Þjóðviljinn - 23.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.02.1938, Blaðsíða 2
Miðvikutdagimi 23. febrúar 1938. PJODVILJINN „Fyrirvinnan“ sýncL í 7. sinn á morgun. Mynd þessi er úr leikritinu Fyrirvinnan, sem Leikfélag Reykja- víkur sýnir um þessar mnndir, og er af Chairles Battle (Ragn- ar E. Kvaran) og Dorothy (Arndís Bjömsdótiir). F. U. K. F. U. K. Félagsfundup * verður haldinn í K. R-húsinu uppi kl. 81/* í kvöld (mið- vikudaginn 23. febrúar). Dagsskrá: 1. Pölitíska viðhorfið. Framsögu hefir E. Þorbjarnarson 2. Ýms félagsmál. 3. Frá starfi ungra kommúnista í Svíþjóð: Eðvarð Sigurðsson. 4. Upplestur. 5. Marx, blað félagsins lesið. Mætið stundvíslega félagar! Stjórnin. Næturlæknir í nótf er Alfreð Gíslason, Brá- vallagötu 27, ,sími 3894. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Félagsfund heldur Félag ungra kommún- ista í K.R.-húsinu uppi í kvöld. Yms mikilsvarðandi: mál eru á dagskrá og er skorað á meðlimi að mæta réttstundis. Fjárlagafrumvarpið kemur til 1. umr. í dag. Hefst. xundur, í Sameinuðiu þingi kl. 1, og verður útvarpað ræðu fjár- málaráðherra. og 15 mínútna ræðum frá fulltrúum hinna flokkannai. »Bláa kápan« verður sýnd. í kvöld. Al'ir miö- ar að þessari sýningu voru út- seldir í gær. Söguleshringnum ,sem átti að verða í kvöld er frestað til föstudagskvöldsins vegna f.undar í F. U. K. Leikfél. Reykjavíkur sýnir á morgun í 7. sinn sjón- leikinn »Fyrirvinnan« eftir W. Somerset Maugham. Leikur læssi var sýndur ,s. I. sunnudag fyrir troðfullu húsi og við ágæt- ar viðtökur. Sænski sendikennarinn • Sven B. Janssnn, lýkur í fyrir- Iestri sínum í kvöld í háskólan- um kl. 8 að tala um Valdemar Ha/mmenhög, og mun öíðan tala um nýjar sænskar bækur, sem komnar eru til Landsbóka.safns- inú. öllum hei.mill aðgangur. Vísa þessi er ort uni þjóðkunnan prest: Af girndunum flæmdur frá ka.lli og kjól, — kátur í meyjahóp stundum —, hiæsna.ri þegar hann stígur í stól ok strákur á þingmálafundum. • • ísleifur Gíslason á Sauðárkróki er la .dsþektur fyrir sínar smellnu og vinsælu lausavísur, sem gengið hafa iandshorna milJi þó fæstar hafi kom- ist á prent. Það eina sem birst hefir eftir hann sem teljandi er, kom í einu . hef Li Stuðla.mála sem Margeir Jóns on safi að!i til á árunum -— þar voru m. a. þessar vísur: Um mál- gefna konu í vöku og svefni. Vorkehni ég vesalings Ingu að verða að þagna í dauðanum Af tómri mælg'istilbneigingu talar hún upp úr svefninum. Ttskan, Edda hi.n nýja. Þar er kenningareglum gamla rimnakveð- skaparins haldiö og þær yfirfærðar á nútíma fólk: Ástar-fífan fauk af stað fyr’ legghlifa.-Njerói. Bónoröshrífu ýtti hann að »undirlífa« Geröi. • • Kærleiks aniboð upp hann tók. Astargambri hreyfði. En »hárkamba«-e5rjan klók engin sambönd leyfði. Um stúlku sem hafði forfrscmast syðra og verið í kvenna- og da.ns- skólum: Mentun þráði og mildi arð, — mörg eru ráð að henda Loksins þráða liljan va.rð lærð i báða enda. • • Þe si visa er efti.r Jón Bergmannr Auóur, dramb og falleg iöt fyrst af öllu þérist, og menn, sem hafa mör og- kjöt me'ra’ en alment gerist: • • Margskonar ráð voru viö kvillunv verkjum og sóttum í »gamla daga.«. isl, þjóðhættir segja svo frá: »Við gigtinni var katta,- og hunda- fei.ti ágætur áburður. Við liðaverkj- um plástur úr gömlum mör og brjóstamjólk. Gott var einnig að taka inn á fasta.ndi maga. 5 geitaspörð f I hvítu víni einu sinni á dag í 8 daga. samfleytt«. Við bakverk: »Leggja við volga kúamykju, geita-tað, bera kapla mjólk á bakið kvölds og morgna á liverjum föstudegi. Besta ráð var þó að gera band úr hári af »óspjallaðri persónu« og bera það um bakið, • • — - Geilatað með hunangi eyðir bólgu, sömuleiðis nautsga.il og Laksf- ur úr lifandi marflóin. V.ð rna_ði tr ágætt að éta tóulungu. Fasismi - fiolsévismi. Borgarablöðin spyrja oft: Hvers vegna æsist þið svo gegn fasismanum, en lokið aug- unum fyrir hryðjuverkum bolsévikka. Lítið yfir til Rúss- lands, segja þau ögrandi. Við erum reiðubúnir að taka upp umræður um það mál, hvorumegin hryðjuverk séu framin. Hvernig er stefnuskrá hins „Þjóðernissinnaða-sósíalistiska- verkalýðsflokks" ? Er það flokkur verkamanna, ©ins og nafnið bendir til? Nei! Stefnuskráin miðar að því að leiða athyglina frá stéttarand- stæðunum. Það er smjaðrað fyr- ir verkamanninum, hann er nefndur sam-félagi (Volksge- nosse), öll þjóðin tahn samfélag- ar, og reynt að koma þeirri trú inn hjá honum, að hann sé af göfugum kynstofni, það er hin- um volduga ariska kynstofni, sem eigi að leggja undir sig heiminn. Og hvað aumkunar- verðir séu aftur á móti allir aðrir kynstofnar. En í sama andartaki draga fasistarnir úr launum verkamannsins, hækka skatta og önnur útgjöld hans og heimta, að hann geti fleiri börn í heiminn. Og með því að lítilsvirða og ofsækja aðra kynflokka, vonast l þeir til að geta breitt yfir svik- f in, er þeir fremja gagnvart verkamanninum, og dregið at- hyglina frá lífsafkomunni og stéttaandstæðunum. Þeirra pólitík er að gera fólk- ið heimskt. Orð þeirra „sósíalismi", þann- ig komst útbreiðslumálaráð- herra þeirra að orði, er klístrið, sem reynt er að veiða flugurn- ar í. Með vopnuðum hersveitum og ofbeldisdómum halda þeir verkamanninum í skefjum. Hann má ekki kvarta. Hann má ekki vera óánægður. Hann má ekki framar hugsa. Honum ber aðeins að hlýða. „Foringinn“ hugsar fyrir hann. En augu verkamannsins hafa samt löngu opnast. Með óþolin- mæði, reiði og hatri bíður hann þess dags, þegar reikningarnir verða gerðir upp við kúgarana. Alþýðunni blæðir. En undir yfirskini náunganskærleika, „enginn skal svelta, enginn skal þola kulda“, betla nazistarnir og fasistarnir á götunum, í hverju húsi, á hverri vinnustöð. Og all- ir verða að gefa þeiiri eitthvað. Hver og einn „verður“ að fórna. Ef einhver ekki gefur, þá er hann fjandmaður samfélagsins, „grunsamlegur“, enda þótt f jöl- skylda hans svelti. En þá er næsta spurning. Hvað verður um miljónirnar, sem kreistar eru út úr fólki með þessu betli ? Með þeim er rekin útbreiðslu- starfsemi erlendis! Stjórnmála- mönnum er mútað! Styrjöldum komið á í friðsömum löndum! Dollfuss myrtur! Spanska þjóð- in brytjuð niður! Komið af stað Gyðingaofsóknum! Og hráefni keypt til framleiðslu á vopnum og eiturgasi, svo hægt verði að eyða „óvinaþjóðunum“. Og þar sjáum við innihald flokksstefnu- skrárinnar: að stofna til bölv- unar í heiminum, á kostnað hinna fátæku. Vopnasmiðjur fasistanna og nazistanna eru í fullum gangi. Þær vinna dag og nótt til hags- muna fyrir vopnasala, vopna- miðlara, auðvaldskónga allrar tegundar. Og hvernig er framkoma Japana og ítala, bandamanna nazistanna ? Þeir reka allir sömu pólitík. Þeir eru fullir af græðgi eftir að ráða einir og sölsa undir sig önnur lönd. Japanir prédika: „Japan er of lítið land fyrir Japani. Rekið af höndum yðar í Kína hinn göfuga hvíta kyn- stofn. Og ítalir gera innrás í Abessíníu og brenna á einum degi 70,000 abessínska verka- menn, sem þeir hafa myrt eða rænt. Alstaðar eru auðkóngarn- ir með í leiknum. Þeir standa að baki fasistunum í ránum og glæpum, til þess að geta aukið blóðugt f jármagn sitt. En hvernig er þá í Sovétríkj- unum? Staðreynd er, að Sovétríkin gera ekki hernaðarárás á neina þjóð. Sovétríkin vinna fyrir þá hugsjón mannkynsins, að frelsa verkamanninn, frelsa þá kúg- uðu og arðrændu frá skorti og eymd. Miljónirnar þar, verka- menn og bændur, byggja verk- smiðjur, samyrkjubú, menta- stofnanir og holla verkamanna- bústaði, ekki handa auðmönn- unum, heldur fólkinu sjálfu, verkamönnunum, bændunum, hermönnunum, sem eiga það hlutverk að verja ríki alþýðunn- ar fyrir innrás fasistanna. Kjör- orð Rússlands er ekki eyðing, heldur uppbygging, ekki kyn- þáttahatur, heldur samstarf allra undirokaðra um öll lönd. „En hvers vegna þá dauða- dómarnir í Rússlandi?" spyrja hinir fávísu. Þeir sömu gera sér ekki mikla grein fyrir aðstæðunum, hinni stórkostlegu baráttu, sem á sér stað um allan heim milli alþýð- unnar og auðvaldsins. Þeir vilja ekki skilja, að Sovétríkin eru umsetin af óvinum, sem beita hverskonar ráðum til að vinna þeim tjón. Uppbygging Sovét- ríkjanna er dýrmætt verk, unnið með fórnum alþýðunnar. Það er of dýrmætt verk og hefir of mikið sögulegt gildi fyrir fram- tíð alþýðunnar pm öll lönd, fyr- ir framtíð alls mannkynsins, til þess, að nokkrum útsendurum fasista skuli látið haldast það uppi að vilja spilla því verki eða eyðileggja það. Hvaða vit væri í því að Sovétríkin, af einhverri misskilinni, óheilbrigðri „mann- úð“ færu að hlífa þessum spell- virkjum. Alþýða Sovétríkjanna finnur alt of vel til ábyrgðar sinnar gagnvart mannkyninu, velferð þess og framtíð, til að gera sig seka um slíkt. Við höfum dæmin annars staðar frá. Alþýðustjórnin á Spáni var komin til valda á löglegan hátt. Fólkið sjálft hafði kosið hana. Af misskilinni, óheilbrigðri „mannúð“ hlífði hún aftur- haldsseggjunum, gömlu hers- höfðingjunum. Og afleiðingin var, að þeir stofnuðu leynisam- band við bandamenn sína, fas- ista allra landa, gegn hinurn. sósíalistiska Spáni. Meir en hálft annað ár halda þeir uppi , æðisgenginni styrjöld gegn frið- elskandi alþýðu Spánar, með aðstoð ítalskra hersveita og þýzkra vopna. Hið alþjóðlega auðvald berst á Spáni, í Afríku, í Suður-Ame- ríku og í Kína. Það berst fyrir viðhaldi og aukningu sinnar grimmdarfullu yfirdrotnunuar. Sovétríkin berjast aftur á móti fyrir félagslegu réttlæti, fyrir sannri menningu, fyrir mannréttindum. x.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.