaflokks lílands. Rititjóri; Einar Olgeirsson. Rititjörnt Bergitaöastræti 30. Slmi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- atofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur öt alla daga nema mánudaga. Askriftagjald á manuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kn 1,25 1 lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, simi 4200. Afstaðan til ríkis- stjórnarnnar. Það er furðuleg ósví.fni, sem N. Dbl. og Alþbl. leyfa sér í blaðamensku þessa dagana í til- raunum sínum til að spilla á milli Framósknar og íslensks verkalýðs, serw nú eir að samein- ast í einn flokk. N, Dbl. dirfist að halda því. fram að komimúnistar og sam- eilningarmenn í Alþýðuflokknum haf i sagt að »bændur haf i grætt a.lt á samvinnu stijórnarflokk- anna«, en veirkamenn ekkert. Blaðið getiur hvergi fundið þess- um ummælum stað. Þetta eru staðlausir ,stafir, tilbúnir af þvl sjálfu til að spilla á milli verka- manna og bænda. — Það sem kommúniBtar hafa ásakað ríkis- stjórnina fyrir er að hún hafi verið of yæg gagnvart hringun- um» heildsölunum og bankavald- inu, en sannarlega ekki að hún hafi gert of mikið fyrir bænd- ur. Við kommúnibtar viðurkenn- um yfirleitti alls ekki þær hags- munamótsetiningar milli bænda og verkamanna, sem klíka Jóns Árnasonar alt af er að hamra á og reyna að skapa og stækka, með því að tala máli örfártra stór bænda (og bankavaldsins) gegn • verkalýðnum, en ekki máli meg- inþorra bænda, ,sem sjálfir lifa af vinnu sinni, og hafa samskon- ar hagsmiuni í. öllum höf uðatrið- um og verkamenn. Yfirlýsingar Finnboga Rúts um áhuga hans fyrir áframhald- andi Sitjórnarsamvinnu tekur auðvitað engiinn íslenskur stjórn- málamaður alyarlega., — síst af öllu nokkur Framsoknarmiaður. Það er sá gorgeir, sem, þessi mað ur hefir gert að aðalinnihaldi í. pólitík Alþýðuflokksins, senii veldur því nú, að hægri foringja- hópurinn þýtur eins og útblás- inn loftbelgur burt fr;á fólkinu, sem hanh átti að vera tengdur við, — en tengslin voru aldrei nema á pappír Alþýðublaðsins, ,svoi þaðl var ekki von þau héldu. Afstaðai Kommúnistaf lokks • ins til ríkisstjórnarinnar er augs Ijós og almenningi kunn. Komm- únistaflokkurinn mun styðja þessa ríkisstjórn gegn öllum á~ rásum, afturhaldsins og tilráun- um íhaldsins til að steypa henni. Hann mun vinna að því öllum árum, að fá þessa stjórn til að taka, upp fasta og ákveðna stjórnarstefnu gegn auðmanna- klíku landsins og með hinum yinnanidi stéttium, Með því, móti skapar iíka stjórnin sér vinsæld- ir og lýðræðinu tiltrú, — og þess Hægri f oringjarnir játa að peir hafi ætlað að kljúfa Alpýðu- flokkinn á sambandspinginu. Klofningsmennirnir gefa út ávarp, par sem peir lýsa pví yfir, að klofningur hafi vofað yfir á sambandspingi og par sem peir höta, að kljúfa fíokkinn ef sameiningin tekst. Klofningsmennirnir í Alþýðu flokknum, viVðasti ekki ætla að gera endaslepti við »hugsjónir«! sínar umi að tvístra röðum verka lýðsins. Mennirnir, siem á Alþýðu sambandsþingi í haust, höfðu bundist skriflegumi samningum um, að kljúfa flokkinn, ef þeir yrðu í, minni hlutia, og gengið yrði til samstarfs við kommún- ista, hafa nú lagt af stað í nýja herferð og safnað nýjum: undir- skriftum og nýjumi heitum um að halda, áframi á sömu braut. Að vísu verðlur ekki annað séð, eftir venjunni, en að skriflegir cg- undirritaðiir samningar og samþyktir hafi lítið að segja þeg ar Jón Baldvinsson og Co eiga hlut að máli. En þó bendir alt til þess að hann og f élagar hans standi við heit þau, er þeir gera alþýðunni tiil bölvunar, þó að hin um hætti fremur til þess að gleymastl 1 Alþýðublaðinu í. fyrradag birtist áyarp frá klofningsmönn- unum, undirritað 29 nöfnum. Skarta þar fyrst og fremst nöfn höfuðsmanna hægri klíkunnar. En, þar að auki er svo að sjá sem, þeir haf'i kúgað til undir- skrifta, nokkrar ístöðulitlar sál- ir innan flokksins, sem töldu vegna skoðar Komúnistaflokkur- inn það sem ótvíræða skyldu sína, gagnvart fólkiinu og við- haldi lýðræðisins, að gagnrýna þær aðg'erðiir ríkisstoórnarinnar, sem, vinna í öfuga átt við það, sem hér er nefnt. Kommúnistaflokkurinn skoð- ar það sem aðalatriðið í íslensk- um, sitjórnmálum: nú að aJIir vinstri flokkarnir myndii örugt samband sín á milli — þjóðfylk- ingu, sem stendur í hinu nán- asta saimbandi við fólkið sjálft og samtök þess á öllum sviðum. Og Kommún; staf lokkurinn treystir því að einmitt sú mynd- un sameinaðs verklýðsflokks., sem sigra skal þrátt fyriir allar klofningstilraunir, verði til a.ð flýta fyrir því að sterk cg stefnu föst vinstri stjórn skapist hér, er sé laus við þá, æf ihtýíra,men,sku annarsvegar, sem> áhrif Alþýðu- blaðsins og rit,st|jára þess hafa valdið í stjórnarsamvinnu und- anfarið, og það afturhald hilns- vegar, sem Landsbankinn með milligöngu Jóns og Jónasar haía reynt að þröngva upp á stjórn- ina — stundum með árangri — á þessum á'rum:. Það er engum, efa bundið að engin íslensk stjórn hefði nokk- urntíma verið sterkari hjá fólk- inu en slík vinstri stjórn myndi vera. mat sínum, hætt í hondum hægri foringjanna, Skal nú plagg þetta tekið til nokkru nánari meðferðar. Er þá fyrst að getla þess að með plaggi þessu játa hægri for- ingjarnir afdráttalausti, að á Alþýðusambandsþingi hafi þeir ætlað að kljúfa flokkinn ef til- lcgur Héðins Valdimarssonar hefðu náð samþykki þingsins. Lengra en að Vilmundarltillög- unni »gati Alþýðuflokkurinn ó- klofinn ekki gengið«. Þettaer að vísu engin ný sannindi fyrir al- menning, en hinsvegar verður það eftir atvikumi að teljast heppilegt fyrir alþýðuna að hafa slíka yfirlýsingu staðfesta með undii'skriftum hægri foringj-- annar. Alþýðan mun draga sínar ályktanir af þessu síðar. Hægri foringjar Alþýðuflokks ins börðu í. gegn um Alþýðu.sam.- bandsþingið tillögu Vilmundar Jónssonar, af því að þeir vissu, að kommúnistar mundu aldrei ganga að henni. Þegar þau á- kvæði voru komin inn, gátu hægri foringjarnir fallist á san> einingu. Hinsvegar á meðan eng- in slík ákvæði yoru fyrir hendi hótuðu þeir að kljúfa flokkinn. Þeir vildu sem sé enga samein- ingu. Alt skraf þeirra og Alþýðu blaðsins umi »tafarlausa sam- einingu« var fals og blekkingar, til þess að látast koma á móti krófum fólksins. Það var því tæplega von, að þeír menn setn af einlægni vildu vinna að samefningu flokkanna gerðu sér þetta að góðu. Þeir voru meirihluti samibandsþings- ins og hinn raunverulegi vilji f lokksins.Það hljómar því heldur hjáróma þegar talað er um, klofningsstarfsemi sameiningar- mannannai á þingiinu undir for- ustu Héðins Valdimarssonar. Þá er meiri hluta fulltrúanna bríxl ¦ að um að þeir hafi ekki vitað hvað var í húfi ef t'illaga Héðins Valdimarpsonar og Jóns Guð- laugssonar hefði verið samþykt og er þar átfc við klofning í flokknum. Af yfiirlýsingu meiri hlutans, sem' nýlega hefir verið birt, sést hinsvegar að þeir vissu gjörla, hvað var í, húfi. Þeir hurfu frá því að gera meiri hlutavaldi sitíb á þinginu gild- andi, af því að þeir vifesu að Jón Baldvin.sson, Stefán Jóh. Ste- fánsson og fleiri voiru staðráðn- ir í því að kljúfa flokkinn. Nú erti það þessir menn, sem hægri foringjarnir brixla um klofn- ingsstarfsemi í samia plagginu og þeir játa, að þeir sjálfir hafi verið ákyeðnir í að kljúfa, ef lýðræðislegur meirihluti þings- ins gengi á móti vilja þeirra. Þá ræðir plaggið nokkuð um kosni'mgabandalag Alþýðu- og Komimúnistiaflokksins. Ekki get- ur þó pla'ggið ttekið þetta mál svo til meðf erðar að það lýsi því. ekki yfir að hægri foringjarnir vilja ekki heyra sameininguna nefnda, Um kosningabandalagici gegni alt öðru máli en um^ sam>- eininguna. Munu hægri foringj- arnir hafa séð sér heppilegast að ráðast ekki á samvinnu verk- lýðsflokkanna úti á landi. Enda má verá að þá hefði nokkru færri nöfn skrifað undir yfirlýs- inguna,- því að flestum er svo farið að þei,m. mundi þykja það með verr-i verkum; að undirrita sinn eigin dauðadóm. En í Reykjavík átti þetta kosningabandalag engan; slíkan rétt á sér« (þ. e. tíl þess að hindra völd íhaidsins — ritstj.). Þá fullyrðir ávarpið ennfremur að hér í Reykjavík hafi, innihald líosningabandalagsins verið ann- að en úti á landi. Hér í Reykja- vík hafi það verið liður í sam- einingu flokkanna, en ekki ann- sJrsstaðar. Því hiafi meiri, hluti sambandsstjórnar látið málið af- skiptalaust i kaupstöðunum víða út um land, en hins- vegar rekið þann mann úr röð- um sínum, sem, beitti sér fyrir kosningabandailaginu hér, af því að hann hafði um leið samein- ingu flokkanna bak við eyrað. Kemur þar þriðja yfirlýsing hægri mainnanna um að öll fögru, orðin um sameinaðan verklýðsflokk hafi verið hróp- yrði ein og lygar. Urni hitt þarf ekki, að ræða í þessu ,s!a.mbandi, að bæði jafnað- armenn og kommúnistar úti á l.andi skoðluðu kosningabanda- lagið, sem spor til sameiningar. Meiri hluti Alþýðusambánds- stjórnarinnar varð hinsvegar að finna upp einhverja tylliástæðu f yrir því. að það sem er saklaust á Siglufirði, Isafirði, Hafnar- firði, Norðfiirði, í Vestmannaeyj- um ogwíðiar, skuli'varða, þyngstu refsingum í Reykjavík. Og ótrú- lega mun það látá í eyrum- al- mennings, að í Reykjavík sé minni þörf á, samstlltri baráttu gegn íhaldinu en annarsstaðar á landinu. Þá eru menn að lokum varað- ir við tllraunum þeim„ sem gerð- ar kunna að verða til sameining- ar á verklýðsflokkunum, Er þetta gert með þeim, fórgendum, að »hér sé ekki! stefnt að sam- einingu, heldur að stórkostlega aukinni sundrungu«. Með þess- ari yfirlýsingu, sem' dreift er út um land hafa hægri mennii'nir staðfest það, sem þeir gerðu með FRAMHALT) A 4. SIÐU Happdrætti Háskóla fslands Á þessu ári eru 1 fyrsta sinn í umferð allir miðar, er leyfilegt er að gefa út sam- kvæmt happdrættislögunum. Númeratalan er óbreytt, 25000, en D-miðum, hefir nú verið bætt. við A, B, cg C af fjóroungsmiðum. öllum þess- um miðum, liefír nú verið út- hlutaö meðal 6U umboðs- manna og er því hætta á, að sumstaðar gangi númerin til þurðar. Fiýtið yður því að ná í happdrætitismáða. Frá starfsemi Happdrættisins 1. Draum anúmer, 1934 tók málari einn á Akui-eyri að gaviga ríijög fast eftir að fá á- kveíiið iiiimer, sera annar maður. hafði þá. Hafði hann dreymt nú- merið mjög skýrt og lét ekki laust fyr en hann fékk það. Á þetta ni'imer vann hann tvisvar 1935 og aftur tvisvar 1936, en altaf lægsta vinning. Siðastliðið sumar kom númerið ekki upp, en A. hefir tröllatrú á þvi, að það éigi eftir að konia npp með stór- an vlnnin^. 2. Misti aí^lO.000 krónum St.iórnmálamaður fékk sér miða 1934 og íékk engan vinning á hann. Arið eftir keypti. hann ekki. miðann og var hann seldur fá- tækum verkamanni, sem á lö börn, og fékk hann 10,000 króna vinning á hann í fyrsta drœtli, sem dregið var. 3. Það er hættulegt að sleppa númeri sínu. Embœttismaður úti A landi hafði skift við umboðsmann í Reykjavík og skrifaði honum í nóveinber 1936, að ef hann fengi ekki. vinning á fjórðungsmiða slna í 10. ílokki, vildi hann ekki hafa þá framvegis. Hann fékk ekki vinning í 10. flokki og hætti þvi við þá, en strax 1 1. flokki 19c7 kom einn af þessum miðum upp meö 10.000 krónur. Miði þessi var þá öörum seldur og var það til- viljun ein, að sá fékk þetta núm- er, þvl að hann valdi það ekki, en bað umboðsmanninn að taka, það út úr miðabunkanum. Ekki missir sá, sem fyrstur fær- UniboðsiiR'im í Reylijavík eiu: frú Anna Asmundsdóttir og frú Guðrún Bjórnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, ka.upm., Týs- götu 1, sími 358S. Elis Jónsson, kaupm., Iteykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstrseti. 12, sími i;582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson og Armani], Vnrðarhúsinu, sími. 3244. Umboðsmeiu) í Hafnkrfirði cru: Valdimar Long, ka.upm,, sími 9288. Vewlun Porvalds Bjarnasonai, sími 9310.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.