Þjóðviljinn - 24.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.02.1938, Blaðsíða 2
Fimtuda^inn 24. febrúar 1938. PJODVIL.JINN Þjóðmmjasainið 75 ára Viðtal við Matthías Þórðarson forstöðumann safnsins. »Til þess, að vér skiljum þjóðerni vort og sógu landsins, bæöi að fornu og nýju, og ii' þess, að vér skiljum fornsög- urnar, þarf langt uvv meira en menn liafa enn Jmgsað um, og vil ég fyrst telja sem eiti hið nauðsynlegasta: Þjóölegt forngripasafn«. Pannio- ritar Sig'urður Guð mundsson málari fyr'ir rúmum 75 árum, er hann fyrstur hvatti landsmenn til þ?,ss að vernda fornleifar bær, sem voru í land- inu og koma forngripasafninu á íót. Sigurðúr var þá nýkomi'nn frá námi í Kaupmannahöfn og fanst, honum mikið unr, hve Is- lendingar vanræktu alla, þjóð- lega menningu. Áhugi mera mætra manna var að vakna fyrir þessum mál- um og- má þá fyrst og fremst nefna, auk Sigurðar Guðmunds- sonar, þá Helg,a Sigurðssön síðar prest; oe,- Jón Árnason þjóðsagna- safnarann alkunna. Þessi áhugi manna fyrir verndun þjóð- menja var einn þáttur hinnar ál- mennu þjóðlegu yiðreisnar, sem Joá va,r hafinn og stóð í nánu sambandi við frels.isbaráttu þjóðarinnar. Þeir þrír menn, er hé,r hafa verið taldir mega hiklaust teljast stofnendur Þjóð- minjasafnsins. Svo er talið, að Þjóðminjasafn ið sé stofnað 24. febrúar 1863 með 15 forngripum, sem Helgi Sigurðsson hafði safnað og gefið til safnsstofnunarinnar. Hét safnið í fyrstu Forngripasafn og er það enn oftasit. nefnt svo i daglegu tali. Lengi frameftir átti Fom- gripasafnið við mjög- bág kjör að búa. Þjóðin var ekki fjár síns ráðandi, og hinir dönsku vald- hafar Jiöfðu lítinn skjlning á slíkri stofnun. Húsnæði það, sern safnið hafði til afnota var og mijög lélegt, fyrst á dómkirkju- loftinu og siðar í hegnr,ngarhús- mu, alþingishúsinu, Lands bankahúsinu gamía, sem brann 1915), uns það var að lokum ílutt í Safnahúsið 1908. • Nokkuð greiddist úr fjárhag safnsins: eftir að, Islendingar fengu fjárveitingavald, en þó hefir hagur safnsins alla tíð verið þröngur og þarf engurn getum að leiða að því hve féleys ið hefir staðið fyrir vexti og vió- gangi þess. 1 dag eru lið'n 75 ár síðan Þjóðminjasafnið var stofnað. 1 dag lítur ei.n af merkustu stofn- unum landsins yfir sjötíu og fimm. ára, starfsemi. 1 tilefni af 75 ára starfsemi Þjóðminjasafns;ins átti frétta- maður Þjcðviljans eftitrfarandi viðtal við forstöðumann þess. Matthías, Þórðarson um hag safnsins, fyrirkomulag og fram- tíðarhorfur. »Hefir Þjóðminjasafniö ekki aukist til muna siöUstu árin eða siðan það flutti í Safnahúsið'f« »Jú, það hefir vaxið mjög m.ikið. Einkum hafa því bætst nokkur sérstök söfn. Minjasöfn, sem kend eru viö einstaka menn. En sökum, þrenesla, hefir ekki MATTHIAS ÞÖRÐARSON þ j cðmin j avörður. verið h gt að haía, þessi söfn til sýhisi ennþá. Af söfnum þess um má einkum nefna: Safn Willard Fiskes, sem, er aðallega málverk og er þar margt ágætra verka. Árið 1918 bættist við safn Tryggva Gunnarssonar, ýmsir minjagripir. 1922 eignaðist Þjóðm.itnjasafnið minjasafn Þor- valdar Thoroddsen og sama ár annað safn, sem frú Anna Step- hensen dóttir Páls Melsted sagníræðings gaf til minja um móður sína, og kjördót.tur. Árið 1930 eiginaðist safnið ýmsa stærri gripaflokka. Má þar fyrst og fremst telja, gjöf frá Dönum. Voru það íslenskir gripir, semi fluttir höfðu verið héðan og geymdir í Þjóðminja- safni Dana,. Ennfremur komu þá gripiir frá Þjóosafninu norska í Osló. Vo,ru það einkum útskornir gripdr af Vestfjörðum er hvalve;ðam,enn höfðu haft út m(eð sér. Nokkrum árum s'ðar k,om annar flokkur útskorinna, íslenskra gripa frá öðru safni í Noregi«„ »Hvað stórt er Þjóðminjasafn- ið? « »Þeirri spurningu verður ekki svarað í fáumi oröúm — segir þjóðminjavörður — Aðalsafnið (Þjóðminjasafnið, áður Forn- gripasafn.ið) er nú um 14—15 þúsund númier, en auk þess og þeirra, einstöku minjasafna, sem nú hefir verjð getið, bættist safninu 1915 listasafn. Lista- safnið skiptist: í málverkasaífn, höggimyndasafn, listiðnaðarsafn og ljcsmynda Oj? prentmynda safn. Af þessum söfnum er mál verkasafnið stærst, nokkur hundruð númer. Af cðrum söfn- um má nefna m.vntíasafnlð, mannamiyndasafnið með 4—5 þúsund myndum og enn- fremur VícIaJínssafnið1, sem er eitt hinna merkari mjnjasafna. Þá má ennfremur neína, vísi að þjóðfræð safni og safn af grip uni1 frá steinöld, aðallega frá Danmörku. En húsnæðisþrengsl in eru svo, mikil að vöxtur þess- ara safna er mjög hægur«. »Hvað teljið þér vera merk- ustu gripi safnsim?« »Margir ha:fa spurt mig að því, ,hvaða, gripir séu dýrmæt astir. Slíkum spurningum er ekki fljctsvarað. Sennilega. yrðu einstöku kirkjulegir gripir frá miðöldum taldir verðmæfastir og þeir eru okkur vafalaust dýr ■ miætastir. Af slíkum griipum má nefna hjna írægu kirkjuhurð frá Valþjófsstað, stólu, handlín og höfuðlín biskupanna frá Hól- um, kórkápu og hökul Jóns Arasonar biskups., Þá má enn- fremur nefna stól Þórunnar, dóttiur Jóns Arasonar, fráGrund í Eyjafirði. En af öðrum hlutum útlendum að u.ppruna., sem nú eni hér í safninu mætti telja meöal annars káleik mikinn frá Skálholtsdómkirkju, annan frá Grundarkirkju, altaristöfl.u frá ögurkirkju og margt íleira. Sömuleiðös eru nokkur hinna bestu málverka í málverkasafn- inu dýrmæt listaveirk og þá ekki slður Ganymedes eftir Bertel Thorvaldsen í hcggmyndasafn- in,u«. »Hvernig er húsnœði safnsins og hvað hefir það átt lengi heima. í þessum húsakynnum?« »Þ jóSmi n j asafnið var fl.utt hin,gað í Safnahúsið 1908, og hefir því verið hér í 29 ár. Þeg- ar það var ákveðið að flytja safnið hingað,, var það aðeins gert. t:i] bráðabyrgða. 1 raun og veru hefir aldrei verið neitt rúm fyrir það hér. Húsnæðið er óhentugt og óheppilegt, en háskalegast af öllu, er að safnið getur brunnið. Safnið var áður geyrrt uppi á lotft.i í Lands- hankahúsinu gamla,. Það hús brann eins og kunnugt er, og myndi mjög lítið af gripum þess hafa, bjargast, hefði það verið þar þá. Við þetta. bæt- ast, þrengslin, sem eru svo miki.l, að fjölda gripa er ekki hægt að hafa til sýnis; heldur reynir safnið aðqins að varövéita þá frá skeimdum. Geymslur safns- ins eru allar troðlfullar, enda litlar og alt rúm bæði á veggj- um og gólfi notað tiil hins ýtr- asta«. »Hvað vanhagar Þjóðtm nja- safnið fyrst og fremst um?« »[Það sem safnið þarf fyrst, og fre.mst er rúmbetra, og tryggara, húsnæði. Fyrir nokkrum. árum var borin upp og samþykt þings ályktunartillaga, þar sem, stjórn- inni var falið að rannsaka. hvort ekki væri hæg.t að koma Þjcðkninjasafninu fyrir í Þjóð- 1 ejikhússbyggLngunni, fyrst uni sinn, án þess að það stæði nokk- uð í vegi þess að nota húsið til leiksýninga, Þeir menn, sem stjórnib fól að ra.nnsaka þetta voru allir á einu máli um að Þjóðnv'njasafnið mundi geta i'en.gið húsrúm' í Þ.ióðleikhúsinu, sem gæti dugað því urn nokkuð mörg ár. Húsricði þetta er miklu rýmra en hér í Safna- húsin.u og auk þess tryggara. En, þatta, húsnæðá e.r ekki f.ullgert hið innra, og fé sem varið skyldi " til byggingar Þjóð- leikhússilrs hefir nú verið varið til annars. Þetta húsnæði mundi nægja safninu um allmcrg ár, en að sjálfsögou hlýtiur að verða kept að því, að safnið geti fengið sitt eigið húsnæði senr sé sérstak- iega útbúið fyrir það. Fyritr mörgum árumi síðan var þessu húsi ætlaður staður á Skólavörðuholtinu, en nú er hcrfið frá því ráði og hefir helst verið gert ráð fyrir að byggja yfir Þjóðminjasafnið á Háskóla- lóðinni eða í nánd við Háskól- ann«. Matthías Þórðaisnn kom, að safninu 1908 og hefir hann ver- ið forstöðumaður þsss í rúmlega 30 ár. Er það ekki ,hvað síst hon.um og stjórn hans a.ð þak.ka. hve siafnið hefir þrciast, þrátt f.yrir eirfiðar aðstæður, fjárskoft og þrengsli. Um þrjátíu ára skeið hefir Matthías haft for- göngu, um öll þau mál, sem lúta að fornleifarannsóknum og verndun farnminja. Matthíasi hefir veirið ant um að bæta, fyrir það tjón, sem orö- ið hefir við flutning þjóðminja úr landinu og fyrir forgöngu hans hefir nú þegar á.unnisfc mikið, svo sem endurheimt fjölda gripa, úr dönsikum söfn- um. Vonandi, verður þess skamt ac> bíða, að Þjóðmii,n,ja,safnið fái húsnæði, sem, það þarf til þess að ná að fu.Uu þeito tilgangi, sem Sigurður Guðmundssen setti fram við stofnun þess og allir velunnarar safnsins hafa óskað efti,r í 75 ár. Krakkarl Munið lesstofu Ung’- herjanna á Vatnsst% 3. Hún er opin í dag milli kl. 5-—8. Sagan verður lesin kl. 7. Tilkynning frá Mál og menning. Fyrsta starfsári félagsins er lokið með glæsilegum árangri. Félagsmenn ern orAoir yflr tvö þúsund. Bækurnar lík- uðu mjög vel, eins og sést best á því. aö þó prentuö væru 800 eintök nmi'ram tölu félagsmanna, þá hrukku þan ekki nærri því tii. Það eru um 300 nýir félagsmenn sem við höfum ekki getað afgreitt þær til. Nú hefst annað starfsár félagsins. í ár verða það fjórar bækur, sem félagsmenn fá fyrir tíu krónu árgjaldið. Fyrsía bókin, Móðirin eitir Gorki, er nærri inllprentuð og kemur út fyrstu dagana í mars. Móðirin er þýdd á öll helstu tungumál, og er löngu viður- kend einhver besta skáldsaga, sem skrifuð liefir verið. Það er bókmentalegur viðburður, sem fjöldinn mun kunna að ineta, að fá þessa sögu útgefna á íslensku. Þýðingin er eftir Halldór Stefánsson rithöfund. Sagan er í tveim allstórum bindum, um 250 hlaðsiður hvort, Síðara bindið kemur út næsta ár. Bókin er prentuð í hærra upplagi en dæmi mnnu til u m nokkra skáldsögu bér á landi, en þó má búast við. að svo margt streymi af nýjum íelagsmönnum í Mál og menning, þegar sagan kemur út, að mcnu geta átt það á hættu, að hún seljist upp á örskömm- um tíma. Það er áreiðanlega vissara fyrir þá, sem vilja eign- ast Móðurina að hugsa sig ekki lengi um hér eftir að ganga í MÁL OG MENNING.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.