Þjóðviljinn - 02.03.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN MiðvikudaR'uvinn 2. mars. 1938. Alþýdubladið og viimulögg|öf in. (UÚOVIUINII M&lgagn Kornmönistaflokks Iflandi. Ritftjóri: Einar Olgeirsson. RititjörnS Bergataðastrseti 30. Slmi 2270. Afgreiðfla og aaglýsingaskrif- ■tofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur út alla daga nema m&nadaga. Askriftagjald á mánuöi: Reykjavlk og n&grenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 ' X laosasölu 10 aara eintakið. Prentsmiðja Jöns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, simi 4200. Hversvegna kvöddu foringjarnir? Frá öndverðu hefir það vak- að fyrir kommúnisfum, að fyr eða síðar yrði hægt að sameina allan verkalýð o>r alla alþýðu landsius í einum sterkum, mark- vissum, or djörfumi sós’íalistisk- um baráttuflokki, sem ‘ væri þess albúinn að taka upp sleitu- lausa baráttu fyrir bættum kjörum og vaxandi gengi alþýð- unnar. Nú var það hinsvegar vitað um marga af hægri mönnum Al - þýðuflokksins, eins og til dæmis Jón Baldvinsson og Stefán Jóh. Stefánssan, að þeir eru á öðru máli í jiessum efnumi. Að vísu skal ekkert um það fullyrt, hvort þeir og nánustu fylgifisk- ar þeirra eru beinlínis mótfalln- ir því að öll alþýðan sé í einum flokki, ef hann er nógu hægfara og nógu hirðulans um málefni alþýðunnar. Það, semi þessir herrar óttast: framar öllu er bar- áttuflokkur, sem sýnir atvinnu- rekendum og auðvaldi enga lín- kend. Þessir söm,u herrar fóru væminum lofsorðum um samein- ingu alþýðunnar, á meðan þeir héldu að ekkert slíkt væri fyrir hend.i, eða á meðan þeir voru að berjast fyrir því að Kommún- istlaflokkurinn legði sig niður og gengi Alþýðuflokknum á hönd. Þá gerðu þeir sér fullar vonir umi að þeir gætu svikið alla samninga með meirihluta- valdi í Alþýðusambandsstjóín. Það var þessi hugmynd, sem virðist hafa legið að baki Vil- mundartillögunni frægu á síð- asta Alþýðúsambandsþingi. Hefði hún náð fram að ganga þóittust: hægri foringjarnir hafa töglin og hagldirnar í sínum höndum, og þeim hefði tæplega flökrað við því að rjúfa, heit sín um, að beita ekki meirihluta- valdi frekar en þeir hvorki bliknuðú eða blánuðu er þeir rufu sammnga sína við komm- únista, eft.ir bæjarstjórharkosn- ingarnar. En strax þegar það rann upp 'fyri.r þessum herrum, að fólkið í Alþýðuflokknum, vildi semja um sameiningarmálin við kornm- únist.a, sem jafnrébtháa aðila og í þeinr styrkleikahlutföllum sem eru á milli flokkanna, koim ann- að hljóð í strokkinn hjá hægri klíkunni í Alþýðuflokknum. Þá var samieining verkalýðsins orð- in fjörráð við alþýðuna í land- inu, hættulegt brölt,, sem varð að stemma að ósi, áður en ein- ingarviljinn næði um of tök.um á Alþýðublaðið er í fyrradag að reyna að verja ákvæði vinnulög- gjafarfrumvarps Sigurjóns Öl- afssonar og Framsóknar urn skyndiverkföll, með því að segja »að ákvæðin, um vinnustöðvanir séu að miklu leyti sniðin eftir reglum, sem stærsta verka- mannafélag landsins, Dagsbrún, ha.fi sett sér af frjálsum: vilja«. Hér er um beina fölsun að ræða. hjá blaðinu. 1 samningi Dagsbrúnar við atvinnurekend- ur er aðeins talað um að vinnu- stöðvun meg-i ekki gera nema með 7 daga fyrirvara í því til- felli að samningurinn sé brotinn af atvinnurekendum'. 1 öðru lagi er hér um tvent ólíkt að ræða, þar sem annarsvega.r er upp- segjanlegur samningur, samn- ingur eins verklýðsfélags við- víkjandi sérstakri tegund vinnu- deilna, e'n hinsvegar landslög, sem banna skyndi.verkföll í öll- um tilfellum um kaup og kjör og banna 'óU verkföll, sem rísa útaf ágreiningi eða brotum á sainningumi. En það er þó fljótt hægt að sjá hverjir telja sig hagnast, á slíkum verkfallsfyrirvai’a, jafn vel þótt: hann aðeins komist á svona takmarkað við eitt félag. í handbók: Vinnuveiten dafélags- ins siegir svo. um Dagsbrúnar- verkfallið í fyrra sumar: »Með þessari samningsgrein (þ. e. um fyrirvarann) eru v'iðurkend af stærsta verklýðsfélagi landsins, grundvállaratriðin, í ti'llögum fé- lags vors um vinnulöggjöf, að því er snertir sáttaumleitanir og frestun verkfalla. TaJdi frœm- lcvœmdcmefndin þessa. grein út af fyrir sig, vega mj'óg upp á móii þeirri kauphtekkun, sem gengið var að«. almemningi. Til |)ess að undir strika þetta klufu hægri for- íngjarnir Alþýðuflokkinn og tií þess að engum. skyldi skjátlast um vilja þeirra, ráku þeir Al~ þýðuflokkinn í Reykjavík úr Al- þýðuflokknum. En alþýðan stendur eftir og hc.rfir á forinigja sína. kveðja. Sumum er ef til vill ekki fylli- lega ljóst, hvað vakir fyrir þess- um mönnum og til hvaða orsaka .sk.a.1 rekja framkomu þeirra. En ef litið er yfir nafnalista hinna hröpuðu »stjarna« virðist orsök- in nægilega ljós. Ilagsmunir þeirra og áhugamál voru ekki fyrst og 'fremst tengd verkalýðn- um heldur ríkisstjórninni, ytri miannvirðingum og -bitlingum. Það var spiltasti hluti foring'j- anna, sem, hélt að nú ættu þeir að velja á miilli alþýðunnar og »beina.nna« og þeir ku,su beinin. Það er langvarandi þjónusta við öfl, sem um margt eru andstæð alþýðunni, sem hefir gért þessa menn að liðhlaupumi. Það er spiltasti hluti faringj- anna, sem, nú hefir kvatt A1 þýðuflokkinn á örlagastund, aö minsta, kosti í bili, af því að þeir óttiuðust sameinaðan, sterkan verklýðsfJokk, sem væri ekki hægfara og ekki hikandi í hverju máli. 1 blaðin.u á morgun mun verðai rætt; um þau ákvæði vinnulöggj af arf rumvarps Al- þýðuflokksins og Framsóknar, s.em snerta ákvörðunarrétt verk- lýðsfélaga í vinnudeilum. Ólafur Friðriksson, Jónas frá Hriflu, Hitler o. fl. FRAMHALD AF 2. síðu.. ið uppistaðan í hana pólitisku . afstöðu, það’verður aö sjúklegri hugm.y.ndaflækju í sál hans, sem markar allar hans pólitísku að- gerðir, og væri þetta mjög fróð- legt rannsóknarefni fyrir sál- fræðing. En þ?ið, sem olli því, að svona gat, far'ið, var eflaiust mentúnarskortur Ölafs á hinu pólitíska sviði. Hann taldi sig sósíalista og vildi etlaust í upp- hafi vera sósíalisti, en hann vissi ekki hvað sósíalismi var, hafði sama og ekkert lesið u.m slíka. hluti. Að þessu leyti svipaði hon- um mjög til Jónasar frá Hriflu. Hann er líka maður, algerlega ómentaður ,á hinu pólitiíska sviði og raunar öðrum líka. Jónas hef- ir fundið þetta, sjálfur, og þess vegna hefir hann verið að grauta í ShalAspeare og ein,- hverjum fleiri höfundum, meo þeim árangri, að vanmáttarkend hans að pví er snerti hans eigin mentunarstiig hefir snúist upp i fullkomið stórmensku-hug- myndabrengl. Hann slær umi sig í greinum sínum með ómeltum tilvitnunum, í Shakespeare og slíka, þykist hafa vit, á málara,- list, húsagerðarlist og þvíumlí.ku (Jónasi svipar að þessu leyti til annars stjórnmálamainns, sem, þjáðist af vanmáttarkend vegna sína eigin mentunarskorts, en það er Adolf Hitler, sem nú er raunar orðinn það sannfærður um. sérþekkingu sína á sviði byggingarlistarinnar, að hann hefir .sjáHfur samið áætlun um •að umturna allri Berl'narborg frá suðri til norðurs, frá au,stri til vesturs). 1 stuttiu máli má segja, að mentun Jónasar frá Hriflu fel- ist í frábærri þekkingu um hagi nútíman.s. Jóinas frá Hriflu kann utanbókar allar slúðursögur um svo að segja hvern Islending, sem eitthvað kemur við opinbert líf, og raunar enn fleiri. Að þessu leyti svipaj.' Jónasi mjög til vissrar tagundar af gömlum konum, sem aldrei hafa veriö taldar neinar þjóðþrifapersónur hér á landi. Ormstunga. Þingsál^ktunartillaga kommúsBÍsta. FRAMH. AF 1. SIÐU. um um hana, en Skúli Guð- mundsson var á móti. Tillögunni v var vísað til sjávarútvegsnefnd- ar með samhljóða atkvæðum og verður umræðunni síðan haldið áfram; er málið kemur úr neínd. »Bláa kápan« verður sýnd á íostnd. Þessi óperetta virðist vera. að ná þeim vinsældum sem fáheyrð eru hér á landi um' nokkurn sjónleik. Allir viröast viður- kenn,av að þaulæfing, og ná- kvæm, listræn samvinna hljóti að hafa átt. sér þarna stað, í ó- venjulega ríkum, mæ]i. Sýningin her þess ljósan vott, að til henn ar hefir ekþi verið kastað hönd- unum. Nei, það hafa verið föst og sameiginleg átök allra þsirra listamanna, sem þarna hafa verið að verki., — Og það má engum. gleymiast, sem e>ga aö meta gildi og þýðingu, hins væntanlega, íslenska leikhúss, að áhorfendur verða, að vera þarna á. verði, ekki gefa neinn afslátt á þeim, kröfum, sem þeir cg alt þjóðfélagið í heild, verður og á að gera til listamanna leik- hússins. Nú hefir leikurinn legið niðri í viku — sokum þess, að ekk- hefir verið hægt, að komast að Iðnó. — Getiur slík bið, oft riðið nýju.m 'leiksýningum, að f.ullu, og valdið stórskaða. — Á þessa. sýningu virðist þessi hættulega bið, engin áhrif hafa. — Eftir- spurnin eftir aðgöngumiðum hefir verið svo mikil þessa viku, þó að hvergi hafi þeir ver- ið auglýstir, -— að hægt hefði verið að selja tvisvar í húsið. — Nú, sem ofta.r er það skaði, að hafa ekki stórti leikhús. -— En þrátt fyrir þsss.a miklu eftir- spurn, hefir ekki verið tekið á móti neinum pöntunum, svo að öllum sé gert jafn hátt. undir höfði, og öll sæti séu óseld er salan hefst, í dag kl. 4 í Iðnó. — Sýning verður á föstudag. Frú Katrín, Mixa hefir verið veik, og hefir því frú Ásta Norð- mann gert Hljómsveitinni þann mikla greiða, að leika Maríu. Eins og kunnug’t er, hefir fi ú Ásta. samið o>g æft, — af mikilli listrænni nákvæmni, hinayndis- legu og bráðfjörugu dansa, sem leikhúsgestir dást; svo mjög að. z. Þvottakvennal’élajgið Freyj,a, heldur fund á rn.org- un kl. 81 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Mörg áriðandi mál á. dagskrá, þar á meðal vinnan í ríkisspítölunum. Áríðandi að fé- lagskonur fjölmenni. Fundur í Útgáfufélagi Þjóðviljans var haldinn í gærkvöldi. A fundin- um var kosin bráða,birgðastjórn, og skipa hana Sverrir Thorodd- sen, Erlendur Erlendsson og Eggert Þorbjarnarsan. Ibúd 111 leigu Afgreiðslan vísar á. Munið lesstofu Ungherj- anma á Vatnsstíg 3. Hún verður opin í dag milli 5—7 og á morgun milli 5— 8. Sagan lesin kl. 7. HAPFDRÆTTI Háskóla íslands Sala happdrættismiða fer 'órt vaxandi hér eins og í öðrum ^londum. Hækkunin hefir numið 50ýo frá því 1934. Eftirspurnin í ár virðist mjög aukin. Try.ggið yður miða áður en það er um seinan, Frá starfsemi Happ- drættisins. 23. líjargað frá gjaldþroti. 1934 hlaut A. á Noiðurlandi 25.000 króna vinning. Hafði hann reist sér íbúðarhús, lent í vanskilum meö greiðslu byggingarefnis og var á- kveðið að gera hann gjaldþrota um áramót og taka húsið af honum. Vinningurinn bjargaði, honum meir en að fullu. 24. Óbiiandi trú. Kyndari einn i verksmiðju noröan- lands barðist viö sveit 1934, en hafði óbiiandi trú, að hann myndi bjarg- ast, ef hann gœti spilað f happdrætt- inu árið út. í 10. flokki hlaut hann 500 króna vinning og 25 krðna á ann- að númer. Þótt upphæðin væri ekki stór, bjargaði hún honujn. Hefir hann og öll árin unnið smávinningu s/ðan. 25. Fer eftir draumi og viunur 50,000 krónur. Konu eina, dreymdi snemma á ár- mu 1937, að henni myndi hlotnast happ, ef hún keypti mi.ða í happ- drættinu. Hún fór eftir draumrium, miðinn var valinn af handahófi og kom upp með 50.000 krónur. Var petta. fyrsta árið, sem hún spiiaði f happdrættinu. 26. Ellistyrkur. 1937 í S. flokki va.nn maður á sjö- tugs aldri 5000 krónur. Hann sagðist tnundi leggja peninga þessa til h.lið- ar tjl þess að nota. þá í ellinni. f’áim Cjiir m sjóðiir of íiiflpr Umboðsnieiin í lteykjavík eru: frú Arina Asmundsdóttir og frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm., Veslurgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs- götu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hanseti, Lnufásvegi 61. slmt 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Lauga- veg 66, sími 4010. Pélur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. Stefán A. Pálsson og Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Uinhoðsiiieiin í Hainaríirði em: 1 aldimar Long, kaupm., sími 9288. Verjiui-! P rvams P;3rnhs. Ka- Sil'j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.