Þjóðviljinn - 03.03.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1938, Blaðsíða 4
sgs Ný/ö bib a§ Með hnefunum hefst pað. Mjög spennandi Cowboy- mynd gerð af Columbia- félaginu. Aðalhlutverk leika: Sten Maynard með hvíta hestinn sinn, Tarsan. Aðrir leikarar eru: Juni Gale, Harry Woods o. fl. Börnum innan 12 ára er bannaður aðgangur. Orboíglnní Næturlæknir er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturvörður Kjartan Ólafsson, Lækjar- götu 6, sími 2614. Sunnudaginn 6. mars kl. 13,50 (að aflok- inni tungumálakenslu) flytur próf. Guðbrandur Jónsson á veg- um Happdrættis Háskólans er- indi í útvarpið: Um hepni og til- viljanir. Útvarpið í dag 20.15 Eríndi: »Maður sla,sast« Felix Guðmundsson verkstjóri. 20.40 Einleikur á fiðlu (Þórar- inn Guðmundsson). 21.00 Frá útlöndum. 21.15 Útvarpshljómsveitin leik- ur. 21.45 Hljómplötur: Andleg tón- list- 22.15 Dagskrárlok. Skipafréttir Gullfoss kom í gærkvöldi, Brúarfoss er í Reykjavík, Detti- foss var á Isafirði í gærmorgun. Lagarfoss er á l.eið til Leith frá Aalborg, Goðafoes er á leið til Kaupmannahafnar frá Ham- borg. Esja kom úr strandferð í tktg. þlÓÐVILIINN Þvottakvennafélagið Freyja heldur fund í kvöld kl. í Alþ.h. við Hverfisg, Nauð- synlegt, að félagskonur mæti, þar sem áríðandi miál verða tek- in til meðferðar. Deildarstjórnarfundur verður í kvöld kl. 81 á venju- legumi stað og tíma,. »Fornar dygðir« verða leiknar í kvöld kl. 8 e. h. í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. »Réttur« 9—10 hefti er nýkomið út. Birtast þar meðal annars allir samningar þeir,s em farið hafa fram milli Kommúnistaflokks- ins og Alþýðuflokksins. Auk þess er í ritinu ýmlislegt fleira t. d. grein eftir Einar Olgeirsson um sameiningarmálin. Karlakór Reykjavíkur hefir verið boðið í söngför til Ameríku. Er það útvarpsfélagið Coil,umbia Broadcasting Corin oration sem býður. íkviknun 1 gærmorgun, komi upp eldur í bakhúsinu Laugavegi 34B. — Slökkviliðið koimi á. vettvang og tókst því að slökkva eldinn án þess að nokkrar skemdir yrðu að ráði. »BIáa kápan« verður ekki leikin á föstudag vegna þe,ss að Svanhvít Egils- dóttir, semi leikur eitt, aðalhlut- verkið er veik. Nánar auglýst síðar um næstu sýningu. D?Annunzio. FRAMHALD AF BLS. 1. Þá tók hann að hemja smásögur og loks skáldsögu, en fyrir hana féll hann í ónáð hjá yfirvöldum, kaþólsku kirkjunnar. D’Annunzio fékst eínnig á tímabili talsvert við leikrita- gerð. Hversvegna á að knýja vinnulöggjöfina í gegn á þessu þingi? FRAMH. AF 1. SIÐU. þessiu þingi og sipurði ennfrem- ur atvinnumá.laráðherra hvað liði þeirri nefnd, er sett hefði veirið til að athuga umbætur á atvinnuleysi ungra manna,. Vissi atvinnumálaráðherra lítt hvað "nefndinni leið. Urðu nokkrar umræður út af þessum fyrirspurnum. Gerist áskriíendur 10-201 af sláttur | þessa viku á: Manchettskyrtuin, Dömutöskum, Ullarnærfötum. kvenna (lítil nr.), Prjónakjólum og Prjónadrögtum, silki og uli, Barnalmfum, Treflum, Karlmannsvestum, Tölum, Hnöppum og ýmsum smávörum. Vesta Laugaveg 40. Vatnsleðurstígvél á drengi og karlmenn nýkomin í 8kóverslun B. 8tefáns§onar Laugaveg 22 A. — Sími 3628 J Ríkisskip Esja, kom tii Reykjavíkur kl. 21 s. d. í gær úr .strandferö vestan umi land. Tilkynning til einstakra askrifenda úti á landi. Þeir áskrifendur, sem. eiga eftir að greiða blaðið frá fyrra ári, verða að hafa greitt skuld sína fyrir 1. apríl, annars verða stöðvaðar sendingar til þeirra. Afgreiðsla Þjóðviljans. A ©amlabib San Francisco Heimsfræg amerísk stór- mynd. Aðalhlutverkin leika af framúrskarandi snild: JEANETTE MacDONALD og CLARK GABLE. REYKJAYÍKUKANNAI.L H.E. „Foraar flii" verða, leiknar í kvöld kl. 8 stundvíslega. Nokkrir að- igöngumiðar óseldir. Verða seldir frá kl. 1 e. h. í Iðnó. 8. leiksýmng á morgun, föstu- dag, U. mars kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar að þessari sýn- ingu verðá seldir í Iðnó frá kl. 1 e. h. á morgun. Það verður eigi tekið á móti neinum póntunum að peirri sýningu, en allir aðgöngumið- arnir seldir í Iðnó. fer vestur og norður mánudag 7. þ. m. kl. 9 s. d. Tekið á móti flutningi á morg- un nerna frá kl. 12—31, sem pakkhúsið verður lokað vegna jarðarfarar. er á Laugaveg 10 opin 4—7 daglega Síml 4757 Vicky Baum. Helena Willfiier 62 »Já, það er satt, — við gerðum okkur bæði sek í stórkostlegum glappaskotuim. En það, að geta gert stói' axarsköft, segir líka talsvert. um manninn, miðl- ungsmenn gera aldrei verulega miikilfengleg axar- sköít. En það er um að gera, að taka afleiðingun.um æðrulaust«, sagði hann og hló við, — mdnti snöggv- ast á, þann Ambrosius, sem, Helena hafði þekt, áður. »En nxi byrja ég að hlýða yöur yfir. Segið þér mér þaö helsta, sem á daga, yðar hefir drifið, síðan viö skildu.m«. » Það er ekki frá mörgu að segja, herra, prófessor. Ég fór til Munchen, og va,nn undir leiðsögn prófess- oi's Brokhaus, tók doktorsprófio með ágætiseinkunn, hafði enga vinnu frá því í ágúst og frami í nóvember, varð þá eftirlitsmaður á, tilraunastofu hjá Werner & Höhe, en va.r fljótlega sagt upp —«. »Hve,i'svegna«. »Vegna þess að ég á barn, herra prófes,sor. Þér vitið, að slíkt er ekki liðið í iönaðarfyrirtækjum —« »Ilafið þér barnið hjá yður, eða er það í fóstri?« »Fyrstu sex mánuði var hann á barnaheimili, en síðan hef ég hann hjá mér. Hann er farinn að ganga! Yndælt barn, herra, prófessoi’, ég gæti ekki slitið hann frá mér._ Ég seg’i yður það strax, vegna stöð- unnar, sem þér hafið fundið handa mér. Eg veit, að með því að hafa, barnið hjá mér, verður alt erfið- ara, en um það atriði get ég ekki og vil ekki iáta und- an«, sagði hún og þrýsti lófunum, fast saman. Am brosius hlustaði eftir hljómnum: í rödd hennar, og brobti. »Það er leiðinlegt að þux-fa að lffa í þessu myrkri, mér þætti gaman ,að sjá hvort þér hafið breytst, mik- ið«, sagði hann, nærri ósjálfrátt. Svoi tók hann vind- il.inn sinn, o,g sati þegjandi góða stund og reykti. Hel- ena þagði líka.. »Hvað gerðist svo«, spurði Ambros- ius. * »Annað hefir ekki g'erst, herra prófessor. Nú vinn ég í Brunsdorf, lélega vinnu fyrir sveltilaun. Ég héf ekki séð tilraunastofu, sem skilið á að nefnast því nafni síðan ég tók prófið«. »Ekki séð almennilega tili’aunastofu! Þá get ég skilið hvernig yður hefir liðið. Þótt, ótrúlegt ,sé, þráir maður svækjuna á tilraunastofunumi, — er því ekki eins farið með yður?« Helena svaraði ekki. Ljósglætan úr glugganum var farin að dcfna. Dauft endurskin dagsbirtunnar hvíldi á háu og hvefldu enni Ambrosiusar. »Þér eruð ekki neitt, sérstaklega viljug til að gefa ; upplýsingar, ungfrú Willfuer«, sagði hann með óánæigjuhreim í röddinni. »Ég sé fyrir mér áfanga- staðina. en ekki leiðina á milli þeirra, og það er ein- mitt ieiðin, sem mig langar til að kvnnast! Ég vei’ð að fá að vita um erfiðleikana, sem þér hafið átt, að stríða við«. »Leiðina«, — sagði, Helena hugsi. Hún lokaði aug- urium, og sá nú eina, myndina, eftir aðra koma frarn. »A ég að fara, segja yður frá því, að hríðirnar byrj- uðu meðan ég var að vinnu rninni á, tilj-aunastofunni? Barnið fæddist hálfum mánuði fyrir tímann, — ég hafði vonast til að geta lokið við tilrauoxirnar áður en ao því kæmi, en það ,fór á annan, veg. Ég slökti á búnsen-lampanum mínum, og fór út;. Morgenthau, gyðingur, s.em ég kyntisl; á tilraunastofunni, kom út á eftir mér, náði mér í bíl og kom mér á spítalann. Á fæðingarstofunni lágutólf konur. Ein þeirra vein aði óaflátanlega. Ég- reyndi að hljóða sem minst, hinna vegna, en fæðingin stóð yfir í þi'ettán klukkustundir, en loks vissi ég ekki til fyr en ég heyrði barnsgrát. Ax konunum, se'm þarna lágu, voru þrjár ógiftar, auk mín. Allar hinar fengu heimsóknir, en engin heim- sóttí mig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.