Þjóðviljinn - 24.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.02.1938, Blaðsíða 2
Fimtudaginn 24. febrúar 1938. PJODVILJINN Þjódmmjasaínid 75 ára Viðtal við Matthías Þórðarson forstöðumann safnsins. y>Til þess, að vér skiljum þjóðerni vort og sögu landsins, bæði að fornu og nýju, og ti'. þess, að vér skiljum fornsbg- urnar, þarf langt unv meira en menn hafa enn hugsað um, og vil ég fyrst telja sem eití hið nauðsynlegasta: Þjóðlegt forngripasafw. Þannig ritar Sigurður Guð mundsson málari fyr'ir rúmum 75 árum, er hann fyrstur hvatti Jandsmenn tíl þ?ss að vernda fornleifar þær, sem, voru í land- inu og koma forngripasafninu á fót. Si.mrður var þá nýkominn frá námi í Kaupmannahöfn og fanst, honum mikið um, hve Is- lendingar vanræfetu alla þjóð- lega menningu. Áhugi misra mætra manna var að vakna fyrir þessum mál- um, og má þá fyrst og fremst nefna, auk Sigurðar Guðmunds- sonar, þá Helga Sigurðsson síðar prest og Jón Árnason þjóðsagna- safnarann alkunna. Þessi áhugi manna fyrir verndun þjóð- menja var einn þáttur hinnar ál- mennu þjóðlegu yiðreisnar, sem þá var hafinn og stóð í nánu sambandi við frelsisbaráttu þjóðarinnar. Þeir þrír menn, er hér hafa verið taldir mega hiklaust teljast stofnendur Þjóð- minjasafnsins. Svo er talið, að Þjóðminjasafn ið sé stofnað 24. febrúar 1863 með 15 forngripurn, sem Helgi Sigurðsson hafði safnað og gefið til safnsstofnunarinnar. Hét safniB í fyrstu Forngripasafn og er það enn oftast. nefnt svo í daglegu tali. Lengi frameftir átti Forn- gripasaf nið við mjög bág kjör að búa. Þjóðin var ekki fjár síns ráðandi, og hinir dönsku vald- hafar Jiöfðu Jítinn skjlning á slíkri, stiof nun. Húsnæði það, sern safnið hafði til afnota var og rnjög lélegt, fyrst á dómkirkju- loftinu og síðar í hegningarhús- ínu, alþingishúsinu, Lands bankahúsinu gamía, sem brann 1915), uns það var að lokum flutt í Safnahúsið 1908. • Nokkuð greiddist úr f járhag safnsins: eftir að, Islendingar fengu fjárveitingavald, en þó hefir hagur safnslns alla tíð verið þröngur og þarf engum getum að leiða að því hve f éleys ið hefir staðið fyrir vexti og viö- gangi þess. 1 dag eru lið'n 75 ár síðan Þjóðminjasafnið var stofnað. 1 dag lítur ein af merkustu stofn- unum landsins yfir sjötíu og fimm ára starfsemi. 1 tilefni af 75 ára starfsemi Þjóðminjasafnsíns átti frétta- maður Þjcðviljans eftitrfaraoidi viðtal við forstöðumann þess, Ma,tthíasi Þórðarson um hag safnsins, fyrirkomulag og fram- tíðarhorfur. »Hefir Þjóðminjasafnið ekki aukist til muna sioustu árin eða síðan það flutti % Safnahúsid'?« »Jú, það hefir vaxið mjög mikið. Einkum hafa því bætst nokkur sérstök söfn. Minjasöfn, sem kend eru við eiinstaka menn. En sökum þrenirsJa hefir ekki MATTHIAS ÞÓRÐARSON þjcðminjavörður. verið h gt að ha.fa þessi söín til sýnis en'nþá. Af söfnum þess um má einkum nefna: Safn Willard Fiskes, sem es aðallega málverk og er þar margt ágætra verka, Arið 1918 bættist við saf n Tryggva Gunnar'-sonar, ýmsir mRnjagripir. 1922 eignaðist Þjóðmimjasafnið minjasafn Þcr- valdar Thoroddsen og sama ár annað safn, sem frú Anna Step- hensen dóttir .Páls Melsted sagnfræðings gaf til minja um móður sína og kjördóttur. Árið 1930 eiginaðist safnið ýmsa stærri grlpaflokka. Má þar fyrst og fremst telja. gjöf frá Dönum. Voru það i'slenskir gripir, semi fluttir höfðu verið riéðan og geymdir í Þjóðminja- safni Dana.. Ennfremur komu þá gripiir frá Þjóosafninu norska, í Osló. Vo.ru það emkum útsliornir gripir af Vetítfjörðum er hvalveiðamenn höfðu haft út .rrftð sér. Nokkrum árum s'ðar kom annar flokkur útskorinna, íslenskra gripa frá öðru safni í Noregi«., »Hvað stórt er Þjóðminýasafn- ið?« »Þeirri spurningu verður ekki svarað í fáumi orðum — segii- þjóðminjavörður — Aðalsafnið (Þjóðminjasafnið, áður Forn- gripasafnið) er nú um 14—15 þúsund númier, en auk þees og þeirra einstöku minjasafna, sem nú hefir verjð getið, bættist ,safninu 1915 listasafn. Lista- safnið skiptist í málverkasarfn, höggmyndasafn, listiðnaðarsafn og ljcsmynda or prentmynda safn. Af þefsum söfnum er mál verka(safnið stærst, nokkur hundruð númer. Af cðrum söfn- urn má nefna myntiasafnið, mannamyndasafnið með 4—5 þúsund myndum og enn- fremur VídaJínssafnið1, sem er eitt hinna merkari mjnjasafna. Þá má ennfremur nefna, vísi aö þjóðfræð'safni og safn af grip uto! frá steinöld, aðaJlega frá Danmörku. En húsnæðisþrengsl- in eru svo mikil að vöxtur þess- ara safna er mjög hægur«. »Hvað ieljið þér vera ¦merk- ustu gripi safnsim?« »Margir hafa spurt mig að því, hvaða gripir séu dýrmæt- astir. Siíkum spurningum er ekki fljctívarað. Sennikga yrðu einstöku kirkjulei,'ir gripir frá miðöldum taldir verðmælastir I og þeir eru okkur vafalaust dýr- mpetastir. Af slíkum gripum má nefna hína frægu kirkjuhurð frá Valþjófsstað, stólu, handlín og höfuðlín biskupanna frá Hól- um, kórkápu og hökul Jóns Arasonar biskups., Þá má enn- fremur nefna stól Þórunnar, dóttur Jóns Arasonar, frá Grund í Eyjafirði. En alf ó'ðruim hlutum útlendum að upprunav sem nú eru hér í safninu mœtti telja meðal annars káleik mikinn frá Skálholtsdómkirkju, annan frá Grundarkirkju, altaristöflu frá ögurkirkju og raargt fleira, Sömúleiðis eru nokkur hinna bestu málverka í málverkasafn- inu dýrmæt listaveirk og þá ekki s-'ður Ganymedes eftir Bertel Thorvaldsen í högg'myndasafn- in,u«. »Hvemig er húsnæði safnsins bg hvað hefir það átt lengi heima í þessiim húsakynnum?'« »Þjcðminj&saíniið var flutt hingað í Safnahúsið 1908, og hefir því verið hér í 29 ár. Þeg- ar það var ákveðið að flytja safinið hingað,, var það aðeins gert ti] bráðabyrgða. 1 raun og veru hefir aldrei verið neitt rúm fyrir það hér. Hxisnæðið er óhentugt og óheppilegt, en háskalegast af öllu, er að safnið getur brunnið. Safnið var áður geyrr'; uppi á lotfti. í Lands- liankahúsinu gamla.. Það hús brann eins og kunnugt er, og myndi mjög lítið af gripum þess hafa, bjargast, hefði það verið þar þá. Við þetta bæt- ast þrengslin, sem eru svo miki.l, að fjölda gripa er ekki hægt að hafa til sýnis; heldur reynir safnið aðejins að varðveita þk frá skemdum. Geymslur safns- ins eru allar troðifullar, enda litlar og, alt rúm bæði á veggj- um og gólfi notað til hins ýtr- as±a«, »Hvað vanhagar Þjóðmvnja- safnið fyrst og fremst um?« »ÍÞað sem safnið þarf fyrst, og fremst er rúmbetra, og tryggara, húsn eði. Fyrir nokkrum' árum var borin upp og samþykt þings ályktunartillaga, þar sem. stjórn- inni var falið að rannsaka. hvort ekki væri hægt að koma Þjcðminjasafninu fyrir í Þjóð- leikhússbyggingunni, fyrst um. sinn, án þess að J^að stæði nokk- uð í vegl þess að nota hús:ð til leiksýninga. Þeir menn, sem, stjórnib fól að rannsaka þetta voru allir á einu máli um að Þjóðm,;njasafnið mundi geta íenri'ið hú^rúm' í Þ.ióðleikhúsinu, sem gæti dugað því um nokkuð mörg ár. Húshi.ði þetta er miklu rý,mira en hér í Safna- húsinu og auk þess tryggara, En Jiatta húsnæðá er ekki f.ullgert Iiið innra, og fé sem varið skyldi ' til byggingat* Þjóð- leikhússilis hefir nú verið varið til annars. Þetta húsnæði mundi nægja safninu um allmcrg ár, en að sjálfsögou hlýtiur að verða kept að því, að safnið geti fengið sitt eigið húsnæði sem sé sirstak- iega útbúið fyrir það. Fyritr mörgum árumi síðan var þessu húsi ætlaður staður á Skólavörðuholtinu, en nú er hc/rfið frá því ráði og hefir helst verið gert ráð fyrir að byggja yfir Þjjóðmiinjasafnið á Háskóla- lciðinni ann«. eða í nánd við Háskól- Matthías Þór;*,ars.-n koro að saf ninu 1908 og hef ir hann ver- Ið forstöðumaður þess í rúmJega 30 ár. Er það ekki 'hvað síst Jionum og stjórn hans a.ð J>akka, hve siafnið hefir þróast þrátt fyrir erfiðar aðstæður, f'járskort og þrengsli. Um þrjátíu ára skeið hefir Matthías haft for- göngu um öll þau mál, sem lúta að fornleifarannsóknum og verndun fo.rnmi.nja. : Matthíasi hefir vein'ð ant um að bæta fyrir það tjón, sem orð- ið hefir við flutning þjóðminja úr landinu og fyrir forgöngu hans hefir nú þegar áunnisfc mikið, svo sem endurheimt fjölda gripai úr dönakum söfn- um. Vonandi, verður þess skamt að bíða, að Þjóðmiiin,jasafnið fái húsnæði, sem, það þarf til þess að ná að fullu þsito tilgangi, sem Sigurður Guðmundssen setti fram við stofnun ]3ess og allir velunnarar safnsins hatfa. óskað eftir í 75 ár. Krakkar! Munið lesstofu Ung- herjanna á Vatnsstío- 3. Hún er opin í dag milli kl. 5—8. Sagan verður lesin kl. 7. Tilkynning fpá Mál og menning. Fyrsta starfsári félagsins er lokið með glæsilegum árangri. Félagsmenn eru orOnir yfir ítö þúsund. Bækurnar lík- uðu mjög vel, eins og sést hest á því. að þó prentud væru 800 eintök umfram lölu félagsmanna, þá hrukku þau ekki nærri því til. Það eru um 300 nýir félagsmenn sem við höfum ekki getað afgreitt þær til. Nú hefst annað starfsár félagsins. I ár verða það fjórar bækur, sem félagsmenn fá fyrir tíu krónu árgjaldið. Fyrsta bókin, Módirin eftir Gorki, er nærri fullprentud og kemur út fyrstu dagana í mars. Móðirin er þýdd á öll helstu tungumál, og er löngu viður- kend einhver besta skáldsaga, sem skrifuð hefir yerið. Það er bókmentalegur viðburður, sem fjöldinn mun kunna að meta, að fá þessa sögu útgeína á íslensku. Þýðingin er eftir Halldór Stefánsson rithöfund. Sagan er í tveim allstórum bindum, um 250 blaðsiður hvort, Síðara bindið kemur út næsta ár. Bókin er prentuð í hærra upplagi en dæmi munu til um nokkra skáldsögu hér á landi, en þó má búast við. að svo margt streymi af nýjum félagsmönnum í Mál og menning, þegar sagan kemur út, ad menu geta átt þao á hættn, ad hún seljist upp á örskömm- um tíma. Það er áreiðanlega vissara fyrir þá, sem vilja eign- ast Móðurina að hugsa sig ekki lengi um hér eftir að ganga í MÁL OG MENNING.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.