Þjóðviljinn - 08.03.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.03.1938, Blaðsíða 4
SfB l\íy/<a P5iö ag Gotti getur alt. (My man Godfreyj Bráðfyndin og fjörug amerísk gamanmynd. Að- alhlutveriV leika: William Poivell og Carole Lombard Næturlæknir Ölafur Þorsteinsson, Mána- götu 4, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. XÍtvarpið í dag 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýskukensla. 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20.15 Erindi: Lokaðir kirtlar (Jón Steffensen prófessor). 20.40 Hljómtplötur: Létt lög. 20.45 Húsmæðratími: Innlendar fæðutegundir: Mjólk (ungfrú Sigurborg Kristj ánsdóttjr). 21.00 Symfóníu-tónleikar: a) Ernst Drucker leikur á fiðlu. b) (21.40) Kammermúsik (Ad olf Busch og Edwin Fischer leika) (plötur). 22.15 Dagskrárlok. Karlakór verkamanna Bassar, munið æfingarnar í kvöld. 250 sænskir þing- mennyotta spánska lýðveldinu samúð • sína. 18. febrúar hélt hjálpar- nefndin fyrir Spán mikinn fund í stræsta fundarsal Stokkhólms1. Þar skýrðu þingmenn frá flestum ílokkum sænska ríkisþings insi frá för sinni til Spánar, en þar voru þeir gestir, er spánska þingið var sett. • 250 þingmenn voru á f.und inumi og hafði þeim verið sérstaklega boðið. Allir þirigmennirnir, er til Sp.ánar höfðu farið, voru sammála um að óska sitjórninni fulls sigurs og álitu allir að sigur fasist- anna myndi leiða menning- ar- og siðleysisástand yfir Spán. Bændaflokksþing- maðurinn Andersson frá Ovanmyra hældi sérstak- lega þeim miklu framför- um, er orðið hefðu á • öll- um sviðum, þar sem stjórn- in réði. Eimskip Gullfoss fór frá Ölafsvík í gær vestur ogfnorður, Goðafoss er í Kaupmannahöfn, Brúarfoss er á útleið frá Vestmannaeyjum, Dettifoss. fór til útlanida í gær- kvöldi, Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá útlöndum, Sel- Éoss er í Hull. Revýan verður sýnd í, kvöld kl. 8 í Iðnó. Ríkisskip Esja fór frá Reykjavík í gær- kvöldi vestur og norður um land. Vepkamenn mótmœla FRAMHALD AF 2. síðu. til frelsis sér, einmitti í skjóli jæss að engin 17. grein eða aðr- ar lagalegar hömlur hafa verið til, því til varnar. Eg hefi hér að framan gerr. 17. greinina að umtalsefni, þá má það ekki skoðast svo, ao frumvarpið sé' ekki að öðru leyti vítavert, en af því að frumv. sem heild fjallar um vinnustöðv- un, og 17. grein þess er verka- lýðnum hœttulegust þeirra allra, — var hún gjörð hér að umræðu- efni. Nokkur orð til höfundanna. Verk ykkar ber það með sér, að þið hafið viljað leysa það sem trúlegast af hendi, ekki fyrir verkalýð þessa lands., Því ekki hefur hann óskað eftir vinnulög- gjöf. Sérstaklega er fræðihneigð- in áberandi, og öll þau bréf og skýrslur, sem þið birtið frá ýmsum. útlendum mönnum og stofnunum. Aðeins eitt bréf frá íslenskum manni komi ég auga á, en það er frá sáttiasemjara og lögmL í Reykjavík. Þið minnist ekki einu orði á allar þær sam- þykktir og* mótmæli, sem verk- lýðsfélögin hafa sent frá sér til mótmæla á vinnulöggjöf í hvaða mynd sem væri. —- En sælir eru hreinhjartaðir! S. M. Frá höfninni Þrír þýskir togarar og tveir franskir komu hingað á sunnu- daginn til þe,s,s að fá sér kol, vjstir og va,tn. Bjarni Björussou skemti fyrir troðfullu húsi í Gamla Bíó á sunnudaginn. Vaf svo mikil aðsókn að Bjarni. hefir í hyggju að lofa mönnum enn einu sinni. að heyra til sín. Alþjóðiegt bréfakvöld Fyrir tveim vikum birti Þj'óð- viljinn bréf frá. F. U. K. í Trom- sö þess efnis, að félagið héldi al- þjóðlegt bréfakvöld þ. 17 mars og bæði íslensku ungkoimmúnist- ana að senda bréf. Nú eru sein- ustu forvöð fyrir þá, sem ekki hafa enn þá skrifað. Þann 14. apríl ætlar Félag ungra kommúnista. í Reykjavík að efna til alþjöðlegs bréfa- kvölds. Verða lögð drög að því, að fá félagana á Norðurlöndum og víðar til þessi að skrifa, hing- að. Um kvöldið, 14., apríl, koma svo F. U. K.cfélagarnir saman og bréfin verða lesin upp og slð- an boðið í þau. Það er 'enginn vafi á því, að þetta getur orðiö upphaf fjörugra og skemtilegra bréfaskipta miilli íslenskra og erlendra ungkommúnista. Ferðafélagið heldur akemtifund að Hótel Borg í dag 8. miars, og verður húsið opnað kl« 8,15. Frú Oddný Sen segir frá Kína og sýnir skuggamyndir. Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir í bókaversl■■ un Sigfúsar Eymundssonar ti) kL 6 í dag. Gamla rbjo % 100 000 dollarar fundnir. Afar skamtileg og spenn- andi amerísk skemtimynd, um gamlan letingja sem finnur 100.000 dollara. Að- alhlutverkið leikur WALLACE BEERY. ItEYK.JAVÍKUR V N NAI, L H.F. „Fnar igir“ verða sýndar í kvöld, þriðju- daginn 8« þ. m. kl 8. stund- vísilega í Iðnó. Frá M. 3 venjulegt leiJihús- verð. Allir aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 1, en ekki tekið á móiti pöntunum. er á Laugaveg 10 opin 4—7 daglega Sími 4757 Tilkynning til einstakra áskrifenda úti á landi Peir áskrifendur, eiga eftir að greiða blað- ið frá fyrra ári, verða að hafa greitt skuld sína fyrir 1. apríl, annars verða stöðvað- ar sendingar til þeirra. Afgreiðsla Þjóðviljans. Vieky Baum. Helena Willfiier 65 Ambrosius kam fram úr horninu og þreifaði sig yfir að borðinu, —- Helena fann að hann rétt snerti ihár hennar um leið og hann fór fram hjá henni. »Hafið þér fylgst með þeim árangri, sem náðst hefir nú síðustu árin á s,viði efnafræðirannsókna um mynd- un hormóna«, spurði hann, og samstiundis var kom- inn yfir hann kennaramyndugleikinn. »Já, sæmilega, herra prófessor. Ég veit að tekist hefii* að framleiða adrenalin af frumefnum sínum, og insútin út briskirtlinum, en annars veit ég ekki mikið um það«. »Sjálfur veit ég heldur ekki mikið meira, ég er hræddur um að vísindin nái enn of skamt til að skilia þær »efna,gerðir« sem eru að starfi í líkama okkar. Köbelin hefir rannsakað kynkirtlana, árum sarnan, hann byrjaði á því. löngu áður en yngingar- hreyfingin komst á. dagskrá, og er nú kominn fast að stórfenglegri uppgötvun. Hver hún er, hverja þýð- íngu hún hefir, og hvenær hún er fullgerð, — það veit enginn ennþá. Köbellin vinnur með mestu leynd, og lætur enga vera að snuðra í kring um sig. Eftir því se,m ég kemst næst, hefir ha,nn uppgötvað, að í kynkirtlunumi verði til vessi, sem hafi ótrúlega mikii áhrif á líðan líkamans. Hann er að berjast við að einangra. þenna kirtilvessa,, og nú vantar hann dug- legan efnafræðing, sem hefir nægilega þolinmæði og skapfastu til að þola allar kenjarnar úr honum. En sá maður verður að afneita sjálfum sér cg gefa sig allan á vald innrensliskirtla og hormóna, og sætta sig við að búa. í einmanalega húsinu hans Köbellins við Bergstrasse, þar sem hann hefir rannsóknarstof- una sína. Hann verður að vera reiðubúinn til að vinna nótt og dag ef þarf, og það fyrir lítil laun, því að Köbellin hefir eytti öllum eignum sínurn í rannsóknár- stofnunina, Og nú spyr ég* yður hvort þér viljið tak- ast þenna starfa á hendur?« »Ég? Herra prófessor — þetta er mér svo óvæntur heiður — að ég — ég get ekki —« stamaði Helena. Hún sá fyrir sér heilan herskara af tilraunaglösum og rannsóknaráhöldum, en svo hljóp lítill drengur þvert .yfir myndina. og alti brast. »Mætti ég hafa barnið miitt hjá mér?« spurði hún hvatskeytislega. »Eg skal spyrjast fyrir um það, en ég býst ekki viö að Köbellin hafi nokkuð á móti því, þetta, er allra besti karL Ég skal semja, við hann, og skrifa yður l svo, þegar samningnum er lokið«. Ég skrifa yður, sagði Ambros'ius, og þó sá hann svo illa, að hann hefði ekki á þessari stundu getaö fundið vindlingahylkið sitt, sem lá á rniðju skrif- borðinu. Helena horfði í. kring* um sig.. Það var orðið dim,t, aðeins veik glöeta af aftanskini komst inn milli gluggatjaldanna, Og Kranich — nú lá hann á spít- alanum, og beið dauða síns. »Ég verð víst; að fara að hugsa um sjúklinginn minn«, sagði hún og* .stóð snögt upp. Samt átti hún bágt, með að fara burt úr þessu diimima herbergi. Það hafðl verið henni bæði þungbært. og þó fagnað- arefni að fá að sjá Ambrosius aftur, ■ nú var þessi stund liðin. Skyldu þau nokkurntíma hittast aftur? »Ég er yður mög þakklát;«, sagði hún eins og viö ókunnugan man,n, og rétti honum hendina. Ambros- ius var staðinn upp og stióð fast hjá henni. Helena tók af sér hanskann, og lagði hönd sína í fálmandi hendi Ambrosiusar. Jú, — það var" sama höndin, sama hlýja, hlýja handtakið eins og í gamla daga. Ambrosius brosti alt í. einu, og* sleppti ekki hendi .hennar, hún sá það ekki, en heyrði það á rödd hans. »klunið þér það sean þér sögðuð einu sinni um það aö fara engar krókaleiðir? Nú erum við bæði búin ao fara, ýmsar krókaleiðir, líka þér, ungfrú Willfuer. Nú standið þér vafalaust í þeirri meiningu að vistin hjá Köbellin sé eitthvert himnaríki, s,em hæg.t sé aö stefna þráðbeint að, en yður mun reynast það sann- asta helvíti! Krókaleiðir, einlægar krókaleiðir. En þao var fallegt af yður að heimsækja mig, -—- við eigum eftir að sjást, Veuið þér sælar, ég skrifa yður svo------«. Hurðin luktist á eftir Helenu, og rafmagnsljósið, sem vúnnukonan kveikti yfir útidyrunum, blindaði hana í svip. Hún klerndi aftur augun og reyndi að ganga blindandi, en gangurinn varð hikandi og loks rak hún sig á girðinguna. Þegar hún kom til spítalans, var nýbúið að gefa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.