Þjóðviljinn - 09.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.03.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 9. mars 193S. PJÖÐVILJINN Þýski fasisminn verður æ hættulegri sjálfstæði Dana Það er orðið alment umræðu- efni á Norðurlöndum, hve sterk áhrif Hitlerfasismans eru orðin á Danmörku. Allir, sem unna sjálfstæði Símiáþjóðanna og sér- staklega þeir, sem: bera fullveldi Norðurlanda iyrir brjósti, eru mjög kvíðaf ullir út af rás þeirri, er viðburðlrnir taka. Fyrir okk- ur Islendinga er alveg sérstök á- stæða til að athuga hvað er að gerast mieð sambandsþjóðinni. Ýmislegt, semi gerst hefur á síðasta ári, hefur bent til þess að Danmörk væri altaf að verða háðari Þýskalandi, og aðeins nú í síðasta mánuði hefur f jölmargt gerst, sem sannar hvert stefnir. Skal hér getið um nokkur at- riði: Danskur hœstiréttur þorir ekki að dæma þýska nasista. 1 Norður-Slesvík vaða þýskir nasistar mjög uppi„ Grípa þeir til allskonar hermdarverka, sér- staklega á jörðum, semi Danir kaupa af Þjóðverjum.. Þannig var í fyrra eitraður brunnur á bæ einum, þar sein svona stóð á, — og hældi nasistaflokkurinn sér opinberlega; af verkinu. Var það á vitarðÍ! almennings hverjir eiturbyrlararnir væru, en áður en miál þeirra kemur fyrir hæstarétt byrja þýsku blöðin að [ hófca og ógna Danmörku meö öllu dllu, — og hæstíréttur sýkn- ar svo nasistana! Gjaldeyriskúgun Þýskalands. Verslunarsamningar Dan- merkur við Þýskaland bera þess greinileg merki, að fasistarnir ráða þar. Nýlega, vár gerður samningur um ferðamenn land- anna og fé handa þeim. -Þýska- land leyfir alls þýskum ferða- mönnum, ' að nota 1 miljón danskra króna, en fyrir það ^erður Danmörk að kaupa þýsk- ar vó'rur í viðbót fyrir sömu upp- hæð. En Danmörk þorir ekki annað en að láta danska ferða- mannastrauminn til Þýskalands halda óhindraðan áfram, og fá ferðamönnum sínum frjálsan gjaldeyri! Þetta er jafnréttið í viðskiftunum,. Fer Danmörk s'ómu leiö- ina og AusturríkiT Eftir ofbeldi Hitlers gagnvart Austurríki, sem svift hefur það í rauninni fullveldi sínu, er al- mient óttasit að næst komi röðin að Tékkóslóvakíu og þvínæst Danmörku. > 1 sænska sosialdemokrata- blaðinu »Arbetet« í Malmö er það sagt með berum orðum, að afleiðingin af hinni sífeldu und anlátssemi lýðvelddsríkja Ev- rópu verðí sú, að Þýskaland- ræni næst hinum þýskumælandi hluta Tékkóslóvakíu •— Gg »svo kemur máske röðin að suð- urhluta Danmerkur«. Herforingjaráð Svía orðið smeykt við hættuna að sunnan* 16. febrúar hélfc höfuðsmiaður einn í sænska bænum, Björk að nafni, fyrirlestur í liðisíoringja- félagi í S'tokkholm. Ræddi hann um nauðsyn á varnarbandalagi Norðurlanda. Var auðheyrt á öllu erindi hans að meðal hernr aðarsérfræðinga ríkir sú skoð- un, að sjálfstæði og friði Norð- urlanda. sfcafi fyrst og fremst hætta frá Þýskalandi. — Var allmikiðium þennan fyrirlestúr ritað í sænsku blöðunumi og tók »Socialdemokraten«, málgagn ríkisstjórnarinnar, mjög á- kveðna afstqðu með því að hlut- leyai Norðurlanda stafaði fyrst og fremst hætta frá Þýskalandi. Hitler keflar donsku blöðin. 1 Danmörku er mikið að því unnið að opna augu þjóðarinnar fyrir hættunni frá Þýskalandi, en það, sem ger(ir þar mikla erf- iðleika, er að kqmmúnistablöðin eru svo að segja. ein um það. Danska ríkisstjórnin liefur sem sé látið undan ógnunum Þýskalands og fy.rirskipað blöð- unum að ráðast ekki á Þýska- land. Og þau haf a öll hlýtt nema 1 sveit einni- ;1 Vesturlandi var íyr- ir síðustu aldamót hreppstjóri nokk- ur, sem þótti níðskœldinn og átti oft sökðtt viö sveitunga slna>. Urðu fáir til a,ð bera hönd fyrir höfuð sér í við- skiftunum við hreppstjórann. Þó leit- aðist kona ein við að svara nlðvísuin hans og kváðust þa,u á um stund og mun hvorugt hafa; af sér dregið. 1 viðskiftum þeirra, rann þó yfirvaldinu heldur hafa þótt halla á sig og höfðu menn það fyrir satt, að hann hefði tekið þann kostinn að bera. út meðal hreppsbúo ýmsar miður sannar sög- ur um konu þessa,. Maður hennar lét sig þetta a.lt litlu skifta lengi vel. En.á marmtalsþingi um voriðjiair sem sýslumaður var m. a. mættur gengur kommúnistablöðin. Norsku og sænsku blöðin skrifa hinsvegar óhindrað og birtast þar • hvað eftir annað greinar, sem bera vott um vax- andi kvíða og áhyggjur þeirra manna, er vilja vernda frelsi cg fullveldi Norðurlanda, útaf stjórnmálaþróiuninni í. Dan- mörku. hann fram fyrir hreppstjóra, og er sýnilega særður og reiður; hefir hann bá yfir vísu þess'a: Pú særir, þú ærir, þú lastar, þú lýgur lýtum upp á aðra, æru og merg úir ýtum s^ýgur, eitruð sveitarnaðra,. »Og vitnaðu upp á mig ef þú þor- ir« bætti hann; En hreppstjórinn lét það ðgert og varð niöurlútur. • • Faðirinn: »Segðu Jóhannesi, að ég fyrirbjóði. honum að koma hér of tar«. Dóttirin: »Nei, pabbi. Pað er ekkt nauðsynlegt. Hajnn getur ekki komið> oftar en hann gerir«. • • A: »Nú hefi ég fimm slnnum þurft að rukka, þig um peningana, sem þð skuldar mér«. B: »En þú ert búinn að gteyma því hve oft ég varð að biðja þig um þá áður en ég fékk þá«. • • Húsfreyjan: »Gætið þér vel að steik inni, Rúna«. Vlnnukoiiaii: »Verið þér óhrædd, frú, ég finn það undir eiris á lyktinni, þegar hún er farin að brenna«. Reykvískur verkamaður lýsir „Borginnni við sundið" Þá var ég nú loksins kominn á þennan herrans stað og sofnað- ur. En það fór þó ekki fyrir mér eins og hvolpinum semi nágranni minn frá gamalli tíð var ao segja mér frá, að hefði sofnao miðdegisdúrinn sinn eins og hitt fólkið, en hann hefðj bara aldrei vaknað aftur. Það er ekki mein- Ingin að skrif a hér neina lýsingu af borginni eða lífinu hér al- ment, til þess skortír mig alt og hér getur maður ekki kynt sér neitt fcil hlífcar frekar en ann- arsstaðar, nema hafa eitthvað i. vösunumu Ég mun því aðeins til gamans benda á punkta á víð og dreif. Kaupmannahöfn er stærsta borg á Norðurlöndum og stend- ur á gömlum merg. Meðal ánn- ars óx hún og dafnaði á einok- unartímabilinu þegar Islending- ar féllu unnvörpum úr hor, því danska valdið reitti af okkur alt sem hægt var að taka og lét okk- ur hafa brennivín í staðinn. Þessi borg og þetta land er því. tengt sögu okkar meira en nokk- uð annað í þessum stóra heimi. Islenskt þjóðlíf hefir líka borið þess menjar í smáu og stóru alt til þessa-dags.'Elg man eftír því í mínu ungdæmi, að þá var ait talið danskt, sem fluttist inn í. landið. Það var talað um danska skó og danskt brauð og danskan búning, þó þetta værj einhvers- staðar utan úr heimi. Samband okkar við Dani var dálítið á sama, grundvelli og samfoand mannanna við guð. Þaðan yar alt bæði gott og illt. Þarna gætu Islendingar áreið- anlega lært mikið. Ekki að ápá þessa dönsku, heldur finna út aðra tilsvarandi innlenda. Það sem, vakti mesta athygli mína fyrsta morguninn voru ávextir og hundar, þó þetta s„é nú skrít- ið til frásagnar. Ávextirni'r voru svo áberandi að mér datt helst í hug að ég væri kominn í aldin- garðinn, eða einhver illmenni hefðu hengt innflutningsnefnd- iina. Og hvergi var hægt: að stíga, niður fyrir hundum. Það er svo ótrúlegt flóð af frúar-hundum hér. Sumar eru með 2 á, einu, »brettí« og þetfca eru svo Ijót og viðbjóðsleg kvikindi yfirleitt að maður verður að freistast til að trúa því, að þeir séu ekki ein- ungis til augnagamans. Ég sendi þakklæti í huganum' til þeirra ,sem hafa barist á móti hundaæðinu heima, því það er nógur óþverri í Reykjavík fyrir því. Og nú á að fara að setja hunda, í lögregluliðið hér, en áð- ur þurfa þeir að stunda 3ja ára námi og það er háskólatími. Ef þefcta verður tekið upp hj'á, okk- ur þá findist mér vel til fallið, að þegar nemendur eru reknir úr skóla vegna sannfæringar sinnar, þá yrði styrkur þeirra veittur hundum til háskóianáms. Að undanförnu þá hefir lífið hér verið ein s'tór útsala. Og ég gat ekki að mér gert að óska að fólkið hj.á, .okkur hefði átfc kost á því að hlýta þeim kjörum, því yfirleitt þá er ekki of ,sagt að "fatnaður og annað var á hálf- virði eftir okkar »prísum«, því þessar útsölur eru raunverulegri en hjá okkuV. Mér var líka sagt áð fólkið búi sig undir að kaupa á þessum tíma fatnað og fleira til ársins og væri þetta löluverð hjálp., Þetta eru nátt- úrlega ekkj nema »molar«, en hundarnir verða að eta það sem; dettur af. borðum húsbænda. þeirra á meðan að ekki tekst ao ná í stykki. Annars er verðlag töluvert lægra en hjá, okkur, einkumi fatn aður, ávextir, brauðvörur, sæl- gæti, búsáhöld og smávörur o. fl. Fiskur er aftur dýrari., Nýr þorskur 0,55—0,60 i kg. og salt- fiskur 0,90 i kg. og hálfþur 0,55. Silungur 1,35 $ kg., og rauð- spretta 0,55 |- kg. Kjöt er dýr- ara en hjá okkur, eða bestu teg- undir, en stígbreytingin er svo mikil. Ödýrt kjðt sá ég á 0,45 og svo er víst úrgangskjöt sem er enn þá ódýrara. Svínakjöt er einna ódýrast og Danir éta af- skaplega mikið af því. Mataræði og Hfnaðarhættir Dana og Islendinga eru töluverfc ólíkir, a.ð minsta kosti. verka- rnanna og það semi ég segi um það styðst ég bara við þá kynn- ingu sem ég hefi haft af þessu. Eg hefi um tíma núna verið hjá danskri verkamannafjölskyldu og kynt mér út frá því þessu við- víkjandi. Húsmóðurstörfin eru töluvert minni hér en hjá okk- ur og það gerir það að Danir éta ekki aðalmatinn fyr en á, kvöld- in. Þeir drekka kaffi kl. 7 áð- ur en þeir fara til vinnu, svo hafa þeir með sér smturt brauð ,sem þeir eta kl. 12 og svo ekki meir fyr en þeir koma heim kl. 4. Það saima gildir með heima- fólkið. Við drekkum kaffi kl. 8. Smurt brauð k*l., 12 með allskon- ar áskurði,, sem Danir eru frægir fyrir. Kaffi kl. 12 og heit an mat kl. 6. Verkafólk etur víst varla nokkurntíma fisk, heldur kartöflur og þessar ódýrari teg- undir af kjöti í einhverri mynd. Danir eru að sjá sparneyfcnir í mat, en geta efcið mikið og eru matarlegir og makráðir yfir miat. Kaffibrauð sést varla ann- að' en sigtibrauð ag til viðbitis' smjörlíki og svínafeiti., Katfi drekka þeir mikið. Þetta að vinna ekki nema átta. tima og vinna þá í einu gerir ákaf lega' mikla breytingu á, heim jlislífinu. Störfin verða léttari fyrir konuna og maðurinn hefir mikið betri támi til að hugsa nm sitt heimili að öllu leyti og til annara starfa félagslegra og menningarlegra. Það er svartur svívirðingarblettur á íslenskri verkalýðshreyfinug og. íslensk- um vérkamönnum. að vera ekki .búinn að koma á 8 stunda vinnu degj. Það er svo mikið menning- arspursmál fyrir utan kaup- hækkun, að það verður að kom- ast í framkvæmd nú. þegar. Frá kl. 7 til 4 félagar! Það sem, ekki gerir miinna út- slag með afkomu verkamanna hér er húsaleigan. Þar sem ég er hafa hjónin 2 stórar stofur og eldhús, vaskahús og geymslu í nýju húsi fyrir 47 kr. á miánuði. Þrj'iú herbergi og eldhús nieð baði kosta 70 kr. og þetta er þó í húsum semi er.u eign einstakra manna. eða félaga. Yfirleitt held ég að verka- menn hér hafi sæmilegar íbúðir og það hefir óneitanlega verið- "gert meira fyrir fólkið í þessari borg en. Reykjavík, enda er þetta' auðugra land, eða hægra að ná. einhverju af burgeisunum án þess að þá muni nokkuð ura það. Hér er fult af skemti- görðum, leikvöllum og á, milli hverra þessara sambygg- ingar sem; verkamenn búa. í eru steypt svæði til þess að börnin geti verið þar og þurfi ékki að halda, sig á götunni.. Svo er líka t. d. tryggingarlöggjöfin miklu fullkomnari en hjá okkur semi skiljanlegt er. Það er að minsta kosti einhver snefill af hugsun í þ,á átt að það þurfi að gera meira en búa f ólkið til, það þurf i líka a.ð ala það upp án þess að setja það aðallega á guð og gadd- inn. Efg vil aðeins geta þess að lok- um,, að mér hefir líkað vel við danska fólkiðl. Það er blátt áfram og kurtaist hvprt senii maður ,sér það á götu eða finn- ur það heima hjá sér. Og þó við eigum Dönum grátfc að gjalda fr(á fyrri tímum, þá, kemur það náttúrlega ekki til m,ála, að vera illskast við þessa kynslóð út af því, nema þegar verið er að ræða um lagalegan rétt sem við eig- um óefað til ýmsra hluta hér. Líka vil ég geta þess að ég kom á fund hjá íslenskum stúdent- umi sem eru á móti fasisma og það gladdi mig að sjá hvað þeir eru margir og sýnilega kjarninn úr hópnumi, sem hvorki vill fylgja eða daðra, víð morðing.ia^ menskuna í heiminum. Hugleikur mjögsiglandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.