Þjóðviljinn - 27.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.02.1938, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 27. febrúar 1937. PJOÐVILJINN Bókmentaf élagid „Mál og menning" Iiefir þegar á þridja þúsund meölima. A þessu ári fá iélagsmenn f jórar bækur fyrir ÍO kröna árstillag. KRISTINN E. ANDRÉSSON. Kristinn E. Andrésson, for- maður bókamentafélagsins »Mál og menning« hefir skýrt Þjóð- viljanum frá eftirfarandi atrið- umi u<m, starfsemi félagsins: Nú byrj&r annað starfsár fé- lagsins með því, að skaldsagan Móðirin eftir Maxim Gorki kem- ur út, fyrstu dagana í mars. Þessi saga hefir löngu hlotið heimsfrægð og er til á óllum helstu tungumálum,, enda er hún vafalaust. einhver unaðslegasta saga, sem skrifuð hefir verið. Það er verulegur fengur að fá þá bók á íslensku, ekki síst í hinni ágætu, þýðingu Halldórs Stefánssonar. Starfsemin síðasta ár gekk með afbrigðum ve). TaJa félags- r/xanna fór langt fram úr áætl- un. Við náðum takmarki þessa árs, 2000 félagsmönmim>, strax í desember síðastliðnum. Við höf- um hvergi heyrt annað en, félags menn hafi verið mjög ánægðir með bækurnar. Fjcldi manna hefir skrifað okkur og látið í Ijósi ánægju sína yfir því, að fá tvær jafn glæsilegar bækur fyr- ir aðeins tíu. krónur. En besta sönaunin fyrir því, hvað vel mönnum. féllu bækurnar, er þó sú, hvað mikill fjöldi streymdi í félagið, þegar þær komu út. Þær r.unnu allar út stirax fyrstu dagana, svo að við hötfðum ekk- ert eftir. Það eru um þrjú hundr uð nýrra félagsmanna, sem við liöfum ekki getað afgreitt þær til, og eflaust miklu fleiri, seim liefðu keypt þcer, ef þær hefðu verið fáanlegar. Margir hafa spurt hvort bæk- urnar yrðu ekki endurprentað- a.r. — Við erum tregir til þess, neana að vera öruggir með nógu marga kaupendur. Útgáfan er mjög dýr, og við viljum, alls ekki stofna félaginu í skuldir. En eft- irspurnin er samt orðin svo rnik- il eftir nýrri útgáfu bókanna, að við komumsfc ekki hjá því að gefa nýjum1 félagsmönnum kost á að eignast þær. Við höfum því ákveðið aö endurprenta bækurn ar næsta sumar, éf 600 nýjir fé- lagsmenn hafa óskað þess fyrir 1 maí næst komandi. Á þess;u yfirstandand'i ári koma út fjórar bækur fyr- ir tíu króna árgjaldið. Næst eftir Móðirin kem.ur frumsamið rit eftir Björn Franzson um nú- tíma heimsmynd vísindanna. Ein bókin verður f jórða bindi af Rauðum pennum, og það stóð til að fjórða bókin yrði eftir Nob- e'Isverðlaunaskaldið du Gard, en sá höfundur hefir h'tið skrifað annað en langan skáldsagna- báik í 12 bindumi, og það er í rauninni ekki hægt að taka neitt þeirra út úr sem sjálfstæða sögu. Við verðum því sennilega að taka aðra .bók í staðinn, en böfum ekki ennþá fastákveðið valið. En það verður áreiðan- lega bók, sem allir verða ártægð- ir með. Það spáðu því ýmeir fyrir okkur í byrjun, að takimarkio, sem við settum okkur, væri ó- framkvæmanlegt. Það væri eng- in leið að gefa út 4 hvað þá 6 bækur fyrir 10 krónur, og við þyrftum alidrei að láta okkur dreyma um 3000 félagsmenn, og þó menn gengju í félagið, nxyndu þeir ekki greiða árgjóld sín. Ekkert af þessu hefir reynst rétt. Við getmn þegar í dag til- kynt, að útgáfa fjögurra bóka í ár er fullkomlega örugg, og þcer verða meira að segja allar miklum mun, stœrri en við höf- um lofað. Við getum ennfrewur strax í dag fullvissað men>n um, að áður en þetta á<r er liðic, verða að minsta kosti komnir "000 félagsmenn í Mál og menn- ing. Og reitnslan frá árinu sem leið sýnir, <að það gekk varla úr skaftinu nokkur maður, sem hafði látið innrita sig i félagið. Félagsmenn greiddu árgjöld sín undantekningarlaust skilvislega, allur þorri þeirra á réttum gjalddaga. Ef Mál og menning heidur á- fram að vaxa jjafn ört og hingan til og félagsmenn reynast jafn áhugasamiir umi félagið, þá er engu að kvíða um framtíð þess, við munum geta staðið við öll okkar loforð og meira til, haft bækurnar stærri og vandaðri með hverju ari. Stórviðburður í listarlífi Reyk:iavik:iir. Von er á tveimur pektustu leik- urura Dana í gestaleik í vor. Hr. Paul Reumert og Anna Borg í nokkrum af vin- sælustu hlutverkum sínum, með Leikfélagi Rvíkur. Eftirfarandi tilkynning hefir Þjóðviljanumi borist frá stjórn Leikfélags Reykjavíkur: Nokkurar bréfaskriftir hafa farið fram málli Leikfélags Reykjavíkur og hr. Paul Reum- erts í Kaupmannahöfn um þá hugsun, að hann ásamt frú sinni, önnu Borg, komi til Reykjaivíkur 1 vor, sennilega í maímánuði, og leiki hér rnfeð að- stoð og á vegumí Le:kfélagsins. Þessir ágætu vinir íslenskra leik listarmála hafa boðist tíl þess að starfa hér að leiksýningum endurgjaldslaust, en láta ágóða þann, sem verða kann, renna, á einn eða annan hátt til þess aö styrkja hugsjönina um þjóðleik- hús á Islandi. Það er ekki enn fastmfælum bundið, hver eða hve mörg leik- rit verða sýnd. E'n rannsókn fer frami á þyjí, hvort kleyft reynist að koma upp þremur leikritumi, sem sýnd yrðu að minsta kosti níui kvöld. Rætt hefir verið uni þessi leikrit: Tavaris eftir Deval, Læknirinn (Nu er det Morgen) eftár Schliiter og Salome eftir O. Wilde. Ef. til vill kann það að koma í Ijós, að hentugra þyki að sýna aðeins tvö leikrit, meo því að fleiri bæjarbúar ættu þá kost á að sjá hvort um sig en ella. Leikfélagið mun kcsta kapps um að vanda til þessara leiksýn- inga eftir því semí frekast er kostur, enda þykist það þess full víst, að bæjarbúumi muni vera það mikið fagnaöarefni að fá þessa göfugu gesti. Stjórn Leikfélags Reyjcjavíkur. Það bar til nótt eina á afskekturn bæ í Kaliforníu að bjarndýr biaus'L þar inn. Húsfreyjan, sem var ein fceima, kveikti ekki ljós; hún hélt að það væri maðurinn sinn fullur, og tók á móti honum líkt og húp átti vanda til, þegar svo stóð á. — Það er sagt, u6 björninn hafi hlaupið fullar tvær þingmannaleiðir það semi eftir var é nætur og félagar hans fældust hann vikum saman, af því hvað hann var hroðalegai útleikinn. • • Höfundur kristindómsins hefir að öllum llkindum aldrei heyrt sig nefndan Jesú Krist. 1 lifanda lífi gekk hann undir sínu upprunales;a hebreska nafni, Joshua. Eftir kross- festinguna var hann kallaður Joshua Messias og það var ekki fyr en mörg- um árum seinna að hann fékk hið gríska nafn, Jesös. • • Eyði maðurirm, brennur hálft búið; oyði konan, brennur það alt. (Spánsk- ur rnálsháttur). • • Anthony Eden mun hafa unnið hjörtu margra friðarvina, er hann svo hreinskilnislega fletti ofan af utaji- ríkispólitík bresku stjórnarinnar og hvernig hún myndi leiða til styrjald- ar. — Eden veit hvað stríð er. Tveir bræður hans dóu I heimstyrjöldinni, annar, Edward Eden, í Frakklandi, — hinn, William Ni.cholas Eden, I or- ustunni við Jótland, aðeins 16 ára að aldri. Sjálfur fór Anthony Eden I stríðið 17 ára. og varð fyrir ga.-eitr- un við Ypres. • • Þjóðmentun er eigi aðeins hinn einí cbilugi grundvöllur, heldur einnig ómissandi skilyrði frelsisins og hin besta trygging gegn þvl, að kirkjule^ myrkra- og vanþekkingarstjórn fái aftur rutt sér til rúms. (Biichner). • • Frjálslyndur maður etur orðið ráð- herra, en það er alls ekki víst að- sami maður verði frjálslyndur ráð- herra. (W. Humboldt). • • Saga mannkynsins er aðeins skrá yfir óhöpp og glæpí (Voltaire). Hvep var Voltaire? Hann var heimsfrægur fransk- ur rithöfundur og gagnrýnir. F. 21. nóv. 1614 í París. "D. 30. maí 1778. Hann varð að flýja land fyr- i ir djarfmæli sín og skelegga f%- deilu á þjóðskipulagið. Hann hefir skrifað sorgarleiki, ádeilusögur, sagnfræðileg verk (Saí;a Karls XII.) og afburða ritgerðir um heimspekileg efni, Hann var stormvaki hinnar frönsku stjórn- arbyltingar. Tónlistarfélagið B 3. hljómleikar Tónleikar Tónlistarfélagsins á þriðjudaginn var voru einn með nýjum blæ: þægilegt sambland af einleiksverkum, og því, sem nú er farið. að kalla saltónlist Þrír ágætir listamenn gáfu bar-na mjög skemitilega sönnun fyrir mætti samitakanna, að vísu aðeins á hinu listræna sviði. Menn hefðu getað freistast til að halda, að þessir menn hefðu starfað samian ár og daga, en ekki hitst þarna nærri því af til- viljun, svo fullkominn var sam- leikur þeirra;. Þýski knéfiðluleikarinn Edel- stein, sem nú dvelur hér á veg- um Tónlistarfélagsins, lék són- ötu eftir Henry Eccles. Framúr- Útqáfufél. l»jóðviltans: FUNDUR verður halclinn á Hótel Skjaldbreið, þriðju- dag 1. mars kl. 8,30 síðd. skaranidi listamenn á knéfiðl.u eru tiTtölulega fáir til í heimin- um, færri en á fiðlu eða klav- ér, og við erum, því hér á landí óvanir að heyra reglulega. snill- mga fara með þetta hljóðfæri. En það er óhætt að fullyrða, að hér á landi hefir ekki oft heyrst fullkomnari leikur á knéfiðlu en hjá Edelstein. Það er mikill feng úr að fá hingað s.líkan mann til að kanna hér íþrótt sína og auðga tónliatarlíf þessa bæjar, og voaiandi reynist hann meiri spámaður með Islendmgum en hann gat orðið í. sínu þýska föð- urlandi. Þegar Pólverjinn Ernst Druc- ker lék fyrstu, tónana af forleik eftir Pugnani-Kreisler, gatáheyr andanumí ekki leynst, að hér var á .farðinni einn af þeimi, sem valdið hafa: tónninn mikill, fag- ur og hreinn, leiknin fáguð og skír. Áheyrendur klöppuðu hon- umi líka lof í lófa, eins os? vera bar, og hlaut hann að kaupa, sér frið með aukalagi. Árni Kristjánsson lék undir í öllum, þessum lögum. atf sinni al- kunnu smekkvísi og hógværð. En Árni getur líka beitt þrótt- miklumi leik, þegar það á við. Það sýndi hann í þríleiknumi eft- ir Tschaikovski, sem lístamenn- irnir lékui alliir saman. Það er mikið verk og gefur hverju hljóð færi um, sig möguleika til að sýna getu sína. Þessi þnleikur var aðalviðburður kvöldsins, enda leystur af höndum með sannarlegri prýði. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.