Þjóðviljinn - 08.03.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.03.1938, Blaðsíða 1
Forsætisráðherra lætur Hæstarétt útnefna 3 menti til að leysa togaradeiluna. f>eir eiga að vinna starf sitt í samráði við sáttasemjara ríkisins. HERMANNJÓNASSON forsætisráðherra hef- ir í gær farið þess á leit við Hæstarétt, að hann skipaði 3 menn ásamt sáttesemjara rík- isins til þess að leysa vinnudeilu þá, sem nú stend- ur ínilli sjómanna og togaraútgerðarmanna. Brá Hæstiréttur þegar vjð og útnefndi þjá menn til þessa starfs, þá: Cunnlaug Briem fulltrúa í stjórnar- ráðinu, Einvarð Hallvarðsson skrifstofustj. og Hilm- ar Stefánsson bankastjóra. Munu þeir hafa átt fund með sér um málið þegar í gærkvöldi og í dag munu þeir ásamt lögmanni taka málið til meðferð- ar. Ekki var þó vist í gærkvöldi hvenær nefnd þessi kallar fyrir sig fulltrúa atvinnurekenda og sjómanna Bucharin játar eftir nokkra vafninga. Hann neitaði fyrst ýmsum sakargiftum EINKASKEYTI TIL ÞJOÐVILJANS MOSKVA í GÆRKV. Á fundi Æðsta herréttarins í Moskva í morgun var tekin fyr- ar áframhalds rannsókn í máli Rucharins. Gaf Bueharin þar skýrslu. Skýrði hann frá ýmsum atriðum, sem við komu starf- semi »hægri« manna og trot.sk- ista á umdanförnum árum, hvernig þeir 1918 ætluðu að taka stjórnarsetrið í Kreml og steypa stjórninni. Þá gaf Bucharin einn ig skýrslu, um hvernig samsær- ismenn hefðu ýtt undir stór- bændurnar (kulakkana) til þess að gera uppreisnir víðsvegar um landið. Hinsvegar reyndi Bueh- arin að ganga. fram: hjái spurn- ingumi yfirsaksáknarans Vis- jinskis. Bucharin reyndi fyrir réttinum, að halda því. fram að honum hefðí verið með öllu ókunnugt wm ýmsar njósnir þeirra félaga. Þannig kveður Bucharin sér með öllu ókunnugt um njósnir Karakans í þjón- ustu Þjóðverja. Þá neitar Buch- arin því, að honumi hafi verið kunnugt um að samsærismenn hafi unnið markvist að skipu- lagningu á ósigri Sovétríkjanna, ef til styrjaldar kæmi.. Þá kveð- ur Bucharin, að sér hafi ekki verið kunnugt um að samsæris- menn ætluðu að ráða lönd und- an Sovétríkjunum. Var þá kall- aður fyrir réttinn Rykoff og fleiri samsærismenn og yfir- heyrðir í nærveru Bucharins. Játaði þá Bucliarin, að honum hefði verið að nokkru kunnugt umi njósnir Karakans., Þá ját- aði hann einnig síðar fyrir rétt- inum er hann hafði heyrt fran> burð ýmsra annara samsæris- manna, að fyrir þeim hefði vak- að að Sovétríkin biðu ósigur ef til ófriðar kæmi, og að þeir hafi vonast eftir að geta steypt stjórn inni með aðstoð þýskra fasista og annara, innrásarmanna., Sem svar við spurnimgu Vis- jinskis, kvaðst Buchairin aldrei sjálfur hafa tekið þátt í neinum njcsnum. Eftir að Bucharin hafði heyrt framburð Rykoffs í þessumi efnum játaði hann þó eftir nokkra vafninga, að sér hafi ekki verið með öllu ókunn ugt um, að samsærismenn ráku njósnir í þágu Þjöðverja og Pól- verja en sjálfur vildi hann, gera semi minst úr þátttöku sinni í þeim efnumi. Ýmsir aðrir af hinum, ákærðu hafa í dag borið það fyrir rétt- inum, að þeim sé kunnugt um það að Bucharin sé sekur um njósnir í þágu erlendra ríkja og að hafa unnið að því að koma, ýmsum. löndumi Scvétríkj- anna undir stjórn erlendra "ríkja. FRÉTTARITARI Herskip 8pánar stjórnar sökkva beitiskipi fasistanna DR. NEGRIN. foirsætisráðherra Spánar. Orðrómur iim ad dr. l\egrin muni láta al sljórn og Prieto taka vid. »V í; . • -¦ ¦ Hermenn spönsku stjórnarinnar við Teruel. LONDON I GÆRKV. (FO). BALEARIS, einu al beitiskipum uppreisnarmanna, var sökkt í gærkvöldi und- an Palos-hölöa. Balearis, Canarias og annað beitiskip til voru par á ferð, pegar tvö gömul beitiskip stjórnarinnar bar par að, ásamt tundurspillarJeilrJ, og var skotið tundurske'ytum úr beitiskipunum á Balearis. Ðað varð mikil spreng- ing i skiplnu og siðan tók pað að sökkva. Flugvélar stjórnarinnar vörpuðu sprengj- um yfir skipið og iuinur skip uppreisnarmanna, á meðan Balearis sökk. Tvö bresk herskip, Boreas og Campenfelt, voru parna i grendinni og björg- uðu pau úr sjónum peim sem komust lífs af. Voru sumir peirra fluttir yfir í beitiskip uppreisnarmanna,. en aðrir teknir til Palma á Majorka.. Brot úr sprengi- kíilu varð einum breskum sjóliða að bana, en prír særðust lítilsháttar. I breska þinginu í dag spurði einn þingmanna úr verkamanna- flcikknum hvernig stæði á, því að bresk skip væru látin reka slíka björgunarstarfsemi cg hvers- vegna þeir semi björguðust hefðu verið fluttir til sinna manna, en ekki verið fluttir yfir í stjórnar- skipin. Aðstoðarflotamálaráð- herra- sagði að breskir sjóliðar teldu það skyldu, sína að aðstoða hvorn aðila sem \ hlut ætti þeg- ar þannig stæðii á, en þar sem Bretar væru hlutlausir í styrj- öldinni þá væru þeir sem' björg- uðust aldrei fluttir yfir í her- búðir andstæðinga sinna. BERLIN 1 GÆR (FÚ). 1 gær gerði stjórnarherinn við Teruel tilraun til þess a,ð ná aft- ur nokkrum af þeim stöðvum sem uppreisnarmenn tóku fyrir nokkrunii dögum. öllum áhlaup- um stjórnarsinna var hrundið og' er sagt að þeir hafi beðið mik- ið manntjón. Franska blaðið «Journale« rit- ar \xxn\ þá togstreitu sem sé á milli flokkanna í spönsku stjórn- inni. Það segir að Negrin for- sætisráðherra hafi á dögunum sagt, að her uppreisnarmanna væri miklu betur æfður en stjórnarherinn og síðan væri hainn mjög óvinsæll meðal hinna ráðherranna. Blaðið segir einnig að Prieto hermálaráðherra ætli. innan skam'ms að mynda nýtt stjórnarráð og taka sér einræðis- vald í þeim, hluta Spánar serni er á valdi stjórnarinnar í Barce- lona., Ab e ssiníukeisari lætur ekki kaupa sig. LONDON I GÆR (FÚ). Haile Selassie hefir opinber- lega lýst því yfir, að hann muni ekki ganga að neinum skilmál- um, að því er snerti Abessiníu, sem ekki. séu í samr mj við full- komið sjálfstæði ríkisins. Tilefni til þessarar yfirlýsing- ar er orðrómur sá sem: gengið hefir undanfarið, um að Musso lini hefði boðið honum yfirstjórn einhvers hluta, Abessiníu, þar sem hann yrði þó undirgefinn Italíukonungi. Á að seðja ný- lendugræðgi Hitlers með Grænlandi? Danska, tímaritið »Grön- laad birtir nýlega grein um að sú hugmynd hafi komáð frani; í enska utan- ríkisráðuneytinu, að bjóða mætti Hitler-Þýskalandi Grænland til að bæta því upp missi nýlendna sinna í Afríku. Grænland sé auð- ugt a,ð málmum og- Þýska- land geti fengið það án þessi a,ð þurfa að fara í stríð við Danmörku. Sama tímarit bendir á, hvort það muni ekki frek- ar vera málmauðgi Græn,- lands, semi Italía sé að sækj ast eftir með því, að koma upp fisveiðastöð í Færeyj- um, heldur en fiskveiðarn- ar í Grænlandshafi. Þegar ennfremiur er at- hugað hve takmarkalaus yfjrgangur þýsku fasist- anna er gagnvart Dan- mörku og hvernig frekja þeirra gagnvart Islandi fer í vöxt^ þá er augljóst að hrammur þýska fasism- ans er a.ð teygja sig yfir hið forna, danska veldi. Leppkeisari Japana í Kína drepinn KHÖFN I GÆRKV. F.O. Japa'nir hafa gert stórskota- liðsárás á kínverska herinn við Lo-yang, á bökkum Gulafjóts. Að því er næst verður komist, hafa Japanir hvergi komist suð- ur yfir fljótið. Chow Feng Chi, sá er Japanir höfðu ráðgert að gera að lepp- keisara í Kína, hefir verið skot•• inn til bana, og er álitið að bana- maður hans hafi verið kínversk- ur. —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.